Morgunblaðið - 11.06.1985, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.06.1985, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JtlNÍ 1985 Óljós tilgangur með fálkadrápi FJÓRIR Húsvíkingar hafa viðurkennt að hafa skotið sex fálka á undanförnu hálfu þriðja ári. Fjórir fálkanna fundust í frystihólfi frystihúss á Húsavík fyrir helgina en tveimur hafði verið fargað. Lögregluskýrslur úr málinu verða staðfestar fyrir sakadómi Húsavíkur á næstu dögum en málið síðan sent ríkissaksóknara, sem taka mun ákvörðun um framhald þess. Ekki er talið útilokað að hegningarlagabrotið vegna dráps fyrstu fálkanna fjögurra sé fyrnt, að sögn Sigurðar Gizurarsonar sýslumanns á Húsavík. Eins og sagt var frá í blaðinu sl. menningarnir voru allir látnir sunnudag hafði Húsavíkurlögregl- an þrjá menn í haldi á laugar- dagsmorgun, grunaða um að hafa drepið fálkana fjóra, sem þá voru fundnir. Fjórði maðurinn var handtekinn síðdegis á laugardag og kom þá í Ijós að tveir fálkar til viðbótar höfðu verið skotnir. Fyrstu fjórir fálkarnir voru skotnir í tveimur rjúpnaveiðiferðum á Tjörnes haustið 1982, sá fimmti á Tjörnesi skömmu síðar og sá sjötti í Aðaldalshrauni síðastliðið haust. Einn mannanna skaut fjóra fálk- anna, þrír voru um þann fimmta og enn annar um þann sjötta. Fjór- voru lausir á laugardaginn. Tveir fálkanna eyðilögðust; ann- ar úldnaði í geymslu og var hent og hinn var brenndur á öskuhaugum Húsavíkur, að sögn Þrastar Brynj- ólfssonar yfirlögregluþjóns þar. Brunnið hræ fuglsins fannst þar á haugunum. Þröstur sagði að tilgangurinn með fálkadrápinu væri enn óljós, fjórmenningarnir hefðu aldrei sýnt neina tilburði í þá átt að láta stoppa fuglana upp — og nú væri það orðið of seint því fuglarnir þyldu ekki svo langa geymslu í frosti. Jónas Guðmundsson rithöfundur látinn JÓNAS Guðmundsson rithöfundur lést í Reykjavík síðastliðinn sunnu- dag, 54 ára að aldri. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða um nokkurt skeið. Jónas lét mikið að sér kveða í félags- og menningarmálum og var þjóðkunnur fyrir list sína. Eftirlif- andi eiginkona Jónasar er Jónína H. Jónsdóttir. Jónas Guðmundsson var fæddur 15. október 1930 í Reykjavík, sonur hjónanna Guðmundar Pjetursson- ar, loftskeytamanns, og Ingibjarg- ar Jónasdóttur. Hann lauk far- mannaprófi frá Stýrimannaskólan- um í Reykjavík 1956 og hlaut skip- stjórnarréttindi á varðskipum ríkisins 1958. Jónas lauk sjó- liðsforingjaprófi frá US Coast Guard Training Center í Yorks- town í Virginíu-ríki árið 1961. Hann hóf störf hjá Landhelgis- gæslunni árið 1952, en hafði áður unnið almenna verkmannavinnu og við sjómennsku, aðallega á togur- um. Hann var kennari við Vélskóla Islands 1961 til 1962 og um svipað leyti fór hann að starfa að listum og menningarmálum sem listmál- ari og rithöfundur. Jónas Guðmundsson var afkasta- mikill listamaður, bæði á sviði myndlistar og ritlistar. Hann skrif- aði fjölmargar bækur, skáldsögur, smásögur, ævisögur, ferðasögur og Sjö laxar í Aðaldal Húxavík. 10. jÚBÍ. SJÖ LAXAR komu á land fyrsta veiðidaginn í Laxá í Aðaldal, sem var í dag. Aðeins er leyft að veiða á þrjár stengur, allar neðan fossa. Fyrir hádegi fengust fimm lax- ar en síðdegis aðeins tveir. Lax- arnir voru 7—12 pund á þyngd. Fleiri stengur eru ekki leyfðar í ánni fyrr en eftir 17. júní. — Fréttaritari Jónas Guðmundsson rit um menningarmál og auk þess leikrit fyrir svið og sjónvarp svo nokkuð sé nefnt. Hann hélt fjölda málverkasýninga, bæði einn og með öðrum, innanlands og utan. Árið 1974 hlaut Jónas styrk frá menntamálaráðuneytinu til að stunda nám í grafík og vatnslitun hjá prófessor Rudolf Weissauer í Múnchen. Einnig hlaut hann styrk frá Menntamálaráði árið 1979 til rannsókna á minjum frá Græn- landi við þjóðminjasafnið í Kaup- mannahöfn. Jónas var virkur í fé- lagsmálum og átti m.a. sæti í stjórn Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands, í stjórn Rithöfundasambands íslands og var formaður Félags íslenskra rit- höfunda, fyrst 1976—77 og var hann formaður félagsins er hann lést. Hann sat í stjórn Reykjavík- urhafnar frá 1978 og gegndi fjöl- mörgum öðrum trúnaðarstörfum. Jónas hlaut listamannalaun árið 1974 og var þess heiðurs aðnjótandi síðan. Hann var einnig afkastamik- ill greinahöfundur og blaðamaður, auk þess sem hann flutti fjölda er- inda í útvarp, einkum um menning- armál. .'Starfsmenn hreinsunardeildar að störfum í Fossvoginum í g«r. Fegrunarviku í Reykjavík lokið: Morgun blaði ö/ Bj arn i