Morgunblaðið - 11.06.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.06.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR H. JÚNÍ 1985 Átak í byggingamál- um aldraðra á ísafirði ísanrdi, 23. maí. „ÉG VIL að ísafjörður nái aftur forystu í öldrunarmálum á íslandi eins og hann hafði 1920 þegar hér var fyrst á landinu stofnað til sérstakt heimilis fyrir aldraða og aðra þá sem ekki gátu sjálfir séð fyrir sér. Það var Hjálpræðisherinn sem í upphafi samdi við bteinn um að reka heimili fyrir þetta fólk, en 1925 þegar nýtt og glæsilegt sjúkrahús tók til starfa á ísafirði fluttist fólkið í gamla sjúkrahúsið. Það hefur síðan verið elliheimili og hafa ekki miklar breytingar verið gerðar á því síðan. Það er svo ekki fyrr en 1982 að Hlíf (íbúðir aldraðra) tekur til starfa á ísafirði að einhver breyting verður á öldrunarþjónustunni í bænum. Þar eru 30 íbúðir með 40 íbúum, en 30 einstaklingar eru nú á biðlista eftir ibúð þar, svo áfram verður að halda“, sagði Halldór Guðmundsson forstöðumaður Hlífar í viðtali við fréttaritara Morgunblaðsins. Nú er búið að stofna bygg- ingarsamvinnufélagið Hlíf til að byggja 42 séreignaríbúðir aldr- aðra við hlið núverandi Hlífar á Torfnesi. Þeir sem eiga rétt til kaupa á íbúðum eru einstaklingar og hjón, bæði ísfirðingar og brottfluttir 60 ára og eldri, ísa- fjarðarkaupstaður og hrepparnir við ísafjarðardjúp. Auk þess bygg- ir ísafjarðarkaupstaður fyrir eig- in reikning þjónustumiðstöð sem verður í tengibyggingu milli hús- anna og í kjallara nýja hússins. Allar íbúðirnar eru tveggja her- bergja með eldhúsi, baðherbergi og geymslu, auk annarrar geymslu í kjallara eða risi. íbúðirnar eru af fjórum stærðum, 55, 65, 70 og 90 fm., og kosta þær 1591—2111 þús- undir króna fullgerðar miðað við byggingarvísitölu i apríl sl. Byrjað verður á smíðinni í sumar en Séætlað er að þeim verði skilað fullfrágengnum í sept.—okt. 1987. Helmingur kaupverðsins greið- ist á byggingartimanum þó þannig að meirihlutinn kemur á seinni hluta tímans þannig að fólk geti selt sínar húseignir skömmu áður en flutt er inn. Hinn helmingurinn greiðist eftir ósk eigenda, stað- greiðslu eða lána til 31 árs afborg- unarlaust fyrstu tvö árin. Er það að þakka nýrri tegund lána sem Húsnæðismálastjórn er nú að byrja að veita og hefur fyrsta út- hlutunin þegar verið ákveðin til þessara framkvæmda. Þetta er í samræmi við marg- umtalaða húsnýtingarstefnu sem stjórnmálamenn hafa mikið talað um undanfarin ár og á að vera m.a. til þess að gera fólki kleift að kaupa eldri íbúðir með svipuðum lánum frá Húsnæðismáiastjórn og þegar um nýbyggingar er að ræða. „Þessi stefna hefur gríðarlega mikið gildi bæði fyrir einstaklinga og bæjarfélög," sagði Halldór. „Með tilkomu þessara 42 íbúða má reikna með að svipað magn íbúða losni annars staðar og þá dregur mjög úr nauðsyn á byggingu nýrra Hjónin Helena Jóhannsdóttir og Jóhannes Jónsson una hag sínum vel í íbúð sinni í Hlíf. byggðarhverfa og ungt fólk á betra með að byrja með kaup á eldri íbúðum en að byggja. Þá hef- ur einnig verið mikil eftirspurn eftir íbúðum á ísafirði undanfarin ár og gæti þessi framkvæmd því átt þátt í fjölgun bæjarbúa." Ákveðið er að íbúðaverð fylgi al- mennri verðlagsþróun á fasteigna- markaði þannig að fjárfesting ein- staklinganna ætti ekki að rýrna. „Ég lagði á það áherslu í upp- hafi starfs míns, að íbúarnir tækju virkan þátt í að gæta örygg- is hvors annars, þannig að íbúar hverra fjögurra íbúða hafa dagl- egt samband og hefur þetta reynst mjög vel. Því er nýja byggingin hönnuð þannig að gott er að koma þessu við. Þó er þess gætt að einkalíf hvers sé virt og óþarfa átroðsla af hendi annarra er ekki til staðar. Hagkvæmni þessa rekstrar fyrir heildina er ekki síður mikil. Þarna getur fólk búið mikið leng- ur óháð öðrum og á eigin ábyrgð, en vistun á hjúkrunarstofnunum aldraðra mun kosta samfélagið um 20—25 þúsund krónur á mann á mánuði. Ég legg mesta áherslu á þá stefnubreytingu sem verður með þessum framkvæmdum. Áður