Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985 Sprengjutilrædið í Grikklandi: Krefjast lausnar eins félaga síns (ilyfada, Grikklandi, 4. aeptember. AP. I DAG sögðust hryðjuverkasamtökin Svarti september bera ábyrgð á sprengjuárásinni í Glyfada í Grikk- landi, þar sem 18 breskir ferðamenn særðust. Kváðust samtökin myndu kasta sprengjum um alla Aþenuborg, ef grísk yfirvöld slepptu ekki úr haldi einum félaga þeirra. Veður víða um heim Akurvyrí 4 akýiaó Am.tnrdAm 13 18 akýjaó Aþma 20 35 haMskirt B«rc#lona 25 háifakýiaó Buríín 102 15 rígning BrúsMl 7 16 akýjaó Chícago 22 31 tkýiað Oubiin B 17 skýiaóg FwMViar 23 Mttskýiaó Franfclurt 13 18 rigning Qunl HWainki 16 24 hsiósklrl vanlar Hong Kong 26 33 haióakírt JorúaalMn 17 32 haióskirt Kaupmwmah. 13 14 akýiaó Las Palmaa 29 akýjaó Uaaabon 1» 27 hsióskfrt London 12 17 akýiaó Loa Angalot 19 22 akýjaó Lúxemborg 13 akúrír 29 lóttskýiaó MaHorca 27 lóttakýjað Mlami 25 30 rigning aa a » iwoniroai 13 22 akýjaó Moakva 11 20 haióakirt Now York » 30 skýiaó 0.16 10 12 akýjaó Pmrtm 13 21 akýiaó Poking 20 27 akýiaó Raykjatrík B hótfakýjað Rióda Janairo 11 21 heióakfrt Rúmaborg 17 29 haióakfrt Stokkhólmur 9 17 akýjaó Sidnsy 8 18 hafóakfrl Tókýó 25 31 heióakfrt Vínarborg 13 23 hatóskirt MrsMMn 8 akýjaó Dökkhærður maður sást varpa tveimur handsprengjum inn á svæðið, þar sem bresku ferða- mennirnir sátu í hnapp fyrir fram- an Hótel Glyfada og létu fara vel um sig. Sjónarvottur sagði, að maðurinn hefði síðan verið tekinn upp í bíl, sem beið eftir honum. Sjö af Bretunum, sem særðust, var haldið á sjúkrahúsinu, eftir að gert hafði verið að sárum þeirra. Þar á meðal var barns- hafandi kona. Kona, sem ekki sagði til nafns, hringdi til nokkurra blaða í Aþenu og sagði að Svarti september krefðist þess, að einn úr þeirra hópi, Salameh Haten Samir, sem tekinn var höndum á föstudag og ákærður fyrir að hafa vélbyssu og handsprengjur í fórum sínum, yrði leystur úr haldi. „Ef félagi okkar verður ekki lát- inn laus, munum við kasta sprengjum um alla Aþenuborg," sagði konan. Heimildarmenn innan lögregl- unnar kváðu Samir hafa játað, að hann væri félagi í Svarta septem- ber og hefði ætlað að ráða sendi- herra Jórdaníu í Grikklandi af dögum. Hann var handtekinn ná- lægt jórdanska sendiráðinu. Þetta er í annað sinn á tæpum mánuði, sem ráðist er á breska ferðamenn í Glyfada, sem er út- borg Aþenu. Hinn 8. ágúst sl. slös- uðust 14 manns í sprengingu á öðru hóteli þar, þar af sex Bretar. Svarti september lýsti einnig ábyrgð á hendur sér í það sinn. AP/Símamynd „Náttfari“ handsamaður MORÐINGI sem kallaður hefur verið „náttfari“ hefur leikið lausum hala í Los Angeles frá því í vor. Hann hefur myrt sextán manns með þeim hætti að hann braust inn í íbúðir að næturlagi og myrti sofandi heimilisfólk. Lögreglan í Los Angeles handtók Richard Ramirez, sem er grunaður um að hafa framið morðin, á laugardag og sýnir myndin hann í fylgd með lögreglumönnum. Bflasprengja springur í þorpinu Zahle: Noregur: „Hraðferðin“ lögð niður Osló, 4. sept. Frá Jan Krik Uure, fréttaritara MorgunblaÓNÍnN. LAGT hefur verið til, að ein af vin- sælustu ferðamannaleiðunum