Morgunblaðið - 11.06.1985, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 11.06.1985, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1985 65 Akranes: Bjarni Olafsson með verðmætasta aflann Akranesi, 7. júní. HATIÐAHÖLD Sjómannadagsins á Akranesi tókust mjög vel að þessu sinni, enda vel til þeirra vandað og áhugi bæjarbúa fyrir þeim mikill. Er það mál manna að framkvæmd þeirra hafí verið með allra besta móti að þessu sinni og dagurinn því eftirminnilegri en oft áður. Akurnesingar í skemmtisiglingu med Sigurbjörgu á sjómannadaginn. Morgunblaðið/ JG Lögvemd: Stöðvuð verði uppboð á húseignum einstaklinga MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá samtökunum Lög- vernd: „Samtökin Lögvernd fara þess á leit við Alþingi að stöðvuð verði þegar í stað uppboð á húsgögnum einstaklinga. Stjórn Lögverndar hefur kynnt sér aðdraganda og framkvæmd uppboða í núverandi mynd og tel- ur að í flestum tilfellum sé um gróf mannréttindabrot að ræða af hálfu embættismanna og stjórn- valda. Það er ekki hægt að ganga fram hjá þeirri staðreynd að verðbólgan er í mörgum tilfellum orsakavald- ur uppboða þar sem lán eru verð- tryggð en laun ekki. Þúsundir manna vinna tvöfalda vinnu en tekst samt ekki að ná endum saman. Þeir eru orðnir margir í þessu landi sem fá ekki skilið mikilvægi þess að koma bórfrumvarpi og lög- um um útvarpsrekstur gegn um þingið þegar við blasir jafn alvar- legt mál og gjaldþrot heimila. Stjórn Lögverndar hefur orðið vör við að tilkynningaskyldu hins opinbera er mjög ábótavant. Stefnur eru settar í póstkassa eða fengnar fólki i næstu íbúð. Einnig hefur skeð að fólk fái alls ekki tilkynningu um uppboð. Stjórn Lögverndar fer þess einnig á leit við Alþingi að gerð Kennarasamband íslands: Lögverndun á starfsheiti Á FUNDI fulltrúaráðs Kennarasam- bands íslands sem haldinn var í Reykjavík 18. maí sl. var m.a. rætt um lögverndun starfsheitis og starfsréttinda kennara. Á fundinum var gerð eftirfar- andi samþykkt: „Fulltrúaráðsfundur Kí, hald- inn 18. maí 1985, fordæmir að menntamálaráðherra skuli ekki hafa lagt fram frumvarp til laga um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum kennara sem nefnd á vegum menntamálaráðu- neytisins hefur unnið að í vetur. A Alþingi 14. maí sl. kom fram að menntamálaráðherra fól full- trúum ráðuneytisins í nefndinni að vinna að frumvarpi um lög- verndun, ekki einungis á starfs- heiti heldur einnig á starfsrétt- indum kennara. Samkomulag náð- ist í nefndinni um slík frumvarps- drög. Fulltrúaráð KI krefst þess að menntamálaráðherra leggi frum- varpið tafarlaust fram.“ (Frétlatilkynning) verði könnun á hvaða aðilar kaupa íbuðir á uppboði. Við vitum að okurlánarar hafa sölsað undir sig fasteignir og látið bera fjölskyldur út á götuna. Við getum ekki séð að ofan- greindar aðfarir samræmist Stjórnarskrá íslands. Þá viljum við vekja athygli á að það eru takmörk fyrir því hversu lengi fólk heldur út að berjast á móti þeim grimmilegu aðferðum sem viðhafðar eru við innheimtu skulda. Oft er um smáskuldir að ræða en verða þess samt valdandi að fólk missir eignir sínar langt und- ir kostnaðarverði. Við vísum til umfjöllunar Al- þingis um vandamál húsbyggj- enda og íbúðarkaupenda þar sem þau ummæli hafa fallið að það séu sjálfsögð mannréttindi að allir eigi möguieika á þaki yfir höfuðið. Við vonumst til að háttvirtir Al- þingismenn sjái hve brýn nauðsyn er að vinna í þessum málum því það erum líf eða dauða að efla.„ í raun má segja að hátíðahöidin hafi hafist á laugardag því þá var sundmót í Bjarnalaug, keppt var þar bæði í hinum hefðbundnu sundgreinum og einnig í stakka- sundi og björgunarsundi. Um miðjan daginn var börnum boðið á kvikmyndasýningu. Árdegis á sjómannadaginn fjöl- menntu börn ásamt foreldrum sínum í skemmtisiglingu með fjór- um af stærri fiskiskipunum Skírni, Rauðsey, Bjarna Ólafssyni og Sigurborgu og voru þau öll full- hiaðin fólki. Þessi liður í dagskrá dagsins er nýjung hér á Akranesi og tókst sérstaklega vel. Öllum var boðið upp á veitingar í ferðinni. Eftir siglinguna var hátíða- messa í Akraneskirkju, þar sem þrír aldraðir sjómenn voru heiðr- aðir, þeir Kristján Sigurðsson, Sigurður Jónsson og Pálmi Sveinsson. Frá kirkjunni var farið í skrúðgöngu að Akratorgi og lagður blómsveigur að styttunni á torginu sem reist var til minn- ingar um drukknaða sjómenn. Eftir hádegið hófst dagskráin við höfnina með kappróðri, kodda- slag og björgunarsýningu Slysa- varnasveitarinnar og þyrlu Land- helgisgæslunnar. Sýningin tókst mjög vel. Frá höfninni var gengið fylktu liði að byggðasafninu í Görðum og þar var efnt til knattspyrnukeppni milli undir- manna og yfirmanna á skipunum og síðan var keppt í reiptogi. Um kvöldið var síðan sjómannadans- leikur á Hótel Akranesi sem er fastur liður í dagskránni og þar voru m.a. afhent verðlaun fyrir aflahæstu bátana. Haraldur Böðv- arsson var aflahæstur togaranna, Skírnir aflahæsti vertíðar- báturinn og Bjarni ólafsson kom með mest aflaverðmæti að landi. Eins og áður segir var mikil þátttaka í hátíðahöldunum enda veður mjög gott. Sjómannadags- ráð á þakkir skildar fyrir undir- búning og skipuiag og að hefja daginn til þeirrar virðingar sem áður var. JG. Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Því ekki að ókveða f eitt skiptl fyrlr öll hverá aövaskauppíkvöld! Á meðalheimili fara rúmar 180 klukkustundir í uppþvott á ári, - rífleg mánaðarvinna! Já, upp- þvottavél ersjálfsögð heimilishjálp, -vinnukona nútímans. Philips býður þrjár gerðir uppþvottavéla: Philips AD6 820, verð kr. 19.980.- staðgreitt. Mjög fullkomin uppþvottavél. Rúmar 12 manna matar- og kaffistell, 4 þvottakerfi auk forþvottar, stillanlegt vatns-hitastig og þrýstingur, tekur inn heitt eða kalt vatn. Philips ADG 822, verð kr. 23.990.- staðgreitt. Eins og ADG 820 að viðbættum spamaðarrofa og frábærri hljóðeinangrun. Philips ADG 824, verð kr. 25.735.- staðgreitt. Ein fullkomnasta uppþvottavél, sem fáanleg er. 6 þvottakerfi, stillanlegt hitastig, sparnaðartakki og frábær hljóðeinangrun. PHILIPS UPPÞVOTTAVÉLARNAR NEITA ALDREI AÐ VASKA UPP! Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8- 15655
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.