Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985 13 NÁMSKEIÐ í innhverfri íhugun hefst meö opnum kynningarfyrirlestri í kvöld, fimmtudag 5. sept., kl. 20.00 aö Hverfisgötu 18 (gegnt Þjóöleikhúsinu). fhug- unartæknin stuölar aö heil- legri þróun hugar og líkama. íslenska íhugunarfélagid s. 91-16662. V ^ MAHARISHI MAHESH YOGI Miele 10% kynningarafsláttur meðan á sýningunni stendur Þessar heimsþekktu vestur-þýsku hágæða vélar eru kynntar á sýningunni „Heimilið 85“ í Laugardalshöll Veldu Miele annað er málamiðlun JÓHANN ÓLAFSSON & CO 43 Sundaborg -104 Reykjavík • Simi 82644 PAITEIGnAfMA VITAITIG 15, S, 26090,26065. Hörgshlíö — jaröhæö 70 fm. 3ja herb. V. 1,6 millj. Drápuhlíö — góö 3ja herb. 85 fm. V. 1750 þús. Frakkastígur — ris 100fm. 4raherb.V. 1.7 millj. Grettisgata — steinhús 95 f m. 3ja herb. V. 1750 þús. Lundarbrekka — lúxusíb. 100 fm. Innr. af vönduöustu gerö.V. 2,3millj. Furugrund — falleg 100 fm ílyftubl. Vlnkilsv. V. 2,2 m. Kársnesbraut — sérhæð 140 fm efri sérh. í tvíbýlish. + 30 fm bílsk. Æskil. sk. á 3ja herb. íb. V.3,3-3,4millj. Vesturberg — 1. hæö 3jaherb.90fm. V. 1850 þús. 4raherb. 100 fm 1950 þús. Kríuhólar — glæsileg 3ja herb. 90 fm. V. 1850 þús. Seljabraut — raöhús 220 fm + bílsk. Makask. á íb. í sama hverfi. V. 3,7 millj. Flúðasel — raöhús 150 fm + bílskýli. V. 3,8 millj. 220 fm. Vönduö eign. V. 4,1 millj. Frostaskjól — endaraöh. 265 fm. Vönduö eign. Innb. bíisk. V. 5 millj. Snyrtivöruverslun Til sölu á góöum staö í miö- borginni. Uppl. aöeins á skrifst. Skoðum og verðmetum samdægurs Bergur Oliversson hdl., Gunnar Gunnarsson hs: 77410. HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. Aóstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. Vökvamótorar = HEÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI 24260 LAGER-SÉRRANTANIR-ÞJÓNUSTA TJöföar til XJLfólks í öllum starfsgreinum! fMfrtgfmMaftift MorgunbUdiA/Helgi Bjaraaoon Þeir fulltrúar búgreinafélaganna sem msttu i aðaifund Stéttarsambandsins i Laugarvatni, fremri röé, talið fri vinstri: Sveinn Guðmundsson, ÆðarrækUrfélagi íslands, Haukur Halldórsson, Sambandi íslenskra loðdýrarækt- enda, Halldór Kristinsson, Svínaræktarfélagi íslands, Kristinn Jóhannsson, Félagi ferðaþjónustubænda. sr. Halldór Gunnarsson, Hagsmunafélagi hrossabænda, og Jón Eiríksson, Kanínuræktarfélagi Suðurlands. Efri röð, f.v.: Jónas Halldórsson, Félagi kjúklingabænda, Bjarni Helgason, Sambandi garðyrkjubænda, Jóhannes Kristjinsson, Lands- samtökum sauðfjirbænda, Magnús Sigurðsson, Landssambandi kartöflubænda, og Jón Gíslason, Sambandi eggja- framleiðenda. „Bind mestar vonir við að bændur finni sig sameinaða — segir Haukur Halldórsson um breytingar á samþykktum Stéttarsambandsins „ÉG er ánægður með niðurstöðuna • að fundurinn skuli hafa samþykkt aðild búgreinasambandanna að Stéttarsambandinu. Sambandið hefur lengi Iegið undir því ámæli að gæta eingöngu hagsmuna hinna hefðbundnu bú- greina, sérstaklega sauðfjárræktarinnar, en nú stti það að breytast," sagði Haukur Halldórsson í Sveinbjarnargerði, formaður Sambands íslenskra loðdýraræktenda, en hann var kosinn f stjórn Stéttarsam bandsins á aðalfund- inum á Laugarvatni sem annar fulltrúi búgreinasambandanna. „Á fáum árum hefur orðið veru- leg stefnubreyting hjá Stéttarsam- bandinu gagnvart búgreinafélög- unum. Það eru ekki nema tfu ár síðan Stéttarsambandsþing felldi tillögu um að athuga aðild bú- greinafélaganna að sambandinu - en nú hafa verið gerðar verulegar breytingar þannig að Stéttarsam- bandið er byggt upp af gömlu bún- aðarfélögunum og einnig bú- greinasamböndunum." - Hverju heldur þú að þetta breyti í starfsemi Stéttarsam- bandsins? „Ég held að nýjum mönnum hljóti að fylgja töluverðar breyt- ingar. Ég bind mestar vonir við að bændur finni sig sameinaða, burtséð frá því hvaða framleiðslu þeir stunda. Bændum i hinum svokölluðu sérbúgreinum hefur fundist sem þeir væru litnir horn- auga í bændastétt; að þeir hafi verið álitnir annars flokks bænd- ur. Ég reikna með að óbeinu áhrif- in verði mest að þessu leyti. Það er líka mikil þörf á að bændur standi saman, bæði inn á við og út á við. Einungis þannig verður bændastéttin sterk. Þegar þrengir að er mjög nauðsynlegt að menn leysi málin í sameiningu, en ekki á kostnað hvers annars, eins og sumum hefur fundist brydda á hingað til* - Hver telur þú að verði staða sérbúgreinanna innan Stéttarsam- bandsins. Verða þær ekki áfram undir? „Ég hef ekki trú á því. Það hlýtur að verða ákveðin þróun, inn koma yngri menn með ný viðhorf. Ég óttast ekki að ástandið verði slæmt. Ágreiningur á milli bú- greinanna hefur mest stafað af misskilningi, sem hægt hefði verið að leysa ef menn hefðu sest niður og rætt málin.