Morgunblaðið - 11.06.1985, Page 53

Morgunblaðið - 11.06.1985, Page 53
eftir að Helgi hætti á sjónum og var hann henni hjálplegur með ýmsar útréttingar. En svo veiktist Helgi og varð þá Hildur að hætta með verslunina, sem ég veit að henni þótti miður. En hvað skal gera þegar veik- indi steðja að. Hildur annaðist mann sinn af mikilli alúð, bæði heima og þegar hann var á sjúkra- húsum. Helgi lést 8. maí 1978. Eftir að Hildur missti mann sinn kenndi hún töluvert hannyrð- ir heima hjá sér. Hilmar, sonur hennar, hefur verið til heimilis hjá henni þegar hann er í landi. Hildur var alltaf ungleg, kvik á fæti og vel á sig komin, skemmti- leg og greind í besta lagi. Hún var farin að missa sjón, svo hún gat ekki með góðu móti lesið eða unnið handavinnu. Voru það henni eðlilega mikil vonbrigði. En við sem eldumst verðum að sætta okkur við að missa eitthvað af því, sem okkur var gefið í upphafi. Hildur fékk hjartaáfall í mars í vetur, en komst á fætur og dvaldi eftir það mest á heimili dóttur sinnar og tengdasonar í góðu yfir- læti. Fékk hún svo aftur áfall 31. maí og var þar með hennar jarðneska lífi lokið. Blessuð sé minning hennar. Ég sendi ykkur, börnum hennar, tengdasyni, barnabörnum, Mar- gréti, fóstursystur hennar, og öðr- um ættingjum innilegar samúðar- kveðjur. ^ Friður sé mfeð hinni látnu. Ásta li. Björnsdóttir Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum; þú smyr höfuð mitt með olíu; bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla æfidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa æfi. (Davíðssálmur) Látin er nú frábær amma, fórn- fús móðir og mikil hannyrðakona. Hún fæddist í Björnsbæ í Ána- naustum 17. júlí 1908. Foreldrar hennar voru hjónin Þórdís Sigur- laug Benónýsdóttir og Jón Jóns- son. Amma var yngst af stórum systkinahópi, eftirlifandi er fóst- ursystirin Anna Margrét Carlson. Amma var tvígift og seinni maður hennar var afi okkar, Helgi Kjartansson skipstjóri, sem lést fyrir sjö árum. Amma var þekkt hannyrðakona og hélt hún nokkrar sýningar á verkum sínum. Einnig kenndi hún útsaum í Reykjavík og út um land. Amma var einnig unnandi kvæða og klassískrar tónlistar og spilaði hún oft á píanóið fyrir okkur systkinin. Hún kunni ógrynni kvæða og málshátta og var með afbrigðum orðheppin. Sögurnar sem hún amma sagði okkur fyrir svefninn voru orðnar margar. Seinna tók hún okkur með upp i sumarbústað kvenfélags Öldunn- ar, þar sem við skemmtum okkur vel og áttum saman góðar stundir. Amma var líka matreiðslusnill- ingur, hafði hún gaman af því að gefa okkur að borða og þá sér- staklega vöfflurnar sem hún var sérfræðingur í að baka. Ekki er hægt að minnast ömmu án þess að nefna hann afa. Afi var skipstjóri á togurum og því oftast til sjós. Hann var góður drengur hann afi og virtur og vel látinn skipstjóri. Hann andaðist eftir langa og erfiða sjúkralegu aðeins 64 ára gamall. Við systkinin munum alltaf varðveita minningu þeirra innra með okkur, hjálpsöm og góð voru þau alla tíð. Við þökkum þeim all- ar samverustundirnar og óskum þeim blessunar Guðs. Dótturbörnin, Hildur og Helgi. