Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 45
MOJtGUlíBLAÐIÐ, FIMMTUDÁGUR 5. SEPTEMBER 1985
45
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem).
Kagnar, Guðlaug, Sigrún, Atli
Bent, Þór og Magnús Páll.
Ég heyri, þegar grasið grær
og gleðst með hverjum litlum dreng
sem finnur vorsins fyrsta blóm,
og fagnandi við hlið hans geng.
(JónúrVör)
Þetta ljóð er í gamalli afmælis-
dagbók við daginn 7. maí en þann
dag átti amm afmæli. Þegar
mamma var lítil fannst henni
þetta eiga svo vel við ömmu og
yngsta barnið hennar, en þar var
mikill kærleikur á milli. Svo þegar
hennar börn voru orðin fullorðin
og barnabörnin fóru að koma, þá
snerist hugur hennar um þau. En
nú er amma dáin. Við systkinin
eigum bágt með að trúa þessu þar
sem hún skipaði svo stórt hlutverk
í okkar lífi. Við höfum aldrei efast
um það að við áttum bestu ömmu
í öllum heiminum. Það var alltaf
gott að koma í Drápuhlíðina til
ömmu og afa. Alltaf var tekið á
móti okkur opnum örmum og þó
vorum við þar oft daglega. Mikill
samgangur var á milli heimilanna.
Það verður skrítið að heyra ekki
mömmu lengur segja: ég er að fara
til ömmu, við ætlum að skreppa
smá hring.
En nú verðum við að vera dugleg
og hugsa vel um afa, sem hefur
misst svo mikið. Við vitum að Guð
hefur tekið ömmu til sln og gert
hana heilbrigða. Við þökkum henni
fyrir alla gleði og umhyggju sem
hún veitti okkur. Megi góður Guð
styrkja elsku afa og mömmu og
systkinin í sorg þeirra.
Árni, Páll, Þorbjörg,
Birgir og Viðar.
gift Garðari Guðmundssyni, börn:
Elín og Þorkell, Guðmundur, gift-
ur Inger Lise f. Lund, börn: Steff-
en og Kjartan, Ingi Þór, sambýlis-
kona Jóhanna G. Ásgeirsdóttir, 1
barn: Ásmundur Þór, Sigrún
Björg, gift Gylfa Gylfasyni, börn:
Jóhanna og Ólafur Gylfi.
Þegar Hanna og Ásmundur
höfðu búið sér og fjölskyldu sinni
hið mætasta heimili og gæfan
virtist brosa við þeim syrti í álinn.
Húsbóndinn, Ásmundur, þessi
þreklegi og gjörvulegi maður,
missti heilsuna og það dró til þess
að hann lést árið 1971 aðeins 53
ára gamall, í blóma lífsins. Þetta
var mikið áfall fyrir Hönnu og
börnin. Nú var svo komið að tvö
elstu börnin voru gift en hin
yngstu ennþá í heimahúsum. Þá
sýndi Hanna hvern manndóm hún
hafði að bera. Áður var hún farin
að vinna utan heimilis og gerði
það svo lengi sem heilsan leyfði.
En svo fór heilsu Hönnu að
hraka og síðustu 5 árin hljóta að
hafa verið þessari tápmiklu konu
erfið á stundum. Börnin studdu
hana þá eftir því sem við varð
komið og er maður hitt hana var
hún ætíð glöð í bragði og gat miðl-
að öðrum þegar á móti blés fyrir
þeim. Það getur sá sem þetta ritar
borið hinni látnu mágkonu.
Nú er Hanna okkar látin og bar
dauða hennar nokkuð brátt að.
Votta ég hennar nánustu fyllstu
samúð mína og bið góðan Guð að
blessa minningu hennar.
Stefán Þorsteinsson
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast I síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort ljóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
Aðalfundur Prestafélags Suðurlands:
Staða aðstoðarpresta
innan þjóðkirkjunnar
aðal umræðuefnið
Holti, 3. september.
DAGANA 1. og 2. september hélt
Prestafélag Suðurlands aðalfund
sinn að Kirkjubæjarklaustri. í
tengslum við aðalfundinn voru guðs-
þjónustur haldnar víðsvegar í Vest-
ur-Skaftafellssýslu.
Sr. Heimir Steinsson predikaði
í Skeiðflatarkirkju, sr. Úlfar Guð-
mundsson í Reyniskirkju, sr.
Sveinbjörn Sveinbjarnarson að
Prestsbakka og í Kálfafellskirkju
og í Grafarkirkju prédikaði sr.
Frank M. Halldórsson, sr. Gunnar
Björnsson þjónaði fyrir altari og
frú Ágústa Ágústsdóttir söng ein-
söng. Alls staðar var góð kirkju-
sókn en þess má geta að í Kálfa-
fellskirkju og Grafarkirkju sóttu
yfir50% sóknarbarnakirkjusína.
