Morgunblaðið - 02.03.1985, Page 9

Morgunblaðið - 02.03.1985, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARS 1985 9 Sædýrasafnið Sædýrasafnið er opiö alla daga frá kl. 10—19. Fáar sýningavikur. Raudarárslíg 18 - Sinv 28866' Jafnaðarmenn allra landa í (ik'fni þings Norrtur landaráiVs á aö stofna enn ein samtökin til þess aö tryggja friö á íslandi og umhverfis landið. Að stofn- un þessara samtaka standa menn úr þeim hópum sem vilja ekki viðurkenna, aö þátttaka íslendinga í vest- rænu varnarsamstarn hafi tryggt frið í 36 ár. Þeir telja aö grípa þurfi til nýrra ráða í þágu friðar. Nú á að tala um „kjarnorkuvopnalaust ísland", sem landið er, hefur verið og mun vera á meðan íslensk stjórnvöld heimila ekki annað. Til þess að leggja áhershi á mikilvægi máls- ins og sýna hve merkilegt framtakið er hafa fundar- boðendur fengið Anker Jorgensen, jafnaðarmann og fvrrum forsætisráðherra frá Danmörku, til að tala um „kjarnorkuvopnalaust ísland" og í Þjóðviljanum í gær mátti lesa þetta: Er talið víst að Olof Þalme forsætisráðherra Svíþjóðar mæti á fundinn og ef að líkum lætur blandar hann sér { umræðurnar." Furðu gcgnir að Þjóðviljinn skuli ekki láta þess getið, hvort Olafur R. Grímsson, forseti Þingmannasamtaka um heimsskipulag, verði á fundinum, en eins og kunnugt er hefur Ólafur gert dof Palme og fimm þjóðarleiðtoga aðra út af fríðarörkinni. Jafnaðarmenn allra landa starfa náið saman eins og kunnugt er. Þeir hittast ofl og bera saman hækurnar og leggja á ráðin um alþjóðlegar aðgerðir. Á dögunum var frá því skýrt að Jón Baldvin Hanni- balsson hefði sett ofan í við Anker Jsrgensen á sam- norrænum kratafundi ( Osló. Engu er líkara en Anker sé að ná sér niðri á flokksbróður sinum Jóni Baldvin með því að flytja ræðu á fundinum um „kjarnorkuvopnalaust fs- land". Á forsíðu Alþýðu- blaðsins í gær mótmælir Jón Baldvin þessum ræðu- flutníngi með þessum orð- um: „Ég vil taka það fram vegna blaöafrétta um hingaðkomu Anker Jorg- ensen formanns danska Jafnaðarmannaflokksins, vegna stofnunar Samtaka um kjarnorkuvopnalaust ísland, að fsland varð fulÞ valda ríki árið 1918 og Danir hafa ekki farið með stjórn utanríkismála hér á landi frá 1941. Afskipti Jorgensen af þessum mál- um eru því óskiljanleg." Gagnslaus mótmæli? f Alþýðublaðinu segir ennfremur um þetta sama mál: ,Jón Baldvin kvaðst hafa haft samband við danska jafnaðarmenn vegna þessa máls og sagð- ist hann hafa gagnrýnt áætluð afskipti Anker Jorg- ensen af málinu. „Þetta er mál sem snertir okkur fs- lcndinga. Danir hafa ekk- ert með aö skipta sér af okkar málum," sagði Jón Baldvin. „Það væri eðli- legra að Anker Jorgensen boðaði til fundar um þessi mál í Murmansk eða á Kólaskaga, þar sem til staðar eru aðal-kjarnorku- vopnavígin í heiminum." Staksteinum er ekki kunnugt um, hvaða reglur gilda í samskiptum forystu- manna jafnaðarmanna- JÓN BALDVIN flokka, hvort gestkomandi foringjar hafi til þess heim- ild samkvæmt alþjóðasam- þykktum að hafa ráð heimamanna að engu og gera það í pólitískum efn- um sem þeir telja af hinu illa. Hitt er Ijóst, að Anker Jorgensen og Olof Palme sýnast ætla að hafa mót- mæli Jóns Baldvins Hanni- balssonar, formanns Al- þýðuflokks fslands, að engu. Eftir fundinn { Osló sagðist Jón Baldvin hafa getaö bjargað því sem hjargað varð með því að koma í veg fyrír að tillaga frá Anker Jorgensen um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndunum yrði samþykkL Menn hljóta að draga áhrifamátt Jóns Baldvins í efa, fari svo að mótmæli hans vegna at- burða á fslandi verði að engu