Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 198. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Indland: Míklar öryggisráðstafan- ir vegna morðsins á Dass Nýjn Delhí, 4. aeptember. AP. VEGATÁLMAR og varðstöðvar voru settar upp á öllum leiðum inn til Nýju Delhí í dag, vegna morðsins á Arjun Dass, frammámanni Kon- gress-flokksins og einum helsta stuðni igsmanns Rajivs Gandhi, for- sætisráðherra. Dass og lífvörður hans voru myrtir á skrifstofu Dass í Nýju Delhí í morgun og taldi lögreglan að hryðjuverkamenn síkha hefðu staðið að ódæðinu. Sex aðrir særðust í árásinni. Þrír menn réðust inn í skrif- stofu Dass í morgun og skutu á átta manns sem þar voru staddir. Árásarmennirnir komust undan á litlu vélhjóli og hefur lögreglan stöðvað tugi bíla og vélhjóla í dag til að reyna að finna tilræðis- mennina. Lögreglan telur víst að tilræðismennirnir hafi verið síkh- ar, þar sem þeir hrópuðu einkunn- arorð síkha á leiðinni út úr skrifstofunni. Er talið að árásin hafi verið gerð til að reyna að hindra fyrirhugaðar kosningar í Punjab-ríki. í óeirðum þar í nótt biðu fimm hindúar bana og 18 særðust. Dass var á meðal þeirra 16 Kongress-manna sem skipulögðu herferðir gegn síkhum í Nýju Delhí eftir morðið á Indíru Gandhi í október í fyrra, en þá biðu 2.700 manns bana í norður- hluta landsins, þar af 2.000 sikhar. Lalit Maken, þingmaður Kong- ress-flokksins, var einnig á meðal þessara 16, en hann var myrtur 31. júlí sl. Tilræðismenn hans skutu hann og eiginkonu hans til bana á heimili þeirra og komust undan á vélhjóli. Dass var 46 ára gamail og var álitinn framsækinn í stjórnmálum í Nýju Delhí. Hann sóttist eftir þingsæti Makens í kosningunum sem framundan eru. Hann var einnig mikill vinur Sanjays Gandhi, yngri bróður forsætis- ráðherrans, sem fórst í flugslysi árið 1980. Kosningabaráttan í Punjab hefst á föstudag og verður kosið um 117 sæti á Punjab-þingi og 13 almenn þingsæti. Fimm lífverðir fylgja nú hverjum frambjóðanda og er þeim heimilt að bera skot- vopn. Gandhi hefur neitað að fresta kosningunum þrátt fyrir hótanir hryðjuverkamanna öfgafullra síkha um að þeim muni fylgja blóðbað. Morðið á síkhanum hóf- sama, Harchand Singh Longowal, 20. ágúst sl. hefur heldur ekki fengið Gandhi til að endurskoða afstöðu sína. Öfgafullir síkhar hafa hafnað samkomulagi sem Longowal gerði við Gandhi til að binda enda á átök i Punjab og hafa þeir hótað að berjast gegn því að samkomulagið nái fram að ganga. Garri Kasparov Kasparov vann Moskvu, 4. sept AH. ANATOLY Karpov gaf í dag fyrstu skák sína í heimsmeistaraeinvíg- inu vió Garri Kasparov. Skákin fór í bið í ger og vildi Karpov ekki tefla hana áfram. Þetta er fyrsta sinni, sem Karpov er undir í einvígi frá því hann varð heimsmeistari. Sér- fræðingar segja að tapið gæti haft sálræn áhrif á heimsmeist- arann. Næsta skák þeirra Karpovs og Kasparovs verður tefld á morg- un, fimmtudag. AP/Símamynd. Ár er liðið frá því að óeirðir hófust í Suður-Afríku og enn blossuðu upp átök þar í dag. Hér er verið að leiða ungan blökkumann til yfirheyrslu eftir götuóeirðir í Soweto í Jóhannesarborg. Stjóm