í Nor- egi, “,,raðferðin“ svonefnda, frá Björgvin í suðri til Kirkjuness í norðri, verði lögð niður. Er það tillaga nefndar, sem skipuð var til að kanna framtíðarmöguleika þessara ferða. Fallist hefur verið á, að ferðun- um verði haldið áfram fram a.m.k. til 1990 að því tilskildu, að engin ný skip verði byggð í því skyni. Lagt er til, að á árinu 2000 komi aðrir valkostir i stað hraðferð- anna. A sumrin er ávallt fullt af far- þegum á þessari leið, og er þar bæði um að ræða innlenda og er- lenda ferðamenn, sem kjósa að sigla í miðnætursólinni og sjá nyrsta stað í Noregi. A öðrum árstímum eru farþegar fáir og fara þá aðeins stuttar leiðir milli hafna. A þeim leiðum eiga hraðskreiðari farartæki að taka við, að mati nefndarinnar. Ríkið greiðir nú stórar upphæðir með „hraðferðinni", og nefndin telur, að þessar upphæðir muni fara vaxandi með hverju ári. Verði ferðunum haldið áfram til ársins 2000, muni ríkið þurfa að greiða um 4,8 milljarða norskra króna (um 24 milljarða ísl. kr.) til þess að halda þeim uppi. Tel Am/Beirút, 4. september. AP. ÍSRAELSKAR orrustuþotur gerðu í dag árás á bækistöð palestínskra skæruliða í austurhluta Líbanon, sem er undir stjórn Sýrlendinga. Árásin var gerð á þorpið Gabb Elias og er þetta ellefta þotuárás- in sem ísraelar gera í Líbanon. Talsmaður hersins í Tel Aviv sagði að árásin hefði gengið að óskum og þoturnar hefðu snúið heilar heim. Ekki hafa fengist fréttir af manntjóni eða skemmd- um. Á þriðjudag voru tveir ísraelsk- ir hermenn stungnir með rýtingi á hernámssvæði ísraelsmanna Vesturbakkanum við Hebron af palestínskum tilræðismanni og lést annar þeirra í morgun. Shim- on Peres, forsætisráðherra, sagði í dag að ísraelsmenn tækju sér rétt til að leggja til atlögu við bæki- stöðvar skæruliða í Líbanon, ef upplýsingar bærust um að árásir á ísraelsmenn væru í bígerð. Bílasprengja sprakk í morgun á markaði í Zahle, borg kristinna manna í Bekaa-dal, sem er undir stjórn Sýrlendinga. Samkvæmt fréttum útvarpsstöðvar í Líbanon iétust tíu i sprengingunni og 50 aðrir særðust. Þetta er sjötta bílasprengjan í Líbanon frá 14. ágúst. Ekki er vitað hvort mikill mannfjöldi var á markaðnum er sprengjan sprakk, en allajafna er þar margt um manninn á morgn- ana. í Bekaa-dal búa aðallega mú- hameðstrúarmenn og er Zahle eina borgin i dalnum sem kristnir menn byggja. Paiestínskir skæruliðar og amal shítar berjast enn 1 flóttamanna- búðunum Bourj El-Barajneh í Beirút. Átökin hófust í gær eftir tiu klukkustunda vopnahlé. Fimm manns hafa verið drepnir í átökunum, þ. á. m. tveggja ára stúlka og fimm ára drengur, og 20 særðir. Skömmu áður en átökin hófust í flóttamannabúðunum, sprakk sprengja fyrir utan alsírska sendi- ráðið í vesturhluta Beirút. Engann sakaði i sprengingunni. ónafngreindur maður hringdi í útvarpsstöð í Beirút og sagði að Vestur-Þýskaland: Ritari forsetans játar njósnir Bonn, 4. sept AP. MARGARETE Höke, sem var rit- ari á skrifstofu Richards von Weizsacker, forseta Vestur-Þýska- lands, hefur játað á sig njósnir og viðurkennir að hafa þegið fé frá austur-þýskum njósnara, að því er Alexander Prechtel, talsmaður