Aðalumræðuefni fundarins var
staða aðstoðarpresta innan þjóð-
kirkjunnar og flutti sr. Örn Bárður
Jónsson framsögu. Eftirfarandi
ályktun var samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum fundar-
manna eftir miklar umræður:
Samkeppni um hönnun íslensks tónlistarhúss:
eftir þeim. Vígsla prests er einn
af hornsteinum kirkjunnar. Allir
prestsvígðir menn eru jafnir.
Brýnt er að slá skjaldborg um
þann skilning.
Stjórn félagsins var öll endur-
kosin, en hana skipa: Sr. Frank
M. Halldórsson, form., sr. Gísli
Jónasson og sr. Kjartan Örn Sigur-
björnsson. Fundurinn kaus tvær
starfsnefndir, aðra til að standa
að útgáfu afmælisrits á fimmtíu
ára afmæli félagsins eftir tvö ár
og hina til að huga að stöðu félags-
ins, en miðað við önnur prestafélög
er Prestafélag Suðurlands lang-
samlega stærst, nær yfir stórt
svæði og hefur um helming allra
presta innan félagsins. Þvi hefur
komið til álita að skipta félaginu
í tvær sjálfstætt starfandi deildir
eða tvö félög.
— Fréttaritari.
Sr. Gísli Jónsson þjónaði fyrir altari. MoripinblaAiO/HalMór Gunnarsson
Sígild tónlist, óperur
og popp undir sama þaki
Morgunblaðið/Júllus
Vigdísi Finnbogadóttur forseta tslands afhent fyrsta eintakió af þeim gögnum
sem Samtök um byggingu tónlistarhúss senda til norrænna arkitekta. Armann
örn Ármannsson formaður samtakanna afhendir henni plöggin.
Morfrunblaðið/Ámi Sseberg
Stjórn samtaka um byggingu tónlistarhúss ásamt dómnefnd. Frá vinstri:
Geirharður Þorsteinsson arkitekt, Bernharður Guðmundsson, Þórhallur
Þórhallsson arkitekt, Einar Jóhannesson tónlistarmaður, Valdís Bjarnadóttir
arkitekt, Rut Magnússon ritari, Bragi Jónsson, Ármann Örn Ármannsson
formaður og Gunnar S. Björnsson
Aðalfundur Prestafélags Suður-
lands haldinn að Kirkjubæjar-
klaustri 1. og 2. sept. 1985 ályktar
eftirfarandi um stöðu embætta í
íslensku þjóðkirkjunni:
1. Knýjandi þörf er fyrir aukna
þjónustu í stærstu prestaköllum
landsins og að fjölgað sé biskupum
þjóðkirkjunnar.
2. Fagnað er starfsmannafrum-
varpi þjóðkirkjunnar, einkum
biskupafrumvarpi, og þess vænst,
að það nái hið fyrsta fram að
ganga. Bent er á nauðsyn þess, að
framvinda mála á biskupsstólun-
um fornu verði innan laga, sem
frumvarpið gerir ráð fyrir.
Fagnað er ákvæðum sama frum-
varps um að kandídatar starfi með
sóknarpresti eigi skemur en þrjá
mánuði á undan vígslu. Skorað er
á væntanlegt kirkjuþing, að taka
til endurskoðunar 27. grein þessa
frumvarps um aðstoðarpresta og
fella hana niður, enda er heimild
fyrir ráðningu starfsmanna safn-
aða í öðrum lögum. Minnt er á, að
aðstoðarprestsembættið er ekki til
í núgildandi lögum og fundurinn
telur ekki ástæðu til þess að breyta
lögunum í því efni.
3. Tekið er fram, að ákvæði gild-
andi laga nr. 35/1970 um Reykja-
víkurprófastsdæmi kveður á um,
að þar skuli vera einn prestur
handa sem næst 5000 manns. Lögð
er áhersla á, að söfnuðir þjóðkirkj-
unnar, einkum hinir fjölmennari,
sæki það fast, að þessum lögum
verði framfylgt. í þeim þremur
prestaköllum, þar sem aðstoðar-
prestar þjóna nú, ættu að vera
ráðnir prestar, samkvæmt þessum
lögum.
4. Lögð er áhersla á endurskoðun
laga um prestskosningar og laga
um prestakallaskipun og að staða
sóknarpresta í tvímenningspresta-
köllum breytist í þeirri endurskoð-
un.
5. Varað er við því, að starfs-
menn þjóðkirkjunnar séu skipaðir
í þjónustu í kirkjunni án skilgrein-
ingar og lagagrundvallar embætta.
Óverjandi er, að mismuna prest-
vígðum mönnum með ráðningu
þeirra til starfa við embætti, sem
lög um prestskosningar ná til.
