Morgunblaðið - 02.03.1985, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARS 1985
Sjómannadeilan:
Árangurslaus
fundur í gær
SAMNINGAFUNDI í deilu Sjómannasambands íslands og Landssambands
íslenskra útvegsmanna, sem hófst hjá ríkissáttasemjara kl. 17 í gær, lauk laust
fyrir kl. 20 í gærkvöldi án þess að til tíðinda drægi. Nýr fundur hefur verið
boðaður kl. 10 í dag.
Svo var að heyra á deiiuaðilum í
gær, að ofurkapp væri lagt á að
leysa deiluna, sem harðnaði mjög á
fimmtudagskvöldið er samningar
tókust með LÍÚ og Farmanna- og
fiskimannasambandinu annars-
vegar og Skipstjóra- og
stýrimannafélaginu Bylgjunni á
Vestfjörðum og Útvegsmannafé-
lagi Vestfjarða hins vegar. „Við
tökum upp þráðinn þar sem frá var
Piltur lær-
brotnaði
FIMMTÁN ára piltur lærbrotnaði
þegar bifreið var ekið í veg fyrir
bifhjól hans á Langholtsvegi laust
fyrir klukkan 20 á fimmtudags-
kvöldið. Pilturinn ók bifhjóli sínu
suður Langholtsveg þegar bifreið
var ekið í veg fyrir hann á gatna-
mótunum við Álfheima. Pilturinn
var fluttur í slysadeild Borgar-
spítalans.
horfið," sagði Guðmundur Ha-
llvarðsson, formaður Sjómannafé-
lags Reykjavíkur, skömmu áður en
fundurinn hófst. „Við munum
minna á, að það sem yfirmenn voru
að samþykkja var kauptrygging
fyrir háseta og skipstjórar og stýr-
imenn eru á einni og hálfri kaup-
tryggingu, sem gefur þeim 40.500
krónur á mánuði, 2. stýrimaður og
vélstjóri eru á einni og kvart, sem
gefur þeim 33.750 krónur. Okkur er
hins vegar ætlað að kyngja þessum
27 þúsund krónum."
Verkfall yfirmanna stendur að
minnsta kosti fram á sunnudag. Þá
verða talin atkvæði úr atkvæða-
greiðslu hinna fimmtán aðildarfé-
laga Farmanna— og fiskimanna-
sambandsins. Reykjavíkurfélögin
héldu fjölmennan fund í höfuð-
stöðvum sambandsins í gær, önnur
félög munu halda fundi í dag og á
morgun. Samþykki meirihluti fé-
lagsmanna FFSÍ samninginn verð-
ur verkfalli aflýst — en skip munu
ekki halda almennt til veiða fyrr en
samningar hafa tekist milli LlÚ og
Sjómannasambandsins.
Rektorsprófkjör við Háskólann:
Páll og
mundur efstir
Sig-
MJÓTT var á mununum í prófkjöri
um nýjan háskólarektor sem fram fór
í gær. Atkvæðisrétt höfðu ailir fastir
starfsmenn háskóians og stúdentar,
en atkvæði stúdenta gilda Vt hluta
móti atkvæðum starfsmanna. Páll
Skúlason, prófessor í heimspekideildi
hlaut flest atkvæði eða 30,6% alls, en
fast á hæla honum kom Sigmundur
Guðbjarnason, prófessor í verkfræði-
og raunvísindadeild, með 30,5% at-
kvæði alls.
Á kjörskrá voru 328 starfsmenn
og 4.364 stúdentar. 211 starfsmenn
eða 64,3% greiddu atkvæði og 760
stúdentar eða 17,4%. Páll hlaut at-
kvæði 49 starfsmanna og 345 stúd-
enta. Sigmundur hlaut atkvæði 80
starfsmanna og 118 stúdenta. Jóna-
Morgunblaðið/Július
Jarðarför Sverris Haraldssonar listmálara fór fram í gær frá Dómkirkjunni. Séra Birgir Ásgeirsson prestur í
Mosfellssveit jarðsöng. Kistuna báru úr kirkju: Árni Johnsen, Sigurður Sigurðsson, Jóhann Axelsson, Hreinn
Þorvaldsson, Guðni Hermansen, Hringur Jóhannesson, Eiríkur Smith og Sigfús Daðason.
