Morgunblaðið - 02.03.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARS 1985
17
KJARVALSHÚS —
GREININGARSTÖÐ
— eftir Eðvald
Sœmundsen og
Tryggva Sigurðsson
í lögum um fatlaða (41/1983) er
bráðabirgðaákvæði (11,1), þar sem
félagsmálaráðherra er gert „að
skipa 5 manna nefnd, sem hafi það
að verkefni að gera tillögur um
fyrirkomulag á framtíðarskipan
Greiningarstöðvar ríkisins í sam-
ræmi við ákvæði 16. greinar".
Nefndin var skipuð eins og að ofan
greinir og skilaði hún áliti sínu til
félagsmálaráðherra síðastliðið
vor. Það var svo í desember sl.,
sem félagsmálaráðherra flutti til-
lögu til þingsályktunar um fyrir-
komulag á „Greiningar- og ráð-
gjafarstöð ríkisins".
1. Félagsmálaráðuneyti og
menntamálaráðuneyti beiti sér
fyrir því að athugunar- og
greiningardeild í Kjarvalshúsi
við Sæbraut á Seltjarnarnesi
verði breytt í Greiningar- og
ráðgjafarstöð ríkisins, þ.e.
fyrsta áfanga í þróun þeirrar
stofnunar. Verði forstöðumað-
ur og framkvæmdastjóri ráðnir
að stofnuninni þegar i stað.
Jafnframt verði athugaðir
möguleikar á kaupum á húsi i
næsta nágrenni við Kjarvals-
hús í þvi skyni að auka þá
greiningar- og ráðgjafarstarfs-
emi sem nú fer fram í Kjarvals-
húsi.
2. Á næstu þremur árum verði
undirbúin bygging framtiðar-
húsnæðis fyrir Greiningar- og
ráðgjafarstöð rikisins. Verði
við það miðað að sú bygging
verði fullbúin tveimur árum
síðar.
Einnig verði fjármagni beint
á þessu 5 ára tímabili að upp-
byggingu meðferðarúrræða og
greiningar- og ráðgjafarþjón-
ustu i öllum landshlutum sam-
hliða aukningu á starfsemi
Greiningar- og ráðgjafarstöðv-
ar rikisins.
3. Húsnæði Greiningar- og ráð-
gjafarstöðvar ríkisins verði
byggt á þeim stað sem þegar
hefur verið valinn við Dalbraut
i Reykjavik og samkvæmt fyr-
irliggjandi teikningum af hús-
inu.
Þegar þetta er skrifað er tillaga
félagsmálaráðherra í fjárveitinga-
nefnd. Þetta er væntanlega eðli-
legur gangur mála, þar sem i til-
lögunni er gert ráð fyrir fjárútlát-
um af hálfu ríkisins, þar á meðal
byggingu húss við Dalbraut i
Reykjavik. Undirritaðir hafa þó af
því nokkrar áhyggjur, e.t.v. að
ástæðulausu, að afstaða þing-
manna i fjárveitinganefnd mótist
helst af þvi, hvort veita eigi fé til
húsbyggingar eða húsakaupa.
Hinu má þó ekki gleyma að hér er
á ferðinni viðtæk tillaga um upp-
byggingu á þjónustu fyrir fatlaða,
sbr., eftirfarandi tilvitnun i niður-
stöðu nefndarinnar, sem fylgja til-
lögum ráðherra: „Leggja ber
áherslu á heildarskipulagningu á
málefnum fatlaðra, greiningu,
ráðgjöf og meðferð á landinu öllu.
Vel skipulögð svæðisþjónusta i
þágu fatlaðra er forsenda þess að
miðstöð fyrir greiningu og ráðgjöf
komi að fullum notum. Jafnframt
getur virk svæðisbundin þjónusta
ekki þróast án vel skipulagðrar
miðstöðvar, sem annast þverfag-
lega greiningu, ráðgjöf og meðferð
flókinna tilfella."
„Er því fróðlegt að velta
fyrir sér hvernig athug-
unar- og greiningar-
deildin í Kjarvalshúsi er
undir það búin að taka
við hlutverki Greining-
arstöðvar ríkisins.“
Þetta er gróf en mikilvæg
stefnumörkun. Mikilvægur áfangi
í þessari þróun er að breyta at-
hugunar- og greiningardeildinni í
Kjarvalshúsi í Greiningar- og ráð-
gjafarstöð ríkisins eins og getið er
í fyrsta lið tillögu félagsmála-
ráðherra.
Er því fróðlegt að velta fyrir sér
hvernig athugunar- óg grein-
ingardeildin i Kjarvalshúsi er
undir það búin að taka við hlut-
verki Greiningarstöðvar ríkisins.
