Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985 43 Fræðsluþættir Fóstrufélags íslands Barnamenning — eftir Sigríði K. Stefánsdóttur Öll höfum við verið börn, og flestir muna þegar þeir fóru fyrst útá götuna til þess að taka þátt í leik og starfi eldri barnanna. — Leikirnir voru margskonar; t.d. skipulagðir hópleikir, slábolti, hornabolti, saltaðbrauð, nafna- gáta, myndastyttuleikur, feluleik- ur og parís. Svo voru það vasa- ljósin á haustin með tilheyrandi draugasögum og leyndardómi, svippað á vorin, 5 aura stykk og landaparís, snjóhúsabyggingar og kertaljós á vetrum, renna sér á pappa eða vaskafati, snjókast og stíflubyggingar í leysingum. Frímínúturnar í skólanum, allir komnir í leik sem allir kunnu, frí- minúturnar búnar alltof fljótt, beðið eftir lærifeðrum. Þá upphóf- ust stimpingar, stríöni, stælur. Já, þannig var það og þannig er það, þetta er barnamenningin. En allt í einu fermdumst við, fengum jakkaföt, kápu og úr og þá — og þá varð þetta allt svo barna- legt, en þá tók annað við — sér- stakt tungumál, sérstök föt, rokk- ið, sönglagatextar, kvikmyndir, útilegur. Þannig var það og þannig er það, þetta er unglingamenning- in. — Svo urðum við fullorðin og hættum að kunna nýjustu söng- lagatextana, við hættum að vilja nákvæmlega eins föt og allir hinir. Þá tók við fullorðinsmenningin. Menning er þroski mannlegra, (andlegra) eiginleika mannsins, það sem greinir manninn frá dýr- um, þjálfun hugans, andlegt Ilf, sameiginlegur arfur (venjulega skapaður af mörgum kynslóðum). (Samkv. Orðabók Menningar- sjóðs.) Hægt er að skipta menningunni, þessum „þroska mannlegra (and- legra) eiginleika mannsins" í þrjú þrep. 1. Barnamenningu sem einkennist af leik. 2. Unglingamenningu sem ein- kennist af námi. 3. Fullorðinsmenningu sem ein- kennist af vinnu. Á aldrinum 5—13 ára taka börn þátt í og skapa barnamenninguna og flytja hana á milli aldurshópa. Hinir hefðbundnu gömu hópleikir hafa flutst frá börnum til barna í áratugi án nokkurrar hlutdeildar hinna fullorðnu. Þeir fullorðnu eiga nánast engan þátt í barna- menningunni, annan en þann að hafa eitt sinn verið börn og þá tekið þátt í barnamenningunni og flutt hana áfram til sér yngri barna. — En nú eru blikur á lofti, erlendar rannsóknir (t.d. í Liver- pool í Englandi) hafa sýnt að ástæða er til að óttast að hinir gömlu hefðbundnu hópleikir séu að hverfa úr barnamenningunni. Þegar rannsókn var gerð í nýju hverfi, þar sem meirihluti íbú- anna var ungt fólk með ung börn, kom í ljós að hópleikirnir áttu sér ekki stað. Það vantaði hlekk í keðjuna, það vantaði eldri börn þ.e.a.s. börn á aldrinum 5—13 ára, til þess að færa áfram hina alda- gömlu hópleiki. Nú kann einhver að spyrja, geta foreldrarnir ekki orðið þessi hlekkur, þeir kunna alla þessa leiki a.m.k. þekkja þeir þá þegar þeir sjá börnin leika þá. — En það merkilega er að rannsóknir hafa sýnt að það er ekki nægilegt að foreldrarnir fari útá götuna eða leiksvæðin og reyni að kenna börnunum leikina. Þar er eins og börnin skilji síður reglur og mynstur leiksins, þau skilja ekki eða misskilja tungumál leiksins þegar fullorðinn kennir þeim leik sem hann kunni einu sinni uppá sína tíu fingur og flutti á sínum tíma áfram til sér yngri barna. Barnamenningin hefur eins og öll önnur menning sitt eigið kerfi og virkni og lifir vegna hefðbund- inna reglna og yfirfærslu, ein- göngu frá eldri börnum til yngri barna. Skýringin á því af hverju for- eldrarnir geta ekki orðið „týndi hlekkurinn" er e.t.v. sú að börn hafa sameiginlegar þarfir og óskir sem þau deila ekki með hinum fullorðnu, þau nota önnur orð þeg- ar þau útskýra, þau eru hrædd við aðra hluti en fullorðnir. Þau hafa