Morgunblaðið - 11.06.1985, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1986
4.
SIMI
18936
TOM SELLECK
wmm/
Splunkuný, hörkuspennandi sakamálamynd meö Tom Selleck (Magnum), Gene
Simmons (úr hljómsveitinni KISS), Cynthiu Rhodes (Flashdance, Staying Alive)
og G.W. Bailey (Police Academy) í aöalhlutverkum.
Tónlist: Jerry Goldsmith — Klipping: Glenn Farr — Kvikmyndun: John A. Alonzo,
A.S.C. — Framkvæmdastjóri: Kurt Villadsen — Framleiöandi: Michael Rachmil
— Handrit og leikstjórn: Michael Crichton.
□□
DOLBY STEREO
Sýnd í A-sal kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Hækkað verð.
SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI/Ólafur Ormsson
„Ég bið að
heilsa sólinni"
Sumarið heilsar borgarbúum
með dýrlegum dögum, sólskini og
veðurblíðu. Rigningin gerir svo
sem vart við sig einstaka sinnum,
það eru þá gróðurskúrir sem veð-
urfræðingar og áhugamenn um
veðurfræði eru fyllilega sáttir við.
Borgarbragurinn um eða eftir
miðjan maímánuð siðastliðinn
minnti á baðstrandarlíf á sól-
arströnd. Ég neita því ekki að mér
brá þegar ég var að snæða pulsu
með öllu við pulsuvagninn við Bar-
ónstíg rétt hjá Sundhöllinni þegar
skyndilega stóð við hlið mér kven-
maður á að giska um þrítugt í ljós-
um sundbol einum fata og pantaði
pulsu með svolítið af sinnep og
tómat og hráum lauk. Það voru
nokkrir karlmenn þarna við lúgu-
opið í hádegi í miðri viku og þeir
borðuðu pulsur sínar og drukku
kók eða súkkulaði, eiginlega án
þess að depla augunum, einstaka
sneri sér þó í hring og horföi á
eftir stúlkunni þegar hún hafði
borðað nægju sína og gekk yfir að
Sundhöllinni, tignarleg og minnti
í göngulagi á stúlku í úrslita-
keppni um titilinn fegurðar-
drottning íslands.
I sólskini og tæplega tuttugu
stiga hita rétt eftir miðjan maí-
mánuð gerðust jafnvel ólíklegustu
menn einstaklega bjartsýnir,
menn sem þekktir eru fyrir annað
en takmarkalausa bjartsýni og
eru yfirleitt raunsæir. Einn slíkan
hitti ég í hádegi á sunnudegi þegar
ég hélt uppá daginn á tiltölulega
nýjum veitingastað í borginni með
því að borða glænýjan lax. Seint á
sjöunda áratugnum var Sævar
Geirdal hugsjónamaður, verka-
lýðssinni og sósíalisti, hann var
sjóari í húð og hár, starfaði á bát-
um er reru með línu og net.
Nokkrum árum síðar gerðist hann
landkrabbi, hóf að reka kaffivagn
í Hafnarfirði við góðan orðstír,
hætti því fyrir um það bil ári og
starfar nú sem sölumaður. Hann
ferðast um landið með hvers kyns
vörur og er sagður meiri sölu-
maður en gengur og gerist og ein-
mitt þennan sunnudag þegar við
spjölluðum saman og gengum um
Skólavörðustíginn með sólina í
fangið var hann að leggja upp í
söluferð um landið og hlakkaði til
að hafa sólina sem förunaut.
Aldrei þessu vant minntist hann
varla á ríkið í austri, hann talaði
um sólskinið og hið göfuga starf
sölumannsins, kosti starfsins og
framtíðarmöguleika fyrir duglega
menn. Sævari fylgja góðar óskir
um árangursríkt sölustarf á ferða-
lagi hans um hringveginn með við-
komu í kaupstöðum og kauptún-
um.
Einstök veðurblíða var í borg-
inni, þriðjudaginn 4. júní síðast-
iiðinn, heiðskýr himinn og sól á
lofti og það hlýtt að úlpa og utan-
yfirfatnaður var látinn hanga inni
í fataskáp, þess í stað var ljós
sumarfatnaður allsráðandi hjá
eldri sem yngri borgarbúum og
mér fannst ekkert vanta í mið-
bæjarstemmninguna nema jazz-
grúppu á útipalli í Austurstræti
eða í Lækjargötu. Við Nýja köku-
húsið við Austurvöll voru stólar og
borð utan dyra og viðskiptavinir
staðarins snæddu kökur og
rúnnstykki og drukku kaffi eða te
í sólskininu. Við Tjörnina hjá Iðnó
höfðu endurnar hópast saman og
bitust um brauðmola sem flutu á
yfirborði tjarnarinnar og þegar
nokkurn veginn var búið að inn-
byrða það sem fyrir hendi var þá
linnti samt ekki látunum — þær
görguðu hver í kapp við aðra og
það var líkast því að skyndilega
hefði verið boðað til útifundar á
þeirra vegum um brýn hagsmuna-
mál. í Hljómskálagarðinum var
fámennt fyrir hádegi en góð
mennt. Þar voru nokkrir ungl-
ingar í blómarækt ekki langt frá
styttu Jónasar Hallgrímssonar og
skyndilega kom eldri maður á
hjóli út úr kjarrinu, hann hjólaði í
áttina til mín þar sem ég horfði út
á Skothúsveg og ég áttaði mig á að
þar var kominn góður kunningi,
óbreyttur alþýðumaður á nýju
Khalkoff-reiðhjóli frá Haraldi G.
