Morgunblaðið - 02.03.1985, Side 36

Morgunblaðið - 02.03.1985, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARS 1985 + Faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, GUÐNI ÞORSTEINSSON, múrarameiatari, Selfossi, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum aö morgni miövikudagsins 27. febrúar siöastliöins. Eggert Guönaaon, Valborg Gfsladóttir, Emma Guönadóttir, Ágúst Eirfksson, Guðmundur Guönaaon, Fjóla Guómundsdóttir, Jóna Vigfúsdóttir, Guöfinna Guönadóttir, Eóvarö Torfason, Ásdfs Guönadóttir, Leifur Eyjólfsson, Benedikta Guönadóttir, Páll Árnason, Hulda Guónadóttir, Pálmi Jónsson, Ásgeir Guönason, Þyrf Axelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Konan mín, móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GRÓA DAGMAR GUNNARSDÓTTIR, Áltheimum 72, lést I Landakotsspitala að kvöldi 28. febrúar. Hannes Agnarsson, Gunnar Hannesson, Sigurjóna Slmonardóttir, Edda Hannesdóttir, Garðar Sölvason, Guðrún Hannesdóttir, Hrafn Sigurðsson, Agnar Hannesson, Anna Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Mágkona mfn. ÁSA SIGURÐARDÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 7, lést i Landspitalanum 19. febrúar 1985. Jarðarförin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hinnar látnu. Asa baö fyrir kveðjur og þakkir tii lækna, hjúkrunarfræöinga og annars starfsfólks deildar 32 A Landspitalanum fyrir góöa aöhlynn- ingu og hlýlegt viömót. Fyrir hönd aöstandenda, Esther Magnúsdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, ÓLAFUR ÓLAFSSON frá Eyri f Svfnadal, Kambsvegi 14, Reykjavfk, lést i Landspitalanum 23 þ.m. Erla Guðmundsdóttir, Ólafur Ólafsson, Ragna Þorgeirsdóttir, Erla Dögg Ólafsdóttir. t JÓN HERMANN INDRIÐASON, Álfaskeíói 121, Hafnarfiröi, lést 28. febrúar i St. Jósefsspítala, Hafnarfiröi. Ágúst Indríöason, Guöbjörg Ágústsdóttir, Ólafur Ingimundaraon. t Systir okkar. er látin. GUÐLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR, Eyrún Guömundsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Laufey Guömundsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug, viö andlát og útför ÓLAFSBJÖRNSSONAR, fyrrv. bónda. Jóseffna Pélmadóttir, Pélmi Ólafsson, Aöalbjörg Þorgrfmsdóttir, Sigríóur Ólafsdóttir, Jón Tryggvason, Skafti Kristófersson, Sigríöur Skaftadóttir, Þorbjörn Sigurðsson, og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröarför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, KRISTJÁNS NIKULÁSSONAR. Elfsabet Kristjénsdóttir, Jón Stefénsson, Þorsteinn Kristjénsson, Þorbjörg Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Jórt Pálsson Jón var fæddur að Prestbakka- koti í Hörgslandshreppi í Vestur- Skaftafellssýslu. Foreldrar hans voru Páll Þorleifsson, d. 22. janúar 1906, og Guðrún Halldórsdóttir, d. 1952. Þau systkinin voru fimm. Sólveig, f. 1897, á heima í Svína- felli; Ingibjörg, f. 1900, d. 1970, bjó á Hofi, og Halla, f. 1902, d. 1923, átti heima á Hofi. Jón var fjórði í röðinni. Yngst var Pála, f. 1906, bjó á Hofi. Eins og á þessu sést dó Páll frá fjölskyldunni sama árið og yngsta barnið fæddist og dreifðist þá hópurinn en leiðir þeirra allra lágu austur í Öræfi. Nonni var þrjú ár á Keldunúpi í sinni fæðingarsveit en fór þá að Svínafelli til Páls Jónssonar og Guðrúnar Sigurðardóttur í Aust- urbænum. Lengi býr að fyrstu