Morgunblaðið - 11.06.1985, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 11.06.1985, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ1985 Vegarkantur þyrnir í augum Hellubúa Hellu, 3. júní. FRÁGANGUR Vegagerdarinnar á uppfyllingu vegarins við brúna yfir Rangá, gegnt Hellu, er mörgum þyrnir í augum. Á þessu vori og í fyrra hefir verið ekið mold í kant uppfyll- ingarinnar og það látið gott heita. Þeir íbúar Hellu sem unna hreinlæti og lýtalausu umhverfi vilja ekki sætta sig við þennan frágang því þetta hefur verið óklárað í þrjú ár. Einnig benda þeir á að málning á brúnni er farin að flagna af. Einar Krist- jánsson sem á myndinni bendir á uppfyllinguna að brúnni sagði að þessi frágangur vekti furðu þar sem frágangur Vegagerðarinnar væri til fyrirmyndar annars staðar við Suðurlandsveginn. Þetta væri verst við veginn í gegnum kauptúnið. Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar að til stæði að fjar- lægja grindverk sem þarna væri á kantinum og gera góðan fláa á kantinn þannig að vel færi. Sig Jóns. Sprurtgur géta myndast í heilbrigðn steinsteypu þegar ytraborð hennar mettast af vatni sem síðan frýs og þiðnar á víxl í hinm umhleypingasömu veðráttu okkar. Alkalivirk stemsteypa mettast af vatni og springur síðan vegna efnafræðilegra hvata Því þarf að hmdra að vatn smjúgi inn í steypuna svo sem kostur er en hún verður pó að geta andað. DYNASYLAN BSM 40 er monosílan vatnsfxla sem hlotið hefur meðmæli Rannsóknarstofnunar bygglng- ariðnaðarlns. DYNASYLAN BSM 40 er efm sem borið er jafnt á nýjan, ómálaðan stem og sprungmn málaðan stein og hindrar vatnsdrægni steypunnar. VITRETEX plastmálning er copolymer (akryl) máln- Ing með mjög gott PAM giídí og andar því vel. VITRETEX plastmálmng hefur verið á íslenskum markaði í áratugi og sannað ágæti sítt, þ.á m. í ströngustu veðurpols- tilraunum. Tvaer yflrferðlr með DYNASYLAN BSM 40 og sfðan tvær yfirferðir með VITRETEX plastmálningu tryggir margra ára endlngu. Umboðsmenn um land alltl Slrppfé/agió í Reykjavík hf Málningarverksmiöjan Dugguvogi Sími 84255 - koma í veg fyrir steypuskemmdir eða lagfæra þær með réttri meðhöndlun vatns VITRETEX Bjart að sólarbaki Hljómplötur Siguröur Sverrisson Eric Clapton Behind the Sun Warner Brothers/Steinar Alltaf undrast maður þraut- seigjuna og úthaldið hjá gamla brýninu Eric Clapton. Hann sendir frá sér plötur með reglu- legu millibili og hver á fætur ann- arri slá þær hinum fyrri við. Svo er þó tæpast að þessu sinni. Eftir að Clapton sendi frá sér plötuna frábæru, Money and Cig- arettes, árið 1983, var ég þeirrar skoðunar að það kynni að reynast honum í meira lagi erfitt að fylgja henni eftir, slíkur var gæðastimp- illinn á henni. Eftir að hafa hlust- að á Behind the Sun nokkrum sinnum er ég þeirrar skoðunar að platan slagi langleiðina upp í Money and Cigarettes — þó kannski ekki alveg. Yfirbragð þessara umræddu tveggja platna er um flest mjög ólikt. Á Behind the Sun hverfur Clapton aftur til sinna frægustu einkenna á fyrri plötunum og blúsinn er allsráðandi. Á síðari hliðinni er hins vegar að finna lög, sem eru meira í ætt við það sem hann var að gera á Money and Cigarettes. Sú plata var á allan hátt mun aðgengilegri en margar fyrri plötur Claptons án þess þó nokkru sinni að festast í viðjum „commercial-isma“. Behind the Sun hefur að geyma gnótt góðra Iaga. Reyndar finnst mér þau mismunandi góð en ekk- ert þeirra er beinlínis siakt. (Nei, ég hef aldrei verið eitt þessara Clapton-„fríka“ ef einhverjum kemur það til hugar. Innsk. — SSv.). Þótt síðari hliðin sé e.t.v. aðgengilegri er ég á því að fyrri hliðin höfði frekar til mín. Þessi nýjasta plata er „pródús- eruð“ af Phil Collins og ber þess merki þar sem hann kemur við sögu. Hann er þó ekki einn um hituna því Ted Templeman, einn sá færasti á sínu sviði vestanhafs og Lenny Waronker eiga heiður- inn af útkomu þriggja laga. Yfir- bragð þeirra er frábrugðið hinum. Auk frábærra manna við takka- borðið nýtur Clapton aðstoðar val- inkunnra manna á hin ýmsu hljóðfæri og útkoman er því afar traustvekjandi. Það er erfitt að tína til einstök lög á Behind the Sun því hún er á heildina litið afar góð plata. Hún er ekki gleypt í einu vetfangi en eftir dálitla spilun vinnur hún mjög á. Slík er einkenni góðra skífa. Það er því sannarlega bjart að baki sólar, a.m.k. hjá Eric Clapton.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.