Morgunblaðið - 02.03.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.03.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARS 1985 17 KJARVALSHÚS — GREININGARSTÖÐ — eftir Eðvald Sœmundsen og Tryggva Sigurðsson í lögum um fatlaða (41/1983) er bráðabirgðaákvæði (11,1), þar sem félagsmálaráðherra er gert „að skipa 5 manna nefnd, sem hafi það að verkefni að gera tillögur um fyrirkomulag á framtíðarskipan Greiningarstöðvar ríkisins í sam- ræmi við ákvæði 16. greinar". Nefndin var skipuð eins og að ofan greinir og skilaði hún áliti sínu til félagsmálaráðherra síðastliðið vor. Það var svo í desember sl., sem félagsmálaráðherra flutti til- lögu til þingsályktunar um fyrir- komulag á „Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins". 1. Félagsmálaráðuneyti og menntamálaráðuneyti beiti sér fyrir því að athugunar- og greiningardeild í Kjarvalshúsi við Sæbraut á Seltjarnarnesi verði breytt í Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, þ.e. fyrsta áfanga í þróun þeirrar stofnunar. Verði forstöðumað- ur og framkvæmdastjóri ráðnir að stofnuninni þegar i stað. Jafnframt verði athugaðir möguleikar á kaupum á húsi i næsta nágrenni við Kjarvals- hús í þvi skyni að auka þá greiningar- og ráðgjafarstarfs- emi sem nú fer fram í Kjarvals- húsi. 2. Á næstu þremur árum verði undirbúin bygging framtiðar- húsnæðis fyrir Greiningar- og ráðgjafarstöð rikisins. Verði við það miðað að sú bygging verði fullbúin tveimur árum síðar. Einnig verði fjármagni beint á þessu 5 ára tímabili að upp- byggingu meðferðarúrræða og greiningar- og ráðgjafarþjón- ustu i öllum landshlutum sam- hliða aukningu á starfsemi Greiningar- og ráðgjafarstöðv- ar rikisins. 3. Húsnæði Greiningar- og ráð- gjafarstöðvar ríkisins verði byggt á þeim stað sem þegar hefur verið valinn við Dalbraut i Reykjavik og samkvæmt fyr- irliggjandi teikningum af hús- inu. Þegar þetta er skrifað er tillaga félagsmálaráðherra í fjárveitinga- nefnd. Þetta er væntanlega eðli- legur gangur mála, þar sem i til- lögunni er gert ráð fyrir fjárútlát- um af hálfu ríkisins, þar á meðal byggingu húss við Dalbraut i Reykjavik. Undirritaðir hafa þó af því nokkrar áhyggjur, e.t.v. að ástæðulausu, að afstaða þing- manna i fjárveitinganefnd mótist helst af þvi, hvort veita eigi fé til húsbyggingar eða húsakaupa. Hinu má þó ekki gleyma að hér er á ferðinni viðtæk tillaga um upp- byggingu á þjónustu fyrir fatlaða, sbr., eftirfarandi tilvitnun i niður- stöðu nefndarinnar, sem fylgja til- lögum ráðherra: „Leggja ber áherslu á heildarskipulagningu á málefnum fatlaðra, greiningu, ráðgjöf og meðferð á landinu öllu. Vel skipulögð svæðisþjónusta i þágu fatlaðra er forsenda þess að miðstöð fyrir greiningu og ráðgjöf komi að fullum notum. Jafnframt getur virk svæðisbundin þjónusta ekki þróast án vel skipulagðrar miðstöðvar, sem annast þverfag- lega greiningu, ráðgjöf og meðferð flókinna tilfella." „Er því fróðlegt að velta fyrir sér hvernig athug- unar- og greiningar- deildin í Kjarvalshúsi er undir það búin að taka við hlutverki Greining- arstöðvar ríkisins.