gerð og ekki er vafamál, að nokkuð gott hafa þessi hjón lagt drengn- um í brjóst eins og hann ávallt bar með sér. Kominn að tvítugu var hann eitt ár hjá Veigu systur sinni og árið 1924 var hann í Reykjavík við smíðar. Meistarinn hans þar vildi gera við hann námssamning en eitthvað var það, sem togaði í hann í Öræfin og af eiginlegu smíöanámi varð ekki. Að Svínafelli kom Nonni í vinnumennsku árið 1925 til föður míns, sem þar var sóknarprestur og bóndi. Lágu leiðir þeirra saman meðan báðir lifðu. Ég gæti trúað því, að Nonni hafi komið í heimsókn að Sandfelli ein- hverju sinni nokkru áður en hann kom alkominn. Ég hefði þá verið á öðru ári. Þetta er mín fyrsta minning. Hann var með hvítan poka á bakinu eða undir hendinni. Þegar hann hafði leyst fyrirband- ið kom í ljós eitthvert undratæki, sem ég hafði aldrei fyrr séð. Seinna komst ég að því, að þetta hét harmónika. Það má segja, að undir þessu formerki kynnti Nonni sig hvar sem hann kom ævilangt. Þegar hann knúði dyra þá lét hann allra manna minnst yfir sér með poka á baki. En þegar hann leysti fyrir- bandið þá var aldrei að vita hvað upp úr pokanum kæmi. í hógværð sinni og yfirlætisleysi kom hann manni ávallt á óvart með ríki- dæmi mannkosta sinna. Ég ætla að stikla á örfáum kostum hans Nonna. Nonni var afkastamaður við öll hin algengu sveitastörf, hvort sem var við heyskap eða skepnuhirð- ingu. Þá var hann hagleiksmaður bæði á tré og járn. Hús gat hann byggt hvort sem var úr torfi og grjóti, timbri eða steinsteypu. Ferðamaður var hann með slíkum afbrigðum, að hann átti fáa sína líka þegar hann var upp á sitt besta. Þessi upptalning gæti verið lengri en síðast vil ég undirstrika það hvað glaðsinna hann var þeg- ar það átti við og barngóður. Ég veit það vel, að þessi mann- lýsing, sem ég hef hér dregið upp, gæti átt við fjöldamarga Skaft- fellinga á tímabilinu, sem hér um ræðir. Þeir urðu hver fyrir sig og með stuðningi hvers annars að leysa öll sín vandamál í lífsbarátt- unni, þ.e.a.s. það voru ekki vanda- mál eins og öllum eru nú fremst á tungunni, þetta voru viðfangsefni. Það, sem gera þurfti, var gert. Ef bóndinn gat unnið verkið og lokið því upp á eigin spýtur þá gerði hann það. Ef aðstoðar annarra þurfti við þá bárust boðin um það með vindinum og með stundvísi, sem tekur örtölvutækni fram, voru menn mættir á staðinn með þau amboð, sem með þurfti. Þetta vitum við Öræfingar, sem komnir erum til ára, en það er á engan hallað þótt sagt sé, að Nonni stæði í fremstu röð sinna jafningja. Árið 1931 fluttust foreldrar mínir með sitt fólk frá Sandfelli og austur í Hornafjörð. Fullorðna fólkið með litlu krakkana var þrjá daga á leiðinni. Kindurnar og kýrnar voru eitthvað lengur að labba þetta, ég man hvað við fögn- uðum kúnum þegar þær komu austur. Þarna yfirgaf Nonni sína æskusveit og ættingja. Hann tók þátt í þessum flutningum með sín- um öruggu höndum. t Bjarnanesi hélt hann framan- af óbreyttri stöðu á heimilinu en síðar sem lausamaður. Vann hann heimilinu ótalið gagn en eignaðist með tímanum eigin gripi og kart- öflugarða, sem var mikill atvinnu- vegur í Hornafirði og er enn. Einnig eignaðist hann fljótlega flutningabifreið, sem hann hafði með tímanum vaxandi atvinnu af. Einn af þeim málleysingjum, sem hann Nonni kom með úr Öræfun- um og átti, var hann Tígull. Nonni átti marga