Morgunblaðið - 11.06.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1985
m
Davíð með laxinn sinn, 9 punda hrygnu.
pé |§i*
- *'*■
Morgunblaðið/OI.K.Mag.
3 úr Elliðaánum
fyrir hádegið
Davíð Oddsson borgarstjóri
fékk einn lax i Sjávarfossinum, 9
punda hrygnu, á maðk í gær-
morgun, nánar tiltekið klukkan
tvær mínútur yfir sjö. Davíð
missti annan fisk og Haukur
Pálmarsson rafmagnsstjóri
einnig og framan af morgninum
var það það eina sem veiðimenn
gátu státað af í aflabrögðum.
Síðla morguns sýndu þeir þau
hyggindi að leita laxins ofan
teljara, enda höfðu 90 laxar
„skráð“ sig í kistunni og voru
einhvers staðar þar efra. Hauk-
ur fann nokkra og veiddi tvo, 7
og 8 punda, í Þrepunum. Tals-
verður lax er genginn í árnar og
kom nokkuð á óvart hversu fáir
laxar veiddust i opnuninni að
þessu sinni með hliðsjón af því.
Minkur hefur verið að spóka sig
að kvöldlagi, synt um Breiðuna
fyrir neðan gömlu brú og laxar
hafa sést forða sér hver um ann-
an þveran undan þeim vágesti.
Þá hafa vakið athygli nokkrir
hoplaxar sem hafa verið heldur
seinir á sér niður úr ánni eftir að
hafa sýnt það þrek að lifa vetur-
inn af. Þeir hafa haldið til við
teljaragrindina síðustu vikurn-
Jón Sveinsson á harðahlaupum ásamt aðstoðarmanni á eftir sprækum laxi í Kjósinni.
Morgun blaðiö/gg.
ar, það er ekkert til ráða fyrir
þá, lengra komast þeir ekki,
þökk sé mannshöndinni. Sýnist
lítið verk að ná þessum löxum og
sleppa þeim niður fyrir grind, en
verði ekkert að gert munu þessir
þrekmiklu laxar bera beinin
þarna.
Þokkalegt í Kjósinni
„Þetta hefði svo sem getað
gengið betur ef skoðað er í heild,
en verður samt að teljast ágætt.
Það komu 9 laxar á land fyrir
hádegið, allir 8—12 punda utan
einn 14 punda sem ég veiddi
sjálfur frammi f Pokafossi.
Hann var með halalús þótt langt
væri kominn. Ég sá eitthvað af
fiski þarna í Fossinum, en varð
ekki meira var. Þá veiddist líka
einn lax í Bugðu, Garðar H.
Svavarsson veiddi hann á flugu,“
sagði Karl Björnsson i veiðihús-
inu i Kjósinni í gærdag.
Veiðimenn sáu nokkuð af laxi,
mest niður frá Laxfossi og þar
veiddust flestir laxarnir. Ymsir
töldu að betur hefði getað gengið
ef ekki hefði verið kalt um nótt-
ina og um morguninn. Sæmilegt
vatn er i ánni, ekki mjög lftið
eins og viða, ekki þannig að
veiðimenn telji laxinn setja slfkt
fyrir sig.
Hallgrímur Dalberg með tvo væna úr Laxfossinum
sem sést í baksýn.
Arni Þorvaldarson með tvo fallega laxa úr Laxá I
Kjós.
„Ekki nógu margir“
í Laxá í Þing.
„Ég kíkti niður á Bjarg til
þeirra og skoðaði aflann," sagði
Þórður Pétursson leiðsögumaður
og veiðivörður við Laxá í Aðaldal
í samtali við Mbl. í gær og bætti
síðan við: „Nei, það var ekki mik-
ill afli, þeir voru ekki nógu
margir laxarnir, en betra þó en
ekki neitt. Þeir fengu 5 laxa fyrir
hádegið, 7—11 punda. Allt grá-
lúsugir fiskar. Þeir fengu einn á
Breiðunni, einn í Miðfossi og
hina í Kistukvísl. Þeir misstu
auk þess tvo fiska í Kvíslinni og
urðu tveggja annarra varir.“
Þórður sagði að lax hefði sést i
Bjargstreng fyrir nokkru og
væri eigi óhugsandi að lax væri
kominn eitthvað fram í ána.
