Morgunblaðið - 11.06.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.06.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 11. JtJNÍ 1985 Á FRIÐAR VEGI — eftir Hermann Þorsteinsson Bróðir Lárus Prófastur í Holti sendir mér, án efa vel meint, en harla skrýtilegt „svar“ hér í blaðinu 5. þ.m. vegna greinar minnar í blaðinu 21. f.m. og við tengir hann friðarþróunar- pistilinn, sem hann flutti okkur í Sigtuna (og þótti þar nokkuð lang- ur) undir dagskrárliðnum: Núver- andi friðarrannsóknir á Norður- löndum. Grein þessi kaliar á nokkra umfjöllun. Að upplýsa og ræða málin er væntanlega leiðin til aukins skilnings — og friðar. — Ekki var um neinn misskiln- ing að ræða í sambandi við Sig- tuna-för mína. Af því sem upplýst hefur verið skilja víst allir, sem skilja vilja, að Kirkjuráð taldi ekki rétt — eftir það sem á undan var gengið á Kirkjuþingum — að senda sr. Lárus einan úr landi á kirkjunnar vegum sem talsmann hennar í friðarmálum. Svo einfalt er það. Enginn forfallaðist, en þeir aðrir sem við var rætt um þessa för kusu heldur að vera heima af skiljanlegum ástæðum. Og ekki sóttist ég eftir að fara þessa för, síður en svo. — Já, friðarfréttapistill hans frá fslandi gaf ekki raunsanna heildarmynd að mínu mati. Nú geta aðrir einnig dæmt af grein hans (og það hefur þegar verið gert sbr. grein hér í blaðinu á bls. 9 laugardaginn 8. þ.m.) og einnig hvort hann er á nótunum, sem fyrirfram sérstaklega prentaður fyrirlesari um efnið: Núverandi friðarrannsóknir á fslandi. Ná- kvæmnin sem hann nefnir er ekki mín heldur segulbandsins sem var fyrir allra augum á borði mínu og nam fyrirlestra og umræður þarna. Engu góðu ætti nákvæmni að spilla. — Það kann að skýra nokkuð óróleika fundarstjórans, Kjell Ove, er ég bað um orðið, að hann er sagður hafa sérpantað hjá sr. Lárusi pistil um „friðarmál á ís- landi í dag“, og eflaust í samráði við sr. Bernharð, sem þekkti mætavel ástæður þess að ekki var talið rétt að sr. Lárus yrði þarna einn, sem talsmaður kirkjunnar. — Það er rétt, að erindið sem kynnt var í hinni prentuðu dag- skrá „Hvers vegna kristin" (frið- arrannsóknarstofnun)? féll niður vegna forfalla fyrirlesarans, dr. Brakenhielm. Það var skaði, því full þörf var og er á að leggja áherslu á hin kristnu viðhorf. — „Delegates" — nafnið er frá sr. Bernharði — ritara utanríkis- nefndar ísl. þjóðkirkjunnar — komið. Þannig umtalaði hann okkur sr. Lárus í mín eyru, er hann aðgreindi stöðu okkar og hans þarna á ráðstefnunni. En hvaða máli skiptir í þessu sam- bandi, hvort við vorum „delegates" eða þátttakendur? Við vorum þarna sem fulltrúar ísl. kirkjunn- ar og þarna fóru ekki fram neinar atkvæðagreiðslur. — Sr. Lárus upplýsir að sr. Bernharður hafi verið þarna samkvæmt ósk hans? Ekki hvarflaði að mér, kostnaðar vegna, að taka með mér sérstakan aðstoðarmann til trausts og halds. — „Friðarmál í dag“ átti að fjalla um, segir sr. Lárus, og telur sig hafa gert það í pistli sínum, en „út í hött“ segir hann mig hafa talað. Má ég minna á Jón og séra Jón í þessu sambandi. — „Þetta var umræðufundur guðfræðinga og friðarrannsókn- armanna frá ýmsum friðar-vís- inda-stofnunum“ skrifar hinn lærði maður með nokkru yfirlæti, svona til að vekja athygli á van- hæfni minni til að vera þarna. Víst er það rétt að ég hefi ekki guðfræðipróf frá Háskóla íslands. Þekking mín á Guði er ekki fræðil- eg, heldur