Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985 Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi: Endurreisn Skriðuklausturs MÁLEFNI Skriöuklausturs í Fljótsdal komu til umræðu á aðalfundi Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi. Nýr formaður SSA, Hafþór Guðmundsson á StöÓTarfirði Hjaltasyni og fráfarandi formanni, Þorvaldi Jóhannssyni. framkvæmdastjóra sambandsins, Sigurði Hafþór Guðmundsson kosinn formaður Eins og kunnugt er bjó Gunn- ar Gunnarsson, skáld, búi sínu á Skriðuklaustri eftir að hann flutti heim til Islands frá Dan- mörku árið 1930. Þegar Gunnar brá búi og flutti til Reykjavíkur gaf hann ríkinu jörðina og mannvirki öll er hann hafði látið reisa á Skriðuklaustri — m.a. mjög sérkennilegt og reisulegt íbúðarhús, sem þýski arkitekt- inn Huger teiknaði, sá hinn sami og teiknaði Arnarhreiður Hitl- ers. Það mun hafa verið ætlan Gunnars að rithöfundum og öðrum listamönnum væri búin aðstaða til starfsdvalar á Skriðuklaustri um lengri eða skemmri tíma í senn. Úr því hefur ekki orðið — en ríkissjóður KgiLs.stóðum, l.september. AÐALFUNDI SSA á Reyðarfirði lauk í gærkvöldi með stjórnarkjöri. Skv. lögum sambandsins gengu nú sex af níu stjórnarmönnum úr stjórninni — þar á meðal fráfarandi formaður, Þorvaldur Jóhannsson, bæjar- stjóri á Seyðisfirði. í stjórn sambandsins voru kjörnir. Reynir Gunn- arsson, Búlandshreppi; Alexander Árnason, Vopna- firði; Sigfús Guðlaugsson, Reyðarfirði; Smári Geirsson, Neskaupstað; Hafþór Guðmundsson, Stöðvarfirði; Unnsteinn Guðmundsson, Höfn; ólaf- ur óskarsson, Seyðisfirði; Björn Ágústsson, Egils- stöðum og Aðalsteinn Valdimarsson, Eskifirði. Þrír hinna fyrstnefndu sátu í fráfarandi stjórn sambandsins. Hin nýja stjórn SSA kom þegar saman til fyrsta stjórnarfundar að kjöri loknu — og þar var Haf- þór Guðmundsson, Stöðvarfirði, einróma kjörinn formaður og Björn Ágústsson, Egilsstöðum, vara- formaður. — Ólafur. o INNLENT hefur hins vegar allt til þessa rekið stórt tilraunabú á Skriðu- klaustri á sviði sauðfjár- og jarðræktar. Núverandi tilraunastjóri á Skriðuklaustri, Þórarinn Lárus- son, hefur sýnt mikinn áhuga á því að endurreisa Skriðuklaust- ur sem menningarsetur og koma þar upp starfsaðstöðu fyrir fræði- og listamenn eins og ætlan skáldsins var þegar hann færði ríkinu jörðina að gjöf. Þennan áhuga Þórarins vilja austfirskir sveitarstjórnarmenn styðja og vænta liðsinnis þing- manna Austurlandskjördæmis til „að tryggja framgang máls- ins“ — eins og segir í greinar- gerð með ályktun aðalfundarins um Skriðuklaustur. Þá skorar fundurinn jafnframt á fjárveit- inganefnd Alþingis og ríkisvald- ið að veita nú þegar nauðsynlegt fjármagn til viðhalds og endur- bóta á íbúðarhúsinu á Skriðu- klaustri — en það hefur að sögn ekki verið sem skyldi hin síðari ár. Enn ályktað um Kísilmálm- verksmiðju á Reyðarfirði AÐALFUNDUR Sambands sveit- arfélaga í Austurlandskjördæmi ítrekaði fyrri samþykktir um Kísil- málmverksmiðju á Reyðarfirði. í samþykktinni er skorað á ríkisstjórn og iðnaðarráðherra að framfylgja lögum frá 1982 um verksmiðjuna. Þá segir m.a. Ákvörðun um uppbyggingu Egilsstaða- flugvallar fagnað AÐALFL'NDUR Sambands sveitar- félaga í Austurlandskjördæmi fagn- aði sérstaklega ákörðun um upp- byggingu Kgilsstaðaflugvallar í um- fjöllun sinni um samgöngumál jafn- framt því sem fundurinn skorar á samgönguráðherra og ríkisstjórn að tryggja fjármögnun svo að hraða megi framkvæmdum við uppbygg- ingu flugvallarins. Þá ályktaði aðalfundurinn um vegamál en fundurinn telur enn vanta mikið á það að vcgakerfi fjórðungsins teljist viðunandi þrátt fyrir verulegar úrbætur í vegamálum hin síðari ár. Enn- fremur samþykkti fundurinn ályktun um rannsóknir á mögu- legum jarðgangnasvæðum á Aust- urlandi en var áhersla lögð á að fjárveiting til slíkra rannsókna verði ekki tekin af almennu vega- fé. Sérstök áhersla var lögð á gerð varanlegs vegarstæðis milli Vopnafjarðar og Héraðs í ályktun- um