Morgunblaðið - 11.06.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.06.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JIJNÍ 1985 Millisvæðamótið hafið í Mexíkó Taxco, 10. júní. AP. MILLISVÆÐAMÓTIÐ í skák í Taxco í Mexíkó var sett í gær. Tíu stórmeist- arar og sex alþjóóameistarar taka þátt í mótinu og átti að tefla fyrstu umferóina í dag, mánudag, en mótið mun standa til 4. júlí. Fjórir efstu menn mótins fá rétt til að tefla á áskorendamótinu, sem fram á að fara á næsta ári. í fyrstu umferð mótsins í Taxco egi og Meso Cebalo, Júgóslavíu, leiða hesta sína saman þeir Jan Timman, Hollandi og Kevin Spragget, Kanada, Bandaríkja- mennirnir Lev Alburt og Walter Browne, Oleg Romanishin, Sovét- ríkjunum og Saeed Alamed Aaa- ed, Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum, Simon Agdestein, Nor- Mikhail Tal, Sovétríkjunum og Jingan Qi, Kína, Marcel Sisniega, Mexíkó og Jozef Pinter, Ungverja- landi, Jesus Nogueiras, Kúbu og Jonathan Speelman, Englandi, Eduard Prandstetter, Tékkóslóv- akíu og Yuri Balashov, Sovétríkj- unum. Rauf Denktash vann stórsigur í forsetakosningum Kýpur-Tyrkja Nikósíu, 10. júní. AP. RAUF Denktash var endurkjörinn forseti Kýpur-Tyrkja með yfirgnæf- andi meirihluta í kosningunum sem fram fóru á sunnudag. Denktash, sem er 61 árs að aldri, fékk 55.323 atkvæði eða 70,5% greiddra atkvæða samkvæmt lokatölum kosninganna. Helzti andstæðingur hans, vinstri- sinninn Ozker Ozgur, fékk 18% at- kvæða. Mikil þátttaka var í kosning- unum eða 83%. í kosningunum 1981 tókst Denktash aðeins með naumindum , að sigra, en þá fékk hann 51% at- kvæða. Stjórnmálaskýrendur í iyrkneska hlutanum á Kýpur " héldu því fram í dag að hinn af- dráttarlausi sigur Denktgash nú væri að þakka þeirri djörfu ákvörðun hans að lýsa yfir fullu sjálfstæði Kýpur-Tyrkja í nóv- ember 1983. Haft var eftir Denktash, eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir: „Knginn mun eftirleiðis ná að þröngva okkur til að gera sam- komulag við Kýpur-Grikki, sem við verðum ekki ánægðir með, né heldur svipta okkur réttindum okkar og þeirri vernd, sem Tyrkir veita okkur." Denktash hefur sagt hvað eftir annað, að Kýpur-Tyrkir væru reiðubúnir til að setjast að samn- ingaborðinu á ný með Kýpur- Tveimur Tékkum mistókst flóttinn Linz, AuNturríki, 10. júní. AP. TVEIMUR Tékkum tókst ekki að komast yfir tékknesku landamærin við þorpið Guglwald, sem er skammt frá borginni Schönegg. Annar Tékk- anna var særður skotsári á flóttan- Innanríkisráðuneytið í Vínar- borg hefur staðfest atburðinn, sem átti sér stað sl. þriðjudag. Sjónarvottar voru að atvikinu Austurríkismegin landamæranna. Að þeirra sögn reyndu tveir menn að komast yfir landamærin, en vopnaðir landamæraverðir stöðv- uðu flóttann. Skutu þeir á annan þeirra og féll hann særður til jarð- ar. Hinn rétti upp hendur til marks um uppgjöf er hann sá hvert stefndi. Atök í París Til átaka kom milli lögreglu og starfsmanna SKF-verksmiðjunnar i útborg Parísar, Ivry, þegar þeir síðarnefndu reyndu að taka verksmiðjuna á sitt vald. Árið 1983 lögðu starfsmenn verksmiðjunnar hana undir sig er til stóð að loka henni. Lögreglan ruddi verksmiðjurnar í vor, en í síðustu viku reyndu starfsmennirnir árangurslaust að taka verksmiðjuna öðru sinni. Indland: 50 lögreglumenn falla í landamæraskærum Rauf Denktash Grikkjum, eftir að kosningunum væri lokið. Fyrir fimm vikum samþykktu Kýpur-Tyrkir nýja stjórnarskrá í þjóðaratkvæða- greiðslu og 23 júní kjósa þeir sér nýtt þjóðþing, þar sem sæti eiga 50 þingmenn í einni þingdeild. NýjuDelhí, lO.júnf. AP. Að minnsta kosti 50 lögreglu- menn hafa farist og 150 særst og um 50 þúsund Assambúa flúið heimili sín vegna landamæraskæra sem staðið hafa nær í viku milli Naga, sem studdir eru af ríkislögreglu austurhluta Nagalands, og Assam- búa. Orsakir átakanna eru þær að Naga hafa krafist yfirráða yfir landsvæði, sem nú tilheyrir Ass- am. Umrætt landsvæði er skógi vaxið og því