persónuleg, eftir að hafa fengið að lifa lífi mínu i með- vitaðri návist við hann og notið elsku hans og umhyggju frá blautu barnsbeini. Ekki er ég heldur „friðarfræðingur" með próf frá vísinda-stofnun (aðrir en sr. Lárus láta sér nægja að tala um rannsóknarstofnanir), en veit þó samt nokkuð um gildi friðarins og sjálfur á ég og „finn Guðs djúpa frið í mínu hjarta" og á því vildi ég nú ekki skipta og hinu að vera jafnvel friðar- og/eða guðfræð- ingur með háskólapróf, þótt hvoru tveggja sé gott og nytsamlegt með. — „Óyfirveguð og snöggsoðin" eru ummæli mín í fyrri grein, sem sr. Lárus vekur laglega sérstaka athygli á. Það ber að þakka, því ég er ekki einn um að meta Uppsala- samþykktina frá ’83 þannig, jafn- vel þótt biskup okkar hafi undir- ritað hana. Það er svo að biskup okkar er ekki óskeikull, eins og páfarnir í Róm töldu sig fyrrum vera, og fyrstur manna mundi hann kannast við það. Um eigin- leika kirkjuleiðtoga má í þessu sambandi minna á Orðsk. 15:23 — „Ótti Drottins er ögun til visku og auðmýkt er undanfari virðingar". Og úr því sr. Lárus minnir á Uppsalasamþykktina ’83, þá er ekki úr vegi að hafa inni í umræð- unni friðar-tillögurnar þrjár á Kirkjuþingi ’83 (enduróm af Upp- sala-samþykktinni), sem honum með kappi tókst að fá með sér fjóra höfuðklerka sem meðflutn- ingsmenn. Óyfirvegaður mun sá meðflutningur nú víst vera talinn. Ekki leist Kirkjuþingi á þessa til- lögugerð og lagði til hliðar allar þrjár, en sameinaðist í staðinn um stuttorða ályktun, sem samþykkt var samhljóða. Sr. Lárus Þ. Guðmundsson óskaði eftirfarandi bókunar: „Ég tel mjög eðlilegt, sanngjarnt og nauðsynlegt, að ég fái að lýsa yfir vonbrigðum mínum vegna þeirra undirtekta og meðferðar sem upp- haflegu tillögur mínar hafa fengið hjá nokkrum kirkjuþingsmönnum. En þrátt fyrir að sú skinnpjatla, sem ég lagði fram hér í upphafi (í formi 33., 34. og 35. máls þessa þings) sé orðin að þeim skækli sem nú liggur frammi fyrir þingmönn- um til samþykktar, þá legg ég samt til að þetta nefndarálit verði samþykkt og greiði því álitinu at- kvæði þrátt fyrir að friðartréð sé fallið að rótum réttlætisins." Eftir „erfiða friðarumræðu" á Kirkjuþingi ’83 vonuðu menn að friður yrði um sinn um „friðar- málin“ í kirkunni. En, nei, sr. Lár- us kom klyfjaður radarstöðvamál- um á Kirkjuþing ’84 og hélt þar Hermann Þorsteinsson áfram „friðarstarfinu". Þegar honum varð loks ljóst í lok þings- ins að málflutningur hans fékk engan hljómgrunn þar, þá dró hann tillögu sína til baka. Ekki var sérstaklega skýrt frá öllu þessu í Sigtuna. Er nema von að Kirkjuráð teldi það ekki ráðlegt að láta sr. Lárus vera einan um að flytja friðarmál ísl. kirkjunnar á erlendum vett- vangi? Sálmabók ísl. kirkjunnar geym- ir margar perlur, m.a. bænasálm- inn góða „Þú Guð, sem stýrir stjarna her ... “ (nr. 357). Þar er talað um friðarveg og friðarland. Og þar er Guð beðinn um að stýra með sterkri hendi í straumi lífs. Og þar er talað um hug og hjarta, tungu, hönd og fót ... „Á friðar veg“. Það þarf margt að fara sam- an til að sá vegur finnist. Það dug- ar víst ekkert minna en „allt Guðs ráð“ okkur mönnum til handa. Þessi sálmur hefur verið ofarlega í huga mínum eftir Sigtuna-förina, en óteljandi sinnum hefi ég sungið hann með börnunum í sunnudaga- skólanum og hann var sunginn við morgunguðsþjónustuna í kirkj- unni minni í dag og það varð mér