gaman að öðru en þeir, e.t.v. ein- hverju sem þeir eru hættir að hafa gaman að. Ef við ætlum að kynnast menn- ingu sem eign barna, þá verðum við að horfa á börnin þegar þau leika sér án hlutdeildar hins full- orðna. Við verðum oft óörugg um börnin þegar þau eru látin „eiga sig“ eða þegar þau eru ein „eitt- hvað að bralla". En þá getum við komist að því að börnin lifa öðru lífi en meðal fullorðinna, þá eru þau þegnar í barnasamfélaginu. Félagsskapur og vinátta barna þýðir frelsi til að þróast án utan- aðkomandi þrýstings, í félagsskap við önnur börn lærir barn lýðræði og jafnrétti. Það er mjög mikilvægt fyrir manneskjuna að tilheyra ein- hverju — einhverjum, það er sér- staklega mikilvægt fyrir barnið, og þess vegna eru flest börn til- búin til þess að slak'a á sínum eig- in kröfum til þess að fá að vera með, — að vera með í barnahóp hefur oftast í för með sér tilslök- un. Sagt hefur verið að óþolinmótt barn geti lært þolinmæði af vinum sínum einnig að fordómalaust barn geti lært sterka fordóma af vinum sínum. — Það er margt sem ógnar barnamenningunni nú hin síðari ár, fyrst skal telja leikfangaiðnað- inn — það gat tekið marga tíma að búa til flugdreka, fyrst að finna efni og síðan búa til og að búa til flugdreka var stór hluti leiksins með flugdrekann. Nú fæst flug- dreki í næsta stórmarkaði. Nú þarf ekki að búa til bát úr pappír eða tré-kubb, þeir fást nú úr plasti. Stærsta ógnin er ef til vill hversu allskonar fjölmiðlun eins og sjónvarp, myndbönd, fjölþjóða prentaðar myndasögur o.fl. er orð- inn stór þáttur í lífi barna. Þau eru eingöngu neytendur, þau taka endalaust á móti, og hverjir fram- reiða og senda þessi boð? — Full- orðnir. Það má e.t.v. kalla þessa nýju einstefnumiðlun fullorðins menningu fyrir börn, og hún á lítð skylt við hina gömlu barnamenn- ingu. Við íslendingar erum stoltir af menningu okkar, hún er sameign okkar og í henni hafa kynslóðirnar fundið tjáningarform sín, látið sig dreyma og e.t.v. hefur hún hjálpað okkur til að lifa í þessu harðbýla landi. Utanaðkomandi áhrif hafa haft bæði góð og slæm áhrif á menningu okkar og nútíma- lifnaðarhættir gera áhrifin mun sterkari en áður fyrr. Barnamenningin verður líka fyrir áhrifum, og stærsti áhrifa- valdurinn er umhverfið og aðstæð- urnar sem börnin búa við. Leikur- inn er og verður helsta tjáningar- form barnanna, það að vera barn er ekki að vera litill fullorðinn. Börn eru minnihlutahópur, allir minnihlutahópar verða að berjast og vinna sig upp og finna og nota sín eigin tjáningarform, börn hafa fundið leikinn og verða að fá að nota hann. — Verum vakandi og bjartsýn, barnamenning verður að lifa og hún lifir. Á vordögum sá ég tvær stöllur hoppa í parís, þar voru reglur og hefðir í heiðri hafðar, að vísu fannst mér eins og reglurnar hefðu verið flóknari þegar ég hcppaði í parís fyrir um aldar- fjórðungi, en er það nú alveg víst? — Sumar reglurnar í parís- leiknum má rekja aftur til hof- regla Forn-Egypta, frá tímum Tut-ank-Amons sem uppi var um 1350 fyrir Krist. Þetta sýnir að börn atómaldar- innar leika sér ekki bara að tölv- um og spilakössum, plasti og pleimó. En höldum vöku okkar, viljum við týna gömlu leikjunum? Eru þeir ekki einhvers virði? Búum börnunum þannig umhverfi að það hvetji þau til leikja og þá munu gömlu leikirnir sem enn lifa fá sitt gamla hlutverk — að vera barnamenning sem flyst frá kyn- slóð til kynslóðar — sameiginleg- ur arfur. Höfundur er fóstra og kennari við Fósturskóla íslands. ÆVINTÝRAHÚSIÐ - FÓTBOLTASKÓRINN - STÓRI FÓTBOLTINN - LITLI FÓTBOLTINN - VÍKINGURINN - BANGSINN - TENINGURINN - FÍLLINN - GRÍSINN - UGLAN BÍNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.