Morgunblaðið - 11.06.1985, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNl 1985
Davíð Oddsson kosinn
formaður borgarráðs
Kosið í ráð og nefndir á vegum Reykjavíkurborgar
MAGNÚS L. Sveinsson var kosinn forseti borgarstjórnar á fundi borgar-
stjórnarinnar á fimmtudag, eins og sagt hefur verið frá hér í blaðinu. Þá var
einnig kosið í borgarráð og ýmsar nefndir og ráð á vegum borgarinnar. A
fyrsta fundi nýkjörins borgarráðs var Davíð Oddsson borgarstjóri, sem er
varamaður í borgarráði, kosinn formaður ráðsins, og Magnús L. Sveinsson
varaformaður.
í borgarráði eiga sæti: Magnús
L. Sveinsson, Ingibjörg Rafnar og
Hulta Valtýsdóttir frá meirihlut-
anum og Sigurjón Pétursson
(Abl.) og Kristján Benediktsson
(F). Eina breytingin frá því sem
verið hefur er sú að Kristján kem-
ur í stað Guðrúnar Jónsdóttur
(Kvl.). Kvennaframboðið hefur í
staðinn tilnefnt Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur sem áheyrnar-
fulltrúa. Sigurður E. Guðmunds-
son verður áheyrnarfulltrúi fyrir
Fer inn á lang
flest
heimili landsins!
4
hönd Alþýðuflokksins eins og ver-
ið hefur.
Ingibjörg Rafnar var endurkjör-
in formaður hafnarstjórnar. í
hafnarstjórn voru einnig kosnir
sjálfstæðismennirnir Guðmundur
Hallvarðsson og Jónas Elíasson,
auk Guðmundar Þ. Jónssonar
(Abl.) og Jónasar Guðmundssonar
(F). Magnús L. Sveinsson var
endurkosinn formaður Innkaupa-
stofnunar Reykjavíkurborgar og
með honum Valgarð Briem (S),
Ólafur Jónsson (S), Sigurjón Pét-
ursson (Abl.) og Sigrún Magnús-
dóttir (F). Magnús var einnig kos-
inn formaður atvinnumálanefndar
og meö honum í nefndina þau
Jóna Gróa Sigurðardóttir (S),
Barði Friðriksson (S), Guðmundur
Þ. Jónsson (Abl.) og Guðríður
Þorsteinsdóttur (A). Þá var Guð-
mundur Hallvarðsson kosinn full-
trúi í stjórn Fiskimannasjóðs
Kjalarnesþings og Alfreð Guð-
mundsson endurskoðandi Styrkt-
arstjóðs sjómanna- og verka-
mannafélaganna í Reykjavík.
VEtDl
Viðskiptavinir Heklu!
Við bendum á hagstætt
verð á dempurum.
Komið og gerið góð kaup
Demparar í: Verðkr.:
Golffr. . 1.390
Jetta fr. . 1.390
Pajerofr. . 1.250
Coltfr. . 1.550
Galantfr. . 1.550
Galant aft. 990
Range Rover 1.220
VIÐURKENND VARA E
MEÐ ÁBYRGÐ
SAMA VERÐ
UM LAND ALLT!
A (^) (Qþ PflNOEROVEH
Sonja Símonardóttir Ijósmóðir og maður hennar Sigvaldi Guömundsson.
Nú fæða allar
konur
í sjúkrahúsum
Rætt við Sonju Símonardóttur ljósmóður í Búðardal
Sonja Símonardóttir er Ijósmóðir og vinnur á Heilsugæslustöðinni í
Búðardal. Hún hefur verið Ijósmóðir í Suðurdölum í Dalasýslu frá því
árið 1960. Sonja er færeysk en lærði Ijósmóðurfræði á fslandi og giftist
íslenskum manni, Sigvalda Guðmundssyni, og búa þau hjón í Kvisthaga,
sem er nýbýli úr jörðinni Hamraendar, þau eiga fjögur börn. Á seinni
árum hefur það æ færst í vöxt að konur fæði á sjúkrahúsum en undan-
tekning að konur alí börn sín í heimahúsum. Við þessi umskipti hafa
orðið töluverðar breytingar á starfssviði Ijósmæðra út um land.
