Morgunblaðið - 11.06.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.06.1985, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1985 t Eiginkona mín og móðir okkar, ERNA JÓNSOÓTTIR, Drangavöllum 3, Kaflavfk, andaöist aöfararnótt 9. júní. Siguröur Q. Ólafaaon, Þóra Björk Nikulósdóttir, Sigurbjörg Siguröardóttir, Óli Jón Sigurösson. t BALDUR ÞORGILSSON frá Veatmannaeyjum, áöur til heimilis Miöstræti 3, er látinn. JaröarförinferframfráOómkirkjunniföstudaginn 14. júníkl. 10.30. Ruth Einarsdóttir, Þorgils Þröstur Baldursson. t Eiginmaöur minn, faöir og tengdafaöir, JANUS GUÐMUNDSSON, Hliöarbraut 10b, Hafnarfiröi, áöur Hafnargötu 41, Kaflavík, lést t elli- og hjúkrunarheimillnu Sólvangi sunnudaginnn 9. júní. Friörika Friöriksdóttir, Lára Janusdóttir, Guölaugur B. Þóröarson. t Bróðir okkar, HÖRÐUR GUNNARSSON frá Þverórdal, andaöist í New York 26. maí. Útför hans hefur farið fram í Reykja- vík. Ingibjörg, Páll, Árni og Orn. t Eiginmaöur minn, JÓNAS GUÐMUNDSSON rithöfundur, iést í Borgarspítalanum sunnudaginn 9. júní. Jaröarförin veröur auglýst síöar. Jónina H. Jónsdóttir. t Bróöir okkar, ÓSKAR GUDMUNDSSON, Heysholti, Landsveit, lést á heimili sínu sunnudaglnn 9. júni. Sigríöur og Margrát Guömundsdætur. t Bálför föður okkar, tengdafööur og afa, GUDJÓNS B. JÓNSSONAR bifreiöastjóra, Laugavegi 67 A, veröur gerö frá Hallgrímskirkju miövikudaglnn 12. júní kl. 13.30. Þeim sem vlldu minnast hins látna er bent á Hjartavernd. Fyrir hönd tengdabarna og barnabarna. Erla Björg Guöjónsdóttir, Dagfinnur Ólafsson, Guóbjörg Svala Guójónsdóttir, Ólafur Hauksson, Siguröur Viöar Guójónsson, Anna Fugaro, Jón Kristinn Guöjónsson. t Eiginmaður minn, GUNNAR THORLASIUS BJARGMUNDSSON Hrafnistu, áóur Hólmgarði 22, er dáinn. Jaröarför hans hefur fariö fram. öllum þeim, sem heiöruöu minningu hans meö krönsum, blómum og mtnningjargjöfum og sýndu mér hlýhug og hluttekningu, sendi ég mínar hjartans þakkir svo og öllum læknum ásamt starfsfólki á sjúkrahúsum og Hrafnistu er önnuöust hann síöustu mánuöina vil ég þakka af heilum hug. Margrát Björg Sturludóttir, Hrafnistu. Hildur Jóns- dóttir - Minning Fædd 17. júlí 1908 Dáin 31. maí 1985 I dag verður jarðsungin frá Dómkirkjunni Hildur Jónsdóttir, Holtsgötu 22. Hildur var fædd í Reykjavík 17. júlí 1908. Foreldrar hennar voru Þórdís Sigurlaug Benónýsdóttir ættuð af Kjalarnesi og Jón Jóns- son sjómaður, ættaður frá Ána- naustum. Hildur var yngst af sex börnum þeirra hjóna. Elst var Þórdís f. 8. september 1895, d. 6. nóvember 1969. Hennar maður var Sigurður Pálsson vélstjóri d. 7. september 1975. Næstur að aldri var Hilmar sjómaður, d. 1925, ókv.; Magnús sjómaður, kvæntur Laufeyju Jónsdóttur, þau eru bæði látin; Björn vélstjóri, kvæntur Ingibjörgu Stephensen. Björn lést 19. janúar 1975; Sigurjón drukkn- aði ungur að árum. Yngst var svo Hildur er hér verður minnst. Við Hildur vorum bræðradætur, hún var yngst barna Jóns og Sigurlaugar. Jón var elstur af börnum Hildar Jónsdóttur og Jóns Björnssonar, sem bjuggu allan sinn búskap í Ánanaustum. Næstelstur var Kristinn trésmiður, kvæntur Jón- ínu Pálsdóttur frá Neðradal í Biskupstungum; þá Kristjana, ógift, d. 1949; yngstur var faðir minn, Bjöm skipstjóri, kvæntur Önnu Pálsdóttur. Jónína og Anna voru systur. Jón föðurbróðir minn, var tvíburi, tvíburabróðir hans dó skömmu eftir fæðingu. Eina dótt- ur misstu afi og amma, tveggja ára gamla, hún hét Ásta. Stytting á nafni Ástríðar á Húsafelli sem hún var heitin eftir. Lýsir það vel hvað amma okkar hefur verið ánægð með veru sína á Húsafelli, og dáð Ástríði, því þetta var fyrsta eða fyrri dóttir afa og ömmu. Þeg- ar ég nú minnist Hildar, frænku minnar, kemur mér fyrst í hug hvað við vorum samrýndar á aldr- inum 12—15 ára. Þó frekar langt væri á milli, ég í Ánanaustum, vestast í Vesturbænum, en hún á Bergstaðastræti 30, þar sem for- + Eiginmaöur minn, EINAR VIGFÚSSON fyrrverandi útvarpavirki og atarfsmaöur ríkisútvarpsina, Stórageröi 11, sem lést í Borgarspítalanum 6. þessa mánaöar, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. þessa mánaöar kl. 13.30. