Morgunblaðið - 11.06.1985, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JIJNÍ 1985
Millisvæðamótið
hafið í Mexíkó
Taxco, 10. júní. AP.
MILLISVÆÐAMÓTIÐ í skák í Taxco í Mexíkó var sett í gær. Tíu stórmeist-
arar og sex alþjóóameistarar taka þátt í mótinu og átti að tefla fyrstu
umferóina í dag, mánudag, en mótið mun standa til 4. júlí. Fjórir efstu menn
mótins fá rétt til að tefla á áskorendamótinu, sem fram á að fara á næsta ári.
í fyrstu umferð mótsins í Taxco egi og Meso Cebalo, Júgóslavíu,
leiða hesta sína saman þeir Jan
Timman, Hollandi og Kevin
Spragget, Kanada, Bandaríkja-
mennirnir Lev Alburt og Walter
Browne, Oleg Romanishin, Sovét-
ríkjunum og Saeed Alamed Aaa-
ed, Sameinuðu arabísku fursta-
dæmunum, Simon Agdestein, Nor-
Mikhail Tal, Sovétríkjunum og
Jingan Qi, Kína, Marcel Sisniega,
Mexíkó og Jozef Pinter, Ungverja-
landi, Jesus Nogueiras, Kúbu og
Jonathan Speelman, Englandi,
Eduard Prandstetter, Tékkóslóv-
akíu og Yuri Balashov, Sovétríkj-
unum.
Rauf Denktash
vann stórsigur
í forsetakosningum Kýpur-Tyrkja
Nikósíu, 10. júní. AP.
RAUF Denktash var endurkjörinn
forseti Kýpur-Tyrkja með yfirgnæf-
andi meirihluta í kosningunum sem
fram fóru á sunnudag. Denktash,
sem er 61 árs að aldri, fékk 55.323
atkvæði eða 70,5% greiddra atkvæða
samkvæmt lokatölum kosninganna.
Helzti andstæðingur hans, vinstri-
sinninn Ozker Ozgur, fékk 18% at-
kvæða. Mikil þátttaka var í kosning-
unum eða 83%.
í kosningunum 1981 tókst
Denktash aðeins með naumindum
, að sigra, en þá fékk hann 51% at-
kvæða. Stjórnmálaskýrendur í
iyrkneska hlutanum á Kýpur
" héldu því fram í dag að hinn af-
dráttarlausi sigur Denktgash nú
væri að þakka þeirri djörfu
ákvörðun hans að lýsa yfir fullu
sjálfstæði Kýpur-Tyrkja í nóv-
ember 1983.
Haft var eftir Denktash, eftir að
úrslit kosninganna lágu fyrir:
„Knginn mun eftirleiðis ná að
þröngva okkur til að gera sam-
komulag við Kýpur-Grikki, sem
við verðum ekki ánægðir með, né
heldur svipta okkur réttindum
okkar og þeirri vernd, sem Tyrkir
veita okkur."
Denktash hefur sagt hvað eftir
annað, að Kýpur-Tyrkir væru
reiðubúnir til að setjast að samn-
ingaborðinu á ný með Kýpur-
Tveimur
Tékkum
mistókst
flóttinn
Linz, AuNturríki, 10. júní. AP.
TVEIMUR Tékkum tókst ekki að
komast yfir tékknesku landamærin
við þorpið Guglwald, sem er skammt
frá borginni Schönegg. Annar Tékk-
anna var særður skotsári á flóttan-
Innanríkisráðuneytið í Vínar-
borg hefur staðfest atburðinn,
sem átti sér stað sl. þriðjudag.
Sjónarvottar voru að atvikinu
Austurríkismegin landamæranna.
Að þeirra sögn reyndu tveir menn
að komast yfir landamærin, en
vopnaðir landamæraverðir stöðv-
uðu flóttann. Skutu þeir á annan
þeirra og féll hann særður til jarð-
ar. Hinn rétti upp hendur til
marks um uppgjöf er hann sá
hvert stefndi.
Atök í París
Til átaka kom milli lögreglu og starfsmanna SKF-verksmiðjunnar i útborg Parísar, Ivry, þegar þeir síðarnefndu
reyndu að taka verksmiðjuna á sitt vald. Árið 1983 lögðu starfsmenn verksmiðjunnar hana undir sig er til stóð
að loka henni. Lögreglan ruddi verksmiðjurnar í vor, en í síðustu viku reyndu starfsmennirnir árangurslaust að
taka verksmiðjuna öðru sinni.
Indland:
50 lögreglumenn falla
í landamæraskærum
Rauf Denktash
Grikkjum, eftir að kosningunum
væri lokið. Fyrir fimm vikum
samþykktu Kýpur-Tyrkir nýja
stjórnarskrá í þjóðaratkvæða-
greiðslu og 23 júní kjósa þeir sér
nýtt þjóðþing, þar sem sæti eiga
50 þingmenn í einni þingdeild.
NýjuDelhí, lO.júnf. AP.
Að minnsta kosti 50 lögreglu-
menn hafa farist og 150 særst og um
50 þúsund Assambúa flúið heimili
sín vegna landamæraskæra sem
staðið hafa nær í viku milli Naga,
sem studdir eru af ríkislögreglu
austurhluta Nagalands, og Assam-
búa.
Orsakir átakanna eru þær að
Naga hafa krafist yfirráða yfir
landsvæði, sem nú tilheyrir Ass-
am. Umrætt landsvæði er skógi
vaxið og því eftirsótt bæði af skóg-
arhöggsmönnum og framleiðend-
um í báðum ríkjum.
