Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 31
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985 31 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 35 kr. eintakiö. Sameining fyrirtækja að er athyglisvert að fylgjast með straum- um, sem setja mark sitt á íslenzkt viðskipalíf um þessar mundir. Um alllangt skeið hafa staðið yfir við- ræður um hugsanlega sam- einingu eða samvinnu ís- bjarnarins og Bæjarútgerð- ar Reykjavíkur. I Morgun- ilaðinu í gær er skýrt frá >ví, að Sjóvátryggingafélag slands, hafi keypt rúmlega ælming hlutafjár í Hag- tryggingu hf. Fyrir nokkru kom fram að Trésmiðjan Víðir hefði leitað eftir samstarfi við önnur fyrir- tæki á sama sviði með sameiningu í huga. Lengi hefur verið rætt um mynd- un stærri eininga í olíu- verslun og skipaflutning- um. Þessir straumar eru vísbending um, að ákveðin endurskipulagning er í gangi í atvinnulífinu. At- vinnufyrirtækin leita leiða til þess að auka hagkvæmni í rekstri um leið og stærri einingar hafa meiri getu til nýrrar uppbyggingar. í umræðum hér hefur verið reynt að gera hugsanlega sameiningu ísbjarnarins og BÚR tortryggilega. Slíkur hugsunarháttur er í ætt við þá útkjálkamennsku, sem Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra, hafði orð á í eftirtektarverðum sjón- varpsþætti, að setti um of mark sitt á umræður hér á íslandi. Þar er augljóslega um að ræða tækifæri til að efla verulega fiskvinnslu og útgerð í Reykjavík. Sú efl- ing kemur atvinnulífinu í höfuðborginni til góða, og þ. á m. launþegum. Þess vegna er það mikil þröng- sýni að leggjast gegn slíku samstarfi eða sameiningu. Vafalaust má færa rök að því, að tryggingafélögin séu of mörg. Sameining eða kaup eins fyrirtækis á öðru í þeirri þjónustugrein er líkleg til þess að skapa öflugri fyrirtæki á þessu sviði. Hvarvetna í hinum vestræna heimi eru trygg- ingafélög sterk fyrirtæki, sem eiga m.a. ríkan þátt í að skapa líflegan fjár- magnsmarkað í viðkomandi löndum. Líklegt má telja, að öflugri tryggingafélög gætu átt verulegan þátt 1 uppbygingu nýs fjármagns- markaðar hér. Iðnfyrirtæk- in, sem hafa þreifað sig áfram í útflutningi á und- anförnum árum eru vafa- laust flest of lítil og hafa því lítið bolmagn til fram- leiðslu og útflutnings. Þau geta staðið frammi fyrir því, að útflutningsstarfsemi þeirra gangi svo vel, að þau geti ekki staðið undir vel- gengninni! Samruni fyrir- tækja á þessu sviði getur því verið af hinu góða. Menn verða hins vegar að gera sér grein fyrir því, að sameining fyrirtækja er vandasöm eins og berlega kom í ljós, þegar flugfélögin tvö voru sameinuð. Þess vegna er vandi fyrirtækja ekki leystur bara með sam- einingu. Hún skapar hins vegar tækifæri, sem ella væru ekki fyrir hendi. Líflegri verzlun með hlutabréf getur stuðlað mjög að þessari þróun. Það er forvitnilegt að fylgjast með því, sem hefur verið að gerast í Noregi og Dan- mörku í verzlun með hluta- bréf. í þessum löndum virð- ist hafa orðið einhvers konar sprenging í hluta- bréfaviðskiptum, sem mik- ill kraftur er nú í. Almenn- ingur fjárfestir óspart í hlutabréfum ekki sízt ungt fólk. Það er nauðsynlegt að sparnaður í formi hluta- bréfakaupa verði metinn til jafns við annan sparnað. Vissulega hafa skref verið stigin í þá átt. En því verki þarf að ljúka. Heilbrigður hlutabréfamarkaður mun stuðla að öflugri einingum í