Morgunblaðið - 11.06.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.06.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1985 Klausturlíf á miðöldum Nú er verið að gera framhald Ævintýrasteinsins í Nflardalnum, með þessum ágaetu leikurum, Michael Douglas og Kathleen Turner. Von- andi gefst okkur fsri í að sjá hana fyrr á tjaldinu en skjánum. Rómantík á refilstigum Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Nýja bíó: Ævintýrasteinninn (Romancing the Stone) ★★★ Leikstjóri: Robert Zemeckis. Framleiðandi: Michael Douglas. Handrit: Diane Thomas. Tónlist: Alan Silvestri. Myndataka: Dean Cundey. Aðalhlutverk: Michael Douglas, Kathleen Turner, Danny DeVito, Zack Norman. Alfonso Arau, Manuel Ojeda. Bandarísk, frá 20th Century Fox. Frumsýnd 1984. 105 mín. Joan Wilder er feikivinsæll rithöfundur í New York, sem skrifar rómantískar spennusög- ur um Angelínu og hetjuna Jesse, sem jafnan kemur henni til hjálpar þegar mest ríður á. En skyndilega snýst skáldskap- urinn í blákaldan raunveruleik- ann. Systir Joan er stödd í Kól- ombiu þar sem hún er að grafa upp ástaeðurnar fyrir morði manns hennar, þegar henni er rænt og hún krafin um fjár- sjóðskort sem átti að vera í eigu manns hennar, í lausnargjald. Um svipað leyti dettur dularfullt landakort inná gólf hjá Joan, mannræningjarnir hafa sam- band og skipa henni suður á bóg- inn með kortið, til bjargar syst- urinni. Joan er ekki fyrr lent í Kól- ombiu en hún kynnist svaða- menninu Jack Colton, sem minn- ir hana ekki lítið á Jesse. Og fjársjóðsleitin, flótti undan yfir- völdum og glæponum og alls kyns ævintýri hefjast. Ævintýrasteinninn er sannköll- uð ævintýramynd, Hollywood- afþreying einsog hún gerist best. Söguþráðurinn er látlaus, hrað- ur og fyndinn, tæpast dautt augnablik út alla myndina. Rit- höfundurinn stendur í ströngu að upplifa þau ævintýri sem hún skapaði í huganum. Ævintýra- steinninn á einnig sínar mann- legu, rómantísku hliðar sem bjarga henni frá því að verða innantóm iðnaðarvara í anda Indiana Jones. Leikstjórinn, Robert Zemeck- is, er lítt kunnur, myndin örugg- lega ein af hans fyrstu, þó það sé engan veginn á henni að sjá. Honum tekst að magna flest at- riði spennu, láta tímann fljúga áfram. Þau Michael Douglas þó ennfrekar Kathleen Turner gera sér góðan mat úr léttvægum hlutverkunum, reyndar er Turn- er orðin ein eftirsóttasta leik- konan vestan hafs eftir frammi- stöðu sína hér. Leikarar í minni hlutverkum, sem öll eru skúrka og skítmenna, láta talsvert að sér kveða, eru valdir af kost- gæfni og standa sig með ágæt- um, einkum þó Danny DeVito. Ævintýrasteinninn er ein af fáum skemmtimyndum sem veita öllum aldurshópum óblandna ánægju, þetta er allt- saman ómengað, bráðvelgert gaman. í takt við tímann, þá er Ævintýrasteinninn langvinsæl- asta efnið á myndbandamarkað- inum um þessar mundir. Sýning hennar í kvikmyndahúsi, með Dolby og tilheyrandi, ætti því að verða mörgum gleðiefni, því hún er ein þeirra mynda sem hvað verst verða úti á skjánum í sam- anburði við tjaldið. Listmálarafélagið Myndlist Valtýr Pétursson Þetta er þriðja sýning hjá Listmálarafélaginu, sem nú stendur í vestursal Kjarvals- staða. Félagið var stofnað fyrir fjórum árum og verður því ekki annað sagt en það hafi verið nokkuð iðið við kolann. Það eru 18 félagsmenn, sem sýna í þetta sinn, og af þeim eru þrír félagar er gengu í samtökin á þessu ári: Gunnlaugur St. Gfslason, Bene- dikt Gunnarsson og Pétur Már Pétursson. Alls eru á þessari sýningu 