Borgarbúar söfnuðu hátt í 3.000 tonnum af rusli HÁTT í þrjú þúsund tonn af rusli söfnuðust þá níu daga sem fegrun- arvikan í Reykjavík stóð yfir. Starfsmenn hreinsunardeildar Reykjavíkurborgar voru í gær að Ijúka við að sækja rusl sem safnað hafói verið saman í Austur- og Vesturbænum, og aka því á haug- Pétur Hannesson, forstöðu- maður hreinsunardeildarinnar, sagði í samtali við blm. að hreinsun borgarinnar hefði tek- ist mun betur en gert hefði verið ráð fyrir. „Við gátum ekki ímyndað okkur að þetta myndi ganga svona vel og reiknuðum með að alls myndu safnast í kringum eitt þúsund tonn af rusli,“ sagði Pétur. „Þrjú þúsund tonn er gífurlega mikið og þó á talan enn eftir að hækka þegar allt ruslið í ruslagámunum, sem komið var fyrir víðsvegar um borgina, bætist við. Oft hefur verið gengist fyrir hreinsun af einhverju tagi hér í Reykjavík en aldrei hafa undir- tektir borgarbúa verið jafn góð- ar og nú. Fólk snyrti ekki aðeins eigin garða heldur einnig gang- stéttirnar fyrir framan hús sín. Nú er bara að vona að fólk haldi uppteknum hætti þó að fegrun- arvikan sé liðin," sagði Pétur Hannesson, forstöðumaður hreinsunardeildar Reykjavík- urborgar. Leigir eignir þrotabús Heimis hf. í Keflavík Útvegsmiðstöðin hyggst halda rekstri áfram næstu 4 mánuðina ÍJTVEGSMIÐSTÖÐIN SF. hefur tekið á leigu eignir þrotabús Heimis hf. í Kefiavík og mun halda áfram rekstri fyrirtækisins næstu fjóra mánuðina til reynslu. Eins og greint var frá í frétt Morgunblaðsins nýverið lögðu forráða- menn Heimis hf. fram beiðni í skiptarétti Kefiavíkur um að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Þorsteinn Árnason, sem stendur að stofnun Útvegsmiðstöðvarinn- ar sf. ásamt Sigurði Halldórssyni, sagði að félagið hefði verið stofnað með það fyrir augum að leigja eignir þrotabús Heimis hf. og væri ætlunin að halda áfram rekstrin- um í óbreyttri mynd fram til 1. október næstkomandi, en þá renn- ur út leigusamningurinn. Hvað þá tæki við yrði reynslan að skera úr um, en Þorsteinn sagði að hugs- anlega myndi Útvegsmiðstöðin festa kaup á eignum þrotabúsins, ef grundvöllur verður fyrir áfram- haldandi rekstri. Heimir hf. hefur um langt skeið verið umsvifamíkið útgerðarfyr- irtæki á Suðurnesjum, rekið fisk- vinnslu og gert út tvö skip, Heimi KE 77, 186 lesta fiskiskip, og Helga S KE 7, 236 lesta fiskiskip. Um 80 manns störfuðu hjá fyrir- tækinu síðastliðinn vetur, en hef- ur eitthvað fækkað að undan- förnu. Þorsteinn Árnason sagði, að þeir sem nú störfuðu hjá fyrir- tækinu myndu halda starfi sínu, þar sem rekstrinum verður haldið áfram í óbreyttri mynd, næstu fjóra mánuðina að minnsta kosti. Óvlst um þinglok STEFNT hefur verið að því að þinglok síðar en þann 15. þessa mánaðar, en nú svo geti orðið. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í gærkveldi að samkomulag stjórn- arflokkanna væri þar um að þingi yrði ekki slitið fyrr en nýsköpun- arfrumvörp, frumvarp um ný framleiðsluráðslög og ný útvarps- lög hefðu verði afgreidd. Ef það gætu orðið nk. laugardag, eða ekki mun hins vegar fátt eitt benda til að næðist ekki, þá yrði þing að halda áfram eftir þjóðhátíð. Steingrím- ur Hermannsson forsætisráðherra tók í sama streng, þvf hann sagði: „Það er stefnt að því að þingi muni ljúka í þessari viku, en það er hins vegar alls ekki útséð um að það muni takast." Forsætisráðherra sagði: „Það sem við leggjum áherslu á að fái afgreiðslu á þessu þingi eru frum- vörp um framleiðsluráð landbún- aðarins, bankafrumvörpin og sjóðafrumvörpin. Við ætlum því að sjá til hvernig umræðan geng- ur. Ef stjórnarandstöðunni er annt um að þingi ljúki f þessari viku, þá erum við tilbúnir til þess að leggja okkar af mörkum til þess að svo megi verða.“ íslenskur texti eða tal fylgi erlendu efni Menntamálaráðherra hefur fallist á að setja í reglugerð um starfsemi sjónvarpsstöðva ákvæði um íslenskt tal eða að neðanmálstexti skuli fylgja erl- endu sjónvarpsefni. Ákvæðið hljóðar svo: „Erlendu sjónvarpsefni, sem sýnt er í íslenzkum sjón- varpsstöðvum, skal jafnan fylgja íslenzkt tal eða neðan- málstexti eftir því sem við á hverju sinni. Sé um að ræða beina ú sendingu á erlendri tung skal það vera meginregla j þulur kynni eða endursegi þi sem um er fjallað, nema be: ástæða sé til annars." Árni Johnsen, Sjálfstæði flokki, lagði fyrir mennt málanefnd efri deildar efni lega samhljóða tillögu i breytingu á frumvarpi til ú varpslaga, en hefur dreg hana til baka.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.