Morgunblaðið - 11.06.1985, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 11.06.1985, Qupperneq 46
46 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1985 Það eru alltaf jólin Kjá okkur Okkur tókst aö útvega 56 stk. í viöbót af hinum frábæru hvítu Electrolux BW 200 uppþvotta- vélum á aöeins kr. 26.096.- stgr. Vorumarkaöurinn hl.[ Heimilistækiadeild. Ármúla 1a. sími 686117. TUDOR RAFGEYMAR - 1 ísetning inncinhúss u mixxlsmen n um land allt TUDOR umboðið Laugaveg 180 - sími 84160 Já —þessir meö 9 lif! Skákmótið í Vestmannaeyjum: Hart barist á mörgum vígstöðvum Skák Margeir Pétursson BANDARÍSKI stórmeistarinn William Lombardy setti heldur betur strik í reikninginn á laug- ardaginn þegar hann mætti ekki til leiks í skák sína við Jóhann Hjartarson og tapaði því á tíma. Lombardy hafði ákveðið að hætta keppni á mótinu, þar eð hann taldi skákstjórana á mótinu hafa beitt sig órétti. Hann hafði þó ekki fyrir því að tilkynna þessa ákvörðun sína og héldu menn að hann hefði gleymt að hann ætti að tefla, eða villst á göngu úti í hrauni. Því var hafin leit að Lombardy, sem lög- reglan í Vestmannaeyjum tók þátt í. Leitin stóð þó ekki lengi, því eft- ir að fregnin flaug um bæinn barst iögreglunni fljótlega til- kynning um að Lombardy sæti í setustofu eins gistihússins í bæn- um, önnum kafinn við að skrifa mótsstjórninni mótmælabréf. Aðspurður sagði Lombardy að keppendur, sem horfðu á æsi- spennandi skák hans við Ingvar Asmundsson í áttundu umferð, hefðu truflað sig og ekkert mark verið tekið á kvörtun hans til skákstjóranna. Sævar Bjarnason, aðstoðarskákstjóri, sagði hins vegar að hvorki hann né nokkur keppendi hefði staðið of nærri borði Lombardys og ef einhver hefði orðið fyrir truflun þá hafi það verið Ingvar, því Lombardy hafi farið að reka áhorfendurna frá borðinu með látum, í umhugs- unartíma andstæðingsins. í níundu umferð tefldi Lomb- ardy eins og ekkert hefði í skorist, en er biðskák hans við Ingvar var tefld áfram sl. fimmtudagskvöld og á föstudaginn, þegar aðrir keppendur áttu frí, sat einungis annar keppandinn við borðið í einu. Síðan, þegar skákin fór í bið í þriðja sinn, hafði verið leikið 105 ieikjum og staða Lombardys gjör- töpuð. Daginn eftir mætti hann síðan hvorki í 10. umferð gegn Jó- hanni, né til að halda áfram bið- skákinni við Ingvar. Flestir bjuggust við að Lom- bardy myndi halda til síns heima eftir þetta, en eftir langt símtal við Jóhann Þóri Jónsson móts- stjóra, skipti hann um skoðun og tilkynnti að hann myndi tefla dag- inn eftir. Þeir sem hneykslaðastir voru á framkomu Bandaríkjamannsins voru hinir erlendu keppendurnir. Þeir Short og Tisdall sendu bréf til mótstjórnarinnar og kröfðust þess að Lombardy yrði vísað úr mótinu, en Guðmundur Arnlaugs- son, yfirdómari, taldi að slík viðbrögð myndu gera illt verra og mun Lombardy því væntanlega tefla mótið á enda. Þess má að lokum geta að þó Jóhann Hjartarson hafi þarna fengið ókeypis vinning á kostnað Lombardys, reiknast ótefldar skákir ekki með til stórmeistara- áfanga og á Jóhann nú litla eða enda möguleika á að ná því tak- marki sínu. Úrslitin um helgina: 10. umferð: Jóhann — Lombardy 1—0 Björn — Bragi 'k — 'h Short — Plaskett 0—1 Jón — Helgi 'h-'h Ásgeir — Guðmundur 'k — 'h Karl — Lein 'k-'k Tisdall — Ingvar 'k — 'k 11. umferð Helgi — Karl 'k-'k Lombardy — Jón 'k — 'k Jóhann — Tisdall 'k — 'k Plaskett — Ingvar 1—0 Bragi — Short 0—1 Lein — Ásgeir 1—0 Guðmundur — Björn 1—0 Lombardy hætti við að hætta í mót- inu. Heilladísirnar hafa nú