Morgunblaðið - 11.06.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR11. JÚNl 1985
13
íslendingar og íslandsvinir í París mæU á vorblóti. Dr. Sigurður Frá vorblóti íslandsvinafélagsins í París. Gunnar Morgunblaíið/Anna
Jónsson (sá sem keypti Gaimard-bókina) á miðri mynd. Hermannsson arkitekt ásamt dóttur sinni. Hann Hljómsveitin Ásdís og hrútspungarnir lék á vorblótinu í París.
kveðst ekki hafa verið heima á íslandi síðan 1959.
FRANCE — ISLANDE
LÍFLEGT STARF í PARÍS
Frá Önnu Nissels, frétUritara Mbl. í París.
í fljótu bragði virðist nafnið
benda til fótboltaleiks á milli land-
anna, en svo er ekki.
Heldur er þetta félagið France-
Islande, sem leit dagsins Ijós á síð-
asta ári.
Forseti og stjórnandi félagsins
er Jean Pierre Fourré þingmaður.
Áður en félagið var stofnað
var Fourré í vináttufélagi milli
franska og íslenska þingsins.
Eftir Islandsför hans kom
þessi ágæta hugmynd upp og fé-
lagið var stofnsett.
Það gefur út rit sem kemur út
mánaðarlega á frönsku í hundr-
að og fimmtíu eintökum, sem
dreift er í háskóla og bókasöfn,
auk þess sem íslendingar búsett-
ir í Frakklandi og aðrir ís-
landsvinir fá blaðið heim. Ritið
fær að mestu sínar upplýsingar
frá sendiráði íslands í París.
Gunnar Snorri Gunnarsson
sendiráðsfulltrúi sendir félaginu
fréttapistla einu sinni í viku,
sem hann fær frá ráðuneytinu
og ríkisútvarpinu. Þessar fréttir
eru það helsta sem er að gerast í
íslensku þjóðlífi í dag, og ekki
má gleyma fréttum af veðrinu.
Blaðið hefur að geyma margvís-
legt efni, fréttir af íslenskum
listamönnum búsettum í Frakk-
landi, hvaða íslenskar bækur eru
fáanlegar á frönsku, smáauglýs-
ingar og margt fleira. Ekki læt-
ur félagið þar við sitja við kynn-
ingu landsins. Nýlega var haldin
kvikmyndasýning, og fyrsta
mynd á dagskrá var mynd Os-
valds Knudsen SURTSEY, fræð-
andi og stórbrotin og sannur
gullmoli við kynningu landsins.
Sömu sögu get ég ekki sagt um
seinni myndina, Land íss og elds.
Sannarlega ekki barn síns tíma
og ekki nothæf við kynningu
landsins, gefur óljósa og eigin-
lega ranga mynd af íslandi i dag.
Væri ekki hægt að gera kvik-
mynd um ísland eins og það er í
dag, og senda í öll íslensk sendi-
ráð erlendis? (Sendiráðið lánaöi
þessar tvær myndir sem félagið
sýndi.)
Ef þetta væri hægt þá myndi
nýja mynd ekki ryðga niðri í
skúffu í sendiráði íslands í Par-
ís, því mjög mikill áhugi er á
íslandi í Frakklandi í dag.
Forseti okkar, frú Vigdís
Finnbogadóttir, á þar stóran
hlut að máli eftir komu sína
hingað, ullin, fiskurinn, eldgosin
og síðast en ekki síst spurnir um
okkar einstaka hreina og góða
loft, í þessum mengunarheimi.
Eftir kvikmyndasýninguna
fóru margir erlendir gestir og Is-
lendingar á vorblót sem íslenskir
námsmenn stóðu fyrir.
Fyrirhugað var að halda
þorrablót, en þar sem húsnæði
fannst ekki i tíma endaði þetta í
vorblóti, en með öllu tilheyrandi
eins og góðu þorrabióti sæmir.
Hangikjöt, slátur, hrútspungar
og brennivín og fleira íslenskt
góðmeti var á boðstólum, og allt
var borðað upp til agna því
helmingi fleiri komu en búist var
við, og ekki voru Frakkar í mikl-
um minnihluta við að borða
hangikjötið og uppstúfinn og
ekki bar á neinni matvendni.
Hljómsveitin Ásdís og hrúts-
pungarnir sungu og léku fyrir
dansi gömul og góð íslensk lög
eins og „Komdu í kvöld út í kof-
ann til mín“ og „Vertu ekki að
horfa svona alltaf á mig“.
Dansað var fram eftir nóttu
og hef ég sjaldan farið á vel-
heppnaðri skemmtun í París ...
Heimsreisa
III
endurtekin
Brottför
11. október
3 vikur
Ævintýraferö Útsýnar
KENYA
HJARTA
AFRIKU
Flogiö beint til Nairobi um London. Þessi safarihöfuöborg heimsins í um 2.000
m hæö er meö fögrum byggingum, litríkum gróöri og loftslagi, sem er meö því
dásamlegasta á jöröinni. Spennandi safariferö um frægustu villidýrasvæöi Af-
ríku — Amboseli og Tsavo, niöur aö strönd Indlandshafsins.
ÆVINTÝRAFERÐIR ÚTSÝNAR Á FJAR-
^MIV I LÆGA STAÐI — FERÐIR í ALGJÖRUM
WBk&i i SÉRFLOKKI
Land óviðjafnanlegrar____________
náttúrufeguröar og fjölbreytni við
miöbaug jaröar
Gisting:
Nairobi:
— Hótel Intercontinental
Mombasa:
Hótel Diani Reef
VERÐ KR. 69.500
Feróaáætlun:
Nairobi — 2 dagar — gisting og morgun-
verður
Safari — 5 dagar um Amboseli og Tsavo —
fullt faeöi.
Mombasa — 12 dagar — hálft fæöi
Aukagjald f. einbýli kr. 9.215
Viðbótarvika á Diani Reef kr. 9.300 (meö
hálfu fæðil
HEIMSREISU-
KLÚBBURINN
Feróaskrifstofan
UTSÝN
MT. Kilimanjaro
Tanzania
OMBASA
OIANI
r Austurstræti 17, símar 26611 — 23510