Morgunblaðið - 11.06.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR11. JÚNÍ1985
verið í huga sjóslysið sem varð 7.
september 1983, þegar bræðurn-
ir Þórður og Sigfús Markússynir
fórust. Vigfús segist einnig vilja
minnast með þakklæti forystu-
manna Slysavarnafélags Eyrar-
bakka, þeirra Guðlaugs Eggerts-
sonar, Gróu Jakobsdóttur og
Gests Sigfússonar fyrir fórnfúst
starf og áhuga að slysavarna-
málum á Eyrarbakka. „Megi
slíkur áhugi og ósérhlífni jafnan
verða fyrir hendi meðal Eyr-
bekkinga og þjóðarinnar allrar,"
segir Vigfús í gjafabréfi sínu til
björgunarsveitarinnar.
Styttan stendur fram undan
Einarshöfn á lóð Vesturbúðar
við hlið líkans af húsum Lefolii-
verslunarinnar en Vigfús gerði
það líkan einnig. Vigfús hefur
haldið skrá yfir alla vélbáta sem
gerðir hafa verið út frá Eyrar-
bakka og í skrá hans kemur m.a.
fram, að um 30 manns hafa far-
ist á vélbátum frá Eyrarbakka,
þar af tveir bátar með fullri
áhöfn.
Vigfús sagði hugmyndina að
styttunni hafa vaknað í fyrra-
sumar. „Mig langaði að gera eft-
irlíkingu af sjómanni í skinn-
klæðum, þessum gömlu sjóklæð-
um. Ég man eftir þessu, þó ég
færi aldrei í þau sjálfur," sagði
Vigfús í stuttu samtali um tilurð
styttunnar.
—Sig. Jons.
Frá friðar-
hreyfingu
íslenskra
kvenna
Morgunblaðinu hefur borist eftir-
farandi fréttatilkynning frá Frið-
arhreyfingu íslenskra kvenna:
Landsfundur Friðarhreyfingar
íslenskra kvenna var haldinn
laugardaginn 1. júní í Hamra-
görðum í Reykjavík.
Á fundinum var m.a. samþykkt
eftirfarandi ályktun:
„Landsfundur Friðarhreyfingar
íslenskra kvenna, haldinn 1. júní
1985, fagnar þeirri samstöðu sem
náðst hefur á Alþingi um afstöðu
fslendinga til afvopnunarmála.
Sérstaklega fagnar fundurinn
þeirri afstöðu Alþingis að aldrei
skuli leyfð kjarnorkuvopn á fs-
landi.
Fundurinn vekur athygli á
þeirri undirskriftasöfnun ís-
lenskra kvenna undir friðarávarp,
sem fram fer nú í júní. Heitir
fundurinn á íslenskar konur að
taka þessu vel, sýna hvers þær eru
megnugar og hver sé þeirra vilji í
þessu brýna hagsmunamáli alls
mannkyns.
Markmiðið er að fá undirskrift-
ir allra íslenskra kvenna, 18 ára og
eldri, þó yngri konur séu að sjálf-
sögðu velkomnar með. Listarnir
verða afhentir á Kvennaráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna í Nairobi i
júlí og afrit sent ríkisstjórn fs-
lands.“
LAITU ÞAÐ F.KKI HENDA ÞIG
AÐ SJÁ EKKISKÓGINN
rvnm xuiÁlVf
r i tvltv 1 IvJ/VlVi
- AÐALATRIÐIÐ ER, AÐ FLUGLEIÐIR BJÓÐA SÉRSTÖK FARGJÖLD
Á VILDARKJÖRUM FYRIR FJÖLSKYLDUR, UNGA, ALDNA
OG ÖRYRKJA. PU SKALT KANNA VEL HVAÐ
FLUGLEIÐIR GETA BOÐIÐ ÞÉR.
Fjölskyldufargjald
Forsvarsmaður greiðir fullt fargjald. Maki og böm á
aldrinum 12-20 ára greiða 50%, en 2-11 ára börn ein-
ungis 25%. - Gildir til allra áfangastaða Flugleiða
innanlands, í allt að 30 daga.
APEX
Veitturer40% afsláttur af fullu fargjaldi. Börn innan
12 ára aldurs greiða helmingi minna. Bóka þarf með
7 daga fyrirvara. Gildir til allra áfangastaða Flugleiða
innanlands. Gildistími 21 dagur.
12-18 ára fá 30% afslátt af fullu
fargjaldi. - Gildir til allra áfangastaða Flugleiða
1. maí til 10. júnf og 20. ágúst til 30. september.
þeim sem kjósa frekar að fljúga
umhverfis landið en aka hringveginn. Viðkomustaðir
eru Reykjavík, ísafjörður, Akureyri, Egilsstaðir,
Hornafjörður, Reykjavík. Verðið er ákveðið á hverju
vori. - Gildir á tímabilinu 1. maí til 30. september, í
30 daga lengst.
Aldraöir
Aldraðir fá 50% afslátt af fullu fargjaldi þriðjudaga,
miðvikudaga og laugardaga. - Gildir til allra áfanga-
staða innanlands, í allt að 60 daga.
Þeir sem eru 75% öryrkjar eða meira fá 25% afslátt
af fullu fargjaldi. Framvísa þarf öryrkjaskírteini. -
Gildir til allra áfangastaða innanlands alla daga vikunn-
ar, nema föstudaga og sunnudaga.
HOPP
Óbókaðir farþegar eiga kost á 50% fargjaldi á leiðinni
Reykjavík - Akureyri - Reykjavík, þegar sæti eru laus.
Taka þarf afgreiðslunúmer á flugvelli klukkustund fyrir
brottför. - Gildir til Akureyrar á þriðjUdags-, fimmtu-
dags- og laugardagskvöldum. Frá Akureyri á mánu-
dags-, miðvikudags- og föstudagsmorgnum.
mmm*
Sérstök fargjöld eru í boði fyrir farþega á leið í eða
úr millilandaflugi. Fargjöldin eru mismunandi, eftir
eðli farseðilsins í millilandaflugi, allt að því að vera
ókeypis. Einnig eru í boði sérstök fargjöld fyrir þá sem
vilja fljúga um Reykjavfk milli staða innanlands. -
Gildir til allra áfangastaða Flugleiða innanlands árið
um kring. Gildistími mismunandi eftir tegund fargjalds
Námsmenn á aidrinum 12-26 ára fá 25% afslátt gegn
framvísun skólaskírteinis. Gildir á milli lögheimilis og
skóla á tímabilinu 1. septembertil 31. maí, ogáöllum
leiðum innanlands frá 1. júní til 31. ágúst.
ÞETTA ER EKKI FRUMSKÓGUR, HELDUR YFTRLIT
UM VÍÐTÆKA WÓNUSTU FLUGLEIÐA INNANLANDS
FLUGLEIÐIR
Nú eru þættir nr. 9 og 10 komnir á
myndbandaleigur um land allt
Ladda og Strumpunum bregst ekki bogalistin frekar
en á fyrstu átta þáttunum. Emkarét.uráDre,.,ng
Strumparnir tala íslensku við börn á öllum aldri. OFJ/fh _______
Góöa skemmtun. ^RÍ/ *Uinofhr