þótti það meginmálið að sjá fyrir þeim öldruðu og helst koma þeim sem kyrfilegast fyrir. Nú leggjum við megináhersluna á að fólk sé sem allra lengst sjálfbjarga. Að það haldi áfram að vera fullgildir borgarar þar sem með skipulagn- ingu og samstarfi hafi verið komið á þeirri þjónustu sem hver og einn þarf á að halda þegar hann óskar eftir sjálfur. Mér virðist að með blokkarforminu hafi verið komist hjá þeirri óheppilegu einangrun sem vill verða í sérbýli eða í rað- húsum sem sums staðar hafa verið reist fyrir aldraða. Auk þess verð- ur reksturinn að mörgu leiti ódýr- ari en það skiptir að sjálfsögðu miklu máli þegar hver þarf að borga fyrir sig. í tengibyggingunni verður margskonar þjónusta, s.s. verslun matsalur og býtibúr/eldhús (en allur tilbúinn matur kemur frá eldhúsi nýja sjúkrahússins hand- an götunnar), þvottahús, snyrti- 24 stúdentar útskrifaðir á Akranesi Akraaesi, 6. júní. SKÓLASLIT FA á vorönn 1985 fóru fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu laugardaginn 1. júní. Þá voru brautskráðir 52 nemendur fram- í Kaupmannahöfn FÆST I BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHUSTORGI haldsskólans og 87 nemendur með grunnskólapróf 9. bekkjar. Flestir þeirra er brautskráðust úr fram- haldsskólanum luku prófum á tæknisviði eða alls 24. 24 nemendur luku stúdentsprófi. Á haustönn voru 510 nemendur við nám í dagskóla en 90 i öld- ungadeild en þrír nemendur brautskráðust frá henni að þessu sinni. Nokkru færri stunduðu nám á vorönn enda hafði talsverð rösk- un orðið á skólastarfi í lok haust- annar vegna verkfalls BSRB. Röskun varð einnig í mars vegna uppsagna kennara í HÍK. Skóla- starf var meira eða minna lamað í um 6 vikur vegna kjaradeilna síð- astliðinn vetur. Kennslutap var að mestu bætt upp með kennslu á frí- dögum, lengingu skólaárs og því að fella niður opna viku á vorönn. Alls störfuðu 39 kennarar við skólann á haustönn en 43 á vor- önn. f máli Þóris Ólafssonar skóla- meistara kom m.a. fram að unnið er að skipulagningu nýrra náms- brauta við skólann í rafeinda- virkjun og fataiðn. Viðræður á milli sveitarfélaga á Vesturlandi um stofnun Pjölbrautaskóla Vest- urlands standa nú sem hæst og hafa nokkur sveitafélög þegar samþykkt samningsdrög sem liggja nú fyrir. Fram kom að verk- efni á sviði byggingarmála eru mörg og aðkallandi. Næsta við- fangsefni er að Ijúka heimavistar- framkvæmd, en 16 2ja manna her- Þórir Ólafsson, skólameistari, ávarpar nýstúdenta, aðra nemendur, kennara og aðra viðstadda. bergi í nýrri heimavist voru tekin í notkun síðastliðið haust. Þörf fyrir aukið kennsluhúsnæði er orðin brýn og skrifstofuaðstaða skólans svo og aðstaða til sam- komuhalds er alls ófullnægjandi.' Skólameistari gat þess í ræðu sinni að leikklúbbur skólans héldi nú á ári æskunnar til Finnlands með sýningu á leikritinu Græn- jöxlum eftir Pétur Gunnarsson undir leikstjórn Sigríðar Hagalín. Um síðustu áramót lét Ólafur Ásgeirsson af störfum skólameist- ara við Fjölbrautaskólann á Akra- nesi en hann hafði gegnt því starfi frá stofnun skólans árið 1977 og átt stóran þátt i því að byggja upp skóla á nýjum grunni á Ákranesi. Viðurkenningar fyrir bestan árangur á stúdentsprófi að þessu sinni hlaut Guðrún Garðarsdóttir, stúdent á viðskiptabraut. Einnig voru veittar nokkrar viðurkenn- ingar fyrir góðan árangur í ein- stökum greinum. Regína Eiríks- dóttir hlaut verðlaun úr minn- ingarsjóði Elínar írisar Jónas- dóttur fyrir góðan árangur í rit- gerðarsmíð. Guðrún Elsa Gunn- arsdóttir fékk viðurkenningu skól- ans fyrir gott framlag í þágu fé- lagslífs nemenda á skólaárinu en Guðrún var formaður leiklist- arklúbbs nemendafélags FA. Kristinn Reimarsson nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskrift- arnema. Kór FA undir stjórn Jensínu Waage söng nokkur lög við at- höfnina er lauk á því að viðstaddir tóku undir í laginu ísland ögrum skorið. Var þar með lokið 8. skóla- slitum FA að vori. J.G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.