Haralds í Erninum við Óðinstorg.
Þessi óbreytti og látlausi alþýðu-
maður steig af hjólinu, tók ofan
derhúfuna og bauð góðan daginn.
Við spjölluðum um stund um lífið
og tilveruna, um veðurblíðuna.
Hann er kominn á eftirlaunaald-
urinn og man tvenna tíma og telur
að ekki hafi þjóðinni betur farnast
en á þeim árum þegar viðreisnar-
stjórnin var við völd 1959—1971
undir forystu Ólafs Thors og
Bjarna Benediktssonar. — Kaup-
máttur launa var meiri á þeim ár-
um. Kaupið er ekki nógu hátt hjá
fólkinu nú til dags, það þarf að
hafa betri laun. Hér skortir þó
engan neitt. Hér er enginn fátæk-
ur, það er samt brýnt að bæta kjör
þeirra lægstlaunuðu. Þú veist það
að hvergi er samt betra að lifa en
á íslandi, við höfum svo margt
sem aðrar þjóðir hafa ekki, við
höfum ómengað loft!!
Hann hélt áfram að útlista feg-
urð landsins og náttúrunnar og
það var likast því stundum að
gamli maðurinn færi með frumort
ljóð í tilefni dagsins og í tilefni af
fegurð náttúrunnar. Hann var aft-
ur kominn á hjólið áður en við
kvöddumst og allt tal hans ljóð-
rænt og lét vel í eyrum.
Mig minnir að það hafi verið
Sigurður Þórðarson, fyrrverandi
fasteignasali og verðandi verð-
bréfasali, fyrrverandi Æskulýðs-
fylkingarfélagi á árunum 1967—70
sem eitt sinn kvað Lenín vera ljós
heimsins. Það mun hafa verið um
líkt leyti og hann fór austur til
Moskvu ásamt fjórum ungum
Fylkingarfélögum til náms í
marxisma í Moskvu. Sigurð hitti
ég á förnum vegi eftir miðnætti
snemma í júnímánuði. Hann var á
kvöldgöngu, broshýr en svolítið
undirförull að mér sýndist þegar
fundum okkar bar saman fyrir
utan heimili mitt í Norðurmýr-
inni. Það líður oft langur tími á
milli þess að við hittumst og við
höfum því um margt að spjalla.
Þegar ég hóf að ræða um hvað það
væri nú erfitt að borga af lánum
og hvernig skynsamlegast væri að
fjárfesta í dag þá var eins og Sig-
urður fyndi hjá sér þörf til að út-
skýra málin. Hann stökk uppá
steinsteyptan vegg við húsið, bað-
aði út höndum og fótum um stund
og flutti áhrifaríkt erindi um
lánamarkaðinn, verðbréfamarkað-
inn og peningamarkaðinn al-
mennt, bankaviðskipti, ávöxtun
fjármagns til skynsamlegra hluta,
gott ef hann rakti ekki efna-
hagsstefnu ríkisstjórnar Stein-
gríms Hermannssonar lið fyrir
lið. Já, það má nú segja. Tímarnir
breytast og mennirnir með. Erindi
Sigurðar hafði það góð áhrif að
það varð að minnsta kosti ekki
andvökunótt.
Fyrrnefndan þriðjudag, 4. júní
síðastliðinn, átti ég erindi í versl-
un við Hverfisgötu. Sjálfur versl-
unareigandinn, góður kunningi,
stóð innanbúðar við afgreiðslu-
störf og var eitt sólskinsbros enda
lífleg viðskipti og hann að af-
greiða vöru sem hann hafði lengi
talið óseljanlega og var búinn að
liggja með nokkuð lengi. Hann
hafði brett upp skyrtuermarnar
og þegar inn var komið kvað hann
veðrið dásamlegt og næstum
óskiljanlegt hvað viðskiptin væru
lífieg í búðinni hjá sér. Aður en ég
yfirgaf verslunina, kallaði hann til
mín og brosti út undir eyru:
„Bið að heilsa sólinni" ...