Morgunblaðið - 11.06.1985, Page 66
66
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ1985
Vegarkantur þyrnir
í augum Hellubúa
Hellu, 3. júní.
FRÁGANGUR Vegagerdarinnar á uppfyllingu vegarins við brúna yfir
Rangá, gegnt Hellu, er mörgum þyrnir í augum.
Á þessu vori og í fyrra hefir
verið ekið mold í kant uppfyll-
ingarinnar og það látið gott
heita. Þeir íbúar Hellu sem unna
hreinlæti og lýtalausu umhverfi
vilja ekki sætta sig við þennan
frágang því þetta hefur verið
óklárað í þrjú ár. Einnig benda
þeir á að málning á brúnni er
farin að flagna af. Einar Krist-
jánsson sem á myndinni bendir á
uppfyllinguna að brúnni sagði að
þessi frágangur vekti furðu þar
sem frágangur Vegagerðarinnar
væri til fyrirmyndar annars
staðar við Suðurlandsveginn.
Þetta væri verst við veginn í
gegnum kauptúnið.
Hjá Vegagerðinni fengust þær
upplýsingar að til stæði að fjar-
lægja grindverk sem þarna væri
á kantinum og gera góðan fláa á
kantinn þannig að vel færi.
Sig Jóns.
Sprurtgur géta myndast í heilbrigðn steinsteypu þegar
ytraborð hennar mettast af vatni sem síðan frýs og þiðnar
á víxl í hinm umhleypingasömu veðráttu okkar.
Alkalivirk stemsteypa mettast af vatni og springur síðan
vegna efnafræðilegra hvata
Því þarf að hmdra að vatn smjúgi inn í steypuna svo
sem kostur er en hún verður pó að geta andað.
DYNASYLAN BSM 40 er monosílan vatnsfxla sem
hlotið hefur meðmæli Rannsóknarstofnunar bygglng-
ariðnaðarlns.
DYNASYLAN BSM 40 er efm sem borið er jafnt á nýjan,
ómálaðan stem og sprungmn málaðan stein og hindrar
vatnsdrægni steypunnar.
VITRETEX plastmálning er copolymer (akryl) máln-
Ing með mjög gott PAM giídí og andar því vel.
VITRETEX plastmálmng hefur verið á íslenskum markaði
í áratugi og sannað ágæti sítt, þ.á m. í ströngustu veðurpols-
tilraunum.
Tvaer yflrferðlr með DYNASYLAN BSM 40 og sfðan tvær
yfirferðir með VITRETEX plastmálningu tryggir
margra ára endlngu.
Umboðsmenn um land alltl
Slrppfé/agió í Reykjavík hf
Málningarverksmiöjan Dugguvogi
Sími 84255
- koma í veg fyrir steypuskemmdir eða
lagfæra þær með réttri meðhöndlun
vatns
VITRETEX
Bjart að
sólarbaki
Hljómplötur
Siguröur Sverrisson
Eric Clapton
Behind the Sun
Warner Brothers/Steinar
Alltaf undrast maður þraut-
seigjuna og úthaldið hjá gamla
brýninu Eric Clapton. Hann
sendir frá sér plötur með reglu-
legu millibili og hver á fætur ann-
arri slá þær hinum fyrri við. Svo
er þó tæpast að þessu sinni.
Eftir að Clapton sendi frá sér
plötuna frábæru, Money and Cig-
arettes, árið 1983, var ég þeirrar
skoðunar að það kynni að reynast
honum í meira lagi erfitt að fylgja
henni eftir, slíkur var gæðastimp-
illinn á henni. Eftir að hafa hlust-
að á Behind the Sun nokkrum
sinnum er ég þeirrar skoðunar að
platan slagi langleiðina upp í
Money and Cigarettes — þó
kannski ekki alveg.
Yfirbragð þessara umræddu
tveggja platna er um flest mjög
ólikt. Á Behind the Sun hverfur
Clapton aftur til sinna frægustu
einkenna á fyrri plötunum og
blúsinn er allsráðandi. Á síðari
hliðinni er hins vegar að finna lög,
sem eru meira í ætt við það sem
hann var að gera á Money and
Cigarettes. Sú plata var á allan
hátt mun aðgengilegri en margar
fyrri plötur Claptons án þess þó
nokkru sinni að festast í viðjum
„commercial-isma“.
Behind the Sun hefur að geyma
gnótt góðra Iaga. Reyndar finnst
mér þau mismunandi góð en ekk-
ert þeirra er beinlínis siakt. (Nei,
ég hef aldrei verið eitt þessara
Clapton-„fríka“ ef einhverjum
kemur það til hugar. Innsk. —
SSv.). Þótt síðari hliðin sé e.t.v.
aðgengilegri er ég á því að fyrri
hliðin höfði frekar til mín.
Þessi nýjasta plata er „pródús-
eruð“ af Phil Collins og ber þess
merki þar sem hann kemur við
sögu. Hann er þó ekki einn um
hituna því Ted Templeman, einn
sá færasti á sínu sviði vestanhafs
og Lenny Waronker eiga heiður-
inn af útkomu þriggja laga. Yfir-
bragð þeirra er frábrugðið hinum.
Auk frábærra manna við takka-
borðið nýtur Clapton aðstoðar val-
inkunnra manna á hin ýmsu
hljóðfæri og útkoman er því afar
traustvekjandi.
Það er erfitt að tína til einstök
lög á Behind the Sun því hún er á
heildina litið afar góð plata. Hún
er ekki gleypt í einu vetfangi en
eftir dálitla spilun vinnur hún
mjög á. Slík er einkenni góðra
skífa. Það er því sannarlega bjart
að baki sólar, a.m.k. hjá Eric
Clapton.