Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985
— /------------------'ius&iwmju
„ Einhvcr he/ur oeriá ob seJja.
inol/dnunum klorincttur.
O 1985 Universal Press Syndicate
Bönnum innflutning á bifreiðum
Holy skrifar:
Kæri Velvakandi.
Við lestur Velvakanda, sl.
þriðjudag sá ég að einn lesandi
blaðsins kom með þá ágætu hug-
mynd að banna íþróttir. Er mál
þetta vel við hæfi á þessum sið-
ustu og verstu dögum. Tel ág að á
þessum banntímum ætti einnig að
athuga hættuna sem bílar vaida í
hversdagsumferð á okkar tímum.
Eru þeir ekki bara hættulegir
heldur beinlínis eyðslugjarnir og
dýrir í rekstri fyrir allt þjóðar-
búið. Má þar benda á allt það fjár-
magn sem fer bara í uppbyggingu
og viðhald vega í landinu.
Á okkar tímum þar sem fjöl-
miðlun og hraði fara saman ætti
landslýð að vera það ljóst að þau
farartæki sem bílar nefnast geta
ekki bætt ástandið í þjóðfélaginu.
Margir vinir mínir, sem hafa
drukkið eitthvað sem enginn veit
hvað er i formi bjórlíkis, hafa
misst ökuskírteini sín vegna þess
eins að ekki er búið að banna nógu
og mikið í landinu. Þeir hafa þurft
að borga háar fjársektir vegna
þess arna. Einnig hafa þeir misst
vinnu sína vegna þess að bíll var
þeim nauðsyn.
Nú spyrnum við niður fæti og
hefjum innflutning á reiðhjólum í
stórum stfl. Þá skal hafa í huga að
sá úrgangur er úr afturenda bíl-
anna kemur getur hreinlega verið
skaðlegur heilsu manna. Nokkrir
menn sem ég þekki hafa séð það í
kvikmyndum að hægt sé að deyða
menn með því að láta fólk anda að
sér þessum óþverra.
Þeir sem þetta lesa og eru
komnir of langt í notkun sinni á
bifreiðum ættu að hætta henni og
fá sér gönguferð í vinnuna, þó hún
taki tvær til sex klukkustundir,
maður getur ekki skollið það illa á
næsta mann þannig að illa fari,
a.m.k. ekki verr en skaði sá er bif-
reiðir valda okkur árlega.
Einsog segir hér í byrjun þá
skulum við hægt og sígandi banna
allt sem illt er, einsog dómsmála-
ráðherra gerði. Og þá skulum vér
þegnar þessa lands einnig illt út
reka, því að betri er fjarvera bif-
reiðanna en vera.
Takk fyrir.
Ást er ..
... að spyrja ekki
um hvað hún
keypti
TM Reo U.S. H». Ofl.-aH rights reserved
»1985 Lo« Angeles Times Syndkate
Við getum ekki haldið
áfram að eiga svona
stefnumót?
Með
morgunkaffinu
HÖGNI HREKKVlSI
Fyrstu
stjörn-
ur síð-
sumars
Ingvar Agnarsson skrifar:
Út varð mér gengið um lágnætt-
ið, að liðnum degi mánudagsins 5.
ágúst sl. Ég gekk út að Kópa-
vogskirkju, en hún stendur hátt og
þaðan er útsýni fagurt til allra
átta. Alheiðskírt var og fegurð
himins blasti við augum hvert sem
litið var.
Á norðurhimni sló ljóma á loft,
því sól er enn ekki langt undir sjó-
ndeildarhring. Birtuna lagði hátt
á himinn. Þar var fagur dagur á
lofti en í suðri hafði nóttin haslað
sér völl. En einnig til þeirrar áttar
var fagurt að líta, því nokkrar
bjartar stjörnur var þar að sjá —
fyrstu sjáanlegar stjörnur þessa
síðsumars — þótt ekki væri him-
inn þar almyrkur.
Hátt á lofti mátti sjá þríhyrn-
inginn stóra, sem myndaður er af
stórstirninu Deneb (í Svaninum),
Vega (í Hörpunni) og Altair (í
Erninum). Hve fagurlega ljómuðu
þessar stjörnur á bládimmum
himninum svo unun var á að
horfa.
Hærra en á himni mátti sjá
stjörnunar í hinu sérkennilega
W-Iaga merki Kassiopeia, og enn
vottaði fyrir fáeinum stjörnum
öðrum á víð og dreif.
En á mótum dags og nætur I
norðausturátt blasti við sjónum
hin fagurskínandi stjarna Capella
(Kaupmannastjarnan í Oku-
mannsmerki).
Þetta var fyrsta nóttin á þessu
siðsumri, sem ég hef séð stjörnum
skrýddan himin ogósjálfrátt fyllt-
ist hugur minn fögnuði af þessari
sjón. Það var eins og að fagna vin-
um á ný eftir margra vikna að-
skilnað, sem reyndar hefur orsak-
ast af björtum og fögrum sumar-
nóttum, sem við höfum fengið að
njóta um sinn.
Nú lengjast nætur óðum.
Dimman tekur við af björtum
nóttum, og himininn tendrast æ
meir fögrum stjörnuljósum.
Lítum til lofts og gleðjumst af
skini þessara björtu depla. Vitum
að hver ein stjarna er glóandi sól I
bládjúpum geimsins, og hugleið-
um þá stórkostlegu vitneskju, að
flestum sólum munu fylgja reiki-
stjörnur, og að á mörgum þeirra
mun búa mannkyn í líkingu við
okkar hugsandi verur, sem reyna
að skilja tilveruna á sama hátt og
við jarðarmenn erum einnig að
glima við. Vitum að stjörnur eru
heimkynni lífsins. M.a. þessvegna
eru þær okkur enn áhugaverðari.
Harpan er lítið en áberandi fagurt stjörnumerki hátt á himni. Fjórar stjörnur
mynda ferhyrning og er Vega (Blástjarnan) þeirra björtust, enda er hún
fimmta bjartasta stjama himins. Hún geislar bláhvítu Ijósi og er í 26 Ijósára
fjarlægð.
Vega
Altair
Svanurinn er eitt af fegurstu stjörnumerkjum himinsins. Stjarnan í stéli hans
heitir Deneb og er ein af raunbjörtustu stjörnum himins því hún gefur frá sér
sextíu þúsundfalt Ijósmagn okkar sólar, en vegna gífurlegrar fjarlægðar
(1600 Ijósár) sýnist hún ekki bjartari en raun ber vitni.
Örninn er fagurt stjörnumerki suður undan Svaninum. Altair heitir þar
bjartasta stjarnan og geislar frá sér bláhvítu Ijósi. Fjarlægð hennar er 16,5
Ijósár, og er því í raun ein af nágrannasólum okkar sólhverfis, því flestar eru
miklu fjær.