Sonja Símonardóttir fæddist í
Vogi á Suðurey í Færeyjum,
dóttir Símonar Péturssonar fisk-
matsmanns og konu hans, Jak-
obínu. „Við vorum sjö systkini,"
segir Sonja. „Það var yndislegt
að vera barn í Færeyjum. í Vogi
er um tvö þúsund manna byggð
og maður þekkti alla. Svo breytt-
ist allt þegar ég missti móður
mína tíu ára gömul. Það var mér
mikið áfall. Eg var yngst af
systkinum mínum. En skömmu
eftir að móðir mín dó giftist
bróðir minn og hann og kona
hans gengu mér nánast í for-
eldra stað. Sautján ára gömul
hleypti ég heimdraganum og fór
til Danmerkur þar sem ég dvaldi
í þrjú ár og eitt ár dvaldi ég í
Noregi. Til íslands kom ég árið
1957 til að vinna í fiski í Kefla-
vík, ætlaði að vera þar í þrjá
mánuði. Þar kynntist ég Sig-
valda manninum mínum sem
fæddur er og uppalinn að
Hamraendum í Dalasýslu. Þá
breyttust allar mínar fyrirætl-
anir. Við ákváðum að giftast og
taka við búskap hér. Ég hafði
verið búin að tryggja mér skóla-
vist í Danmörku en nú tók ég
aðra stefnu. Ég vissi að þaö
vantaði ljósmóður í þetta hérað
hér, sú sem fyrir var ætlaði senn
að hætta svo ég fór í Ijósmæðra-
skólann í Reykjavík og var þar
veturinn ’58 til 59. Ljósmæðrask-
ólinn var þá heimavistarskóli,
maður varð aðvera kominn heim
klukkan hálf tólf á kvöldin. Við
vorum 12 nemendur og eins og
ein stór fjölskylda. Þetta var
ákaflega skemmtilegur tími. Við
hittumst alltaf öðru hverju,
skólasysturnar, enn þann dag í
dag. Ég hafði unnið í sjúkrahús-
um í Danmörku og það sem vakti
sérstaka athygli mína hér á
sjúkrahúsum var hve lítil stétta-
skipting var hér meðal starfs-
fólks. Eg fann verulega fyrir
stéttaskiptingunni í Danmörku
en hér var og er hún nánast eng-
in.
Mér hefur fundist þetta mjög
skemmtilegt starf. Það snart
mig alltaf djúpt að sjá lítið barn
fæðast og hjálpa því í heiminn.
Þá fæddu margar konur í heima-
húsum en nú er þetta allt breytt.
Mér leið alltaf ákaflega vel þeg-
ar fæðing var yfirstaðin og allt
hafði gengið að óskum. Sérstak-
lega eftir að ég kom út í sveit.
Það voru mikil viðbrigði þegar
ég var ein um ábyrgðina, en ég
hef yfirleitt verið mjög hepppin í
starfi. Einu sinni kom það fyrir
að barn dó sem ég tók á móti, en
það barn fæddist töluvert fyrir
tímann, það var mjög erfitt. Frá
því ég tók við starfi hér sem
ljósmóðir um 1960 hef ég ekki
tekið á móti tvíburum og sjaldan
komið uppá að fæðingar væru á
nokkurn hátt afbrigðilegar. Eft-
irminnilegasta atvikið frá þess-
um árum er tvímælalaust þegar
ég þurfti að fljúga suður með
barn í snarhasti til að láta
skipta um blóð í því. Móðirin var
rhesus-neikvæð en faðirinn já-
kvæður. Barnið var komið í
sjúkrahús sólarhring eftir að
það fæddist og blóðskiptin
heppnuðust vel, þótt ekki mætti
tæpara standa.
Starf mitt núna er fólgið m.a.
