Morgunblaðið - 11.06.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.06.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNl 1985 En flest er breytt Það eru nú meiri lætin út af þessari fegurðarsamkeppni, liggur við að keppnin sú skyggi á stórmál á borð við bjórmálið. Þannig komst ég ekki í vinnuna á hinum gráa mánudagsmorgni fyrir aldeilis kostulegum síma- þætti þar sem þeir morgunút- varpsmenn Önundur Björnsson og Guðmundur Árni Stefánsson í samfylgd tveggja kvennafram- boðskvenna lyftu tólinu og svör- uðu spurningum hlustenda varð- andi annarsvegar fegurðarsam- keppnina á Broadway (Breiðvangi = þýð.) og hinsvegar í sölum borg- arstjórnar. Ég hætti mér ekki frekar út í umræður um þetta við- kvæma deilumál Islendinga, en óhjákvæmilega hljóta þær deilur er hafa hér blossað upp að hreyfa við viðteknum hugmyndum manna um hvað sé fagurt í heimi hér. Það er til dæmis stór spurn- ing hvort unnt sé að móta svo fegurðarsmekk almennings á hverjum tíma, að sá er þykir fagur i augnablikinu þyki óiaglegur á morgun. í þessu sambandi má minna á að þegar Hugh Hefner hóf að birta reglulega í Playboy myndir af brjóstamiklum konum, þá greip um sig brjóstablásturs- æði meðal bandarískra kvenna. Sú kona þótti eigi lengur fögur er bar ekki belgi mikla við bringubein. Nú þykja slikar konur eigi lengur gjaldgengar í fegurðarsamkeppni. Hafiði annars nokkurntímann séð ljótt barn? Ég hef aldrei heyrt um slíkt, kannski vegna þess að þegar horft er á barn þá er það ekki vegið og metið samkvæmt ein- hverjum kvarða eða fegurðar- mælistiku. En þetta á máski eftir að breytast i kjölfar voldugri barnatískuhúsa. Hin þjóðin En mál er að linni umræðum um mál málanna á vordögum hinnar fyrstu árstíðar í öld Orwells. Eg hjó eftir því í fyrr- greindum símatíma þeirra morg- unútvarpsmanna að einn lands- byggðarbúinn var ekki par sáttur við þá staðreynd að öll athyglin beindist að því er gerðist í Reykja- vík, rétt einsog fegurðarmótin úti á landsbyggðinni skiptu engu máli. Gagnrýndi þessi ágæti mað- ur ríkisfjölmiðlana fyrir að sýna menningarlífi landsbyggðarinnar lítinn áhuga. Auðvitað hefði mátt sýna í sjónvarpinu frá fegurðar- mótunum úti á landsbyggðinni, en það er nú einu sinni svo að menn sjá gjarnan lítt fram fyrir tærnar á sér. Ég held persónulega að það verði engin stórvægileg breyting í þessu efni fyrr en landshluta- stöðvar útvarps og síðar sjónvarps hafa verið efldar. Við sjáum bara hvað hefir gerst á Ákureyrar- svæðinu í kjölfar RÚVAKSINS sem hefir verið byggt upp af myndarskap undir forystu hins margreynda útvarpsmanns Jónas- ar Jónassonar. Nú fylgist lands- lýður með því sem er að gerast á Ákureyrarsvæðinu til dæmis í at- vinnumálum og menningarmálum rétt einsog hljóðnemarnir séu staðsettir hér syðra. Ég er ekki viss um að allir geri sér Ijósa grein fyrir gildi RÚVAKSINS fyrir höf- uðborg Norðurlands. Með tilkomu þess breytist Akureyri úr fremur tíðindalitlum kaupfélagskaupstað í borg þar sem ágengir fjölmiðlar hvetja menn til átaka og nýsköp- unar. Friðhelgin er rofin en á móti kemur að: Nú má finna á Akureyri og við Eyjafjörð alla helztu þætti stórborgarsamfélagsins á Reykja- víkursvæðinu og á Suðurnesjum. Einsog segir í síðasta Reykjavík- urbréfi. Er ekki þörf á landshluta- stöðvum víðar? Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Umræðuþáttur um fegurðarsamkeppnir ■i Umræðuþáttur 05 í umsjá Einars — Arnar Stefáns- sonar, fréttamanns, verð- ur á dagskrá sjónvarpsins klukkan 22.05 í kvöld. Ein- ar sagðist ætla að taka fegurðarsamkeppnir fyrir í þættinum, en eins og fólk flest veit hafa þær löngum verið umdeildar. „Ætlunin er að fá fjóra í þáttinn til að taka þátt í umræðunum, tvo á móti fegurðarsamkeppnum og tvo með þeim. Verðir laganna — frumskógafár ■■ Bandaríski 15 framhalds- myndaflokkur- inn sívinsæli, „Verðir lag- anna“, er á dagskrá sjón- varps klukkan 21.15 og nefnist þátturinn í kvöld „Frumskógafár", og er þetta fyrri hlutinn. Þættir þessir snúast um lögreglustörf í stórborg vestur í Bandaríkjunum og hafa þeir hlotið mjög góða dóma þar vestra vegna þess hversu vel þeir taka á málunum: þættirn- ir eru taldir mjög raun- verulegir. I aðalhlutverkum eru Daniel J. Travanti, Veron- ica Hamel og Michael Conrad. Þýðandi er Bogi Arnar Finnbogason. Útvarp frá Alþingi ■i Útvarpað verð- 00 ur frá Alþingi í “1 kvöld klukkan 20.00 á rás 1. Almennar stjórnmálaumræður verða þá í sameinuðu þingi (eldhúsdagsumræð- ur). Umferðir verða tvær og fær hver