Morgunblaðið - 05.09.1985, Side 13

Morgunblaðið - 05.09.1985, Side 13
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985 13 NÁMSKEIÐ í innhverfri íhugun hefst meö opnum kynningarfyrirlestri í kvöld, fimmtudag 5. sept., kl. 20.00 aö Hverfisgötu 18 (gegnt Þjóöleikhúsinu). fhug- unartæknin stuölar aö heil- legri þróun hugar og líkama. íslenska íhugunarfélagid s. 91-16662. V ^ MAHARISHI MAHESH YOGI Miele 10% kynningarafsláttur meðan á sýningunni stendur Þessar heimsþekktu vestur-þýsku hágæða vélar eru kynntar á sýningunni „Heimilið 85“ í Laugardalshöll Veldu Miele annað er málamiðlun JÓHANN ÓLAFSSON & CO 43 Sundaborg -104 Reykjavík • Simi 82644 PAITEIGnAfMA VITAITIG 15, S, 26090,26065. Hörgshlíö — jaröhæö 70 fm. 3ja herb. V. 1,6 millj. Drápuhlíö — góö 3ja herb. 85 fm. V. 1750 þús. Frakkastígur — ris 100fm. 4raherb.V. 1.7 millj. Grettisgata — steinhús 95 f m. 3ja herb. V. 1750 þús. Lundarbrekka — lúxusíb. 100 fm. Innr. af vönduöustu gerö.V. 2,3millj. Furugrund — falleg 100 fm ílyftubl. Vlnkilsv. V. 2,2 m. Kársnesbraut — sérhæð 140 fm efri sérh. í tvíbýlish. + 30 fm bílsk. Æskil. sk. á 3ja herb. íb. V.3,3-3,4millj. Vesturberg — 1. hæö 3jaherb.90fm. V. 1850 þús. 4raherb. 100 fm 1950 þús. Kríuhólar — glæsileg 3ja herb. 90 fm. V. 1850 þús. Seljabraut — raöhús 220 fm + bílsk. Makask. á íb. í sama hverfi. V. 3,7 millj. Flúðasel — raöhús 150 fm + bílskýli. V. 3,8 millj. 220 fm. Vönduö eign. V. 4,1 millj. Frostaskjól — endaraöh. 265 fm. Vönduö eign. Innb. bíisk. V. 5 millj. Snyrtivöruverslun Til sölu á góöum staö í miö- borginni. Uppl. aöeins á skrifst. Skoðum og verðmetum samdægurs Bergur Oliversson hdl., Gunnar Gunnarsson hs: 77410. HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. Aóstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. Vökvamótorar = HEÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI 24260 LAGER-SÉRRANTANIR-ÞJÓNUSTA TJöföar til XJLfólks í öllum starfsgreinum! fMfrtgfmMaftift MorgunbUdiA/Helgi Bjaraaoon Þeir fulltrúar búgreinafélaganna sem msttu i aðaifund Stéttarsambandsins i Laugarvatni, fremri röé, talið fri vinstri: Sveinn Guðmundsson, ÆðarrækUrfélagi íslands, Haukur Halldórsson, Sambandi íslenskra loðdýrarækt- enda, Halldór Kristinsson, Svínaræktarfélagi íslands, Kristinn Jóhannsson, Félagi ferðaþjónustubænda. sr. Halldór Gunnarsson, Hagsmunafélagi hrossabænda, og Jón Eiríksson, Kanínuræktarfélagi Suðurlands. Efri röð, f.v.: Jónas Halldórsson, Félagi kjúklingabænda, Bjarni Helgason, Sambandi garðyrkjubænda, Jóhannes Kristjinsson, Lands- samtökum sauðfjirbænda, Magnús Sigurðsson, Landssambandi kartöflubænda, og Jón Gíslason, Sambandi eggja- framleiðenda. „Bind mestar vonir við að bændur finni sig sameinaða — segir Haukur Halldórsson um breytingar á samþykktum Stéttarsambandsins „ÉG er ánægður með niðurstöðuna • að fundurinn skuli hafa samþykkt aðild búgreinasambandanna að Stéttarsambandinu. Sambandið hefur lengi Iegið undir því ámæli að gæta eingöngu hagsmuna hinna hefðbundnu bú- greina, sérstaklega sauðfjárræktarinnar, en nú stti það að breytast," sagði Haukur Halldórsson í Sveinbjarnargerði, formaður Sambands íslenskra loðdýraræktenda, en hann var kosinn f stjórn Stéttarsam bandsins á aðalfund- inum á Laugarvatni sem annar fulltrúi búgreinasambandanna. „Á fáum árum hefur orðið veru- leg stefnubreyting hjá Stéttarsam- bandinu gagnvart búgreinafélög- unum. Það eru ekki nema tfu ár síðan Stéttarsambandsþing felldi tillögu um að athuga aðild bú- greinafélaganna að sambandinu - en nú hafa verið gerðar verulegar breytingar þannig að Stéttarsam- bandið er byggt upp af gömlu bún- aðarfélögunum og einnig bú- greinasamböndunum." - Hverju heldur þú að þetta breyti í starfsemi Stéttarsam- bandsins? „Ég held að nýjum mönnum hljóti að fylgja töluverðar breyt- ingar. Ég bind mestar vonir við að bændur finni sig sameinaða, burtséð frá því hvaða framleiðslu þeir stunda. Bændum i hinum svokölluðu sérbúgreinum hefur fundist sem þeir væru litnir horn- auga í bændastétt; að þeir hafi verið álitnir annars flokks bænd- ur. Ég reikna með að óbeinu áhrif- in verði mest að þessu leyti. Það er