í að fylgjast með vanfærum kon-
um frá upphafi meðgöngu, síðan
fara þær í sjúkrahús til að fæða
en þegar þær koma aftur annast
ég eftirlit með þeim og börnum
þeirra og þar sem ég vinn á
heilsugæslustöðinni fylgist ég
með börnum jafnt og þétt.
Aðstæður kvenna sem fæddu
heima hér í sveit voru yfirleitt
mjög góðar. Ég var hjá þeim eft-
ir fæðinguna nokkra daga og auk
þess höfðu margar þeirra ein-
hverja hjálp aðra. Þetta voru yf-
irleitt góð heimili og þrifaleg, ég
hef aldrei í mínu starfi séð fóst-
ureitrun. Eitt hefur mjög mikið
breyst í sambandi við fæðingar
síðan ég hóf störf. Á þeim árum
kom aldrei fyrir að feður væru
viðstaddir fæðingu barna sinna.
Oftast nær voru þeir ekki einu
sinni inni við. Flestar konur hér
í sveit áttu mörg börn, fjögur til
sex var algengt.
Tækni í fæðingarhjálp hefur
fleygt mikið fram síðan ég kom
til starfa sem ljósmóðir. Ég
hafði að visu lítið hláturgastæki
til deyfingar en ég notaði það
sjaldan, þær hafa líklega verið
svona rólegar, konurnar hérna.
Nú eru komnar alls konar deyf-
ingar. Flestar konur hér um
slóðir fara út á Akranes til að
fæða börn sín en sumar fara suð-
ur til Reykjavíkur.
Ég hóf störf sem heilsugæslu-
ljósmóðir 1974 og þá voru konur
hér í sveit hættar að fæða
heima. Umskiptin urðu um 1968.
Læknar hvöttu konur eindregið
til að fara í sjúkrahús, flest allir
læknar sem hér hafa komið hafa
verið á móti fæðingum í heima-
húsum. Það er margt sem því
veldur, m.a. alls konar próf sem
gerð eru á börnum eftir fæðingu
sem auðveldara er að gera á
sjúkrahúsum og svo er talið
miklu öruggara að fæða í sjúkra-
húsi. Ég átti tvö fyrstu börnin
min heima, ljósmóðirin í Lax-
árdalnum tók á móti þeim. Ég
held að reynsla mín í starfi hafi
fremur gert mig öruggari þegar
kom að fæðingu en hitt.
Starf mitt sem heilsugæslu-
hjúkrunarkona er miklu um-
fangsmeira en það sem ég hafði
með höndum áður. Það er engin
hjúkrunarkona á heilsugæslu-
stöðinni svo ég annast ýmis verk
sem ella hefðu verið í hennar
verkahring. Við erum sex sem
störfum á heilsugæslustöðinni.
Ein ljósmóðir, tveir læknar, að-
stoðarstúlka, ritari og fjárhalds-
maður. Hjúkrunarkona er á
Reykhólum. Heilsufar Dala-
manna er fremur gott og aðbún-
aður barna hér góður. Það hefur
aldrei komið fyrir síðan ég hóf
hér störf að hafa þyrfti afskipti
af heimilum vegna lélegs aðbún-
aðar barna, það er vel fylgst með
börnum hér, fyrst ungum og síð-
an eftir að þau koma í skóla.
Kaup og kjör ljósmæðra hafa
breyst. Hér áður fyrri voru ársl-
aunin tólf þúsund krónur og út-
borgað einu sinni á ári. Svo fékk
ég greitt eftir efnum og ástæð-
um hjá fólkinu. Maður reyndi að
setja eins lítið upp og hægt var.
Hvað menntun ljósmæðra í dag
snertir þá er ég mjög hlynnt því
að þær læri fyrst hjúkrun og síð-
an Ijósmóðurfræði. Menntun er
alltaf til góðs. Launakjör Ijós-
mæðra i dag eru ekki góð þó
skárri séu en þegar ég var að
byrja. Ef betri menntun er fyrir
hendi ættu launin að verða
betri."