Morgunblaðið - 02.03.1985, Side 38

Morgunblaðið - 02.03.1985, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARS 1985 Verðlagsstofnun: Varar við auglýsing- um um grenningarte MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Verðlags- stofnun: Hér á landi er það árlegur við- burður á þorranum að í dagblöðum birtast skrumkenndar auglýsingar um megrunarlyf o.þ.h. sem oft eru einungis fáanleg í svokölluðum póstverslunum. Nýlega auglýsti Póstval kín- verskt grenningarte með eftirfar- andi orðum: „Ekkert er auðveldara. Aðeins 1 bolli af TI HU-grenn- ingarte eftir hverja máltíð. — Ekkert svelt. — Engar breyttar matarvenjur — Engar æfingar — Engar aukaverkanir" Tekið skal fram að hver tepoki kostar 11 krónur og mánaðar- skammturinn 990 krónur. í bók sem Konsumentverket í Svíþjóð (Neytendamálastofnunin) gaf út í byrjun ársins og nefnist „Aktív bantning", eða „Virk megr- un“, er greint frá því að margar tilraunir hafa verið gerðar til þess að finna hið fullkomna grenning- arlyf, sem gæti auðveldað fólki baráttuna við offitu. Þótt marg- vísleg efni séu til á markaðnum og seljendur heiti því í auglýsingum að ótrúlegur árangur náist með því að nota þau efni sem þeir hafa á boðstólum, hefur ekki tekist að sanna að nokkurt grenningarefni hafi þau áhrif sem auglýst eru. Það er eingöngu hægt að léttast með því að breyta um mataræði (neyta minni sykurs og fitu) og borða minni fæðu en líkaminn þarfnast og eyða meiri orku, svo sem með aukinni hreyfingu. SS hefur útgáfu upp- lýsingarits SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur hafið útgáfu upplýsingarits sem nefnt er SS-pósturinn. 1. tbl. kom út í febrúar. Það er sent til félagsmanna, öðrum viðskiptamönnum, ýmsum stofnunum og samstarfsaðiljum, auk fjölmiðla. í fyrsta tölublaðinu er auk ávarps Jóns H. Bergs, forstjóra sláturfélagsins, sagt frá ýmsum framkvæmdum félagsins og breyt- ingum í rekstri. Sagt er frá fram- kvæmdum SS í Laugarnesi þar sem félagið er að byggja kjötstöð og í framtíðinni flytur það mikið af starfsemi sinni á höfuðborgar- svæðinu þangað. Sagt er frá fram- kvæmdum við vinnslustöð SS á Hvolsvelli, nýju framleiðslueldhúsi og flutningi vörumiðstöðvar í nýtt húsnæði. Myndlistaskólinn í Reykjavík: Kynnir starfsemi sína KYNNING verður á starfi Myndlistaskólans í Reykjavík á vorönn 1985. Kynningarsýningar úr deildum skólans verða á göngum, hver sýning í tvær til þrjár vikur. Til að trufla sem minnst starf skólans eru sýningar ætlaðar gestum á laugardögum frá kl. 14—18. Nú stendur yfir kynning á módelteikningum eftir nemend- ur úr teiknideildum, er hún opin laugardaginn 2. mars, frá kl. 14—18. í mars verða kynningar á mál- aradeildum og framhaldsdeild- um. í apríl verður kynning á barnadeildum og í maí tekur við sýning frá höggmynda- og leir- vinnsludeildum. Myndlistaskólinn í Reykjavík er rekinn í námskeiðsformi, nemendur innritast á vorönn og haustönn. Nemendur eru nú um 340 talsins og skiptast í 22 deild- ir. (Frétutilkynning.) Hver verður valinn Óskar kvöldsins? á bíóballi í Félagsstofnun stúdenta á laugardagskvöldið LAUGARDAGSKVOLD verður haldið fyrsta bíóball sinnar tegundar 1 Félagsstofnun stúdenta. Það er Stúdentaleikhúsið sem stendur fyrir ballinu og verða þar ýmsar uppákomur. Má þar nefna að ballið er tileinkað „Oskari“ og fá allir þeir, sem geta fært sönnur á að heita Oskar og tilkynnt hafa það fyrirfram, frítt á ballið. Seinna um kvöldið verður valinn Óskar kvöldsins og honum afhentur farandgripur til varðveislu. í anddyri Félagsstofnunarinn- ar verður tekið á móti gestum. Þá munu Jóhann G. og Stefán Jökuls leika á píanó til skiptis á meðan gestir geta látið draum- inn rætast við „óskabrunninn". Aðalsalurinn verður skreyttur sérstaklega, þar verður leikin ný og gömul bíótónlist og sérþjálf- aðar sætavísur munu sjá um sölu á veitingum. { hliðarsal verða bíósýningar af ýmsu tagi og má þar nefna fræðslumyndir, teiknimyndir og leiknar ind- verskar stórmyndir. Hápunktur kvöldsins verður svo þegar „ÓSKAR“ kvöldsins verður valinn, en um svipað leyti verður flugeldasýning. Aðgangur er kr. 280.- og renn- ur hagnaður til eflingar Stúd- entaleikhúsinu. (Úr frétuiilky nn ÍRfni.' > DORINT- ÞORPtD IÞYSKAIM SUMARHUSA Nýjasti áfangastaður Flugleiða og fjölskyldufólks á leið í sumarfrí er Dorint-sumarhúsaþorpið í nágrenni Winterberg I Þýskalandi. Þetta eru söguslóðir Grimmsævintýranna. Sumarfrí í skógivöxnu og hæðóttu umhverfi KY/nferöerg ereinnig ævintýri líkast. (grenndinni er Rínardalurinn og fjölmargar spennandi borgir: Marburg, Kassel, Dussetdorf, Köln, Bonn, Koblenz, Mainz og Frankfurt. í Dorint-sumar- húsaþorpinu eru í boði 4 stærðir íbúða og sumarhúsa. A svæðinu eru góð veitingahús, krá, verslun, barnaheimill, sundlaug, sauna, Ijósaböð, tennisvellir, minigolf og keiluspil. Far- þegar á leið í Dorint-sumarhúsaþorpið i Winterberg geta valið um að fljúga með Flugleið- um til Frankfurt eða Luxemborgar. Frankfurt: Rútuferðir til Winterberg. Aðeins 160 km akstursleið. Bílaleigubílar í boði, en þeirfást einnig afhentir í Winterberg. Luxemborg: Þar eru bílaleigubílar til reiðu. Leiðin til Winterberg er fjöl- breytt og skemmtileg. Dæmi um verð: Heildarverð fyrir 4 manna fjöl- skyldu í 2 vikur (flug, íbúð og rútuferðir frá og til Frankf) er kr. 72.608,- en þá á eftir að draga frá afslátt vegna 2 barna (2-11 ára) kr. 12.800.- Verðið samtals er kr. 59.808.- , eða kr. 14.952.- á mann. Flugvallar- skattur er ekki innifalinn. Fjölskyldustemmning dsögnslööum Gnmmsœvintýra Frekari upplýsingar um Oorint- sumarhusaþorpié i Wlnterberg veita söluskrltatofur Fluglei&a, umboösmenn og feröaskrifstofurnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.