Suður-Afríku: Fær ekki aðstoð Englandsbanka London o« Jnhannexarhore, 4. ueptember. AP. MARGRET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, hafnaði í dag beiðni Seðlabankastjóra Suður-Afríku um að Englandsbanki aðstoðaði stjórn hvíta minnihlutans við að leysa efnahagsvandann þar í landi. Þá biðu fjórir bana í óeirðum í Jóhannesarborg og Höfðaborg í dag. Thatcher sagði að stjórn hennar hefði ávallt verið andvíg aðskiln- aðarstefnu stjórnvalda í S-Afríku og myndi ekki veita stjórn hvíta minnihlutans fjárhagsaðstoð, hvorki á beinan né óbeinan hátt. Seðlabankastjórinn lýsti því yfir í dag, eftir viðræður við bandaríska bankamenn, að stjórnin þyrfti ekki á nýjum lánum að halda, heldur einungis lengri frest til að leysa efnahagsvandann. Gjaldmiðill S-Afríku, randið, féll í verði um nærri fimm banda- rísk cent á 20 mínútum í morgun, en náði sér upp um þrjú og hálft cent þegar leið á daginn. Gengi þess um hádegi var 40,50 cent og hafði þá Seðlabankinn selt mikið af dollurum til að randið næði sér á strik. Átök blossuðu upp að nýju i Höfðaborg og Jóhannesarborg í nótt og dag og biðu þar fjórir bana. Forráðamenn Deelkraal gull- námunnar, sem tilkynntu á þriðjudag að 5.000 af 7.000 starfs- mönnum námunnar yrði sagt upp vegna verkfalla námamanna, sögðu í dag að yfir 90% af starfsmönnunum hefðu horfið aft- ur til vinnu í dag. 1 öðrum námum héldu verkföll svartra náma- manna áfram, þrátt fyrir hótanir forráðamanna um að tæplega 1.000 námamenn yrðu reknir ef verkföllum yrði haldið áfram. Bretland: Klofnar verka- lýðssambandið? l/ondon, 4. september. AP. STJÓRN breska verkalýðssambandsins, TUC, átti að greiða atkvæði í kvöld um hvort reka ætti annað stærsta verkalýðsfélagið úr sambandinu, fyrir að neita að samþykkja tillögu frá stjórn sambandsins, um að hætta að þiggja fé frá stjórn Margrétar Thatcher til að fjármagna atkvæðagreiðslur innan félaganna. Atkvæðagreiðslan hafði enn ekki farið fram þegar Morgun- blaðið fór í prentun, en ef af brottrekstrinum verður, gæti það leitt til versta klofnings innan sambandsins í 117 ára sögu þess. í verkalýðsfélaginu sem um get- ur, sambandi sameinaðra stéttar- félaga verkamanna í véla- og málmiðnaði, eða AUEW, eru um ein milljón meðlima og ákvað stjórn þess á fundi í gær að verða ekki við tillögu stjórnar TUC. Verkalýðsfélag rafvirkja, sem tel- ur um 355.000 meðlimi, hefur hót- að að ganga úr sambandinu, ef af brottrekstri AUEW verður. Nixon í Kína Pekinf, 4. september. AP. RICHÁRD Nixon, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er nú í heimsókn í Kína og dvelur hann þar í boði kínversku stjórnarinnar. Hann heimsóui barnaskóla í úthverfi Peking í dag og sungu börnin nokkur lög á ensku til heiðurs forsetanum fyrrverandi. Nixon tók þá til við undirleik á píanó og söng hátt og snjallt ásamt barnaskaranum. Nixon fór fyrstur bandarískra forseta í opinbera heimsókn til Kína árið 1972 og ruddi brautina fyrir bætt samskipti Bandaríkjamanna og Kín- verja. ÞetU er flmmU heimsókn Nixons til Alþýðulýðveldisins Kína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.