sem staðfesting þess að hugsun mín væri í réttum farvegi. Þenna sálm ætti að syngja oft á íslandi nú á ári æskunnar og ég trúi því að ég og broðir Lárus eigum eftir að syngja hann saman í góðra vina hópi í sátt og samlyndi. Og þegar við erum komnir í takt þá höldum við áfram og syngjum einnig nr. 336: Friður í kirkju’ og frelsi guðlegt ríki, friður í landi, heift og sundrung viki, friður í hjarta færi sumargróður, faðir vor góður! Höfundur er einn af fulltrúum leik- manna á Kirkjuþingi ísl. þjóókirkj- unnar. A Islendingaslóðir í Kaupmannahöfn NORRÆNA félagið mun í sumar í samvinnu við ferðaskrifstofuna Úrval beita sér fyrir að farnar verði skoðunarferðir um íslend- ingaslóðir í miðborg Kaupmanna- hafnar. Leiðsögumaður i ferðum þessum verður séra Ágúst Sigurðs- son prestur í Kaupmannahöfn. Ferðir þessar verða farnar á þriðjudögum í júní, júlí og fram- an af ágúst. Lagt verður af stað frá Sívalaturni kl. 15.00 og tekur ferðin með viðkomu um tvær klukkustundir. Kaupmannahafnarfarþegar á vegum Norræna félagsins og ferðaskrifstofunnar Urval fá ferðirnar ókeypis gegn framvís- un ávísunar sem látin er í té á skrifstofu Norræna félagsins í Norræna húsinu og hjá ferða- skrifstofunni Úrval við Austur- völl. Aðrir þátttakendur þurfa að greiða 50 danskar krónur við upphaf ferðarinnar. (Úr rrétutilkjnningu.) k * , HUSMOÐIRIN Fjölskyldan og heimilið — frá Hagsmunanefnd heimavinnandi húsmæðra Er það virkilegt að börn og unglingar í dag þekki ekki af eigin raun merkingu þessara orða? Já, því miður í allt of mörgum tilfell- um, enda hefur komið fram að að- eins um 15—20% kvenna séu heimavinnandi húsmæður. Hvert stefnir? Hvernig getum við líka ætlast til að börn skilji hvað fjöl- skylda og heimili þýða þegar heimilin standa auð mestan hluta dagsins? Börn, sem sum hver fá húslykilinn um hálsinrr 7 ára göm- ul og þar með talin af mörgum orðin nógu stór tH að sjá um sig sjálf. En getum við ætlast til að svo sé? Hvernig þroskast slík börn tilfinningalega? Er ekki hugsan- legt að aukin neysla barna og unglinga á vímuefnum stafi beint ogóbeint af því að heimilin standa auð flestum stundum. Er ekki lík- legt að barn sem kemur heim í auða íbúð eiri þar ekki heldur leiti út aftur? Hvert? í næstu sjoppu, spilasal eða á aðra staði í leit að félagsskap, Dara einhverjum fé- lagsskap, því oft vantar þroska til að greina það góða frá hinu illa. En hver er ábyrgð foreldra? Til hvers erum við að eignast þessi blessuð börn ef við getum ekki fórnað þeim nokkrum árum af ævi okkar? Þau ár eru ekki svo mörg, sem þau eru undir okkar verndarvæng. Og það sem meira er. Þau ár koma aldrei aftur. Hvað hefur breyst svona mikið á síðustu 1—2 áratugum, en þá var algeng- ast að mæður væru heimavinn- andi? Hefur afkoma fólks versnað svo mikið eða eru lífsgæðakröf- urnar orðnar svona miklu meiri í dag? Kröfur úm lífsgæði, sem eru eingöngu hjóm samanborið við það að fá að vera með barni sínu í æsku, fyljjjast með þro^ka þess og taka þátt í gleði þess og sorgum, það er tækifæri sem gefst aðeins einu sinni og enginn er svo mátt- ugur að geta fært tímann til baka þegar öðrum kröfum hefur verið fullnægt. Að sjálfsögðu er fjöldi fólks sem verður að vinna utan heimilis hvort sem því líkar betur eða verr, einungis til að hafa fyrir brýnustu nauðsynjum. Eins leggur ungt fólk mikið á sig til að eignast þak yfir höfuðið. En þá er