Morgunblaðið - 11.06.1985, Page 55

Morgunblaðið - 11.06.1985, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1985 55 Bruni í fjölbýlishúsi EF ELDUR er laus í íbúðinni eða næriggjandi íbúð hrópið þá ELD- UR og sjáið til þess að allir viti um eldinn. Forðist öngþveiti, verið róleg Hringið eftir slökkviliði. Sjáið til þess að allir komist út. Börn geta falið sig á hinum ótrúlegustu stöðum þegar þau eru hrædd. Athugið því á bak við stóla, í fataskápum, undir borðum, inni á baðherbergjum og fleiri stöð- um, ef börn eru í íbúðinni. Látið aðra íbúa hússins vita, jafnvel líka þá í næstu stigagöngum. I^okid eins mörgum hurðum og hægt er til að hefta útbreiðslu eldsins. Læsið þeim þó ekki. Lok- ið einnig gluggum til að hindra gegnumtrekk. Athugið að útidyr íbúða í nýlegum húsum eiga að geta hindrað útbreiðslu elds í a.m.k. 15 mínútur. Athugið að opna aldrei heitar hurðir, eldur- inn leynist á bak við þær. Notið aldrei lyftu ef kviknar í. Notið eldvarða stiga ef þess er kostur. Vegna þessa er mikilvægt að Lokið gluggum til að hindra gegn- umtrekk. baktröppur, neyðarútgangar og aðrir útgangar, sem nota má í neyðartilfellum, séu ekki faldir bak við ísskápa, pappakassa eða þess háttar. Þegar allir eru komn- ir út úr hinu brennandi húsnæði haldið þá kyrru fyrir úti og bíðið þar til slökkviliðið kemur. Haldið fjölskyldunni saman. Byrjið aldr- ei að leita að verðmætum munum ojs.frv. Ef þið hafið ekki möguleika á að komast út haldið þá kyrru fyrir í íbúðini. Lokið eins mörgum hurðum og hægt er til að hindra útbreiðslu eldsins. Læsið þeim þó ekki. Haldið fjölskyldunni saman í herbergi sem lengst frá eldin- um. Því fleiri dyr sem eru milli ykkar og eldsins þeim mun betra. Haldið reyk í skefjum með því að þétta op og rifur milli hurða og karma með blautum handklæðum eða samanvöðluð- um teppum. Reykurinn er í flest- um tilfellum hættulegri en hit- inn og eldurinn. Hann leitar upp á við og er mettaður eiturefnum. Haldið ykkur því eins nálægt gólfinu og hægt er. Athugið einnig að þið komist lengra með því að skríða áfram. Vekið athygli á ykkur með því að fara út á svalir eða út í glugga og kalla á hjálp. Ekki hoppa niður eða klifra út í hugaræsingi. f neyð- artilfellum getið þið látið ykkur síga niður eftir samanhnýttum lök- um eða kaðli ef þið eruð á 1. eða 2. hæð í húsinu. Ahugamenn um úrbætur í húsnæðismálum: Hvetja þingmenn til að beita sér fyrir frekari útbótum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi bréf sem áhugamenn um úrbætur í húsnæðismálum hafa sent öllum þingmönnum: „Kæri þingmaður. Nú líður að þinglokum. Það ligg- ur ljóst fyrir hvaða aðgerðum ríkisvaldið hyggst þegar beita sér fyrir í húsnæðismálum á yfir- standandi ári. Við getum lýst ánægju okkar með ýmsa þætti þessara aðgerða, einkum hvað varðar aukið fjármagn til Húsnæðisstofnunar og fyrirheit um uppstokkun á húsnæðiskerf- inu. Ennfremur fögnum við þeirri ákveðnu yfirlýsingu í verkefna- skrá ríkisstjórnarinnar að komið verði til móts við þá húsbyggjend- ur og íbúðakaupendur sem orðið hafa fyrir skakkaföllum af völdum misgengis launa og lánskjara á undanförnum árum, eins og segir í greinargerð með frumvarpi til laga um fjáröflun vegna húsnæð- ismála. Við leggjum sérstaka áherslu á, að þegar á næsta ári komi til framkvæmda þær leiðréttingar aftur í tímann sem nú eru gefin fyrirheit um. Hins vegar stendur vanleystur bráðavandi fjölda fólks sem bíður skjótrar úrlausnar. Þess vegna beinum við þeim ein- dregnu tilmælum til þín að þú beitir þér fyrir að gefinn verði kostur á almennri skuldbreytingu í bönkum og jafnframt verði framlengdur frestur til að sækja um viðbótarlán hjá Húsnæðis- stofnun. Þá verði settar skýrari reglur um þessa lánafyrirgreiðslu stofnunarinnar, sem sætt hefur verulegri gagnrýni. Þessar lausnir þola enga bið. Áhugamenn um úrbætur í húsnæð- ismálum." SAMA VERÐ UM LAND ALLT! Ef þú býrð utan Reykjavíkur og pantar í póstkröfu einhvern af eftirtöldum vara- hlutum, greiðum við pökkunarkostnað, akstur í Reykjavík og póstburðargjald hvert á land sem er. Þannig færð þú varahlutina á sama verði og viðskiptavinir í varahlutaverslun okkar í Reykjavík. Hringdu og pantaðu og við sendum arahlutina samdægurs. Varahlutir án flutningskostnaðar Kerti Platínur Kveikjulok Þurrkublöð Viftureimar Tímareimar Stýrisendar Spindilkúlur Styrishöggdeyfar Kúplingsdiskar Kúplingslegur Kúplingspressur Aurhlífar Höggdeyfar- aftan Höggdeyf ar - f raman • Bremsuklossar • Bremsuborðar • Bremsuslöngur • Loftsíur • Olíusíur • Bensínsíur • Flautur • Bensíndælur • Vatnsdælur VIDURKENND VARA MED ÁBYRGD ga (@) RAIMQE ROVER IhIheklahf Laugavegi 170-172 Sími 21240 Jltofgtiiiltffifrft Askriflarsimim er 83033

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.