Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985
35
Frá aðalfundi SSA, sem fram fór i Reyðarfirói um síðustu helgi.
Sveitarstjórnir sameinist um rekst-
ur Verkmenntaskóla Austurlands
AÐALFUNDUR Sambands sveitar-
félaga í Austurlandskjördæmi sam-
þykkti samning um kjarnaskóla iðn-
og tæknimenntunar í fjórðungnum
eða Verkmenntaskóla Austurlands
eins og skólinn mun heita. Jafn-
framt skoraði fundurinn i allar
sveitarstjórnir í fjórðungnum að ger-
ast aðilar að samningnum sem taka
i gildi 1. janúar næstk.
Stofnheimild skólans er í samn-
ingi frá 2. júlí 1981 milli mennta-
málaráðuneytis og fjármálaráðu-
neytis annars vegar og hins vegar
bæjarstjórnar Neskaupstaðar og
ganga aðilar inn í þann samning
þar til nýr samningur hefur verið
gerður.
Gert er ráð fyrir því að 11
manna skólanefnd fari með mál-
efni skólans fyrir hönd sveitarfé-
laganna og skal hvert þjónustu-
svæði SSA útnefna einn fulltrúa
hvert í skólanefndina nema hvað
Neskaupstaður tilnefnir þrjá full-
trúa.
Samkvæmt samningum er gert
ráð fyrir því að stofnkostnaður
skólans skiptist milli sveitarfélag-
anna í réttu hlutfalli við út-
svarsstofn liðins árs. Bæjarsjóður
Neskaupstaðar greiðir þó þrefald-
an hlut og dregst hann frá áður en
til kostnaðarskiptingar kemur
meðal annarra sveitarfélaga.
Rekstrarkostnað skólans skipta
sveitarfélögin á milli sín á þann
hátt skv. samningum að 25% hans
verður í réttu hlutfalli við út-
svarsstofna sveitarfélaganna en
75% í réttu hlutfalli við nemenda-
fjölda hvers sveitarfélags í skólan-
um hverju sinni. Bæjarsjóður Nes-
kaupstaðar mun greiða 2,5 faldan
hlut í rekstarkostnaði sem dregst
frá áður en til skiptingar kemur á
sama hátt og varðandi stofnkostn-
að.
Gert er ráð fyrir því að samn-
ingurinn verði endurskoðaður inn-
an tveggja ára.
Sérstök nefnd hefur unnið að
undirbúningi þessa samstarfs
sveitarfélaganna um verkmennta-
skóla frá síðasta aðalfundi sam-
bandsins og hefur nefndin kynnt
málið rækilega víðs vegar um
fjórðung einkum fyrir sveitar-
stjórnarmönnum, skólamönnum
og öðrum þeim er málið varðar
sérstaklega. Þeir fundarmenn sem
einkum hafa unnið að þessum
undirbúningi og kynningarmálum,
Smári Geirsson skólameistari í
Neskaupstað og Einar Már Sig-
urðsson, skólafulltrúi í Neskaup-
stað, fylgdu málinu úr hlaði á að-
alfundinum.
Framhaldsskólinn i Neskaup-
stað, kjarnaskóli iðn- og tækni-
menntunar í fjórðungnum, mun
því heita Verkmenntaskóli Aust-
urlands eftir að samningurinn
hefur tekið gildi hinn 1. jan.
næstk.
Kristinn V. Jóhannsson forseti bæjarstjórnar Neskaupstaðar á tali við Sig-
fús Guðlaugsson oddvita á Reyðarfirði.
Texti og myndir:
Ólafur Guömundsson
Þjónusta við ferðamenn
vaxandi atvinnugrein
ÞAÐ kom greinilega fram á aðalfundi Sambands sveitarfélaga í Austur-
landskjördæmi — er lauk á Reyðarfirði nú fyrir helgina — að hvers
konar þjónusta við ferðamenn er vaxandi atvinnugrein hér eystra — sem
sveitarstjórnarmenn binda vonir við og hafa fullan hug á að styðja og
styrkja.
Við afgreiðslu fjárhagsáætlun-
ar sambandsins fyrir næsta ár
var einróma samþykkt að veita
nýstofnuðum Ferðamálasamtök-
um Austurlands 100 þús. kr.
styrk. Ferðamálasamtök Austur-
lands eru samtök ferðamálafé-
laga sem nú hafa verið stofnuð
á öllu þjónustusvæðum SSA fyrir
tilstuðlan samgöngu- og ferða-
málanefndar sambandsins - sem
nú kallast raunar eingöngu
samgöngunefnd SSA.
Þá hefur skipan sérstakrar
ferðamálanefndar hinnar svo-
nefndu samnorrænu Vestnor-
den-nefndar orðið til að auka
trú manna á ferðaþjónustu sem
atvinnugreinar í fjórðungnum.
Ferðamálanefnd Vestnorden—
nefndarinnar hefur opnað skrif-
stofu á Egilsstöðum og ráðið til
sín ferðamálafulltrúa, Reyni
Adólfsson, er áður var framkvstj.