hesta um ævina en Tíg- ull tók þeim öllum fram, duglegur góðhestur og fallegur. Eftir fráfall föður míns árið 1954 dvaldi Nonni áfram í Bjarna- nesi, fyrst hjá séra Rögnvaldi Finnbogasyni, síðar hjá séra Skarphéðni Péturssyni eða þar til Skarphéðinn féll frá með svipleg- um hætti árið 1974. Fluttist Nonni þá út á Höfn til móðursystur minnar, Ástu Oddbergsdóttur, og manns hennar, Marteins Einars- sonar. Síðustu árin var hann vist- maður á elliheimilinu á Höfn. Við, sem nutum samvista við Nonna, þökkum samfylgdina, verkin hans, vinsemdina og glað- værðina. I huganum sé ég hann hrók alls fagnaðar og við syngjum „Glad sá som fágeln í morgon- stunden" og við syngjum af innlif- un. Ég sé hann ríðandi á Tígli, golan í Hornafirðinum lyftir faxi hestsins og leikur í hári mannsins. Að síðustu lítil saga, sem lýsir Nonna e.t.v. betur en þessi mín fá- tæklegu orð. Það var lítil stúlka í Bjarnanesi, sem fór með foreldrum sínum af bæ í kunningjaheimsókn. Þar hitti stúlkan fyrst jafnöldru sína og tókst með þeim fljótsprottin barnavinátta. Síðar komu foreldr- arnir á vettvang og var litli gest- urinn kynntur fyrir foreldrum vinkonunnar. Mikil ósköp, gott var nú að vita það, en þá sagði barnið: „Já, en hvar en Nonninn hennar?“ Oddbergur Eiríksson Marteinn Skaft- fells - Kveðjuorð Hann var einbeittur og harður baráttumaður fyrir áhugamálum sínum, rökfastur og studdist mikið við hið skrifaða mál, enda var það honum mjög auðvelt að setja hugsanir sínar á gott íslenskt mál. Hann var sanngjarn og eldheit- ur í baráttunni fyrir bættri heilsu og betra lífi og studdist þar við þá grundvallarkenningu að það nátt- úrulega væri mönnum betra og hollara en það, sem búið var til í tilraunastofum nútímans. Þannig kom hann mér og okkur fyrir sjónir, þegar leiðir forráða- manna kaupmanna lágu fyrst saman 1976. „Það er verið að gera tilraun til þess að skilgreina lyfja- hugtakið aftur og fella undir það sem flest fæðubætandi efni og fela lyfsölum einum þau til endursölu til neytenda", sagði hann m.a. við okkur þá. Ljóst var að hér var um mikið hagsmunamál kaupmanna að ræða. Ef skipa ætti svo fyrir, að öll sala á vítamínum færi fram í lyfjaverslunum, þá hefði það þær fyrirsjáanlegu afleiðingar að sala drægist saman, að almenningur færi að líta á vítamín, sem lyf frekar en fæðubætandi efni. Það var fyrir einskæran áhuga + Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns mins, fööur, tengdafööur og afa, LÁRUSAR GUÐMUNDSSONAR rafvirkjameistara frá Akrí, Vestmannaeyjum. Gréta lllugadóttir, Guömundur Lórusson, Aöalheiöur Auöunsdóttir, Gróta Guömundsdóttir, Lárus Steinþór Guömundsson, Jóhann Ragnar Guömundsson og dugnað Marteins Skaftfells sem það tókst eftir fjölda mörg ár að koma í veg fyrir að af þessu yrði að öllu leyti. Marteinn hafði hagsmuna að gæta, sem innflytjandi ýmissa vörutegunda af þessum toga. Aldrei var hægt að merkja það í málflutningi hans, enda öllum Ijóst að þessi starfsvettvangur hans afmarkaðist fyrst of fremst af áhuga á málinu, lífsskoðun hans og að láta þar gott af sér leiða, heldur en því að hafa áhrif sér til handa. Með þessum fátæklegu orðum eru Marteini Skaftfells færðar þakkir fyrir góð viðskipti og frá- bært samstarf, sem lengi verður minnst. F.h. matvörukaupmanna, Magnús E. Finnsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.