spurningin hvort það borgar sig yfirleitt fyrir eiginkonu með t.d. 2 börn á skólaaldri að vinna úti. Fái hún kr. 15.000 í laun á máuði fyrir heils dags vinnu við afgreiðslu, sem er með algengari störfum kvenna á vinnumarkaði, þarf hún að greiða dagmóður kr. 6.673 með hvoru barni eða kr. 13.340. Eftir eru kr.1.660 og af því þarf að greiða strætisvagnagjald eða benzín á bíl, skatta o.fl., þann- ig að þegar upp er staðið virðist ávinningurinn í mörgum tilfellum ekki vera mikill. Og oft á tíðum fara konur út á vinnumarkað frá ungum börnum vegna hins mikla þrýstjngs frá al- menningi (öðrum konum) og spurningum eins og „Hvers vegna ertu eiginlega að hanga heima yfir engu, geturðu ekki komið krökk- unum í pössun og farið að vinna eitthvað?" Það er þessi hugsun- arháttur og þetta mat á húsmóð- urstarfinu, sem hefur verið að grafa undan þeim hornsteini sem heimilin voru. Kvenréttindakonur hafa ötul- lega- barist fyrir rétti kvenna gegnum árin og komið mörgu góðu til leiðar. En jafnframt hafa þær lagt á það fullmikið kapp, að allar konur ættu að hazla sér völl á vinnumarkaðnum. Rök þeirra hafa m.a. verið þau, að heimavinn- andi húsmæður væur innilokaðar, fylgist ekki með því sem gerist í þjóðfélaginu og drabbist niður andlega og líkamlega. Þar með fá þær konur, sem hafa verið heima- vinnandi og annazt uppeldi barna sinna sjálfar þann stimpil á sig að vera ekki viðmælandi innan um vinnandi fólk. Þetta er fjarstæða, ekki sízt þegar tekið er tillit til þess að a.m.k. 85% útivinnandi kvenna eru í störfum, sem alls ekki geta talizt uppbyggileg. Hagsmunanefnd heimavinnandi húsmæðra starfar á vegum Bandalags kvenna í Reykjavík að hagsmuna- og réttindamálum heimavinnandi og hélt m.a. fjöl- menna ráðstefnu um þessi mál sl. haust, sem sýndi að mikill áhugi er fyrir því að mat á störfum heimavinnandi húsmæðra breytizt til batnaðar. Hagsmunanefndin hefir tekið saman nokkra. punkta, serjj hún vill leggja áherzlu á: að húsmóðurstarfið verði hafið til vegs og virðingar á ný og engin kona þurfi að fyrirverða sig lengur fyrir að sinna því göfuga og mik- ilvæga starfi. að heimilin verði aftur heimili, griðastaður og hornsteinn fjöl- skyldunnar. að leiðrétt verði sú mismunun á skattaálögum, að heimilin þar sem húsmóðir er heimavinnandi beri ekki hærri skatta en heimilin þar sem bæði hjón vinna fyrir tekjum. að allar konur standi jafnar „Til hvers erum við að eignast þessi blessuð börn ef við getum ekki fórnað þeim nokkrum árum af ævi okkar? Þau ár eru ekki svo mörg, sem þau eru undir okk- ar verndarvæng.“ hvað varðar fæðingarorlof og sjúkradagpeninga. (Öll nýfædd börn þarfnast þess sama.) að konum verði opnuð leið að lífeyrissjóðum á einn eða annan hátt. að skólatími sé sá sami hjá barni á hverju ári til þess að auð- velda mæðrum að skipuleggja hlujastörf meðan bðrn ej-u í skóla. — .Fráleitt er að barn sé alltaf annað árið f.h. en hitt árið e.h. eins og sums staðar tíðkazt. Sem betur fer hefir skilningur alþingismanna vaknað á mikil- vægi þess að úrbætur fáist í skatta og tryggingamálum heima- vinnandi fólks. Glöggt dæmi um það eru tvö frumvörp til laga, sem lögð hafa verið fram á Alþingi í vetur, annað um skattamál hjóna og hitt um lífeyrisréttindi til handa heimavinnandi húsmæðr- um, og þingsályktunartillaga um réttarstöðu heimavinnandi fólks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.