Ferðaskrifstofu Vestfjarða.
Skrifstofu ferðamálanefndar
Vestnorden-nefndarinnar er ætl-
að að aðstoða við uppbyggingu
og samræmingu ferðamála á
þeim landssvæðum sem starfs-
svið Vestnorden-nefndarinnar
nær yfir, þ.e.a.s. Vestur-Noreg,
Færeyjar, Grænland og ísland.
Á aðalfundi SSA var lögð fram
skýrsla formanns Ferðamála-
nefndar Vestnorden-nefndarinn-
ar, Jónasar Hallgrimssonar á
Seyðisfirði, þar sem hann leggur
áherslu á mikilvægi ferðaþjón-
ustunnar sem atvinnugreinar í
fjórðungnum og hvetur til dáða
innan hinnar nýju starfsgreinar
á Austurlandi.
Að sögn Rúnars Pálssonar,
formanns Ferðamálasamtaka
Austurlands, er í ráði að samtök-
in beiti sér fyrir stórátaki varð-
andi kynningu ferðaþjónustunn-
ar á Austurlandi og á möguleik-
um ferðamanna hér eystra, t.d.
með útgáfu bæklinga og gerð
myndbanda — og stuðli á allan
hátt að bættri og aukinni ferða-
þjónustu.
Þá má geta þess að aukið
samstarf við Færeyinga á þessu
sviði sem og öðrum hefur án efa
opnað augu margra hér um slóðir
á ónotuðum möguleikum ferða-
þjónustunnar.
Keflavík:
Víkurbær
gjaldþrota
SKIPTAMEÐFERÐ hófst í gær hjá
bæjarfógetanum í Keflavík á eigum
verslunarinnar Víkurbæjar í Kefla-
vík, en verslunin var lýst gjaldþrota
sl. mánudag.
Víkurbær fór fram á greiðslu-
stöðvun á skuldum sinum fyrir
fimm mánuðum en með því er
fyrirtækinu óskylt og óheimilt að
greiða skuldir sínar þann tíma.
Ekki er þó veitt lengri greiðslu-
stöðvun en fimm mánuðir.
Að sögn Guðmundar Kristjáns-
sonar, fulltrúa hjá bæjarfógeta
Keflavíkur, verður væntanlega
lýst eftir kröfuhöfum á hendur
versluninni í næsta tölublaði
Lögbirtingablaðsins. Víkurbær á
húsnæði verslunar sinnar á Hafn-
argötu 23 og rekur aðra verslun
sína á Hólmgarði 2 í leiguhúsnæði.
Bandaríski jógakennarinn Ac.
Mahaprajinananda, sem nú er
staddur hér á landi á vegum hins
nýstofnana Hugræktarskóla.
Bandarískur
jógakennari
heldur
fyrirlestra
Námskeiðahald í hugleiðslu, jóga-
æfingum og jógaheimspeki, seni
ýmsir aðilar hafa staðið fyrir í Aðal-
stræti 16 í Reykjavík, hefur nú verið
cndurskipulagt og stofnaður sérstak-
ur hugræktarskóli.
Markmið skólans er tvíþætt,
annars vegar að halda námskeið í
hugleiðslu og jóga fyrir almenning
og hinns vegar að auka umræðu
um innsæisvísindi, með fyrir-
lestrahaldi, umræðum og útgáfu-
starfi.
í tilefni af opnun Hugræktar-
skólans heldur bandaríski jóga-
kennarinn Ac. Mahaprajinananda
tvo fyrirlestra í húsakynnun skól-
ans. Hinn fyrri er í kvöld, fimmtu-
dagskvöld og fjallar um áhrif jóga-
æfinga, heilsufæðis og hugleiðslu
á daglegt líf.
Seinni fyrirlesturinn verður
annað kvöld og fjallar hann um
hvernig stjórna má líkamanum
meðeinbeitingu hugans.
Ac. Mahaprajinananda mun
einnig leiðbeina á námskeiði sem
Hugræktarskólinn gengst fyrir nk.
laugardag og sunnudag frá kl.
14-18 báða dagana. Á námskeiðinu
verður fjallað um jógaheimspeki,
hugleiðslu og tengsl innsæisvís-
inda við þjóðfélagsheimspeki.
Námskeiðsgjald er kr. 150. Inn-
ritun og upplýsingar eru veittar í
SÍma 23588. (Kréttatilkynning.)
Tvö ný fé-
lög í BSRB
STJÓRN BSRB hefur veitt tveim-
ur nýjum starfsmannafélögum að-
ild að Bandalagi starfsmanna
ríkis og bæja. Eru það starfs-
mannafélag Dalvikurbæjar og
Dalbæjar og Starfsmannafélag
Borgarness, en félögin voru stofn-
uð 11. júlí síðastliðinn. Formaður
Dalvíkurfélagsins er Einar Emils-
son og Borgarnessfélagsins Ásdís
Baldvinsdóttir.
-f
r