atvinnulífinu og þær munu ýta undir aukin viðskipti með hlutabréf og þar með að sparnaður fólks renni beint til atvinnulífsins. Pétur Pétursson skrifar um kosningabaráttuna í Svíþjóð: Hver verður forsætisráðherra vinni borgaraflokkarnir sigur? Hver verður forsætisráðherra ef borgaraflokkarnir vinna? Það er venjan hér í Svíþjóð að hafa kosningafund nokkru fyrir kosningarnar þar sem forsætis- ráðherrann og flokkleiðtogi sá sem fyrir situr og sá leiðtogi stjórnarandstöðunnar sem lík- legur þykir að mynda stjórn ef stjórnarskipti verða, leiða saman hesta sína. Á tveim seinustu fundum af þessu tagi voru það þeir Olof Palme og Torbjörn Ftldin, en að þessu sinni voru það Olof Palme og hin nýi flokks- foringi móderata Ulf Adelson sem stigu í pontuna. Móderatar hafa meira fylgi en allir hinir borgaraflokkarnir til samans og margir telja hann sjálfsagðan sem forsætisráðherra ef núver- andi stjórn fer frá. Þetta er fyrsta kosningabarátta hans sem flokksleiðtoga, en hann er samt ekkert feiminn við tilhugsunina um að verða forsætisráðherra og lítillætið virðist ekki há honum um of. Ýmislegt skilur á milli í skattamálum. orkumálum og umhverfisverndarmálum skilur mikið á milli Miðflokksins og Móderataflokksins. Sérfræðingur Miðflokksins í skattamálum lýsti því yfir að flokkur hans mundi aldrei standa að samstjórn sem beitti sér fyrir stefnu móderata í skattamálum. Ulf Adelsohn hefur við ýmis tækifæri látið í ljósi þá skoðun sína að mengun- arvandamálið sé of mikið upp blásið og iðnaðinum og land- búnaðinum sé gert óþarflega erfitt fyrir með öllum þeim var- úðarráðstöfunum sem annað hvort sé þegar búið að innleiða eða eigi samkvæmt stefnu ann- arra flokka að koma í framtíð- inni. Hann hefur og sagt að það sé fáránlegt að ætla sér að leggja niður kjarnorkuverin sem fram- leiða stóran hluta af því rafmagni sem iðnaðurinn og heimilin nota. Til að undirstrika trú sína á kjarnorkuverin sagðist hann mundi vilja synda sér til hress- ingar í kælivatni eins kjarnorku- versins sem hann heimsótti á kosningaferðalagi sínu. Þetta er gjörsamlega andstætt stefnu Miðflokksins sem beitir sér fyrir því að afnema kjarnorkuverin sem fyrst, og ekki síðar en árið 2010. Staða Fálldins formanns Miðflokksins Undanfarið hefur ýmislegt dregið úr trú manna á leiðtoga- stöðu Fálldins innan Miðflokks- ins og þetta hefur haft áhrif á tiltrú margra á honum sem væntanlegum forsætisráðherra. Á seinasta landsfundi Mið- flokksins gekk ýmislegt á annan veg en hann hefði viljað. Þingið samþykkti að beita sér fyrir lækkun eða afnámi virðisauka- skatts á matvælum og mótmælti Gösta Bohman á blaðamannafundi lækkun sjúkradagpeninga sem Fálldin hafði áður tekið undir. Gösta Bohman leggur á ráðin Gösta Bohman, fyrrverandi formaður Móderataflokksins, tel- ur nú að tími sé komin til þess að flokkur hans fái forsætisráð- herrastólinn. Baráttugleði hans er ósvikin í þessum kosningum. Hann hefur látið ýmislegt frá sér fara í þessari kosningabaráttu sem fyrrverandi samherjum hans í samstjórnum borgaraflokkanna líkar miður. Ummæli hans um heilsu Fálldins og líkurnar á því að hann dragi sig til baka úr pólitíkinni að kosningum loknum hleyptu illu blóði í leiðtoga Mið- flokksins. Fálldin sagði að þessar bollaleggingar fyrrverandi leið- toga móderata væru út í bláinn og sennilega til komnar til þess að veikja traust