Morgunblaðið - 11.06.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.06.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNl 1985 19 sjálft hann úti. Annars konar andi nær yfirtökunum, illur andi, sem leiðir afvega og veldur þjáningu, sorg og kvöl. Þessi afvegaleiðsla illra afla, en verum þess fullviss, að ill öfl andstæð Guði eru til, þessi afvega- leiðsla þeirra kemur t.d. átakan- lega fram í því, er menn ánetjast eiturlyfja- og áfengisneyslu, of margir um þessa hvítasunnuhelgi hafa lokað úti heilagan anda og áhrif hans, vegna þess, að hinn illi andi áfengistískunnar er boðinn velkominn í staðinn. Og illu andarnir geta afvegaleitt á svo fjölmörgum öðrum sviðum. Allt það, sem veldur því, að heil- agur andi er útilokaður frá mannshjartanu er af hinu illa, það er andstætt vilja Guðs, og það hindrar okkur í því, að njóta þess besta og fegursta, sem lífið gefur. Við skulum því öll kappkosta að taka á móti gjöf heilags anda og láta hana fá rúm í huga og hjarta. Og þessi blessaða gjöf er alltaf til reiðu fyrir okkur, og hún birtist í svo mörgum myndum, og stundum veist þú naumast af henni, eða gerir þér naumast grein fyrir henni. Mundu það, að hvenær sem bænin kemur upp í huga þinn og þú biður Drottinn að umvefja ástvini þína og samfylgdarmenn, þá er heilagur andi að starfi hið innra með þér. Hvenær sem kær- leikurinn gagntekur huga þinn og þú vilt fórna einhverju fyrir aðra, þá er heilagur andi að starfi. Og alltaf þegar þú gerir eins og sam- viskan býður þér best að gera, þá er heilagur andi að starfi. Og hvenær sem þú finnur fegurðina í náttúrunni, eins og þú hlýtur að finna á þessum fagra vordegi, er sólin skín svo glatt, þegar þú finn- ur dýrð Guðs í sköpunarverkinu gagntaka þig og lotningu fyrir líf- inu, þá er heilagur andi að starfi. í guðspjalli dagsins (Jóh. 14.23—31a) talar Jesús um hugg- arann, andann heilaga, sem okkur muni sendur verða, og hann talar um friðinn, sem hann gefi, og að hann sé annars eðlis en það, sem heimurinn gefur. Er þarna ekki slegið á strengi^ sem margir þyrftu að heyra hljómana frá? Eru þeir ekki margir í dag, sem vantar huggun og frið í hjarta, margir, sem hafa tekið á móti gjöfum heimsins og hlotið eirðarleysi i arf? Biðjum þess, að hinn heilagi andi, andi huggunar og friðar, megi gagntaka hjörtu okkar og hinnar friðvana kynslóðar, sem við lifum með, svo að öll börn þessa heims eignuðust hið innra frið i hjarta og þann helgidóm, þar sem Jesús Kristur er konung- ur. Amen. Hann er trúarlífíð Ragnar Fjalar Lárusson „Heilagur andi á ekki aö vera kristnum manni óljóst hugtak, því aö hann er trúarlífið sjálft, eða öllu heklur: hann skapar þaö líf, sem trúin gefur.“ Prédikun eftir Ragnar Fjalar Lárusson í Hallgrímskirkju á hvítasunnudag Prédikun flutt í Hallgrímskirkju á hvítasunnudag 1985 af sr. Ragnari Fjalari Lárussyni. Gleðilega hátíð. Já, það er hátíð í dag, ein af þremur stórhátíðum kirkjuársins. En þó er ef til vill ekki eins mikil hátíð í huga, eins og á páskamorgun eða jólanótt, þessi þriðja hátíð kirkjunnar á ekki sama áhrifavald i hugum manna og hinar tvær. Ef til vill er það af því, að tilefnið er óljósara. Fæðing er auðskilin, hana boða jólin, jafnvel dauði, upprisa og ei- líft líf er eitthvað, sem við getum gert okkur í hugarlund, en heilag- ur andi, það er eitthvað fjarri skilningi okkar, eitthvað óljóst, eitthvað, sem hönd verður naum- ast fest á. En við ættum þó að vita og geta skilið, að hvítasunnan er fæð- ingarhátíð kristinnar kirkju. Frásagnir Biblíunnar greina frá því hvernig kirkjan varð til. Og þar var heilagur andi að verki. Á þessu er gefin lýsing í öðrum kapítula Postulasögunnar: Þá er upp var runninn hvítasunnudagur voru postularnir allir saman komnir. Varð þá skyndilega gnýr af himni eins og aðdynjanda sterkviðris og fyllti allt húsið, þar sem þeir voru. Þeim birtust tung- ur, eins og af eldi væru, er hvísluð- ust og settust á hvern og einn þeirra. Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tung- um, eins og andinn gaf þeim að mæla. Er þetta hljóð heyrðist dreif að fjölda manns. Þeim brá mjög við því að hver og einn heyrði postulana mæla á sína tungu, þó að þeir væru af ýinsu þjóðerni. Og þeir sögðu: Vér heyr- um þá tala á vorum tungum um stórmerki Guðs. Og þá steig Pétur fram og þeir ellefu og hann hóf upp rödd sína og talaði til þeirra. Og það var mikil ræða sem hann flutti, ræða flutt af eldmóði, ræða flutt með heilögum anda. Og það svaf enginn undir þeirri ræðu. Hún barst frá manni til manns, frá hjarta til hjarta. En aðalinn- tak hennar var þetta: „Með ör- uggri vissu viti öll Israelsætt, að þennan Jesúm, sem þér krossfest- uð, hefur Guð gert að Drottni og Kristi. Gjörið iðrun og látið skír- ast hver og einn í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yð- ar, og þá munuð þér öðlast að gjöf heilagan anda og látið frelsast frá þessari rangsnúnu kynslóð." En þeir, sem veittu viðtöku orði hans voru skírðir, og þann dag bættust við um þrjú þúsund sálir. Þannig er í fáum orðum sagt frá stofnun kristinnar kirkju, en orðið kirkja merkir nánast það, sem Drottinn á. Já, Drottinn átti huga og hjörtu þessa hóps, sem gekk honum á hönd hinn fyrsta hvíta- sunnudag. Pétur sagði í ræðu sinni: Gjörið iðrun. Já, við þurfum öll að beygja kné okkar fyrir Drottni, rétta fram okkar titrandi og tómu hönd og biðja hann um hjálp, þá kemur hann, andinn heilagi og vinnur sitt verk í hjörtum okkar. Heilagur andi er andi Guðs, sem hefir áhrif á hjörtu mannanna. Eitt skáldið okkar segir f fögr- um sálmi: Þinn andi Guð, mitt helgi og betri hjarta/ og hreinsi það frá allri villu og synd/ og höll þar inni byggi dýra og bjarta,/ er'blíða sí- fellt geyrai Jesú mynd. Heilagur andi á því ekki að vera kristnum manni óljóst hugtak, því að hann er trúarlífið sjálft, eða öllu heldur: hann skapar það líf, sem trúin gefur. Hann á að gagn- taka hjarta þitt og það hefir breytingu í för með sér hið innra hjá þér. Hann tekur á brott eig- ingirnina, en skilur eftir hjá þér kærleika, skilning og góðvild til samferðamanna þinna, og lof- gjörðin til Drottins fyllir hjarta þitt, Jesúmyndin á að vera í önd- vegi í musteri hjarta þíns. Eða átt þú ekki einhverja trú- arreynslu? Bæn beðna á erfiðri stundu, þegar svartnættið grúfði yfir og fokið virtist í flest skjól? En svo kom bænheyrslan eins og hinn bjartasti vormorgunn með yl og líf og nægtir. Fyllti þá ekki lofgjörðin til Drottins hugann? Fór þá ekki andinn helgi eins og eldur um hugskot þitt og ómarnir liðu til hæða? „Ó, hvað þú, Guð, ert góður, þín gæsla og miskunn aldrei dvin." Eða höfum við of oft vísað hon- um frá, hinum heilaga anda Guðs? Og lokað hugskotinu fyrir honum? Pétur postuli talaði í hvíta- sunnuræðu sinni um rangsnúna kynslóð. Og ég spyr: Hafa ekki slíkir menn verið til á öllum tím- um? Og eru þeir ekki máttugir í dag? I sjálfu sér vil ég ekki dæma nokkurn mann, og víst er um það, að allir menn eiga eitthvað gott i hjarta sinu, og hæfileika að ein- hverju leyti til að taka á móti heil- ögum anda, en það eru svo margir, sem ekki vilja gera það og loka l&j&ðg I ' : mmmmm Duglegir smábílar frá PEUGEOT 205 GL og GR Vélar 11243 - 50 HA og 13603 - 60 HA Framhjóladrifinn Sjálfstæð fjöðrun Tvöfalt hemlakerfi 4 og 5 gírar og samhæfðir Samba LS Vél 11243 — 50 HA Framhjóladrifinn Sjálfstæð fjöðrun Tvöfalt hemlakerfi 4 og 5 gírar og gamhæfðir Sérstök aksturshæfni, sterkir, sparneytnir, léttir og liprir í bæjarakstri og á þjóðvegum Umboð á Akureyri: Víkingur s.f. F’uruvöllum 11 sími 21670 HAFRAFELL Vagnhöfða 7 símar 685211 og 685537 f'- *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.