höfð. Astæða er til að taka undir það með formanni Alþýðuflokksins, að af- skipti af innanríkismálum eins og þau sem hér hefur verið lýst eru ekki til fyrir- myndar. Erlendir áhrifa- menn geta auöveldlega lát- ið slík afskipti vera, þótt þeir samþykki að tala hér á landi. Þannig ætlar til dæmis Svenn Stray, utan- ríkisráðherra Norðmanna, að tala á fundi Samtaka OLOF PALME um vestræna samvinnu og Varðbergs kl. 18 á mánu- dag á Hótel Sögu um stefnu Norömanna í utan- ríkis- og öryggismálum. Enginn getur fundið að því, þvert á móti. Engin frétt Ámi Bergmann, ritstjóri Þjóðviljans, segir í rístjórn- ardálki blaösins í gær, að ástæðan fyrír þvi, að Þjóð- viljinn segi engar fréttir af réttarhöldunum yfir Arne Treholt, sé þessi: „En satt að segja er það ekki ýkja mikiö sem bæst hefur við í málinu siðan það var á hvers manns vörum í fyrra — nema þá málsvörnin." Þjóðviljinn telur Tre- holt-málið ekki neina frétt lengur. Þetta hafi allt kom- ið fram áður. Athyglisvert er að rifja það upp, að þeg- ar Treholt var handtekinn taldi Þjóðviljinn það ekki heldur neina frétt og sagði ekki frá málinu í fyrsta töhiblaði eftir handtökuna, þ.e. á þriðjudegi, en skýrt var frá handtökunni á laugardegi. Fróðlegt verður að fylgj- ast með því, hvenær Þjóð- viljinn telur réttarhöldin yfir Treholt vera komin á það stig að rétt sé að skýra frá þeim í fréttum. Ófriðlega horfir Ef marka má stóryrði Jóns Baldvins Hannibalssonar í garö Anker Jorgensen horfir ekki friövænlega í sambúö jafnaðarmanna á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík í næstu viku. Flokksformennirnir deila um friöarmálin eins og við var aö búast og Jón Baldvin unir illa afskiptum Jorgensen af þeim hér á landi. Jón Baldvin hefur ekki enn sagt álit sitt á Olof Palme og afskiptum hans af íslenskum málefnum. Um þetta er rætt í Staksteinum í dag og einnig hitt, aö Þjóðviljanum finnst Treholt-máliö ekki fréttnæmt. íslenska sjénvarpið: Gerir þátt um enska rit- höfundinn Iris Murdoch ÍSLENSKA sjónvarpið er að und- irbúa gerð viðtalsþáltar við Iris Murdoch, sem er heimsþekktur rithöfundur og beimspekingur. Gerð þáttarins er iiður í sameig- inlegu verkefni norrænu sjón- varpsstödvanna þar sem hver sjónvarpsstöð gerir tvo þætti um rithöfunda, annan innlendan og hinn utan Norðurlandanna en þó evrópskan. Hinn þáttur íslenska sjónvarpsins er um Svövu Jakobs- dóttur. Elín Þóra Friðfinnsdóttir stjórnar gerð þáttarins og Steinunn Sigurðardóttir rithöf- undur tekur viðtalið. Þær fara til London á mánudag til að taka þáttinn upp ásamt þremur öðrum starfsmönnum sjón- varpsins. Elín Þóra sagði að báðum islensku þáttunum yrði lokið í byrjun maf. Sagði hún að þegar væri byrjað á að sýna þætti úr þáttaröðinni i sumum Norðurlandanna, en ekki vissi hún hvenær þeir yrðu teknir til sýningar hér á landi. Elín Þóra sagði að hver sjónvarpsstöð greiddi kostnað við gerð sinna þátta en fengi jafnframt þætti annarra til sýninga. —«______ Stúlka^ fyrir bif- reið í Álfabakka STÚLKA varð fyrir bifreið í Álfabakka um klukkan hálftvö á fimmtudag. Hún fór úr strætis- vagni við benzínstöð Olís í Álfa- bakka og hljóp fram fyrir vagn- inn og út á götuna og varð fyrir bifreið, sem ekið var fram með strætisvagninum. Óttast var að stúlkan hefði beinbrotnað, en meiðsli munu að öðru leyti ekki talin alvarleg. Harður árekstur varð á gatnamótum Ármúla og Síðu- múla í gærdag og voru tveir ökumenn fluttir i slysadeild. Miklar annir voru hjá lögrcgl- unni í Reykjavík í gær vegna fjölda árekstra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.