manna á stöðu Miðflokksins og leiðsögn hans. Bohman væri að reyna að fá atkvæði frá Miðflokknum yfir til Móderataflokksins. Fálldin lýsti því yfir að hann væri með hesta- heilsu og að þetta væri ekki síð- asta kosningabarátta hans sem flokksleiðtoga. Bohman sagði einnig að hann gæti vel hugsað sér að móderatar mynduðu einir minnihlutastjórn ef litlu miðflokkarnir yrðu of erfiðir í samstarfi og settu fram of harðar kröfur varðandi sam- eiginlegan stjórnarsáttmála. Þessu hefur Fálldin svarað með því að segja að sem betur fer sé Bohman ekki lengur í fyrirsvari fyrir móderötum. Formaður frjálslynda, þ.e.a.s. Þjóðarflokksins, Bengt Wester- berg hefur lýst því yfir að hann telji það alls ekki sjálfsagt að Adelsohn verði forsætisráðherra. Það hefur verið haft eftir honum, að miðflokkarnir tveir eigi það mikið sameiginlegt, að það sé eðlilegt að forsætisráðherrann komi úr öðrum hvorum þeirra. Lokaspretturinn ræður úrslitum Möguleikar Fálldins til að styrkja stöðu sína innan fylking- ar borgaraflokkanna byggjast á því að minna verði tekið eftir átökunum milli stóru flokkanna tveggja, móderata til hægri og sósíaldemókrata til vinstri. Þar ber meira á stórum orðum og persónulegum ásökunum en mál- efnalegum umræðum, sem falla betur við stíl Fálldins. Bæði Olof Palme og Ulf Adelsohn eru stórir í kjaftinum og eiga það til að spila á tilfinningar hlustenda og skemmta fylgismönnum sínum með því að mála upp grýlumyndir af hvor öðrum. Þessi baráttuaðferð liggur fjarri skapgerð Fálldins og á því vann hann í kosningunum 1976 og 1982. Staða hans getur ráðist af því hvernig síðasti hluti kosn- ingabaráttunnar þróast. Lundi, Svíþjóð 29.8. '85. Ulf Adelsohn — leiðtogi Moderata Thorbjörn Falldin — leiðtogi Miðflokksins Bengt Westerberg — leiðtogi Þjóðarflokksins Slagorö sænska Umhverfisverndarflokksins: „Ekki gull — heldur grænir skógar“ Einn af minni flokkunum sem taka þátt í kosningabaráttunni hér í Svíþjóð er Umhverfisverndar- flokkurinn — hinir grænu. Merki flokksins er gulur fífill og grænar fíflablöðkur. Þessi flokkur var stofnaður haustið 1981 af fólki sem var óánægt með það hvernig stærri flokkarnir sinntu umhverfisvernd- armálum. Hreyfingin á móti kjarnorkuverunum var einnig í bakgrunninum, margir þeirra sem tóku hvað virkastan þátt í þeirri hreyfingu gengu í hinn nýstofnaða flokk, sem tók til óspilltra mál- anna við að byggja upp deildir og flokksfélög víðsvegar um landið. Flokkurinn bauð fram i flestum kjördæmum við seinustu kosning- ar, haustið 1982. Hann fékk 1,7% atkvæða í þingkosningunum sem ekki nægðu til að koma manni á þing þar sem til þarf 4% — ráð- stöfun sem beinlínis er gerð til að hindra tilkomu lítilla þingflokka er mundi gera stjórnarmyndanir erfiðari. Flokkurinn fékk 1,6% í sveitarstjórnarkosningunum, sem fóru fram samtímis, og fékk þar með inn menn í 90 sveitarfélög eða u.