Morgunblaðið - 11.06.1985, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 11.06.1985, Qupperneq 20
ign 20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 11. JÚNl 1985 CORNERSTONE INSTITUTE m Starfslið Cornerstone Institute, Inc. í Orlando talið frá vinstri. Séra Richard Bowman ráðgjafí, Elizabeth Carpenter ráðgjafí, Marion Jóhannson deildarstjóri meðferðardeildar, Stefán Jóhannsson forstjóri, Bishop Craig rekstrarstjóri, dr. David Parker sálfræðingur. Á myndina vantar dr. Walter Muller geðlækni og Jose Quinones geðlækni. íslenzk ráðgjafar- stofnun í Flórída Stefán Jóhannsson beinendur og aðra, sem starfa við meðferð slíks fólks. Síðast en ekki sízt hefir stofnunin gert nokkra samninga við fyrirtæki í Flórída og Evrópu um að annast starfs- mannaþjónustu þeirra. Fréttamaður hitti Stefán Jó- hannsson nýlega að máli í Orlando og ræddi við hann um starfsemi Hornsteins. Aðallega langaði hann til að fræðast nokkuð um starfsmannaþjónustuna. Stefán viðurkenndi, að orðið „starfs- mannaþjónusta" væri ekki nógu gott og gæfi ekki vel til kynna, hvað í því fælist. Vonandi yrði fundið betra heiti áður en langt um liði. Sagði hann, að það væri áríð- andi, að stjórnendur fyrirtækja létu sig varða persónuleg vanda- mál starfsmanna sinna og gerðu sér grein fyrir því, hver áhrif þau gætu haft á starfsgetu og persónu- leika þeirra. Starfsmannaþjónust- an væri boðin öllum starfs- mönnum fyrirtækisins og fjöl- skyldum þeirra. Farið væri með allar skýrslur og umræður um persónuleg vandamál sem algjört trúnaðarmál. Þeir starfsmenn, sem hagnýttu sér þjónustuna, ættu ekki á hættu að stofna í voða atvinnu sinni, framavonum eða mannorði. Starfsmannaaðstoðin næði til persónulegra vandamála, sagði Stefán, sem væru þess eðlis, að þau hefðu áhrif á vellíðan starfs- mannsins og afköst hans á vinnu- stað. Þetta gætu verið hjóna- bandsvandamál, fjárhagskröggur, lagaflækjur, tilfinningavandi eða áfengis/vímuefnavandamál. Slíkir örðugleikar geta haft alvarleg áhrif á starfsgetu á vinnustað og heildarárangur og afköst fyrir- tækjanna. Markmið starfsmanna- þjónustunnar væri að koma í veg fyrir slíkt. Til að stjórnendur geti metið árangur þjónustunnar, væru þeim sendar skýrslur og upplýsingr með jöfnu millíbili. Nöfn og önnur vitneskja um það, hvaða starfs- menn hefðu hagnýtt sér þjónust- una, væru ekki í þessum skýrslum. Hins vegar hefðu þær að geyma upplýsingar um það, hve margir hefðu notað sér starfsemina. Að lokum sagði Stefán, að ís- lenzk fyrirtæki ættu að gefa gaum þessari þróun og þeim árangri, sem þegar hefði náðst í þessum málum á erlendum vettvangi. Hefðu þau áhuga á að kynna sér þessa þjónustu, gætu þau skrifað — eftirÞóriS. Gröndal Ráðgjafasrtofnunin Hornsteinn sf. hóf starfsemi sína í Reykjavík 1981. Hún hefir starfað síðan við hvers konar ráðgjafaþjónustu í sambandi við vandamál einstakl- inga og fjölskyldna. Áfengis- og vímuefnavandamál hafa þar verið ofarlega á baugi. Einnig hefir stofnunin í ríkum mæli gengist fyrir upplýsinga- og leiðbeinenda- starfsemi, svo og unnið með fyrir- tækjum við að hjálpa til að leysa persónuvandamál starfsmanna, sem ógnað hafa starfsgetu og fjöl- skyldulífi þeirra. Stofnendur Hornsteins voru hjónin Marion og Stefán Jóhanns- son, sem bæði eru sérmenntuð til að stunda slíka ráðgjafarþjónustu. Grétar Sigurbergsson, geðlæknir, sr. Birgir Ásgeirsson, sóknar- prestur, og Jóhann Loftsson, sál- fræðingur, hafa starfað við stofn- unina frá upphafi. Jóhann Lofts- son veitir starfseminni á íslandi nú forstöðu. í október 1983 fluttu Marion og Stefán til Orlando í Flórída og stofnuðu þar útibú, Cornerstone Institute Inc. Að baki þessarar ákvörðunar lágu nokkrar ástæður, svo sem fjárhagslegar, og einnig löngun til að færa út kvíarnar á sviði starfsmannaþjónustu hjá fyrirtækjum. í Ameríku er nauð- syn slíkrar starfsemi löngu viður- kennd, enda hófst þess konar leið- beiningarþjónusta fyrst þar í landi hjá fyrirtækjum eins og Kodak og Du Pont. Starfsemi Hornsteins í Orlando er nú þegar orðin margvísleg. Nefna má göngudeildarmeðferð á þeim, sem þjást af ofnautn áfengis og vímuefna, námskeið fyrir leið- Vikulegur starfsmannafundur talið frá vinstri. David, Richard, Marion, Stefán, Elizabeth og Bishop. Við bjóðum fjölbreytt úrval D U UJ|| I ■ H STEINAVERKSMIÐJA: af gangstéttarhellum og "■■Llllr Söluskrifstofa, sýningarsvæði skrautsteinum. Breiðhöfða 3, Skoðaðu sýningarsvæði okkar að Breiðhöfða 3 og fáðu þér bækling. 110 Reykjavík Sími: (91) 68 50 06 til Hornsteins sf., Pósthólf 943, Reykjavík eða 624 Maitland Avenue, Altamonte Springs, Florida 32701, USA. Myndu þá verða sendar nánari upplýsingar. Þórír S. Gröndal er ræðismaður ís- lands í Flórída og framkræmda- stjórí hjá íisksölufyrirtæki í Mi- ami.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.