Klofningur
starfsnefnd
í
sam-
kvenna
tan Þórmundsson, prófessor í laga-
deild, fékk 11,6%, atkvæði 17
starfsmanna og 141 stúdents. Júlíus
Sólnes, prófessor í verkfræði- og
raunvísindadeild hlaut 10,5%, at-
kvæði 25 starfsmanna og 60 stúd-
enta. Ragnar Ingimarsson, pró-
fessor í verkfræði- og raunvísinda-
deild hlaut 5,8%, atkvæði 17
starfsmanna og 11 stúdenta og Sig-
urjón Björnsson 3,5%, atkvæði 10
starfsmanna og 9 stúdenta. Aðrir
fengu færri atkvæði.
Sjálfar kosningarnar fara síðan
fram 2. apríl. Allir skipaðir prófess-
orar háskólans eru þá í kjöri, en
þeir eru 78 að tölu. Hljóti enginn
þeirra hreinan meirihluta verður að
nýju kosið viku síðar um tvo efstu.
SAMTÖK kvenna á vinnumarkaði,
Kvennalistinn og Kvennaframboðið
í Reykjavík, hafa hafnað þátttöku í
sameiginlegum fundi samstarfs-
nefndar kvenna 1985, sem fyrirhug-
að er að halda 8. mars nk. í Háskóla-
bíói, undir kjörorðinu „Tökum
höndum saman“. Settu samtök
kvenna á vinnumarkaði það sem úr-
slitaskilyrði fyrir þátttöku sinni í
fundinum, að skæruliði frá Nicar-
agúa, sem hér verður stödd í boði El
Salvador-nefndarinnar, fengi að
ávarpa fundinn. Að samstarfsnefnd
kvenna 1985 standa 23 félög og sam-
tök kvenna, m.a. frá öllum stjórn-
málaflokkum, verkalýðshreyfing-
unni og kvennahreyfingum. Eru
þessir þrír aðilar þátttakendur í því
samstarfi. Hyggjast þær halda sinn
eigin fund á sama tíma og hinn
fundurinn er fyrirhugaður. Um það
náðist samtaða þeirra á milli á
fimmtudag.
Kvennafylking Alþýðubanda-
lagsins mun taka afstöðu til þess í
dag hvort hún stendur að fundin-
um í Háskólabíói eða með þessum
aðilum. Meðal talsmanna Sam-
taka kvenna á vinnumarkaði eru
nokkrar Alþýðubandalagskonur,
sem vilja kljúfa samstarfið 1985
með þessum hætti, m.a. Margrét
Pála Ólafsdóttir, sem nýkjörin er í
Verkalýðsráð flokksins í „hallar-
byltingunni“ svokölluðu, þegar
miklar mannabreytingar áttu sér
stað í ráðinu.
Samstarf kvenna 1985 var
stofnað til að vinna að aðgerðum
kvenna hér á landi á þessu lokaári
kvennaáratugar Sameinuðu þjóð-
anna og er starf hennar hugsað i
iíkum farvegi og samstarf kvenna
1975 þegar efnt var til Kvennafrí-
dagsins 24. október það ár. Áætlað
var að konur tækju höndum sam-
an 8. mars, 19. júní og 24. október
í ár, til að vinna að baráttumálum
kvenna fyrir jafnrétti í reynd,
ekki síst launajafnrétti á við
karla.
Bjarni Herjólfsson:
ElliÖi bauð
99 milljónir
Útgerðarfélagið Elliði hf. bauð 99
milljónir kr. í skuttogarann Bjarna
Herjólfsson, sem er f eigu Lands-
banka íslands, en bankinn hefur,
eins og fram hefur komið, ákveðið að
ganga til samningaviðræðna við Út-
gerðarfélag Akureyringa hf. um sölu
á togaranum. Hafsteinn Ásgeirsson,
Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra á Þórshöfn:
Andvaraleysi að reisa
ekki ratsjárstöðvar
- vil ekki bera ábyrgð á því
GEIK Haligrímsson utanríkisráðherra sagði meðal annars á fundi um
ratsjármál sem hann boðaði til á Þórshöfn sl. fimmtudagskvöld, að kæmi
til þess að Alþingi tæki ákvörðun um að hafna byggingu og endurnýjun
ratsjárstöðva hérlendis myndi hann skoða hug sinn um það, hvort hann
ætti að láta af störfum sem utanríkisráðherra. Það myndi hann gera
fremur en bera ábyrgð á því andvaraleysi sem fælist í slíkri neitun.
