Morgunblaðið - 04.07.1985, Side 33

Morgunblaðið - 04.07.1985, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1985 33 Evrópumótið í bridge: * Israelsmenn ósigrandi, unnu ísland 20—10 í 17. umferð SaLsomaggiore, Ítalíu, 3. júlí. Frá Jahobi K. Möller, fréttaritara Morgunblaðsins. ÍSLAND tapaði 10—20 fyrir ísrael í 17. umferð Evrópumótsins í bridge og hafa ísraelsmenn tekið afgerandi forystu, eru með 325 stig eða 70 stig yfir meðalskor. ís- land er í 14. sæti með 240 stig, 15 undir meðalskor. íslensku kon- urnar töpuðu í gær fyrir Þýska- landi, 8—22, og eru nú í 14. sæti með 132 stig. I fyrri hálfleiknum gegn Isra- el mættu þeir Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson Lev og Shofel í opna salnum, en Jón Ásbjörnsson og Símon Símon- arson Hochzeit og Frydrick í þeim lokaða. Leikurinn, sem áhorfendur sáu í opna salnum, var mjög vel spilaður af beggja hálfu, en allt gekk hins vegar á móti Jóni og Símoni í lokaða salnum og í hálfleik leiddu Isra- elsmenn með 35 stigum, 26—61. Aðalsteinn Jörgensen og Valur Sigurðsson skiptu við Jón og Símon í síðari hálfleik og áttu bæði íslensku pörin góðan leik, en fsraelsmenn líka. íslenska sveitin náði 4 stigum til baka og tapaði því leiknum 10—20. ísraelsmenn hafa tekið mjög góða forystu þegar fjórar um- ferðir eru eftir, því helstu keppi- nautarnir, Frakkar og Austur- ríkismenn, töpuðu sínum leikj- um. Staða efstu sveita er þessi: ísrael 325, Frakkland 309, Aust- urríki 299, Holland 295, Dan- mörk 294, Pólland 283 og Bret- land 278. í dag, miðvikudag, verður ein- ungis spilaður einn kvöldleikur, en þá spilar ísland við Spán, sem hefur verið nálægt botnin- um allt mótið. Mótinu lýkur á föstudaginn. Gítartónleikar á Akureyri PÁLL Eyjólfsson gítarleikari held- ur tónleika á Laxdalshúsi á Akur- eyri nmmtudaginn 4. júlí kl. 20.30. Á efnisskrá verða m.a. verk eftir JA Bach, I. Albeniz og Mist l>or- kelsdóttur. Páll hóf nám í Barnamúsík- skóla Reykjavíkur en síðar í Gít- arskólanum, þar sem kennari hans var Eyþór Þorláksson. Hann lauk einleikaraprófi þaðan árið 1981 og stundaði síðan framhaldsnám á Spáni undir handleiðslu spánska gítarleikar- ans Jose Luis Gonsalez. Hann starfar nú sem gítarkennari í Reykjavík. (FrétUtilkynning) HLIDARLISTAR í úrvali. Einnig nýkomnir gúmmíbrettabogar LÍMRENDUR MARGIR LITIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.