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1985 53 Jón Gunnar Kristins- son (Billy) - Minning Fæddur 12. mars 1932 Dáinn 3. júní 1985 Ekki grunaði mig, að ég væri að kveðja vin minn í hinzta sinn er við kvöddumst á Sjómannadaginn hinn 2. júní sl., að hann yrði allur tæpum degi síðar. Hann lézt að morgni 3. júní. Þetta sýnir glöggt hve skammt er milli lífs og dauða og nauðsyn þess að kveðjast vel hverju sinni, því enginn veit hve- nær feigðin kallar. Bálför hans verður gerð í dag. Billý, eins og hann var alltaf kallaður af okkur vinum hans, var fæddur í Reykjavík hinn 12. marz 1932, Reykjavíkurbarn í húð og hár. Foreldrar hans voru þau hjónin Einara A. Jónsdóttir, saumakennari og kjólameistari og eiginmaður hennar, Kristinn Helgason. Einara lifir son sinn, öldruð móðir og rúmföst á Landa- kotsspítala, og er harmur hennar og söknuður mikill. Föður sinn missti Billý á barnsaldri og var alinn upp hjá móður sinni og síðar einnig fóstra sínum, Hirti Krist- mundssyni f.v. skólastjóra Breiða- gerðisskóla, en þau Einara og Hjörtur giftust og bjuggu lengst af á æskuheimili Billýs, Skóla- vörðustíg 21 í Reýkjavík. Kynni okkar Billýs hðfust innan við fermingaraldur í Láugarnes- skóla, og tókst strax með okkur vinátta sem hélzt til hins síðasta dags þótt leiðir skildu um tíma vegna skólagöngu og vinnu. Ég átti þvi láni að fagna að fá að kynnast heimili og gestrisni hús- ráðenda á Skólavörðustígnum, og á góðar minningar þar um. Með Billý og Hirti tókst mikil vinátta, sem entist aila tíð unz Hjörtur féll frá, 17. júní 1983, og var hann öll- um harmdauði. Hjörtur var ákaf- lega mikill íslenzkufræðingur, bæði í nýjum og fornum þók- menntum og skáldskap, enda vel hagmæltur sjálfur. Alla þessa þekkingu og speki drakk Billý í sig frá unga aldri og varð nákunnugur íslenzkum bókmenntum og skáldskap, sér- staklega íslendingasögunum, sem voru honum svo kærar og í þær vitnaði hann alltaf og hafði á hraðbergi orðréttar tilvitnanir af mönnum og atvikum, kryddaðar vísum og kvæðum. Sögurnar og at- burðirnir gerð svo augljós, sem skeð hefðu í gær. Árið 1957 gekk Billý að eiga fai- lega og glæsilega konu, Sigríði E. Þórðardóttur frá Vík í Mýrdal, og eignuðust þau 3 börn saman, Ein- ar Kristin, Guðna Þór og Ingi- björgu Völu. Einn son átti Billý áður, Hjört Magnús. Allt eru þetta myndarleg og efniieg börn, og er harmur þeirra og barnabarnanna sár. Þau Sigríður og Billý siitu samvistir fyrir fáum árum síðan. Biliý hóf ungur störf hj4,Slipp- félaginu í Reykjavík, og var yfir- maður hans þar hinn kunaí skip- stjóri og kempa, Karl Guðmunds- son deildarstjóri timburverzlunar- innar. Síðar tók Billý við starfi hans, og vann hann alls u.þ.b. 30 ár hjá Slippfélaginu, unz hann varð að hætta vegna veikinda. SVAR MITT eftir Billy (íraham Ég er kristinn æskumaður. Mig langar til að vitna fyrir öðru æskufólki. Ég er kvíöinn, þegar ég hugsa um framtíð kynslóðar minnar. Þú ert ríkur að reynslu. Hvaða ráð viltu gefa mér? Ég gleðst yfir að lesa, að þú vilt ávinna ungt fólk fyrir Jesúm Krist. Ég hef líka kynnzt þessu hungri meðal æskufólks og verð þess var í æ ríkara mæli. Það er eftirtektarvert, að meirihluti þeirra, sem sækja sam- komur í herferðum okkar, er einmitt ungt fólk, og flestir, sem