Morgunblaðið - 11.06.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.06.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNf 1985 35 BESTABÆ MSÓTTIR |Vj| í ’ JjB J * A ir þau stilltu sér upp fyrir Ragnar Axelsson, Ijósmyndara. ist ákaflega vel og í raun skapað allt annað líf fyrir foreldra þroskaheftra barna, að ekki sé tal- að um börnin sjálf. Við höfum haft fjögur til fimm þroskaheft börn til meðferðar undanfarin ár. Fullyrða má, að flest þessara barna hefðu að öðrum kosti þurft að dvelja langdvölum í Reykja- vík,“ sagði Helga. ið átta í en ’80 Magnús sagði, að samkvæmt opinberum skýrslum hefði verð- mæti heildarútflutnings (fob) árið 1980 verið 931 milljón bandaríkja- dala. Á síðasta ári hefði verðmæt- ið verið 745 milljónir. Verðmæti útflutts sjávarafla 1980 hefði ver- ið 697 milljónir dollara eða tæp 75% heildarútflutningsins. Á síð- asta ári hefði verðmæti útflutts sjávarafla verið komið í 500 millj- ónir dala eða 67,1% heildarút- flutningsverðmætisins. „Þetta tap fiskvinnslu og út- gerðar er umhugsunarvert," sagði Magnús Gunnarsson. „Það er augljóst, að grein, sem verður fyrir svo miklum búsifjum, að tekjurnar eru 8 milljörðum minni í fyrra en þær voru 1980 hlýtur að lenda í verulegum erfiðleikum. Það hlýtur að skila sér út í þjóð- félagið. Frammi fyrir þessum stað- reyndum stöndum við þegar rætt er um nýja kjarasamninga," sagði hann, „því þarna er að finna meg- inorsök þeirrar kjaraskerðingar, sem orðið hefur á undanförnum misserum. Þennan halla hefur al- menningur tekið á sig — almenn- ingur og fyrirtækin. Það sést greinilega á kjörum almennings og stöðu fyrirtækjanna. En á með- an heldur ríkisvaldið áfram að eyða eins og verðmæti þjóðartekn- anna sé óbreytt. Ríkið hefur ekki tekið á eigin eyðslu í neinu hlut- ' falli við þá skerðingu, sem við höf- um orðið fyrir," sagði hann. — Ekki standa þó allar greinar atvinnuveganna illa — hefur ekki einmitt afkoma verslunarinnar verið mjög góð á meðan launþegar hafa tekið á sig bróðurpart kjara- skerðingarinnar? „Þenslan er fjármögnuð með erlendum lánum,“ svaraði fram- kvæmdastjóri VSÍ, „sem halda okkur í meiri spennu og þenslu en verðmæti eru til fyrir. Af því njóta vissar greinar góðs, eins og til dæmis verslunin, en það er ekki við hana að sakast. Milljörðum á milljarða ofan er hellt inn í þjóð- félagið til að fjármagna rekstur ríkisins og umdeilanlegar fjárfest- ingar. Staðreyndin er sú, að önnur sjónarmið en arðsemissjónarmið ráða allt of miklu um fjárfestingu hér.“ Magnús benti á, að árið 1980 hefðu vextir af eriendum lánum verið 85 milljónir króna, sem þá hefðu verið 9,1% af heildarút- flutningstekjum. Á síðasta ári hefðu verið borgaðar 144 milljónir króna í vexti eða 19,3% af heild- artekjunum. „Yfirbyggingin á þessu litla þjóðfélagi er orðin of mikil — hér er einfaldlega ekki fólk til að standa undir öllu því, sem við vilj- um gera og erum að láta gera,“ sagði Magnús. „Kjörin í landinu eru orðin slök, því neitar enginn, en fyrir því eru ákveðnar efna- hagslegar forsendur, sem ekki eru þessari ríkisstjórn að kenna frek- ar en þeirri sem sat á undan eða þeirri sem sat þar á undan. Stjórnvöld horfast ekki i augu við staðreyndirnar og hafa ekki gert um langa hríð. Með tillögum okkar um nýja kjarasamninga erum við að reyna að horfast í augu við staðreyndirnar, þá stöðu sem við erum í. Spár um afkomuna í ár benda til einhverrar hækkunar á útflutningsverðmætinu — svo fremi sem vinnufriður haldist í landinu. Að því keppum við.“ AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÖNNU BJARNADÓTTUR Barátta hægri- og vinstri- einræðisstefnu í Nicaragua — sagði Arturo Cruz í samtali við Morgunblaðið Arturo Cruz, sem nú er pólitískur útlagi frá Nicaragua í Bandaríkjun- um, er ánægður með stefnu stjórnar Ronalds Reagan forseta gagnvart Nicaragua og telur litla hættu á að bandaríski herinn ráðist inn í landið. „Þrýstistefna Bandaríkjastjórnar er rétt,“ sagði hann í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins þegar hann var í Washington fyrir nokkru, „og Reagan hefur sagt að hann telji rangt að senda herinn í iönd Mið- Ameríku." Arturo Cruz var í hópi 12 áhrifamikilla borgara í Nic- aragua sem studdu þjóðfrels- ishreyfingu Sandinista opinber- lega fyrir byltinguna gegn Som- oza í júlí 1979. Hann er enn stuðningsmaður byltingarinnar, en telur Sandinista hafa farið út af spori hennar og stefna nú í ranga átt. „Við ætluðum að setja á fót lýðræðislegt fjölflokka- kerfi, blandað hagkerfi og vera hlutlausir í utanríkismálum," sagði hann. „Í staðinn hefur orð- ið klofningur meðal þjóðarinnar, efnhagsmál eru í molum og nágrannalöndin óttast þróunina í landinu. Sandinistar og stuðn- ingsmenn þeirra segja að hér sé um baráttu heimsvaldasinna og byltingarsinna að ræða. Ég tel svo ekki vera. Þetta er orðið að baráttu hægri og vinstrisinn- aðra einræðissinna." Hann vann með stjórninni fyrstu árin, var seðlabankastjóri í byrjun en tók svo sæti í stjórn- inni þegar Alfonso Robelo, leið- togi einkarekstrarmanna og Barrios de Chamorro, eigandi frjálsa dagblaðsins La Prensa, sögðu sig úr henni. „Ég ætlaði að reyna að hafa áhrif á stefnu stjórnarinnar innan frá,“ sagði Cruz, „en smátt og smátt kom í ljós að ég var andvígur aðgerð- um hennar í innanríkis- og utan- ríkismálum og ég ákvað að segja mig úr stjórninni. Það var ekki réttlátt að gagnrýna hana innan frá, stiórnin varð að vera sam- stæð. Eg tók að mér sendiherra- embættið hér í Washington og Arturo Cruz: „ ... é g dáist að Du- arte..." reyndi að afla byltingunni stuðnings. Við höfðum líka stuðning í upphafi, en hlutirnir hafa snúist í höndunum á okkur. Nú höfum við kallað yfir okkur tvo húsbændur í stað þess að vera hlutlaus þjóð.“ Cruz sagði endanlega skilið við Sandinista-stjórnina í lok 1981 og hefur síðan unnið að því að vinna skoðunum lýðræðissinna innan og utan Nicaragua stuðn- ing. Hann var valinn forseta- frambjóðandi þriggja miðflokka, tveggja verkalýðssamtaka og embættis- og fjársýslumanna í kosningunum í Nicaragua í haust. Hann barðist fyrir því að kosningarnar yrðu réttmætar, erlendir aðilar fylgdust með framkvæmd þeirra og allir hefðu sama rétt til fundarhalda, ferða- laga og sjónvarpsþátta. Hann fékk þessu ekki framgengt og gafst loks upp á kosningabarátt- unni eftir að Sandinistar höfðu gert framboð hans næsta ómögulegt. Síðan hefur hann unnið að sameiginlegri t.illögu stjórnar- andstæðinga um lausn vandans í Nicaragua. Hún 'er kölluð San José-tillagan og leggur til að vopnahléi verði strax komið á og samningaviðræður undir eftirliti biskuparáðs verði hafnar. Lagt er til að þjóðin greiði atkvæði um samkomulagið og Daniel Ortega forseti sitji áfram í emb- ætti þangað til niðurstaða næst. „Takmark mitt er að beina byltingunni aftur inn á þá braut sem hún hófst á,“ sagði Cruz. „Ég ætlaði sjálfur með sam- þykktina til Managua í mars en mér var ekki leyft að fara inn í landið og flugfélögum var hótað allt að 5000 dollara sekt, ef þau flyttu mig þangað. Stjórnin neit- ar að tala við þá sem hún kallar uppreisnarmenn, en vandinn er sá að engin lausn fæst nema allir setjist niður og ræði saman. Nágrannalönd okkar óttast mjög vopnasöfnun í Nicaragua. Ef ég mætti ráða, myndum við leggja niður herinn eins og Costa Rica og hætta að ógna ná- grannaþjóðum okkar. Costa Rica ætti að vera fyrirmynd okkar að öðru leyti. Óttast er að byltingin breiðist út ef Sandinistar halda völdum og hún hafi áhrif á gang mála í E1 Salvador. Ég vona ekki. Ég dáist að Duarte, forseta E1 Salvador. Hann er sönnun þess að þriðji möguleikinn, lýðræði, er framkvæmanlegur í Mið- Ameríku." Kvenstúdentar við heræfingar í Managua. Myndin var tekin um það leyti er háværastar raddir voru uppi um að yfirvofandi væri innrás Bandaríkjamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.