líka mikil þörf á að bændur standi saman, bæði inn á við og út á við. Einungis þannig verður bændastéttin sterk. Þegar þrengir að er mjög nauðsynlegt að menn leysi málin í sameiningu, en ekki á kostnað hvers annars, eins og sumum hefur fundist brydda á hingað til* - Hver telur þú að verði staða sérbúgreinanna innan Stéttarsam- bandsins. Verða þær ekki áfram undir? „Ég hef ekki trú á því. Það hlýtur að verða ákveðin þróun, inn koma yngri menn með ný viðhorf. Ég óttast ekki að ástandið verði slæmt. Ágreiningur á milli bú- greinanna hefur mest stafað af misskilningi, sem hægt hefði verið að leysa ef menn hefðu sest niður og rætt málin.“ Búgreinasamböndin verða að vera opin landssamtök Eftirtalin ellefu búgreinafélög og -sambönd sendu fulltrúa til aðalfundar Stéttarsambands bænda á Laugarvatni: Samband eggjaframleiðenda, Landsamtök sauðfjárbænda, Samband ís- lenskra loðdýraræktenda, Félag kjúklingabænda, Landsamband kartöflubænda, Samband garð- yrkjubænda, Svínaræktarfélag Islands, Æðarræktarfélag íslands, Hagsmunafélag hrossabænda, Kanínuræktarfélag Suðurlands og Félag ferðaþjónustubænda. Fleiri búgreinafélög eru starfandi, svo sem Félag alifuglabænda, Land- samband veiðiréttareigenda, Félag rófnabænda og félög kúabænda. Ljóst er að ekki eiga öll þessi félög rétt á aðild að Stéttarsam- bandinu, og að minnsta kosti eitt mun ekki vilja það. Forsendur þess að búgreinafélögin öðlist aðild að Stéttarsambandinu er að viðkom- andi félag sé landsamtök, opið öllum framleiðendum í viðkom- andi búgrein og með jafnan félags- rétt, að stjórn Stéttarsambands bænda samþykki samþykktir við- komandi sambands, að aðeins eitt búgreinasamband sé viðurkennt í hverri framleiðslugrein og að þau kjósi á aðalfundi sínum fulltrúa á aðalfund Stéttarsambands bænda. Félag alifuglabænda, sem klofnaði út úr Sambandi eggjaframleiðenda á sl. ári, sendi ekki fulltrúa á aðalfund Stéttarsambandsins og STOFNUD 1958 SVEINN SKULA90N hdl. Bráðvantar Vantar fyrir góöa kaupendur 2ja herb. íbúö t.d. í Hlíðum eöa Háaleiti. Vantar strax 2ja-3ja herb. í nágrenni víö Landspítalann. tilnefndi ekki menn til uppstilling- ar i stjórn Stéttarsambandsins og Framleiðsluráð í mótmælaskyni við framleiðslustjórnun og er talið ólíklegt að það félag vilji eiga aðild að Stéttarsambandinu. Landsamtök sauðfjárbænda til- nefndu ekki menn við uppstillingu til stjórnar og Framleiðsluráðs. Talið var að sauðfjárbændur ættu að fá fulltrúa í Framleiðsluráð með tilnefningu sláturleyfishafa, en lögin gera ráð fyrir að slátur- leyfishafar tilnefni sameiginlega einn framleiðanda í Framleiðslu- ráð og mjólkurframleiðendur ann- an framleiðanda. Forystumenn búgreinafélaganna gáfu út sam- eiginlega yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir þeirri skoðun sinni að þessi tilnefning eigi að fara fram i samráði við viðkomandi bú- greinafélög. „Stéttarsambandið verði samband bú- greinafélaganna“ „Mér sýnist að margt horfi til bóta við þessar breytingar á sam- þykktum Stéttarsambandsins,“ sagði Jóhannes Kristjánsson á Höfðabrekku, formaður Land- samtaka sauðfjárbænda þegar rætt var við hann á fundinum. Hann sagði að Landsamtökin hefðu þegar sótt um inngöngu í Stéttarsambandið, enda væri gert ráð fyrir því í lögum samtakanna. „Það sem okkur þykir einna lakast í dag er að afurðasölufyrirtækin skuli eiga að tilnefna okkar full- trúa í Framleiðsluráð," sagði hann. Jón Gíslason á Hálsi, formaður Sambands eggjaframleiðenda, sem kosinn var í stjórn Stéttarsam- bandsins á aðalfundinum, sagði að hann liti svo á að uppbygging bændasamtakanna með búnaðar- félögum sem grunneiningu, búnað- arsamböndum og kjörmannafund- um og síðan Búnaðarfélagi Islands og búnaðarþingi og Stéttarsam- bandi bænda væri að riðlast. Taldi hann að í framtíðinni tilnefndu búgreinafélögin fulltrúa á sam- komur eins og aðalfund Stéttar- sambandsins í hlutfalli við verð- mætasköpunina í hverri grein fyrir sig. Jóhannes á Höfðabrekku tók undir þetta, taldi að þróunin yrði sú að innan ekki mjög langs tíma yrði Stéttarsamband bænda samband búgreinafélaganna. - HBj.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.