þingflokkur til umráða 15 til 20 mínút- ur í fyrri umferð og 10 til 15 mínútur í hinni síðari. „Guðir og hetjur ■i Annar þáttur 25 ástralsk- “ svissneska myndaflokksins um guði og hetjur í grískura sögn- um er á dagskrá sjón- varpsins í kvöld klukkan 19.25. Alls verða þættir þessir sex talsins. Þátturinn er um grískar og rómverskar goðsagnir og með teikni- myndum eru raktar ýms- ar frægustu goðsagnirnar. Síðan eru kannaðar sögu- slóðir og lýst síðari tima rannsóknum á söguefn- inu. Þýðandi er Baldur Hólmgeirsson. „Kortagerð að fornu og nýju' ■■■■ „Kortagerð að OA40 fornu og nýju“ er heiti kanad- ískrar fræðslumyndar um í grískum sögnum“ landabréf. i myndinni er lýst aðferðum Forn- Grikkja og landkönnuða fyrri alda og síðan þeirri tækni sem nú er beitt, ljósmyndun úr lofti og tölvuvinnslu. Myndin sýnir hversu aðferðir fyrstu landkönn- uða, svo sem Christophers Columbus, Samuels de Champlain og Cooks skip- stjóra, eru mikilvægar í dag. Einnig er nákvæm- lega sýnt hvernig farið er að því að kortleggja staði. Þýðandi og þulur er Bogi Arnar Finnbogason. Seifur I æsku ÚTVARP ÞRIÐJUDAGUR 11. júní 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarp. 7.20 Leik- timi. Tilkynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Valdimars Gunnars- sonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorð: — Hróbjartur Arnason talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Börn eru besta fólk" eftir Stefán Jónsson. Þórunn Hjartardóttir les (15). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.45 „Man ég það sem löngu leið." Ragnheiður Viggós- dóttir sér um þáttinn. 11.15 I fórum mlnum. Umsjón: Inga Eydal (RÚVAK). 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13.30 Inn og út um gluggann. Umsjón: Sverrir Guðjónsson. 13.40 Tónleikar. 14.00 „Hákarlarnir" eftir Jens Björnebo. Dagný Kristjáns- dóttir þýddi. Kristján Jóhann Jónsson les (7). 14.30 Miödegistónleikar. a. „Draumar og ástriður" þáttur úr „Órahljómkvið- unni" eftir Hector Berlioz. Sinfóniuhljómsveitin I Chic- ago leikur: Georg Solt stjórn- ar. b. Sinfónla I C-dúr eftir Igor Stravinský. Suisse Rom- ande-hljómsveitin leikur; Charles Dutoit stjórnar. 15.15 Ut og suður. Endurtekinn 19.25 Guðir og hetjur I fornum sögnum Annar þáttur. Astralsk-svissneskur mynda- flokkur I sex þáttum um grlskar og rómverskar goð- sagnir. Þýðandi og þulur Baldur Hólmgeirsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá þáttur Friðriks Páls Jónsson- ar frá sunnudegi. 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Upptaktur. — Guð- mundur Benediktsson. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 „Sumar á Flambards- setri" eftir K.M. Peyton. Silja Aðalsteinsdóttir les þýðingu sína (4). 17.35 Tónleikar. 17.50 Siðdegisútvarp. — Sverrir Gauti Diego. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 11. júní 20.40 Kortagerð að fornu og nýju Kanadisk fræðslumynd um landabréf. I myndinni er lýst aðferðum Forn-Grikkja og landkönnuöa fyrri alda og slðan þeirri tækni sem nú er beitt. Ijósmyndun úr lofti og tölvuvinnslu. Þýðandi og þulur Bcy Arnar Finnbogason. 21.15 Verðir laganna 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Til- kynningar. Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Útvarp frá Alþingi. Almennar stjórnmálaumræð- ur I sameinuðu þingi (eld- húsdagsumræðurj. Umferðir verða tvær, og fær hver þingflokkur til umráöa 15—20 minútur I fyrri um- ferð og 10—15 mlnútur I hinni slðari. Veöurfregnir. Tónleikar. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Frumskógafár — fyrri hluti Bandarlskur framhalds- myndaflokkur um lögreglu- störf I stórborg. Aðalhlutverk: Daniel J. Trav- anti, Veronica Hamel og Michael Conrad. Þýðandi Bogi Arnar Finn- bogason. 22.05 Umræöuþáttur Umsjón: Einar örn Stefáns- son, fréttamaður. 23.00 Fréttir I dagskrárlok ÞRIÐJUDAGUR 11. júní 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Þorsteinn G. Gunnarsson. 14.00—15.00 Vagg og velta Létt lög leikin af hljómplöt- um. Stjórnandi: Glsli Sveinn Loftsson. 15.00—16.00 Með slnu lagi Lög leikin af Islenskum hljómplötum. Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00—17.00 Þjóðlagaþáttur Komið við vltt og breitt I heimi þjóðlagatónlistarinnar. Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 17.00—18.00 Frlstund Unglingaþáttur. Stjórnandi: Eðvarð Ingólfs- son. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. SJÓNVARP ÞRIÐJUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.