Morgunblaðið - 11.06.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.06.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 11. JÚNl 1985 17 * Frá blaðamannafundinum um eiturúöun: F.v. Skúli Johnsen borgarlæknir, Katrín Fjeldsted formaður heilbrigdisriðs, Oddur Rúnar Hjartarson fram- kvæmdastj. Heilbrigdiseftirlits Reykjavíkursvæðis og Tryggvi Þórðarson líffræðingur. Heilbrigðisráð Reykjavíkur: Varar við notkun sterkra eiturefna við garðaúðun HEILBRIGÐISRÁÐ og Umhverfismálarád Reykjavíkur efndu í liðinni viku til blaðamannafundar til að vekja athygli á óhóflegri úðun garða í Reykjavík með sterkum eiturefnum. Á fundinum kom fram að þessi aðilar vilja einkum vara við efn- inu Egodan Parathion 35EC, sem sé baneitrað, en hafi til skamms tíma verið mikið notað við úðun garða í borginni. Notkun þess hafi hins vegar minnkað mjög undan- farin ár, í kjölfar mikillar um- ræðu um skaðsemi þess, enda hafi komið í ljós að önnur efni, sem ekki séu eins hættuleg fólki, geri sama gagn í baráttunni við meind- ýr á gróðri. Einnig kom fram að oft á tíðum láti fólk úða garða sína að nauðsynjalausu, því margar pöddur, sem lifa í görðum, séu skaðlausar með öllu og ætti fólk því að snúa sér til sérfróðra manna, áður en ákvörðun er tekin um úðun. Eitt þeirra meindýra, sem miklu tjóni valda á gróðri, er grenilús, sem nú herjar á skóglendi sunnan lands og austan. Vildu fundarboð- endur koma því á framfæri að fólk hefði samband við garðyrkju- stjóra eða skógræktarmenn, ef það telur sig verða vart við hana. Fundarboðendur vildu enn fremur vekja athygli á bæklingi, sem gefinn var út árið 1983 og nefnist ,Um skordýravarnir; eit- urúðun og aðrar leiðir". Þar sé að finna ýmsar handhægar upplýs- ingar um þessi mál. Bæklingurinn fæst ókeypis hjá Heilbrigðiseftir- liti Reykjavíkursvæðisins á Barónsstíg 47. Stj ómunarfélagið er flutt úr Múlanum í Naustið. Nýja heimilisfangið er: Ánanaust 15 og nýja símanúmerið okkar er: 621066 STJÓRNUNARFÉLAG víSLANDS s!mÍ621066M15 -Jt Hliðið að Ölpunum Zurich er stærsta borg í Sviss og hefur margt að bjóða ferðamönnum Zurich er tilvalinn staður til að heQa ferðalag um Sviss. En auk þess að vera hliðið að Ölpunum og hinum fögru Qallahéruðum, er Zúrich stærsta borgin í Sviss og vel pess virði að heimsækja hana sérstaklega. Zúrich á sér langa sögu. Hún var rómversk tollgæslustöð löngu fyór Krists g burð og þar hefur verið byggð æ síðan. Þótt ekki sjáist nú mikil ummerki um rómverska tímabil- ið eru í borginni margar stór- brotnar byggingar frá miðöldum og í nágrenninu eru tignarlegir kastalar. Zúrich stendur við stærsta stöðuvatn sem er alger- lega innan landamæra Sviss og um það sigla kostuleg gömul hjólaskip með ferðamenn. í Lágmúla 7, sími 84477. Verð frá kr. 16.771. Arnarflug flýgur vikulega til Zúrich í sumar. Nánari upplýsingar hjá ferða- skrifstofunum og á söluskrifstofu Arnarflugs. ARNARFLUG borginní er mikið af vönduðum verslunum, þar eru ekki færri en 1300 veitingahús og gisting er allt frá yaldstæðum til lúxus- hótela. í Zúrich eru yfir 20 söfn af ýmsu tagi, 100 galleri', tón- leikahöll, ópera og fjölmörg leikhús. Zúrich er því tilvalinn staður til að fá dálítinn forsmekk af svissneskri menninguáðuren haldið er af stað um Qallahéruð- ^ in fögru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.