60 verk, flest olíumál- verk, en einnig nokkrar vatns- litamyndir og akrýl. Það er nokkuð hefðbundinn svipur á þessari sýningu og munu menn kannast við hand- bragð sumra. Ekki treysti ég mér til að kveða upp um hvort þessi sýning er betri eða lakari en hinar tvær sýningarnar, sem félagið hefur haldið, en auðvitað eru slíkar samsýningar mismun- andi frá ári til árs. Hér eru menn yfirleitt fastmótaðir og vel sjóaðir í fræðunum, svo að lítið er um nýjabrumið. Ég held ég geti fullyrt að þessi sýning er vönduð og hefur akademískt yf- irbragð, enda valinn maður í hverju plássi, ef svo mætti að orði kveða. Þátttaka er allt frá einu verki eftir höfund upp í átta. Þannig sýnir Gunnlaugur St. Gíslason fjórar vatnslita- myndir í naturalískum dúr. Ein- ar Hákonarson á aðeins eitt verk, konumynd með formrænu ívafi, og hér lætur Elías Hall- dórsson að sér kveða. Jóhannes Jóhannesson á þarna nokkur úr- valsverk í olíu. Jóhannes Geir er sjálfum sér líkur og sýnir þrjú verk. Einar Þorláksson kemur sterkur út úr þessari sýningu, og það gerir Guðmunda Andrés- dóttir einnig, en hún er eina kon- an er á verk á þessari sýningu. Pétur Már Pétursson er nýliði, sem vekur verðskuldaða eftir- tekt með akrýl-myndum sínum. Bragi Ásgeirsson á þarna heldur lítil verk en snotur. Kristján Davíðsson sýnir stórt málverk sem hann hefur ekki sýnt áður. Hafsteinn Austmann sýnir þrjú verk og stendur sig með prýði. Sigurður Sigurðsson er í góðu formi og það er nestor hópsins einnig, Svavar Guðnason. Stein- þór Sigurðsson sýnir þrjú verk og er nokkuð síðan hann hefur sézt á veggjum Kjarvalsstaða. Það má segja, að nokkur vandi sé á ferðum að fjölyrða um þessa sýningu hér í blaðinu. Báðir gagnrýnendur blaðsins eiga þarna verk og vart tilhlýðilegt að segja mikið. Því verða þessar línur látnar nægja að sinni, en fólk getur sjálft myndað sér skoðanir á sýningu Listmálara- félagsins, sem stendur yfir til 17. júní. Veruleiki tottar skáld Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Sigfús Bjartmarsson: HLÝJA SKUGGANNA. Mál og menning 1985. Ljóð Sigfúsar Bjartmarssonar eru yfirleitt mælsk og frjálsleg, en þó á hann til að orða hugsanir sín- ar í fáeinum línum og ekki með slakari árangri. í ljóðum Sigfúsar er rabbtónn áberandi, þau eru dálítið eins og samræða, opin fyrir umhverfinu og geta rúmað æði margt. Góð dæmi um þessa aðferð höfundar- ins eru ljóðin eitt vald gegn öðru, sjálfstæð sýning í Queen’s street, Schopenhauer hinn ungi mætir manni í garðinum og eftirmáli. Eitt vald gegn öðru hefst á þessu erindi: 1 á fornlegu málverki sá ég mynd af guði af íhyglinni í svipnum og ótvírætt illgjörnum og þó mæddum dráttum í munnvikunum fór mig að gruna að einmitt þarna væri hann að gera það upp við sig hvar hann ætti að bera niður hvert hann ætti núna að senda plágurnar sjö f þessu ljóði eins og svo mörgum öðrum í Hlýju skugganna er við- leitni til að segja frá, yrkja frá- sagnarljóð. Sigfús Bjartmarsson hefur eftir ljóðunum að dæma nægilega lífsreynslu til að eiga er- Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Colin Platt: The Abbeys and Priori- es of Medieval England. Secker & Warburg 1984. Höfundurinn er háskólakennari í miðaldasögu og hefur sett saman nokkrar bækur um miðaldasögu og fornleifarannsóknir. f þessari bók leitast Colin Platt við að draga upp mynd þessa horfna miðaldasamfélags í texta með fjölmörgum myndum. Sam- félag þessara tíma var mótað af kirkjunni og styrkasta stoð kirkjuvaldsins voru klaustrin, öll