Reyndar hefur Kjarvalshús starf-
að sem „greiningarstöð” í mörg ár
og þangað hafa foreldrar af öllu
landinu komið með börn sín á for-
skólaaldri sbr. eftirfarandi tölur:
Ártal: 1978
Fjöldi barna: 70
Fjöldi heimsókna: 176
Þróun þessarar stofnunar hefur
verið í átt að því sem lýst er sem
hlutverki Greiningarstöðvar 1 16.
gr. laga nr. 41/1983, en hins vegar
háir skortur á mannafla, tækjum
og húsnæði starfseminni verulega
og kemur í veg fyrir að stofnunin
geti sinnt hlutverki sínu, hvað þá
bætt við það.
Þar sem umfang starfsins hefur
vaxið jafnt og þétt frá upphafi, án
þess að á móti hafi komið aukning
á mannafla, lýsa tölurnar hér að
ofan ekki aðeins sívaxandi álagi
heldur einnig að aðrir þættir en
greining og ráðgjöf hafa verið
vanræktir að miklu leyti. Má þar
nefna eftirfylgd, þjálfun starfs-
fólks, stuðning við uppbyggingu
þjónustu úti á landi, rannsóknir,
námskeið og fræðslu, o.s.frv.,
o.s.frv. Þrátt fyrir aðaláherslu á
greiningar- og ráðgjafarþáttinn er
1—2ja ára bið eftir þeirri þjón-
ustu.
Foreldrar gera stöðugt meiri
kröfur til starfsemi Kjarvalshúss
og sömuleiðis fagmenn í heilsu-
1979 1980 1981 1982
119 126 144 156
416 726 769 1017
gæslukerfinu, fræðslukerfinu og
dagvistarkerfum sveitarfélaga. En
hvernig stendur á því, að á sama
tíma eru forsendur fyrir því að
mæta þessum auknu kröfum nán-
ast óbreyttar? (Fjárveiting fyrir
árið 1985 rétt rúmlega 6 milljón-
ir.)
Eina aðalástæðuna fyrir því
teljum við vera hversu óljós staða
Kjarvalshúss er. Menntamála-
ráðuneytið hefur lítið gert annað
en að halda í horfinu eftir að ljóst
varð að „Greiningarstöð ríkisins"
kæmi til með að heyra undir fé-
lagsmálaráðuneytið. Félagsmála-
ráðuneytið hefur aftur ekki haft
neina forsendu til þess að sjá til
þess að stofnunin fái að þróast
eðlilega, þar sem hún heyrir undir
annað ráðuneyti. Framkvæmda-
sjóður fatlaðra keypti að vísu hús-
ið að Sæbraut 2 (á móti Kjarvals-
húsi) í september ’83, en það hús
stóð ónotað fram í september ’84
og gerir enn að stórum hluta.
Af þessu má ráða að ekki er ein-
ungis verið að taka afstöðu til hús-
byggingar þegar verið er að fjalla
um tillögu félagsmálaráðherra
heldur miklu fremur stefnumörk-
un varðandi uppbyggingu þjón-
ustu á komandi árum. Þar er mik-
ilvægur áfangi: „að athugunar- og
greiningardeildin I Kjarvalshúsi
við Sæbraut á Seltjarnarnesi verði
breytt í Greiningar- og ráðgjaf-
arstöð ríkisins, þ.e. fyrsta áfanga í
þróun þeirrar stofnunar."
Erald Sæmundaen og Tryggri Sig-
urdsson eru sálfrædingar.
afsláttur af öttum
mars
Nó ,
12.59"' ,
-rm "'3-"r 17.280
A9.2°° Vq 69A ,
°ct° 22.990 g9o
20 ,8.700 '5ao,(,
>0° •• 8.900 0 7,0
50 ••• aa900 10-'
«09 •• ’
14.390
29-900
1 29.900
30.900 2
24.390 ‘
35-200
A 8-790
••••• 24.900
••••• 25.990
) * * 27.500
• • • • * 6.400
• ••••• 11.830
• •••• 9.990
10.900
Á5°r
27.900
29.900
g.AOO
37.4OO
16.9AA
22.4A0
23.39A ,
24.750
4.860
A0.647
8.99A
9.8A0,
W83^*-*'artu'.
1 K®"sK^avéA ^°cca
\ HeWubpJ?'p o62-A 04.
■ svart Crx4b.VtetaO"" A)
VAe"^Orc&K074-A04
\ SV,art rN5VA.^erarnK ;
\^b282-AA4
••••••
AsSasgsa
Á&ut Nú k 1.287 1
1.430 1.962 1
2.A80 1.575'
1.750 1.AA6
1.240 2.452
2.725
3.345
3.A25
7.360
6.990
1.790
2.8A2
6.624
6.29A
1.6AA
OPIÐÍD4G10-4
VORUMARKAÐURNN
ÁRMÚLAIaSÍMI: 686117