þ.b. þriðjung sveitarfélaga. Tals- menn flokksins eru vongóðir um að nú takist að koma mönnum inn á þing, en skoðanakannanir gefa ekki tilefni til slíkrar bjartsýni. Þær benda til þess að flokkurinn fái í mesta lagi 2,5%. Nýr flokkur — nýr heimur Samkvæmt kenningum flokks- ins er núverandi flokkaskifting algjörlega úrelt svo og sú hug- myndafræði sem hún byggist á. Sósíalismi og frjálshyggja eru úr- eltar stefnur sem komu til í upp- hafi iðnvæðingar þegar fátækt ríkti og vanþróun. Nú er við allt önnur vandamál að etja — vanda- mál sem núverandi flokkar geta ekki og vilja ekki horfast í augu við, né heldur takast á við að leysa. Umhverfisverndarflokkurinn styður hugmyndirnar að baki vel- ferðarríkinu, eins og frelsi, lýð- ræði, félagslegt réttlæti, samstöðu o.s.frv. en telur þessi hugtök nú eingöngu orðin tóm. Núverandi flokkar hafa misst sjónar á þess- um hugsjónum og eru þrælbundnir af efnahagsmálum þar sem ein- ungis sé miðað við og hugsað út frá hagvaxtarsjónarmiðum. „Landið okkar er að verða að rusla- haug,“ segja talsmenn flokksins, „það er verið að eitra drykkjar- vatnið, andrúmsloftið og fæðu okkar — þetta endar með hörm- ungum. Ragnarök eru endastöð þessarar stefnu." Slagorð flokksins Per Gahrton, „talsmaður" Umhverf- isvcrndarflokksins á lokaspretti kosningabaráttunnar. er: „Ekki gull, heldur grænir skóg- ar“. Hann fer ekki í felur með það að í fyrst.u mun fólk þurfa að sætta sig við skert kjör hvað varðar efnahag, en það muni verða bætt upp með gæðum, lífsgildi og heil- brigðara lífi yfirleitt. Stefnu sína telja leiðtogar flokksins í raun og veru einu von mannkynsins, von sem vel fari á að byrja að setja í gagnið í Svíþjóð. Allt á þetta að byggjast á nýju hugarfari og þar hafa hugmyndafræðingar flokks- ins mikið traust á kveneðlinu, þ.e.a.s. hvernig konur hugsa, meta hlutina og taka ákvarðanir. Hag- vöxturinn er ekki eins rótgróinn í hugsun þeirra samkvæmt þessu. Flokkurinn vill dreifa ákvarðana- tökunni sem mest, svo og fram- leiðslu og skipulagningu allri. Afvopnun er á dagskrá, kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd eiga að vera fyrsta skrefið í átt til að gera Evrópu að kjarnorkuvopnalausu svæði. Varnir landsins eiga sem mest að vera í höndum sjálfskip- aðra sveita borgaranna sjálfra. Landið á að vera sem mest sjálfu sér nægt í efnahagsmálum, það þarf að minnka utanríkisviðskipti. Að sjálfsögðu vill flokkurinn leggja niður kjarnorkuver í orku- framleiðslu, banna notkun tilbúins áburðar og eiturefna í landbúnaði og stórauka rannsóknir og tækni- þróun á sviði líffræði og nýrra leiða í landbúnaði. Vilja afnema atvinnu- stjórnmálamenn Flokkurinn hefur engan for- mann og er það liður í endursköp- un stjórnmálanna, þar sem gras- ræturnar eiga að ná alveg upp í t oppinn. Stjórnmál eiga samkvæmt þessari stefnu að vera aukaverk venjulegs fólks. Þannig slitna stjórnmálamennirnir aldrei úr tengslum við veruleikann og þau vandamál sem við er að glíma hverju sinni. Enginn má hafa meira en eina trúnaðarstöðu eða verkefni í einu og enginn fær undir nokkrum kringumstæðum að gegna opinberri stöðu í meira en níu ár. Engu að síður hefur flokkurinn orðið að útnefna svokallaða tals- menn. „Aðaltalsmaður" flokksins í flestum málum er Per Gahrton. Þótt hann sé ungur að árum, eða rétt um fertugt, hefur hann verið lengi í pólitíkinni — formaður æskulýðsfylkingar Frjálslynda þjóðarflokksins og þingmaður nokkur ár. Gahrton hefur tekið virkan þátt í þjóðmálum frá unga aldri og skrifað nokkrar bækur og fjölda greina í blöð. Um veru sína á þingi skrifaði hann bók sem olli miklum úlfaþyt þegar hún kom út árið 1983. Gahrton var sérstaklega óánægður með afstöðu flokks síns í málefnum þróunarríkjanna og umhverfisvernd. Einnig féll hon- um illa flokksaginn. Þegar hann yfirgaf flokk sinn og sagði af sér þingmennsku