“ Búgreinasamböndin verða að vera opin landssamtök Eftirtalin ellefu búgreinafélög og -sambönd sendu fulltrúa til aðalfundar Stéttarsambands bænda á Laugarvatni: Samband eggjaframleiðenda, Landsamtök sauðfjárbænda, Samband ís- lenskra loðdýraræktenda, Félag kjúklingabænda, Landsamband kartöflubænda, Samband garð- yrkjubænda, Svínaræktarfélag Islands, Æðarræktarfélag íslands, Hagsmunafélag hrossabænda, Kanínuræktarfélag Suðurlands og Félag ferðaþjónustubænda. Fleiri búgreinafélög eru starfandi, svo sem Félag alifuglabænda, Land- samband veiðiréttareigenda, Félag rófnabænda og félög kúabænda. Ljóst er að ekki eiga öll þessi félög rétt á aðild að Stéttarsam- bandinu, og að minnsta kosti eitt mun ekki vilja það. Forsendur þess að búgreinafélögin öðlist aðild að Stéttarsambandinu er að viðkom- andi félag sé landsamtök, opið öllum framleiðendum í viðkom- andi búgrein og með jafnan félags- rétt, að stjórn Stéttarsambands bænda samþykki samþykktir við- komandi sambands, að aðeins eitt búgreinasamband sé viðurkennt í hverri framleiðslugrein og að þau kjósi á aðalfundi sínum fulltrúa á aðalfund Stéttarsambands bænda. Félag alifuglabænda, sem klofnaði út úr Sambandi eggjaframleiðenda á sl. ári, sendi ekki fulltrúa á aðalfund Stéttarsambandsins og STOFNUD 1958 SVEINN SKULA90N hdl. Bráðvantar Vantar fyrir góöa kaupendur 2ja herb. íbúö t.d. í Hlíðum eöa Háaleiti. Vantar strax 2ja-3ja herb. í nágrenni víö Landspítalann. tilnefndi ekki menn til uppstilling- ar i stjórn Stéttarsambandsins og Framleiðsluráð í mótmælaskyni við framleiðslustjórnun og er talið ólíklegt að það félag vilji eiga aðild að Stéttarsambandinu. Landsamtök sauðfjárbænda til- nefndu ekki menn við uppstillingu til stjórnar og Framleiðsluráðs. Talið var að sauðfjárbændur ættu að fá fulltrúa í Framleiðsluráð með tilnefningu sláturleyfishafa, en lögin gera ráð fyrir að slátur- leyfishafar tilnefni sameiginlega einn framleiðanda í Framleiðslu- ráð og mjólkurframleiðendur ann- an framleiðanda. Forystumenn búgreinafélaganna gáfu út sam- eiginlega yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir þeirri skoðun sinni að þessi tilnefning eigi að fara fram i samráði við viðkomandi bú- greinafélög. „Stéttarsambandið verði samband bú- greinafélaganna“ „Mér sýnist að margt horfi til bóta við þessar breytingar á sam- þykktum Stéttarsambandsins,“ sagði Jóhannes Kristjánsson á Höfðabrekku, formaður Land- samtaka sauðfjárbænda þegar rætt var við hann á fundinum. Hann sagði að Landsamtökin hefðu þegar sótt um inngöngu í Stéttarsambandið, enda væri gert ráð fyrir því í lögum samtakanna. „Það sem okkur þykir einna lakast í dag er að afurðasölufyrirtækin skuli eiga að tilnefna okkar full- trúa í Framleiðsluráð," sagði hann. Jón Gíslason á Hálsi, formaður Sambands eggjaframleiðenda, sem kosinn var í stjórn Stéttarsam- bandsins á aðalfundinum, sagði að hann liti svo á að uppbygging bændasamtakanna með búnaðar- félögum sem grunneiningu, búnað- arsamböndum og kjörmannafund- um og síðan Búnaðarfélagi Islands og búnaðarþingi og Stéttarsam- bandi bænda væri að riðlast. Taldi hann að í framtíðinni tilnefndu búgreinafélögin fulltrúa á sam- komur eins og aðalfund Stéttar- sambandsins í hlutfalli við verð- mætasköpunina í hverri grein fyrir sig. Jóhannes á Höfðabrekku tók undir þetta, taldi að þróunin yrði sú að innan ekki mjög langs tíma yrði Stéttarsamband bænda samband búgreinafélaganna. - HBj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.