Veitt var á eina stöng á Mjó-
sundum og varð hún eigi laxa
vör, hins vegar veiddust þar 9
fallegar bleikjur. Þórður sagði
ána með allra minnsta móti,
„enda snjóaði aldrei neitt í vet-
ur“.
Veiði er einnig hafin á sil-
ungssvæðunum i Laxárdal og í
Mývatnssveit. Þórður sagðist
hafa heyrt góðar fréttir af fyrr-
nefnda svæðinu, hitt tvo kappa
sem höfðu veitt 40 væna urriða
frá því eftir hádegi á föstudag og
fram yfir helgi. Einnig höfðu
veiðst 12 bleikjur, upp í 3 pund
hver, en það er óvenjulegt á
þessum slóðum.
Dauft í Borgarfirði
Léleg veiði hefur verið í Norð-
urá svo ekki sé meira sagt, þar
voru á hádegi í gær komnir um
25 laxar á land og hafði hópur-
inn sem lauk veiðum varla séð
fisk og voru þó á ferðinni þaul-
vanar aflaklær og má nefna þá
feðga Kristján Sigurmundsson
og Snæbjörn Kristjánsson.
Halldór Vilhjálmsson í veiði-
húsinu við Þverá sagði 47 laxa
vera komna á land er Mbl. sló á
þráðinn í gærdag, veiðin hefði
verið róleg en þó sæist svolítið af
fiski hér og þar og lúsugir fiskar
veiddust jafnt og þétt. Mest hafa
Kirkjustrengur og Kaðalstaða-
hylur gefið. Stærsti laxinn var
18 pund en í fyrrakvöld var einn
16 punda dreginn á þurrt. Lax-
inn í Þverá er rokvænn. Þá sagði
Halldór 7 laxa hafa verið komna
á land úr Kjarrá í fyrrakvöld og
sæju menn heldur lítið líf { ánni.
Farandsýning hjá
Pósti og síma
Blönduós:
Nýtt skip
bættist
í flotann
Blonduósi, 10. júní.
FISKISKIPAFLOTI Blönduósinga
stækkaði allverulega á sunnudaginn
þegar Gissur hvíti, 165 lesta stálbát-
ur, kom til heimahafnar. Það er út-
gerðarfyrirtækið Særún hf. sem
keypti bátinn frá Hornafirði fyrir 36
milijónir króna. Fyrir voru í eigu
Særúnar hf. bátarnir Nökkvi, 30
lestir, og Sæborg, 66 lestir. Ætlunin
er að Gissur hvíti stundi úthafs-
rækjuveiðar fyrst um sinn. Skipstjóri
á Gissuri hvíta er Ásgeir Blöndal.
Með tilkomu þessa báts er unnt
að veita um 40 manns atvinnu en
áður hafa um 30 manns haft at-
vinnu af rækju- og hörpuskels-
vinnslu hjá Særúnu hf. Sá galli er
hins vegar á gjöf Njarðar að hafn-
araðstaða á Blönduósi er afar
slæm og þurfa Blönduósingar að
landa aflanum f nágrannabyggða-
lögunum. Vegna þessa er hafin
undirskriftasöfnun þar sem skor-
að er á hreppsfélagið að leggja
meira fjármagn i höfnina. Þess
skal og getið að Særún hf. tók ný-
lega í notkun 200 fermetra viðbót-
arhúsnæði, sem bætir mjög alla
aðstöðu við vinnslu rækjunnar og
skelfisksins. Framkvæmdastjóri
Særúnar hf. er Kári Snorrason.
„SÍMABÚNAÐUR ’85“
nefnist farandsýning sem
Póst- og símamálastofnunin
gengst fyrir um þessar mund-
ir.
Á sýningu þessari geta
viðskiptavinir kynnt sér fjar-
skiptatækni og búnað sem
Póst- og símamálastofnunin
hefur til sölu. Viðskiptavinum
gefst kostur á að prófa tækin.
Á sýningunni eru gefnar
upplýsingar um hið nýja tölvu-
net sem tekið verður í notkun
síðari hluta árs.
Ennfremur er kynnt bíla-
símakerfi. Sjálfvirk bílasíma-
þjónusta hefst á næsta ári.
Sýningin er farandsýning.
Sýnt verður næst í Vestmanna-
eyjum laugardaginn 15. júní og
í Stykkishólmi laugardaginn
22. júní.
(flr fréttatilkynningu.)
Fróóleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
inftargtmMitfcifr