taka ákvörðun um að ganga Guði á hönd eru yngri en 25 ára. En snúum okkur að spurningu þinni. Ég hef komizt að þeirri niðurstöðu, að bezta aðferðin til að ná til unglinga nú á dögum sé að tala opinskátt og málefnalega um afstöðu þeirra til Guðs. Þeir kæra sig ekki um málskrúð eða guðfræðilegt tal. Þeir kunna líka vel að meta, þegar kristnir menn eru vel að sér í Biblíunni og rökstyðja vitnisburð sin með tilvitnunum úr heilagri ritningu. Væri ekki gleðilegt, ef þú gætir stofnað Biblíulestrar- hóp í skólanum þínum? Þú gætir kallað saman ungt fólk, sem er sama sinnis. Þarna gæti þér gefizt gott tækifæri til að vitna um hjálpræði Guðs. Láttu samverustundirn- ar vera ánægjulegar og markvissar. Þú skalt bjoða með þér öðrum trúuðum, kristnum æskumönnum. Syngið mikið. Enumframt allt: Rannsak- ið Biblíuna sameiginlega. Orð Guðs er áhrifamikið. Já, það er þrungið krafti. — En minnztu þess, að bezti vitnisburðurinn er lífernið. Hugsaðu um það! Tökum að okkur að rétta og tagfæra legsteina í kirkjugörðum. | S.HELGASOK HF STEINSMKMA SKEMMUVEGl 48 SÍMI ?0657 Hvert veikindaáfallið rak ann- að, líkamskraftar hans létu undan smátt og smátt, en andlegur kraft- ur jafnvel efldist og voru allir sem furðu lostnir yfir hinum mikla krafti, sem hann miðlaði öðrum í ríkum mæli, jafnt sjúkum sem heilbrigðum. Æðruleysi og trú á annað líf eftir dauðann var hans aðal, ásamt kímninni, þessari makalausu hnitmiðuðu og giettnu kímni. Hinn 3. marz sl. var stór dagur fyrir Billý, er hann réðst í það stórvirki að flytja eftir nær árs- dvöl á sjúkrahúsum, bundinn hjólastól og þjáður, í húsnæði móður sinnar að Þórsgötu 21, komast í bækur og menningarleg- ar minjar, bókasafn fóstra síns. Þetta var erfitt, en andlegur kraftur hans jókst samt með ánægju og gleði. Sverrir konungur var kominn heim í ríki sitt, og mánuði síðar, á skírdag hélt hann vinum sínum hóf eitt mikið og glæsilegt. Þar veitti höfðingi glæsilega og var reisn hans og andlegur styrkur aðdáanlegur. Hann fann feigð sína nálgast. Ég veit, að koma hans til fyrir- heitna landsins hefur verið með glæsibrag. Ég veit að ég mæli fyrir hönd allra vina og vandamanna, og færi alúðarþakkir öllum þeim sem stunduðu hann í erfiðum veikind- um, hjúkruðu honum og önnuðust um hann af stakri natni. Ég votta honum Einöru minni elskulegri, öllum börnunum, ættingjum og venzlafólki innilega samúð við fráfall góðs drengs. Blessuð sé minning hans. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr it sama; en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. (Hávamál) Ólafur H. Jónsson HAG&TÆr/ VERB i Viðskiptavinir Heklu! Við bendum á hagstætt verð á Bremsuklossum. Komið og gerið góð kaup. Bremsuklossar í: Verðkr.: Golf ...................... 350 Jetta ..................... 350 Passat .................... 360 Colt ...................... 360 Lancer..................... 350 Galant .................... 355 Pajero .................... 550 RangeRoverfr............... 610 Range Rover aft.............490 VIÐURKENND VARA rje MEÐ ÁBYRGÐ VISA SAMA VERÐ UM LAND ALLT! RANGE RGVER [mIheklahf '' Laugavegi 170 -172 Sími 212 40

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.