Ennfremur er nauðsynlegt að
auglýsa öll störf, sem ráðið er til
innan þjóðkirkjunnar. kirkju-
stjórnin er hvött til þess að bregð-
ast skipulega við nýjungum, er upp
koma og kappkosta að kanna ýtar-
lega áhrif og afleiðingar þeirra
aðgerða, sem ákveðnar eru hverju
sinni.
6. Minnt er á þau skilyrði, sem
biskup hefur sett og eðlileg eru til
þess að menn hljóti prestsvígslu
og er lögð áhersla á, að farið sé
Á þriðjudag hófst samkeppni meðal
norrænna arkitekta um hönnun ís-
lensks tónlistarhúss. I*ví hefur verið
valinn staður í Laugardalnum á 45.000
fermetra lóð sem borgaryfirvöld hafa
afhent samtökunum.
Á blaðamannafundi er haldinn
var á þrriðjudag kom fram að líklega
er hér um að ræða fyrstu alþjóðlegu
samkeppnina sem íslendingar boða
til á þessu sviði. í gögnum sem send
eru arkitektum koma fram óskir
samtakanna og er lögð áhersla á að
hvers konar tónlistarflutningur geti
farið þar fram, hvort sem um er að
ræða óperur, einleikstónleika, djass
eða popp. Ætlunin er að húsið verði
um 35.000 rúmmetrar og er nægt
landrými í kring fyrir væntanlegan
tónlistarháskóla ef þurfa þykir.
Gert er ráð fyrir að aðalsalur
hússins rúmi 1.400 áheyrendur en í
hliðarsal verða sæti fyrir 300 manns.
I stærri salnum verður 240 fermetra
svið á pallalyftum til að hljómsveit-
argryfja verði til staðar þegar flytja
skal óperur, söngleiki og fleira f
þeim dúr auk þess sem hugsanlegt
verður að stækka salinn enn frekar
út í anddyrið ef svo ber undir.
Ætlunin er að Sinfóníuhljómsveit
íslands hafi fast aðsetur i húsinu og
mun þannig leysast húsnæðisekla
hljómsveitarinnar. Gert er ráð fyrir
aðstöðu til að taka við viðameiri
ráðstefnum en hingað til hefur verið,
með aðstöðu fyrir þýðendaklefa og
upptöku hljóðs og myndar. Jafn-
framt verður búnaður til popptón-
leikahalds, sem erlendir listamenn f
þessu fagi hafa hingað til þurft að
flytja með sér til tónleikahalds hér.
Ármann Örn Ármannsson for-
maður samtaka um byggingu tón-
listarhúss sagði að loks nú þegar
húsinu hefði verið valinn staður og
samkeppnin hafin væri að því komið
að leita á náðir almennings um fé til
byggingarinnar. „Hingað til hefur
það fé sem runnið hefur til samtak-
anna komið frá rúmlega eitt þúsund
félögum þess og við sjáum fram á að
geta fjármagnað samkeppnina með
þeim peningum. En nú hefst hin eig-
inlega fjársöfnun fyrir byggingu
hússins og fyrsta skrefið í þá átt er
happdrættið sem nú hefur verið
hleypt af stokkunum."
Ármann sagði að margar hug-
myndir væru á lofti um fjáröflun og
þótt byggingunni hefðu borist góðar
gjafir erlendis frá væri ekki hægt að
treysta því að fleiri slíkar bærust.
„Enda er ætlunin að reisa húsið fyrir
íslenskt fé og hvort það tekst veltur
á íslensku þjóðinni.
Að minu mati gera of fáir sér
grein fyrir hversu almenn þátttaka
er í tónlist á íslandi. Sem dæmi voru
haldnir 35 tónleikar á Reykjavík-
ursvæðinu í júní og í sama mánuði
voru sjö íslenskir kórar á söngferða-
lögum ei lendis auk Frakklandsfarar
sinfóníuhljómsveitarinnar.
Gott tónlistarhús er mikil skraut-
fjöður í menningarhatt hverrar
þjóðar og frægir listamenn sækjast
eftir að flytja list sína þar. Þannig er
ekki einungis um að ræða stórbætta
aðstöðu til handa íslensku tónlistar-
lífi heldur eykur húsið hróður Is-
lendinga á erlendri grund."
Samkeppnin stendur til 1. mars á
næsta ári og er verðlaunaféð 2,6
milljónir sem skiptist á milli verð-
launahafanna. Dómnefnd skipa
Ármann Örn Ármannsson formaður
samtaka um byggingu tónlistarhúss,
Einar Jóhannesson tónlistarmaður,
N. Keith Scott arkitekt, Stefán Ein-
arsson hljómburðarfræðingur, Geir-
harður Þorsteinsson arkitekt, Valdís
Bjarnadóttir aikitekt og Kristian
Gullichsen arkitekt. Ritari dóm-
nefndar er Rut Magnússon en trún-
aðarmaður Þórhallur Þórhallsson
arkitekt.