Morgunblaðið - 11.06.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR U. JÚNÍ1985
25
inn af sparifé innlánsstofnana er í
eigu launþega eins og kunnugt er.
Hins vegar er bönkum, spari-
sjóðum og lífeyrissjóðum vor-
kunnarlaust að sýna lántakendum
lipurð þegar til þeirra er leitað og
ekki síst við jafn erfiðar aðstæður
og efnahagsleg skakkaföll síðustu
ára hafa skapað húsbyggjendum
og íbúðarkaupendum.
Framlag skattgreiðenda
En lánamál húsbyggjenda og
ibúðarkaupenda eru flóknari en
hér hefur verið lýst. Útlán Bygg-
ingarsjóðs ríkisins eru reist á fe,
sem kemur úr þremur áttum, eins
og nú standa sakir. Fyrst er að
telja fé það, sem lífeyrissjóðir
lána sjóðnum og í annan stað ber
að telja erlent lánsfé, sem nemur
rúmlega hálfum milljarði króna í
ár. Þetta fé er lánað út með niður-
greiddum vöxtum, enda eru hæstu
vextir á lánum Byggingarsjóðs
3,5% á meðan sjóðurinn greiðir
6—10% vexti af því lánsfé, sem
hann tekur vegna starfsemi
sinnar. Skattgreiðendur borga
mismuninn, sem líta verður á sem
beinan styrk til lántakenda.
Þriðja stoðin undir útlánum Bygg-
ingarsjóðs er sérstakt framlag
ríkissjóðs. Skattgreiðendur
styrkja sjóðinn á þennan hátt með
622 milljóna króna framlagi af
fjárlögum þessa árs, en hér er um
þreföldun að ræða frá fyrra ári er
framlagið nam 200 milljónum
króna. Auk framlags af fjárlögum
er gert ráð fyrir, að á árinu verði
aflað viðbótarfjármagns í Bygg-
ingarsjóð vegna þess fjárskorts,
sem hinn sérstaki lánaflokkur
vegna greiðsluerfiðleika og
greiðslujöfnunin bakar sjóðnum.
Hér er um að ræða fjárhæð, sem
kemur til með að nema nálega 400
milljónum króna ef að líkum læt-
ur, og er ætlað að koma í veg fyrir
að fyrrnefnd fyrirgreiðsla til
þeirra, sem þegar hafa ráðist í að
eignast húsnæði, lami getu sjóðs-
ins til að lána nýjum umsækjend-
um. Og vel að merkja, þessi fjár-
öflun stendur ekki i neinu sam-
bandi við endurgreiðslukröfu þá á
samfélagið, sem hér hefur verið
gerð að umtalsefni. Ef verða ætti
við henni þyrfti að afla 5—6
sinnum meira fjármagns.
Þann reikning yrðu skattgreið-
endur að borga nema menn vilji
ganga beint að sparifjáreigendum
og ellilífeyrisþegum, því að öðrum
er ekki til að dreifa.
Séreignarstefnan
Verkefnin framundan í húsnæð-
ismálum eru mörg og brýn. Nefna
má breytta útlánastefnu Bygg-
ingarsjóðs ríkisins, aukna sam-
keppni í byggingariðnaði til að
lækka byggingarkostnað og loks
lækkun útborgunarhlutfalls í fast-
eignaviðskiptum. Fyrir Alþingi
liggur nú frumvarp um húsnæð-
issparnaðarreikninga í bönkum og
sparisjóðum, sem felur í sér mjög
merka nýjung. Einskis má láta
ófreistað að koma fram séreign-
arstefnunni í húsnæðismálum,
enda vilja flestir Islendingar njóta
þess öryggis og sjálfstæðis, sem
fylgir því að búa í eigin húsnæði.
Höfundur er hagfræðingur.
Flutningsmenn og fleiri full-
trúar minnihlutaflokkanna,
lögðu á það áherslu að ekki
væri verið að drepa málinu á
dreif. Þörf væri skjótra úrbóta
og besta leiðin til þess væri að
skipa nú þegar samstarfsnefnd
borgarfulltrúa, fóstra og for-
eldra, eins og gert væri ráð
fyrir í tillögunni. Með því að
vísa málinu til borgarráðs væri
verið að reyna að svæfa það.
Eftir alllangar umræður var
gengið til atkvæða um tillögu
borgarstjóra. Var hún sam-
þykkt, eins og áður er fram
komið, að viðhöfðu nafnakalli,
með 12 atkvæðum sjálfstæð-
ismanna gegn 8 atkvæðum full-
trúa minnihlutaflokkanna,
annarra en Sigurðar E. Guð-
mundssonar, fulltrúa Alþýðu-
flokksins, sem sat hjá.
V
Afgreiöslutimar í xvi J í sumar
Eiöistorgi 11:
Ármúla 1a:
1 Mánud. kl. 9.00—18.00
Þriöjud. kl. 9.00—18.00
Miðvikud. ki. 9.00—18.00
Fimmtud. kl. 9.00—19.00
Föstud. kl. 9.00—21.00
Laugard. Lokaö
Vorumarkaðurinnhl.
Armu;a 1a,
s 686111.
Vorumarkaðurinn hf.
Liöislorgi 11.
s. 622200.
Mánud. kl. I o o o> -19.00
ÞriÖjud. kl. co o o I 19.00
Miðvikud. kl. I o o o> -19.00
Fimmtud. kl. 9.00— 20.00
Föstud. kl. <0 • o o I -21.00 |
Laugard. Lokaö
Ath. Bakaríið er opið laugardag kl.
10.00—16.00. Lokað sunnudaga.
Dýr eða ódýr?
Við vitum fullvel að Opel er ekki
ódýrasti bíllinn á markaðinum.
Eða hvað? Hvað er dýrt og hvað er
ódýrt þegar um fasteign er að ræða?
Hvor fasteignin er til dæmis ódýrari -
vel með farin sérhæð á góðum stað í
vesturbænum á fjórar milljónir eða
þriggja herbergja íbúð ( úthverfi á
þrjár milljónir? Svarið liggur ekki (
augum uppi.
Ibúðarverðið er nefnilega ekki
óskeikull mælikvarði. Pað segir þér
ekki hver viðhaldskostnaður verður.
Pað segir þér Iftið um endursöluverð
og nýtingu - um það hvað húseignin
kostar þig þegar upp er staðið.
Nákvæmlega það sama gildir um bíla.
Þegar OPEL var valinn bíll ársins í
Evrópu fyrir árið 1985 var niðurstaða
dómaranna einmitt sú að hlutfall
gæða OPEL bílsins miðað við verð
hans væri hagstæðara en hjá öðrum
bílum. Með öðrum orðum - þeir
komust að þv( að OPEL væri ( raun
ódýrasti bíll sem völ er á.
Við vissum að OPEL er ekki ódýrasti
bíllinn á markaðinum. En nú veist þú
jafn vel og við að OPEL er væntanlega
sá bíll sem þú gerir bestu kaupin í.
Og svo er líka alveg frábært að keyra
hann!
BÍLL ÁRSINS 1985
BíLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300