Morgunblaðið - 02.03.1985, Page 21

Morgunblaðið - 02.03.1985, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARS 1985 21 Ríkisgeirinn hlutfalls- lega minnstur i Japan en stærstur í Dan- mörku og Svíþjóð MANNAFLI í störfum hjá hinu opinbera og í störfum hjá bönkum var árið 1963 13,2% mannaflans, en árið 1983, 20 árum síðar, var þetta hlutfall orðið 25,3% eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu samkvæmt könnun VSÍ á skiptingu mannafla og fjölda mannára fyrir þessi tvö ofangreind ár. Morgun- blaðinu lék hugur á að forvitnast um hvort þessi þróun væri einstök, eða hvort hún væri hliðstæð við það sem gerst hefur undanfarna áratugi í öðrum löndum. Bolli Þór Bollason, hagfræðing- ur hjá Þjóðhagsstofnun, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi þessa þróun ekki vera neitt einsdæmi. Hann sagði að vísu að þróunin hefði snúist við í Banda- ríkjunum, þar sem hlutur hins opinbera hefði farið minnkandi að undanförnu. Bolli Þór benti á, að þegar gerður væri samanburður á þessu hlutfalli hérlendis og ann- ars staðar, yrði að hafa ýmsa hluti í huga, svo sem þá að hér á landi væri opinberi búskapurinn skil- greindur öðruvísi en hjá öðrum þjóðum. Fleiri stofnanir féllu hér undir bein ríkisfyrirtæki en geng- ur og gerist annars staðar. Nefndi hann sem dæmi í þvi sambandi orkufyrirtæki. Því væri rétt, þegar samanburður væri gerður, að beita svokallaðri þumalfingur- reglu, og draga um 5 prósentustig frá tölum héðan, áður en þær væru bornar saman við tölur ann- arra landa. Bolli Þór upplýsti blm. Mbl. um hlut hins opinbera í ýmsum lönd- um, og miðast upplýsingarnar við ástandið eins og það var árið 1960 (í sumum tilvikum 1970) og svo aftur 1982 (sjá töflu). Eins og kom fram í Morgun- blaðinu þegar greint var frá könn- un VSÍ þá var hlutur mannafla í þjónustu hins opinbera talinn vera 13,1% árið 1963, en árið 1983 21,4%. Sé svo þessari „þumalfing- urreglu“ beitt, sem Bolli Þór minnist á, þá verður talan fyrir fyrra árið 8,1%, en það síðara 16,4%. Miðað við þau lönd sem hér er getið, virðist sem þróunin hér á landi hafi verið svipuð og gerist víðast hvar annars staðar, að Bandaríkjunum og þó einkum Jap- an undanskildum. Þróunin hefur þó verið öllu hraðari í Danmörku og Svíþjóð en hér á landi. Mannafli í þjónustu hins opinbera sem hlutfall (%) af heildarmannafla: 1960 1970 1982 Bandaríkin 15,7 18,1 16,7 Vestur-Þýskaland 8,0 15,6 Bretland 14,8 22,4 Danmörk 16,8 31,1 Noregur 16,4 22,9 Svíþjóð 12,8 20,6 31,8 Holland 11,7 15,8 Belgía 12,2 19,5 Japan 5,8 6,6 Tvær höggmyndir eftir ís- endinga sýndar í London A vegum Burnsfield Art Casting Company, afsteypufyrirtækis í Lond- on, stendur nú yfir sýning á högg- myndum steyptar í brons sem fyrir- tækið hefur gert. Á sýningunni er fjöldi verka, þar á meðal „Auð- humla“ eftir Ragnar Kjartansson og „Kreppan" eftir Ásmund Sveinsson, en fyrirtækið hefur steypt fyrir fs- lendinga um árabil. Á sýningunni má einnig finna verk eftir heimsfræga mynd- höggvara eins og Henry Moore. Sýningin er haldin til þess að vekja athygli á handbragði þeirra sem vinna að brons-afsteypum hjá fyrirtækinu. Reiðhöllin hf. hefur hlutafjár- söfnun FÉLAGIÐ Reiðhöllin hf., sem stofn- að var í byrjun ársins í þeim tilgangi að reisa og reka reiðhöll í Reykjavík, hefur hafið hlutafjársöfnun. Á stofnfundi félagsins var ákveðið að stefna að 10 milljón kr. hlutafé og safnaðist þá hlutafé fyrir vel á fjórðu milljón. Stofnfélagar geta allir orðið sem skrifa sig fyrir hlutafé fyrir 15. júní nk. í bréfi sem Reiðhöllin hf. hefur sent frá sér segir m.a.: „Við vænt- um þess að þeir sem hafa áhuga á framgangi hestamennsku hér á landi og forystuhlutverki okkar í ræktun íslenska hestsins leggi sitt að mörkum til byggingar reiðhall- arinnar. Allir geta gerst hluthafar og jafnframt stofnfélagar aö, þessu merkæfyrjrtæki.“ Sýningin er haldin í Alwin- Gallery, sem er við New Bond Street sem er virðulegt gallerí- verfi í London, og stendur hún í þrjár vikur. ER MINNIÞTTT TRYGGT? REYNDUAÐ LEGGJA ÞETTA SPIL Á MINNIÐ OG FLETTU BLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.