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Hulda Sveinbjörnsdóttir. t Hjartanlega þökkum viö öllum þeim sem veittu hjálp og og sýndu okkur samúö og vinarhug viö fráfall og útför eiginmanns míns og sonar okkar SIGURÐAR ARNAR ADALSTEINSSONAR er lést af slysförum 26. maí st. Fyrir hönd barna, systkina og annarra vandamanna. Ingíbjörg A. Sveinsdóttir, Aðalsteinn örnólfsson, Elín Eirfksdóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö og aöstoö vegna andláts og útfarar, JÓNS ÓLAFS GUÐMUNDSSONAR ó Bóreksstöðum. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á sjúkrahúsinu á Akra- nesi, Bændaskólans á Hvanneyri, kirkjukórs og sóknar Hvanneyrar- kirkju og söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar. Siaurborg Ágústa Jónsdóttir, Ragnhildur Hrönn Olafsdóttir, Óskar Eggerts Sverrisson, Jón Ólafsson, Guóbjörg Ólafsdóttir, Siguröur Oddur Ragnarsson, Guðmundur Ólafsson, Guóný Halla Gunnlaugsdóttir, Sigríöur Ólöf Ólafsdóttir og barnabörn. Guömundur Jónsson fró Hvanney ri, Sólveig Gyóa Guömundsdóttir, Gunnar Ólafsson, Ásgeir Guómundsson, Sigrlöur Jónsdóttir, Siguröur R. Guömundsson, Katrfn Árnadóttir og fjölskyldur. Lokað Skrifstofa okkar, timbursala og vélarhús, veröa lokuð frá kl. 13.00-15.00 í dag, þriöjudaginn 4. júní, vegna jarö- arfarar JÓNS GUNNARS KRISTINSSONAR. Slippfélagiö Reykjavík hf. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HEIGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 SIMI 76677 ■■I eldrar hennar bjuggu þar til þau keyptu húsið á Framnesvegi 22A, sem þau áttu heima í til dauða- dags. Mér finnst ég hafi komið oftar til þeirra, en hún til okkar. Sótti ein ósköp í að fara upp á Bergstaðastíg, sem gatan var nefnd í þá daga. Þótti systkinin öll fjarska skemmtileg. Og mér, stelpunni, tekið eins og ég væri bara vel þeg- inn gestur. Ég man alltaf þegar Lauga mamma þeirra kom með bakkann. Sterkt og gott kaffi, fin- ar heimabakaðar kökur og rjómi í fallegu, litlu könnunni. Heima var ég auðvitað ekki látin drekka lút- sterkt kaffi, uppeldisatriði. Við Hildur vorum fermdar með viku millibili. Hún 8. október 1922 hjá séra Jóhanni, ég 15. október 1922 hjá séra Bjarna. Þá var nú Dísa frænka í essinu sínu ásamt móður minni. Við fengum allt nákvæmlega eins, fermingarkjól- ana, eftir-fermingarkjólana, káp- urnar og hvíta skó við hvítu kjól- ana, og há upphneppt svört stígvél með glanstá. Heldur betur fínar, allt saumað hjá Rebekku, einni þekktustu saumakonu bæjarins. Veturinn eftir ferminguna vorum við báðar sendar i handavinnu- tíma til Gislínu frá Ólafsbakka og Elínborgar Benediktsdóttur, þær voru þá nýkomnar frá námi í Kaupmannahöfn. Svo var það sumarið 1923 að við vorum báðar í þurrfiski í Alliance, við breiðslu og samantekningu. Alliance var alveg við heimili okkar í Ánanaustum. Þarna fannst mér Hildur vera al- skemmtilegasta stelpan, sem ég þá hafði kynnst. Hvað ég öfundaði hana, hún var svo fljót að svara þegar bæði strákarnir, sem áttu að stjórna á stakkstæðinu og eldri konurnar voru eitthvað að vanda um við okkur. Hún var hnittin og spaugsöm og öllum þótti gaman að henni. Ég ósköp feimin og upp- burðarlítil. Hildur stundaði nám í kvöld- skóla KFUM og jafnframt í handavinnu, lærði að spila á orgel og seinna á píanó, var músikölsk vel. Handavinnan var henni samt hugleiknust, hún hafði mjög gott litaskyn. Enda kenndi hún mörg- um konum, sem leituðu síðan til hennar og fengu ráðleggingar og tilsögn. Hún hélt sýningar á hannyrð- um, bæði á heimili sinu i Efsta- sundi og seinna á Hallveigarstöð- um, sem voru rómaðar fyrir smekkvísi. Hildur giftist dönskum manni, Börge Petersen, þau eignuðust einn son, Hilmar Sigurjón, f. 15. janúar 1937. Þegar þau skildu, Hildur og B. Petersen, var Hilmar tekinn í fóstur til Þórdísar móð- ursystur sinnar og manns hennar, Sigurðar Pálssonar. Reyndust þau honum mjög vel í alla staði. Seinni maður Hildar var Helgi Kjartansson skipstjóri ættaður af Suðurnesjum. Þau eignuðust eina dóttur, Guðriði f. 14. nóvember 1944. Hennar maður er Sigurður Sigurðsson slökkviliðsmaður. Þau eru búsett í Njarðvíkum ásamt tveimur börnum sínum, Helga og Hildi. Hilmar á einn son uppkom- inn. Hildur og Helgi áttu mörg seinustu árin heimili sitt á Holtsgötu 22, sem var ákaflega smekklegt og myndarlegt og gott þar að koma. Hildur rak verslun í nokkur ár, Silkibúðina við Laufásveg. Það var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.