hafði hann hvorki mikið álit á þingmannshlutverk- inu né möguleikum stjórnmála- mannanna til að breyta heiminum til hins betra. Þingið var að hans dómi skrípamynd af lýðræðinu og þingmenn yfirborgaðir trúðar lok- aðir inni í sínum hólfum fjarri fólkinu og raunveruleikanum. En nú, nokkrum árum seinna, í kosningabaráttu er ekki annað að heyra á Per Gahrton en að það sé hægt að bjarga heiminum með því að kjósa hann inn á sama þingið. Allir fíflar verða um síðir að bifu- kollum, en bifukollur verða ekki alltaf fíflar — þetta er lögmál sem á við í pólitíkinni ekki síður en í náttúrunni. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir R.W. Apple Frú Margaret Thatcher hyggst snúa vörn í sókn MARGARET Thatcher, forsæt- isráðherra Bretlands, gerði mciriháttar breytingar á ríkis- stjórn sinni á mánudagskvöld. Var þar greinilega um djarfhuga tilraun af hennar hálfu til þess að snúa vörn í sókn, en vinsældir hennar hafa farið mjög minnk- andi. Skoðanakannanir hafa leitt í Ijós að íhaldsflokkurinn hefur tapað verulegu fylgi að undan- förnu og óbreyttir þingmenn í flokknum krefjast nú nýrra að- gerða til þess að snúa þessari þróun við. Það er því ekki að ástæðu- lausu að frú Thatcher hefur einmitt nú gert umfangsmestu breytingarnar á stjórn sinni í sex ár. Hún skipaði nýja menn í um þriðjung ráðherraemb- ættanna og jafnframt gerði hún Norman Tebbit, einarðan hægri mann, að flokkksfor- manni. Var sú ákvörðun greini- lega tekin til undirbúnings hugsanlegum þingkosningum 1987 eða 1988. Það sem mest kom á óvart við þessi mannaskipti, sem þó hafði verið spáð mánuðum saman, var skipun Leon Britt- ans í embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Tók hann við því embætti af Tebbit. Hér var greinilega um stöðulækkun að ræða, en Brittan hefur legið undir gagnrýni að undanförnu fyrir slaka frammistöðu í fjöl- miðlum. Þá er talið að hann hafi einnig spillt áliti sínu verulega, er hann kom í veg fyrir fyrirhugaða útsendingu BBC frá Norður-írlandi í síð- asta mánuði. Haft er eftir háttsettum heimildarmönnum innan íhaldsflokksins, að megin- ástæðan fyrir flutningi Britt- ans í annað embætti hafi þó verið krafa óbreyttra þing- manna flokksins um að mannaskipti yrðu að minnsta kosti í einu af þremur af valda- mestu ráðherraembættunum. Sir Geoffrey Howe utanríkisr- áðherra er almennt talinn hafa staðið sig vel og frú Thatcher gat ekki skipað nýjan mann í stað Nigels Lawson fjármála- ráðherra án þess að gefa með því til kynna breytingar á efnahagsstefnu sinni, en víst þykir, að til þess er hún ekki reiðubúin. Þannig kom enginn annar til greina en Brittan varðandi flutning á milli emb- ætta. í sjónvarpsviðtali á mánu- dagskvöld sagði frú Thatcher að tilgangurinn með þessum mannabreytingum væri að kalla til „ný andlit" í því skyni að gera það ljóst, „hve mikla áherzlu hún legði á efnahags- lífið og atvinnustarfsemina" og til að koma stefnu stjórnarinn- ar á framfæri á „meira sann- færandi hátt“ en áður. „Nýja stjórnin," bætti hún við, „mun einnig í ríkum mæli gera það að verkefni sínu að undirbúa kosningabaráttuna fyrir næstu þingkosningar." Lítil stefnubreyting Það er þó mat stjórnmála- sérfræðinga að lítilla breyt- inga sé að vænta á stefnu brezku stjórnarinnar á næst- Margaret Thatcher forsætis- ráðherra Nigel Lawson, áfram fjármála- ráðherra unni og það