um vega- og jarðgangnagerð. orðrétt í samþykkt fundarins: „Bygging Kísilmálmverk- smiðju við Reyðarfjörð er góður kostur til aukinnar fjölbreytni í atvinnuuppbyggingu Austur- lands, en við hana hafa verið bundnar miklar vonir um árabil. Það er því áskorun fundarins til ríkisstjórnar, iðnaðarráðherra og þingmanna Austurlands að tekið verði nú þegar á því máli af festu og harðfylgi svo fram- kvæmdir geti hafist sem fyrst." Það kom greinilega fram í viðtölum fréttamanns við sveit- arstjórnarmenn á aðalfundinum í gær að þeir teja það brýna nauðsyn að ákvörðun um bygg- ingu verksmiðjunnar fáist á þessu hausti svo að létta megi ríkjandi óvissu af herðum þeirra, því að óvissan bókstaf- lega hamli annarri uppbyggingu sveitarfélaga Reyðarfjarðar- svæðisins beint og óbeint. Þá ítrekaði aðalfundur SSA jafnframt, að hvergi verði hvik- að frá ákvörðun um virkjanaröð — það er virkjun í Fljótsdal næst á eftir Blönduvirkjun. Kennaraskortur- inn til umræðu KENNARASKORTURINN v»r til umræðu á aðalfundi Sambands sveit- arfélaga í Austurlandsumdæmi, en fyrir fundinum lá samþykkt skóla- nefndar Grunnskóla Fáskrúðsfjarð- ar þar sem vakin er athygli á vandan- um. f lok umræðu um málið sam- þykkti fundurinn ályktun þar sem segir m.a. „að kennaraskorturinn sé einn þáttur byggðavandans og felur fundurinn stjórn sambands- ins og fræðsluráði að taka þetta mál til umfjöllunar í tengslum við upplýsingasöfnun um kostnaðar- og verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga." Þá ályktaði fundurinn ennfrem- ur um skólakostnað á framhalds- skólastigi, þar sem athygli er vakin á nauðsyn þess að sömu ákvæði gildi um skólakostnað í öllum framhaldsskólum og skorað á háttvirt alþingi að setja lög þar um. Að sögn fræðslustjóra hefur verið ráðið í fjölda kennarastaða nú síðustu daga, en þó mun enn vanta 10 kennara til starfa við grunnskóla fræðsluumdæmisins. Jónas Pétursson fyrrverandi alþingismaður flytur ræöu á aöalfundi SSA. Austurland: Enn er óráðið í 15 kennarastöður ÞAÐ KOM fram í skýrslu Guðmundar Magnússonar, fræöslustjóra Austurlandsumdæmis, er hann flutti um málefni Fræösluskrifstofu Austurlands á aöalfundi Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi að enn er óráðið í allt að 15 kennarastöður viö gninnskóla víös vegar í fjórðungnum. „Fræðsluskrifstofan hefur i öllum aðalatriðum starfað með svipuðum hætti og áður. Tvennt er það sem mestum áhyggjum veldur nú sem endranær. Annars vegar skortur á kennurum og hins vegar erfið fjárhagsstaða margra skóla. Á þessu þarf að verða breyting. Þetta er grund- vallaratriðið sem annað í starfi skólanna byggist á. Hér þyrfti fjórðungurinn og sveitarfélögin að vera sjálfum sér nóg, hafa eigið fé til framkvæmda, bera ábyrgðina og standa eða falla með eigin gjörðum. Þróun, festa og framfarir í skólamálum eru einn gildasti þátturinn í þeirri baráttu sem nú er hafin til verndar byggð um landið allt,“ sagði Guðmundur Magnússon, fræðslustjóri. Samkvæmt könnun á tón- menntakennslu í fjórðungnum sem nú er unnið að á vegum Fræðsluskrifstofu Austurlands þykir ljóst að 42,4% grunnskóla- nemenda njóta engrar tónmenn- takennslu í skólum sínum. Þótt könnuninni sé enn ekki að fullu lokið telur fræðslustjóri víst að kennaraskortur valdi því fyrst og fremst. Þá kom það fram í skýrslu fræðslustjóra að nú er unnið að framgangi hugmyndar um nám í sérkennslu fyrir starfandi kennara á Austurlandi heima i héraði, sem að líkum myndi taka tvo vetur og eitt sumar með starfi. Námið myndi jafngilda heils árs reglulegu námi við KHÍ. Skv. könnun þykir líklegt að 15—20 kennarar séu reiðubún- ir til slíks náms. Þá er unnið að uppbyggingu kennslugagnamiðstöðvar við Fræðsluskrifstofu Austurlands í samræmi við þingsályktunartil- lögu frá síðasta alþingi um kennslugagnamiðstöðvar í öllum fræðsluumdæmum. Fjárskortur stendur nú í vegi fyrir frekari framgangi þess máls. — Ólafur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.