Þetta kom fram í svari ráð-
herrans við fyrirspurn frá Jónu
Þorsteinsdóttur um hvort Al-
þingi kæmi til með taka ákvörð-
un um smiði nýrra ratsjár-
stöðva. Utanríkisráðherra svar-
aði að fyrir Alþingi lægi þingmál
frá Steingrími Sigfússyni þing-
manni Alþýðubandalagsins og
gæti Alþingi því tekið ákvörðun
með eða á móti ratsjárstöðvun-
um við afgreiðslu þess. Ráðherr-
ann sagðist ekki leggja málið
fyrir Alþingi en aftur á móti
væri það rætt í ríkisstjórn.
Utanríkisráðherra sagði:
„Utanríkisráðherra hefur rétt til
að taka þessa ákvörðun, en mér
dettur ekki í hug að taka svo
mikilvæga ákvörðun fremur en
aðrar mikilvægar ákvarðanir án
samráðs við ríkisstjórnina. Auð-
vitað hefur Alþingi æðsta valdið
gagnvart framkvæmdavaldinu.
Ef Alþingi segir að þessar rat-
sjárstöðvar skuli ekki byggðar
Geir Ilallgrímsson
þá hef ég ekki heimild til að
leyfa byggingu þeirra. En þá fer
ég kannski að hugsa um það
hvort ég kæri mig um að bera
ábyrgð á slíku andvaraleysi. Ég
hlýt þó, ef ég vil ekki bera
ábyrgð á slíku andvaraleysi að
skoða hug minn um það hvort ég
læt af störfum sem ráðherra
utanrikis- og öryggismála.“
Geir Hallgrímsson svaraði
jafnframt í lok fundarins spurn-
ingu þess efnis, hver hann teldi
viðbrögð Bandaríkjanna og
NATO verða ef íslendingar neit-
uðu að láta byggja ratsjárstöðv-
arnar. Hann sagði: „Bandaríkja-
menn og bandalagsþjóðir okkar í
NATO yrðu fyrir vonbrigðum, en
þær hlýða. Við ráðum."
skipstjóri í Þorlákshöfn, einn eigenda
Elliöa hf., sagðist vita að tilboð Elliða
væri hæsta tilboðið í togarann.
„Við getum ekki séð annað en að
Landsbankinn hafi verið búinn að
ákveða fyrir löngu að selja togar-
ann til ÚA, jafnvel á hinu árinu,“
sagði Hafsteinn. Elliði gerði tilboð
í togarann í sínu nafni en ýmis
önnur útgerðarfyrirtæki í bænum,
svo og einstaklingar, eru tilbúin til
að standa að kaupunum með Elliða
ef þörf er á. Kvaðst Hafsteinn
verða var við mikinn áhuga fyrir
þessu máli, bæði í Þorlákshöfn og
nágrannabæjunum. Taldi hann að
fjárhagshliðin hefði ekki þurft að
vefjast fyrir bankanum, hvað þá
varðaði, því þeir aðilar, sem stæðu
að tilboðinu, gætu lagt fram veð
fyrir margfaldri þeirri fjárhæð,
sem bankinn ætti í skipinu. Þá
hefðu þeir verið tilbúnir til að
stækka það félag, sem að kaupun-
um stæði, eftir þörfum, en aldrei
hefði komið krafa frá Landsbank-
anum um það.
Hafsteinn sagði að ef þeir hefðu
fengið skipið keypt hefði því verið
breytt í frystitogara, útbúinn til
frystingar á Japansmarkað. Áætl-
aður kostnaður við breytingar og
endurbætur á skipinu hefði verið
20 til 30 milljónir kr. þannig að það
hefði staðið í 120 til 130 milljónum
kr. eftir breytingarnar. Taldi Haf-
steinn að rekstur skipsins hefði
getað borgað sig með því móti,
enda væri enginn áhugi hjá þeim
mönnum, sem að tilboðinu hefðu
staðið, að reka það með tapi og
hætta þannig eignum sínum. Úti-
lokað væri hins vegar að reka það á
ísfiski, einnig hjá UA, en Útgerðar-
félag Ákureyringa hefði þá aðstöðu
að geta gengið í bæjarsjóð þegar
illa gengi, og það hefði ef til vill
gert útslagið hjá Landsbankanum.