jafnvel í barátt- unni gegn atvinnuleysinu. Svo hljóti að vera svo lengi sem Lawson er fjármálaráðherra og því helzti áhrifamaður flokksins í efnahagsmálum. Douglas Hurd, sem gegnt hafði embætti írlandsmála- ráðherra, var hækkaður í tign og gerður að innanríkisráð- herra. Hurd er 55 ára að aldri og höfundur leynilögreglu- sagna í frístundum. Hann er talinn tilheyra frjálslyndari armi íhaldsflokksins, sem virð- ist hafa styrkt stöðu sína við þessar breytingar á stjórninni. Skipun Hurds sem innanríkis- ráðherra eftir aðeins eitt ár sem Srlandsmálaráðherra kom mörgum á óvart, ekki sízt með tilliti til þess að nú standa yfir mikilvægar samningaviðræður milli stjórnanna í Dublin og London. James Prior lýsti þessu sem mistökum enda þótt hann lýsti sig almennt sam- þykkan breytingunum á stjórninni. Tom King tekur við af Hurd á Norður-írlandi. Er flutning- ur hans úr embætti atvinnu- málaráðherra talinn vera þátt- ur í þeirri viðleitni að reyna að leysa eitt mest aðkallandi vandamál stjórnarinnar. Skoð- anakannanir og aukakosningar á undanförnum mánuðum hafa leitt í ljós, að lítill árangur stjórnarinnar í baráttunni við atvinnuleysið á mikinn þátt í minnkandi fylgi hennar. Nú eru um 3,2 millj. manna at- vinnulausar í Bretlandi. Young lávarður, 52 ára millj- ónamæringur, sem efnazt hef- ur af sjálfuni sér, var skipaður Norman Tebbit, hinn nýi formaður íhaldsflokksins atvinnumálaráðherra. Talið er að frú Thatcher hafi meira álit á honum en flestum öðrum ráðherrum sínum. Hún lét þessi orð falla um hann fyrir nokkrum mánuðum: „Aðrir skapa mér vandamál, hann leysir þau.“ Áherzla á aukna atvinnu Til þess að sýna hve mikla áherzlu hún leggur nú á að draga úr atvinnuleysinu í land- inu skipaði frú Thatcher einnig annan ráðherra til að fást við atvinnumálin. Það var Kenn- eth Clarke, sem verið hefur heilbrigðis- o'g tryggingamála- ráðherra. Tveir aðrir nýir ráðherrar eru taldir frjálslynd- ir eins og Clarke. Þeir eru Kenneth Baker, sem tók við af Patrick Jenkin sem umhverfis- málaráðherra og John Mac- Gregor, sem flyzt úr landbún- aðaráðuneytinu og verður að- stoðarráðherra í fjármálaráðu- neytinu. Jenkin missti sæti sitt í stjórninni rétt eins og Peter Rees, forveri MacGregors í embætti. Talið er að frú Thatcher hafi mislíkað það mjög hve óhöndulega Jenkins tókst til með frumvarp það, sem afnema átti ýms svæðis- bundin stjórnvöld, þar á meðal í London. Enda þótt frú Thatcher hafi hvað eftir annað sagt opinber- lega að hún hygðist á ný skipa Cecil Parkinson í valdamikið embætti, virðist sem ráðgjafar hennar hafi sannfært hana um, að því fylgdi of mikil áhætta. Þrátt fyrir viðurkennda hæfi- leika hans sem talsmanns stjórnarstefnunnar á vettvangi fjölmiðla og þá einkum í sjón- varpi, þá var hann látinn fara úr stjórninni fyrir tveimur ár- um, eftir að uppvíst varð um ástarsamband hans og ritara hans, sem síðan ól honum barn. Tebbit, hinn nýi formaður íhaldsflokksins, er 54 ára að aldri. Hann er fyrrverandi flugstjóri og hefur oft verið talinn koma til greina sem hugsanlegur eftirmaður frú Thatcher. Hann særðist illa á síðasta ári í sprengingu í hóteli í Brighton, sem írski lýðveld- isherinn stóð fyrir og kona hans einnig, svo að hún er löm- uð síðan. (Höíundur greinarinnar er blaða- maður við New York Times.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.