“ Þetta er gróf en mikilvæg stefnumörkun. Mikilvægur áfangi í þessari þróun er að breyta at- hugunar- og greiningardeildinni í Kjarvalshúsi í Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins eins og getið er í fyrsta lið tillögu félagsmála- ráðherra. Er því fróðlegt að velta fyrir sér hvernig athugunar- óg grein- ingardeildin i Kjarvalshúsi er undir það búin að taka við hlut- verki Greiningarstöðvar ríkisins. Reyndar hefur Kjarvalshús starf- að sem „greiningarstöð” í mörg ár og þangað hafa foreldrar af öllu landinu komið með börn sín á for- skólaaldri sbr. eftirfarandi tölur: Ártal: 1978 Fjöldi barna: 70 Fjöldi heimsókna: 176 Þróun þessarar stofnunar hefur verið í átt að því sem lýst er sem hlutverki Greiningarstöðvar 1 16. gr. laga nr. 41/1983, en hins vegar háir skortur á mannafla, tækjum og húsnæði starfseminni verulega og kemur í veg fyrir að stofnunin geti sinnt hlutverki sínu, hvað þá bætt við það. Þar sem umfang starfsins hefur vaxið jafnt og þétt frá upphafi, án þess að á móti hafi komið aukning á mannafla, lýsa tölurnar hér að ofan ekki aðeins sívaxandi álagi heldur einnig að aðrir þættir en greining og ráðgjöf hafa verið vanræktir að miklu leyti. Má þar nefna eftirfylgd, þjálfun starfs- fólks, stuðning við uppbyggingu þjónustu úti á landi, rannsóknir, námskeið og fræðslu, o.s.frv., o.s.frv. Þrátt fyrir aðaláherslu á greiningar- og ráðgjafarþáttinn er 1—2ja ára bið eftir þeirri þjón- ustu. Foreldrar gera stöðugt meiri kröfur til starfsemi Kjarvalshúss og sömuleiðis fagmenn í heilsu- 1979 1980 1981 1982 119 126 144 156 416 726 769 1017 gæslukerfinu, fræðslukerfinu og dagvistarkerfum sveitarfélaga. En hvernig stendur á því, að á sama tíma eru forsendur fyrir því að mæta þessum auknu kröfum nán- ast óbreyttar? (Fjárveiting fyrir árið 1985 rétt rúmlega 6 milljón- ir.) Eina aðalástæðuna fyrir því teljum við vera hversu óljós staða Kjarvalshúss er. Menntamála- ráðuneytið hefur lítið gert annað en að halda í horfinu eftir að ljóst varð að „Greiningarstöð ríkisins" kæmi til með að heyra undir fé- lagsmálaráðuneytið. Félagsmála- ráðuneytið hefur aftur ekki haft neina forsendu til þess að sjá til þess að stofnunin fái að þróast eðlilega, þar sem hún heyrir undir annað ráðuneyti. Framkvæmda- sjóður fatlaðra keypti að vísu hús- ið að Sæbraut 2 (á móti Kjarvals- húsi) í september ’83, en það hús stóð ónotað fram í september ’84 og gerir enn að stórum hluta. Af þessu má ráða að ekki er ein- ungis verið að taka afstöðu til hús- byggingar þegar verið er að fjalla um tillögu félagsmálaráðherra heldur miklu fremur stefnumörk- un varðandi uppbyggingu þjón- ustu á komandi árum. Þar er mik- ilvægur áfangi: „að athugunar- og greiningardeildin I Kjarvalshúsi við Sæbraut á Seltjarnarnesi verði breytt í Greiningar- og ráðgjaf- arstöð ríkisins, þ.e. fyrsta áfanga í þróun þeirrar stofnunar." Erald Sæmundaen og Tryggri Sig- urdsson eru sálfrædingar. afsláttur af öttum mars Nó , 12.59"' , -rm "'3-"r 17.280 A9.2°° Vq 69A , °ct° 22.990 g9o 20 ,8.700 '5ao,(, >0° •• 8.900 0 7,0 50 ••• aa900 10-' «09 •• ’ 14.390 29-900 1 29.900 30.900 2 24.390 ‘ 35-200 A 8-790 ••••• 24.900 ••••• 25.990 ) * * 27.500 • • • • * 6.400 • ••••• 11.830 • •••• 9.990 10.900 Á5°r 27.900 29.900 g.AOO 37.4OO 16.9AA 22.4A0 23.39A , 24.750 4.860 A0.647 8.99A 9.8A0, W83^*-*'artu'. 1 K®"sK^avéA ^°cca \ HeWubpJ?'p o62-A 04. ■ svart Crx4b.VtetaO"" A) VAe"^Orc&K074-A04 \ SV,art rN5VA.^erarnK ; \^b282-AA4 •••••• AsSasgsa Á&ut Nú k 1.287 1 1.430 1.962 1 2.A80 1.575' 1.750 1.AA6 1.240 2.452 2.725 3.345 3.A25 7.360 6.990 1.790 2.8A2 6.624 6.29A 1.6AA OPIÐÍD4G10-4 VORUMARKAÐURNN ÁRMÚLAIaSÍMI: 686117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.