rík- issaksóknara, tilkynnti í dag. Höke var handtekin í Bonn 24. ágúst, grunuð um njósnir. Prechtel sagði að hún hefði játað undir yfirheyrslum lögreglunnar. Játaði hún til dæmis að hafa ísraelar gera þotu- árás í Líbanon flokkur öfgasinnaðra amal shíta, sem er hlynntur íran og kennir sig við íslam, hefði staðið að spreng- ingunni, en það hefur ekki fengist staðfest. Maðurinn sagði að sprengingin væri aðeins viðvörun til Alsír- manna um að láta af stuðningi v:ð amal, þjóðvarðliða shíta í Líban- on, sem eru undir forustu Nabih Berri, dómsmálaráðherra. Arabísk dagblöð greindu frá því fyrir skömmu að Alsímenn veittu amal shítum aðstoð og þjálfuðu. Margrete Höke hefur játað á sig njósnir fyrir Austur-Þjóðverja farið til Kaupmannahafnar snemma í ágúst þar sem hún tók á móti 4.100 vestur-þýskum mörkum (um 60.000 krónur) frá austur-þýskum njósnara. Prechtel sagði að Höke hefði sagt frá störfum sínum sem njósnari, en ekki væri hægt að segja til um það að svo komnu máli hvort hún segði allan sann- leikann. Höke hafði aðgang að mikil- vægum stjórnarskjölum og -skeytum og hafði deild hennar með höndum að skipuleggja ferð- ir forsetans erlendis og heim- sóknir erlendra leiðtoga til Bonn. ERLENT Titanic tiltölulega heillegt á sjávarbotni BoNton 4. neptember. AP. TITANIC er tiltölulega heillegt þar sem það liggur á hafsbotni eins og safngripur, en hvers konar björg- unaraðgerðir myndu raska graf- arró rúmlega 1500 manns sem fór- ust þegar skipið sökk fyrir 73 ár- um, er haft eftir einum leiðang- ursmanna sem hafði fylgst með myndatökum af flakinu. „Skipið liggur rétt á botninum," sagði Robert Ballard, einn vísindamann- anna í fransk-bandaríska könnun- arleiðangrinum sem fann flakið á sunnudag. „Flakið virðist ( góðu ástandi. Það er ekki annað en bú- ast mátti við. Skipið er á miklu dýpi þar sem sjórinn er mjög kald- ur og algert myrkur ríkir. Við þess- ar aðstæður varðveitist flakið vel.“ Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS sýndi myndir á þriðjudag sem teknar höfðu verið af skip- inu með fjarstýrðri sjónvarps- myndavél. Flakið liggur í djúpri neðansjávargjá. Sýndu myndirn- ar einn af hinum geysimiklu gufukötlum skipsins og voru það skýrar að greina mátti raðir hnoðbolta við samskeyti. Knorr, skip leiðangursmanna, kom á staðinn þar sem Titanic fórst, 804 kílómetra fyrir utan strönd Nýfundnaiands 28. ágúst sl. Megintilgangur leiðangursins var ekki að fínna af Titanic, heldur að prófa fjarstýrðan neð- ansjávarkanna, sem Robert Ballford hefur hannað og nefnd- ur er Argo. Myndavélar um borð í Argo sýndu parta af gufukatli á sunnudagsmorgun en síðan fannst skipið sjálft á um 4000 metra dýpi. Talið er að í flakinu megi finna mikil verðmæti þar sem eru skartgripir farþega og svo það sem talið er vera i öryggis- geyrnslu skipsins. En Ballard telur fjarstæðu að hugsa sér að hægt sé að bjarga einhverju úr flakinu. Til þess þyrfti að beita fjarstýrðum tækjum eingöngu með miklum tilkostnaði. Skip leiðangursmanna, Knorr, mun verða við rannsóknir á flak- inu í nokkra daga enn áður en það snýr heimleiðia.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.