Átökin blossuðu upp að nýju á
sunnudag eftir að Naga virtu að
vettugi vopnahlé sem samið var sl.
föstudag með því m.a. að kveikja í
lögreglustöð í Assam. Eru flest
fórnarlambanna Assambúar.
Landamæradeilan er mjög erfið
viðfangs og viðkvæm þar sem
Kongressflokkurinn er við völd í
báðum ríkjunum. Ennfremur hafa
stjórnvöld í Nagalandi átt í úti-
stöðum við ýmsa ættflokka, sem
vilja að ríkið öðlist sjálfstæði og
verði skilið frá Indlandi.
AA
THE GUARDIAN
• > ims m
I- Worldwide ban for clubs Thatcher
NHS must pay pgji í£pi ÍTren"
for ‘OVer Odds’ SííbS controls
____________ _______ - stay
nurses’ rise sgsSÍ £§££ Wgfc.
t-jrSy a?j gý*»
DS’áÉ’ ~~ _ __
--- z-'TXJrxrj:!
■ssmA
Íiskp *■ “
Gnrope wams US
over Saltll repeal
Powell
bill move
Tamil ‘blunder’
inquiry ordered
after deportation
WM&Ml
r. NeWspie*
NEW8 New_
NCBplanc Ig—gi
t.-.-jc. r.-irsrsr. gSC'SH
=Eri3xr“ = Sjg5ig:»AH.<gr as.a» - ZZZL
Sg-- j£ .
OtErrír — i§£- ‘‘ÍS
Brazilian police believe body could be Mengele
———.— — —í..=—..—=.-= =. — =. —
mm iísfs
Guardian myndalaus
London, 10. júní. AP.
í DAG kom breska dagblaöið Guardian ööru sinni út myndalaust og
voru eyöur haföar, þar sem myndir áttu að vera. Ástæðan fyrir mynda-
leysinu er verkfall starfsfólks er annast grafiska vinnslu.
Á forsíðu blaðsins, sem gefið er út í 500.000 eintökum, er eyða fyrir
tveggja dálka mynd og þar birtist afsökunarbeiðni blaðstjórnarinnar.
Blaðið kom einnig út án mynda á föstudag.
Þjóðaratkvæðagreiðsla f Sviss:
Meirihluti á móti
hertum reglum um
fóstureyðingar
Genf, Sviss, 1«. júoí. AP.
í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag var felld með miklum mun stjórn-
arskrártillaga um að fóstureyðingar væru aðeins leyfilegar þegar riði á lífi
móðurinnar og önnur, sem lagði blátt bann við notkun getnaðarverja, sem
valda nokkurs konar fósturláti.
f þjóðaratkvæðagreiðslunni
greiddu tveir þriðju kjósenda at-
kvæði gegn tillögunum, sem voru
tilraun andstæðinga fóstureyð-
inga til að banna það, sem þeir
kalla allt of frjálslynda fóstureyð-
ingastefnu. Aðeins 35,1% kjós-
enda greiddi atkvæði og er það
ekki óalgengt í Sviss þar sem það
er ekki skylda að kjósa. Voru tii-
lögurnar samþykktar í sjö kant-
ónum en feldar í 19.
Ef tillögurnar hefðu verið sam-
þykktar hefðu yfirvöld í Sviss ver-
ið skylduð til að banna fóstureyð-
ingar í landinu nema þegar um líf
móðurinnar væri að tefla og einn-
ig getnaðarvarnir, sem valda eins
konar fósturláti, t.d. pillu, sem
konur taka stundum daginn eftir
til að koma í veg fyrir eða rjúfa
þungun. Samkvæmt núgildandi
lögum, sem sett voru árið 1943,
má eyða fóstri ef heilsufar móður-
innar krefst þess en með tímanum
hafa þessi lög verið túlkuð æ
frjálslegar.
I Sviss er 15.000 fóstrum eytt ár
hvert og um helmingur í tveimur
kantónum, Genf og Ziirich. I
Genf, þar sem flestir eru kaþ-
ólskrar trúar, var tillagan felld
með 83,2% atkvæða og í Zurich,
þar sem mótmælendur eru í
meirihluta, með 79,1%. í Valais-
kantónu þar sem ekki er farið
frjálslega með fóstureyðingarlög-
in var tillagan samþykkt með
70,1% atkvæða og vekur það
nokkra athygli því að í kantón-
unni búa aðallega mótmælendur.
í rökstuðningi með tillögunum
fylgdi, að lífið hæfist „með getn-
aði og lyki með dauðanum" en í
bæklingi frá stjórnvöldum, sem
voru andvíg tillögunum, sagði, að
„engin lög geta varið lífið allt frá
getnaði". Stærstu kirkjudeildirn-
ar voru einnig á öndverðum meiði
um tillögurnar. Kaþólska bisk-
uparáðið studdi þær en lúterska
kirkjan var þeim andvíg.
Svisslendingar hafa þann hátt-
inn á að leysa flest meiriháttar
árgreiningsmál, sem upp koma
með þjóðinni, með þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Þarf þá ákveðinn
fjöldi manna að krefjast hennar
og hafa þeir aldrei verið fleiri en
nú eða 227.000, rúmlega 100.000
fleiri en tilskilið var. Á kjörskrá í
Sviss eru 4,14 milljónir manna.