menning miðalda var þaðan sprottin, listir og bókmenntir. Klaustrin höfðu forustu í búskap og garðrækt, lækningum og bygg- ingarlist. Þetta voru miklar stofn- anir, stórjarðeigendur, sem áttu mikinn hluta jarðeigna sumra héraða á Englandi. Þessi mikla eignasöfnun var grundvöllurinn indi við lesendur. Hann er ekki beinlínis fyrir að boða, en ljóð hans vitna flest um ákveðna af- stöðu. Þessi afstaða getur komið fram í sígildri setningu eins og „maður- inn einn er höfundur dauðans" og í tali um „innistæðulausa ham- ingju". En stutt Ijóð, hangið utan í lífi, segir líka töluvert um skáldið og þar með manninn: ég fæ mér sígarettu og tek ákvörðun ég fæ mér sígarettu og hætti við svona totta ég veruleikann og hann mig Sé allt með felldu tottar veru- leikinn náttúrlega skáldið. Hlýja skugganna er ein þeirra að menningarstarfi kirkju og klaustra. Kirkjan var betur sett en aðrir jarðeigendur að því leyti að þar þurfti ekki að hafa áhyggj- ur vegna arfaskipta, eignirnar héldust óskertar í tímanna rás. Merki horfinnar frægðar er einkum að finna í glæstum hand- ritum, skartmunum og bygging- um. Öll þessi verk og allar athafn- ir klaustrafólksins voru fyrst og fremst gerð Guði til dýrðar. Því var ekkert til sparað og tíminn var nógur, kirkjan hugsaði í öldum. Colin Platt fjallar einkum um byggingarsöguna og þær breyt- ingar sem urðu í byggingarlist allt frá dögum Engil-saxa og fram á 16. öld, einnig rekur hann hagsög- una, því allar framkvæmdir byggðust á framleiðslunni og þeim afrakstri sem af henni var að hafa til framkvæmda. Með siðskiptunum og athöfnum þess „fremur illa gefna rudda, sem jafnframt var haldinn sárasótt og geðveilu" Hinriks VIII voru þessar Sigfús Bjartmarsson blómlegu menningarstofnanir rústaðar, íbúarnir flæmdir burt, byggingum breytt eða þær eyði- lagðar, bókasöfn rifin niður og brennd og skartmunir bræddir upp í myntsláttu. Aðferðir siða- skiptabarbaranna á Englandi er ljót saga. Græðgin réð gerðum þeirra, flestir þeirra sem fóru stel- andi og ruplandi um eignir kirkju og klaustra voru rustalýður hald- inn djúpi vanmáttarkennd gagn- vart menntum og listum, sem mjög oft braust út í hatri og vandalisma. „Pöpullinn hatar alla menningu," segir góður höfundur frá 18. öld og má bæta við — vill hana feiga. Þetta einkenni kom skýrt fram við aðför Hinriks VIII, að kirkjunni. Þótt hann næði ekki eins langt í morðum og manndráp- um og afreksmenn í þeim greinum meðal einræðisherra á 20. öld, var hann nokkuð drjúgur í þeim starfa. Bók Platts er vel unnin og byggð á traustum heimildum. ljóðabóka sem hljóta að eignast trúnað lesandans. Ljóðin eru inni- leg, opinská og oft hnittin. Grall- aralegur húmor er þáttur þeirra. Kæruleysisleg tjáning leynir á sér og býr yfir dýpri merkingu og ákaflega mannlegu viðhorfi. Þetta væri auðvitað gagnslaust ef skáld- inu tækist ekki að gera því listræn skil. Ljóðin eru að vísu misjöfn og margt má að þeim finna, en nokk- ur þeirra eru heilsteypt. Stundum er skáldið með út- lenskar slettur sem veikja fremur ljóðin en styrkja. Það fer ekki allt- af vel á því að nota orð eins og prívat, spírall, banalt, fúndament atvinnulóner, svo að dæmi séu nefnd. Það er hægt að finna mun betri íslensk orð í staðinn. Hlýja skugganna er að mínu viti meðal þeirra ljóðabóka sem benda til aukinna landvinninga ungra skálda. Blær Ijóðanna er í senn ilmandi og þrunginn rotnun svo að minnt sé á eftirmála, lokaljóð, bókarinn- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.