eftirsótt bæði af skóg- arhöggsmönnum og framleiðend- um í báðum ríkjum. Átökin blossuðu upp að nýju á sunnudag eftir að Naga virtu að vettugi vopnahlé sem samið var sl. föstudag með því m.a. að kveikja í lögreglustöð í Assam. Eru flest fórnarlambanna Assambúar. Landamæradeilan er mjög erfið viðfangs og viðkvæm þar sem Kongressflokkurinn er við völd í báðum ríkjunum. Ennfremur hafa stjórnvöld í Nagalandi átt í úti- stöðum við ýmsa ættflokka, sem vilja að ríkið öðlist sjálfstæði og verði skilið frá Indlandi. AA THE GUARDIAN • > ims m I- Worldwide ban for clubs Thatcher NHS must pay pgji í£pi ÍTren" for ‘OVer Odds’ SííbS controls ____________ _______ - stay nurses’ rise sgsSÍ £§££ Wgfc. t-jrSy a?j gý*» DS’áÉ’ ~~ _ __ --- z-'TXJrxrj:! ■ssmA Íiskp *■ “ Gnrope wams US over Saltll repeal Powell bill move Tamil ‘blunder’ inquiry ordered after deportation WM&Ml r. NeWspie* NEW8 New_ NCBplanc Ig—gi t.-.-jc. r.-irsrsr. gSC'SH =Eri3xr“ = Sjg5ig:»AH.<gr as.a» - ZZZL Sg-- j£ . OtErrír — i§£- ‘‘ÍS Brazilian police believe body could be Mengele ———.— — —í..=—..—=.-= =. — =. — mm iísfs Guardian myndalaus London, 10. júní. AP. í DAG kom breska dagblaöið Guardian ööru sinni út myndalaust og voru eyöur haföar, þar sem myndir áttu að vera. Ástæðan fyrir mynda- leysinu er verkfall starfsfólks er annast grafiska vinnslu. Á forsíðu blaðsins, sem gefið er út í 500.000 eintökum, er eyða fyrir tveggja dálka mynd og þar birtist afsökunarbeiðni blaðstjórnarinnar. Blaðið kom einnig út án mynda á föstudag. Þjóðaratkvæðagreiðsla f Sviss: Meirihluti á móti hertum reglum um fóstureyðingar Genf, Sviss, 1«. júoí. AP. í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag var felld með miklum mun stjórn- arskrártillaga um að fóstureyðingar væru aðeins leyfilegar þegar riði á lífi móðurinnar og önnur, sem lagði blátt bann við notkun getnaðarverja, sem valda nokkurs konar fósturláti. f þjóðaratkvæðagreiðslunni greiddu tveir þriðju kjósenda at- kvæði gegn tillögunum, sem voru tilraun andstæðinga fóstureyð- inga til að banna það, sem þeir kalla allt of frjálslynda fóstureyð- ingastefnu. Aðeins 35,1% kjós- enda greiddi atkvæði og er það ekki óalgengt í Sviss þar sem það er ekki skylda að kjósa. Voru tii- lögurnar samþykktar í sjö kant- ónum en feldar í 19. Ef tillögurnar hefðu verið sam- þykktar hefðu yfirvöld í Sviss ver- ið skylduð til að banna fóstureyð- ingar í landinu nema þegar um líf móðurinnar væri að tefla og einn- ig getnaðarvarnir, sem valda eins konar fósturláti, t.d. pillu, sem konur taka stundum daginn eftir til að koma í veg fyrir eða rjúfa þungun. Samkvæmt núgildandi lögum, sem sett voru árið 1943, má eyða fóstri ef heilsufar móður- innar krefst þess en með tímanum hafa þessi lög verið túlkuð æ frjálslegar. I Sviss er 15.000 fóstrum eytt ár hvert og um helmingur í tveimur kantónum, Genf og Ziirich. I Genf, þar sem flestir eru kaþ- ólskrar trúar, var tillagan felld með 83,2% atkvæða og í Zurich, þar sem mótmælendur eru í meirihluta, með 79,1%. í Valais- kantónu þar sem ekki er farið frjálslega með fóstureyðingarlög- in var tillagan samþykkt með 70,1% atkvæða og vekur það nokkra athygli því að í kantón- unni búa aðallega mótmælendur. í rökstuðningi með tillögunum fylgdi, að lífið hæfist „með getn- aði og lyki með dauðanum" en í bæklingi frá stjórnvöldum, sem voru andvíg tillögunum, sagði, að „engin lög geta varið lífið allt frá getnaði". Stærstu kirkjudeildirn- ar voru einnig á öndverðum meiði um tillögurnar. Kaþólska bisk- uparáðið studdi þær en lúterska kirkjan var þeim andvíg. Svisslendingar hafa þann hátt- inn á að leysa flest meiriháttar árgreiningsmál, sem upp koma með þjóðinni, með þjóðarat- kvæðagreiðslu. Þarf þá ákveðinn fjöldi manna að krefjast hennar og hafa þeir aldrei verið fleiri en nú eða 227.000, rúmlega 100.000 fleiri en tilskilið var. Á kjörskrá í Sviss eru 4,14 milljónir manna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.