loksins tekið Plaskett í sátt. Ingvar féll á tíma gegn honum í betri stöðu, vegna þess að hann hafði skrifað skákina vitlaust niður og ranglega talið að tímamörkunum væri náð. Eftir að hafa tapað sjö fyrstu skákunum, hefur Plaskett nú unn- ið fjórar í röð. Staðan eftir 11 umferðir: 1. Lein 8'k v. 2. -3. Helgi og Jóhann 7'k v. 4. Guðmundur 7 v. 5. -6. Jón og Karl 6'k v. 7. Short 6 v. og biðskák 8. Lombardy 6v. 9. Tisdall 5'k v. 10. Plaskett 4 11. Ingvar 3'k v. og biðskák 12. Ásgeir 3'k v. 13. Bragi 2'k v. 14. Björn l'k v. Lítum nú á lengstu skák mót- sins, sem væntanlega verður einn ig sú sögulegasta: Hvítt: Ingvar Ásmundsson Svart: William Lombardy Pirc vörn 1. e4—g6, 2. d4—Bg7, 3. Rf3—d6, 4. Be2—Rf6, 5. Rc3—0—0, 6. 0—0—c6, 7. h3—Dc7, 8. Be—e5, 9. dxe5—dxe5, 10. a4—Rh5, 11. Bc4—Rf4,12. Dbl? Furðurlegur leikur. Svartur hrifsar nú til sín frumkvæðið. De7, 13. a5—Df6, 14. g3!? Rxh3+, 15. Kg2—h5? Hvítur fórnaði h3 peöinu með það fyrir augum að koma Rh3 í vandræði, en sú áætlun hefði mis- heppnast ef svartur hefði leikið 15 ... Bg4 og ef 16. Rh2 þá Rg5! 17. Rxg4—Df3+, 16. Dcl—Bg4, 17. Be2—Rd7, 18. Hhl—g5, 19. Rxg5—Bxe2 20. Hxh3?! Hvítur hefði staðið mun betur eftir 20. Rxe2. —Bg4, 21. Hh4—Bh6, 22. Hxg4?!—hxg4, 23. Ddl—Bxg5, 24. Dg4—Dg6, 25. Bxg5—f6! Svartur fær nú mjög öfluga gagnsókn, en það var farið að sax- ast ískyggilega á tímann hjá báð- um og taflmennskan fram í 40. leik geldur fyrir það. 26. Dxd7—fxg5, 27. Dxb7-Df6, 28. Db3+—Kg7, 29. Rdl—Had8, 30. I)e3—g4? Kæruleysislegur afleikur. Lombardy hefur ofmetið sóknar- færi sín, eða gleymt peðinu á a7. Svartur hefur betur eftir 30 ... Hf7. 31. Dxa7+—Hf7, 32. De3—Dg6, 33. a6—Dh5, 34. Kfl!— Hd4? 35. Ke2, 35. a7!, var einnig mögulegt, því hvítur lifir af eftir 35 .... Dhl+, 36. Ke2—Hxe4, 37. a8=D —Hf3. 36. a7!—Hxe3+, 37. Rxe3—Hd8, 38. a8=D—Hxa8, 39. Hxa8—Dhl, 40. Ha7+—Kg6, 41. Ha4. Biðleikur hvíts. Nú er komin upp afar lærdómsrík staða, sem er líklega unnin fyrir hvít, þó úr- vinnslan hljóti að taka langan tíma. Ingvar vandar mjög til hennar og nú hefjast 8 klukku- stunda og 66 leikja andlegar pynt- ingar: Df3+, 42. Kel—Dhl+, 43. Ke2—Df3+, 44. Kel—Dhl+, 45. Kd2—DÍ3, 46. Rdl-Kf7, 47. Hc4—Df6, 48. Kel—Df3, 49. b3— Ke7, 50. Rb2—Dhl+, 51. Ke2— DÍ3+, 52. Kel—Dhl+, 53. Kd2— Dh6+, 54. Ke2—Dhl, 55. Rd3— Kd6, 56. Kd2—I)h6+, 57. Kc3— Dhl, 58. Kb2—Dg2, 59. Ka2-Dhl, 60. Kb2—Dg2. 61. Hc5!. Loksins telur Ingvar sig hafa bætt stöðuna nægjanlega og lætur til skarar skríða. Dxe4, 62. Hxe5-Dd4+, 63. Kcl—Dal+, 64. Kd2—Dd4, 65. Hc5—Kc7, 66. Hc4-Dd7, 67. Kcl—Df5, 68. Hf4—De6, 69. Rb2!. Hvítur hefur valið sér fyrsta fórnarlambið, þ.e. peðið á g4. Dh6, 70. Rc4—Dhl+, 71. Kd2—Dd5+, 72. Ke2—De6+, 73. Re3—Kb6, 74. Hxg4—Kb5, 75. Hh4—De8, 76. Kf3—Df7+, 77. Kg2—De8, 78. Kf3-Df7+, 79. Hf4—Dh5+, 80. Kg2—De8, 81. g4—c5, 82. Hc4—De5, 83. Kf3— Df6+, 84. Ke2—De7, 85. Hf4—De5, 86. Kf3—De7, 87. Hf5—Db7+, 88. Kg3—Dc7+, 89. Kf3—Dh7, 90. g5—Kb4, 91. Hf4+—Kc3, 92. Hg4!—Kd2, 93. g6—Db7+, 94. Kg3—Db8+, 95. Kg2—Da8+, 96. Kgl—Dal+, 97. Kh2—Dh8+, 98. Kg3—Db8+, 99. Kh4—Dh8+, 100. Kg5—Dd8+, 101. Kf5—Df8+, 102. Ke6—De8+, 103. Kd5—Dd7+, 104. Kxc5—Dc7+, 105. Kd5 og Lom- bardy féll á tíma. Það undrar áreiðanlega engan að þessi með- ferð hafi farið í fínustu taugar Bandaríkjamannsins, sérstaklega eftir það sem á undan var gengið, en það verða allir að kunna að tapa. Að lokum vil ég þakka setjurum Morgunblaðsins því það er ekkert smáræðis verk að setja 105 leikja skák.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.