Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985 Evrópumótið í Várgárda: Benedíkt einn íslendinganna með EM-titil heim Hestar Valdimar Kristinsson Þá er enn einu evrópumóti lokið þar sem íslenski hesturinn leikur eitt aðalhlutverkið. Voru saman- komnir þarna um fjögur þúsund aðdáendur þessa einstæða hests frá þrettán löndum. Þessi mót njóta sífellt meiri vinsælda hér- lendis og er talið að yfir þrjú hundruð íslendingar hafi verið þarna til að fylgjast með og hafa aldrei jáfn margir verið á þessum mótum. Eins og fram hefur komið var mótið haldið’í Svíþjóð, nánar tiltekið í Várgárda sem er lítill bær um 70 kílómetra norðaustur af Gautaborg. Það var sænski herinn sem léði eitt af æfingarsvæðum sínum undir mótshaldið og sögðu heimamenn að ef sænski herinn hefði ekki hlaupið undir bagga bæði varðandi mótssvæðið og að- stoð við undirbúning fyrir mótið hefði þetta verið nær ógerlegt. Upphaflega átti að halda mótið í bænum Alingsás sem er 20 kíló- metrum nær Gautaborg. Um fjór- um mánuðum fyrir áætlaða móts- daga var mótsstaðurinn fluttur og voru menn víða um Evrópu ugg- andi um að Svíar misstu þetta allt úr böndunum þar sem skammur tími var til stefnu. í bréfi frá formanni FEIF Volker Ledermann var sagt að ekki þyrfti að óttast að mótið félli niður en einnig tekið fram að ef illa færi væru Hollend- ingar tilbúnir að taka að sér mótið með stuttum fyrirvara. Á daginn kom að þessi ótti reyndist óþarfur því raunin varð sú að margt af því sem þetta evrópumót bauð upp á er alveg sambærilegt við það besta sem þekkist frá fyrri mótum. Keppnisgreinar sjö - EM-titlar ellefu Aldrei fyrr hefur keppnin á evrópumótunum verið jafn tvísýn sem nú. íslendingar og Þjóðverjar hafa staðið feti framar en aðrar þjóðir og hefur það stundum verið svo að þeir hafa skipt kökunni að mestu á milli sín en hinar þjóðirn- ar fengið molana sem til féllu. Nú var þessu öðru vísi farið því Aust- urríkismenn, Norðmenn og Danir blönduðu sér eftirminnilega í bar- áttuna að þessu sinni. En áður en farið er nánar út í keppnina sjálfa er rétt að skýra i hverju keppnin erfólgin. Hinar eiginlegu keppnisgreinar eru 7 talsins, tölt, fjórgangur, fimmgangur, hlýðnikeppni, 250 metra kappreiðaskeið, gæðinga- skeið og víðavangshlaup. Evrópu- meistaratitlarnir sem keppt er um eru 11 þ.e. einn evróputitill í hverri þessara sjö greina auk þess sem titill getur unnist í stigasöfnun úr fleiri en einni grein. Er þar fyrst að nefna samanlagða sigurvegara eða stigahæsta keppanda úr fjór- um greinum og er sú keppni tví- þætt, annarsvegar keppandi á fjór- gangshesti (klárhrossi með tölti) og hinsvegar keppandi á fimm- gangshesti (alhliða hross). Þeir sem glíma við þessa titla þurfa að taka þátt í minnst þremur grein- um, mest fjórum. Einnig eru veitt verðlaun fyrir íslenska tvikeppni sem er samanlögð stig úr tölti, fjórgangi og skeiðtvíkeppni sem er samanlögð stig úr fimmgangi og 250 metra skeiði eða gæðinga- Jóhannes Hoyos, Austurríki, keppti á Fjölni frá Kvíabekk, þrautreyndum afrekshesti, bæói sem gæðingur og skeiðhestur. Eftir forkeppnina var Jó- hannes efstur í fímmgangi ásamt Benedikt en féll niður í fjórða sæti í úrslitum. Walter Feldman, Þýskalandi, er nú eini keppandinn sem keppt hefur á öllum Evrópumótum sem haldin hafa verið og unnið einhvern titil á flestum mótunum. Ekki gekk þó dæmið upp að þessu sinni því hestur hans, Prati frá Hlöðutúni, stökk út úr hringnum í forkeppni fímmgangsins og þar með var hann úr leik í þeirri grein og eins stigakeppninni. Aðalsteinn Adalsteinsson á Rúbín en þeir urðu í tíunda sæti í fímmgangi. Morgunbladið/Valdimar Sigur Benedikts í fímmgangi var sannfærandi og sýnir að við höfum dregist aftur úr eins og margir óttuðust Piet Hoyos, Austurríki, á Sóta frá Kirkjubæ varð nú annar í fímmgangi en hann var einnig í úrslitum í Roderath ’83 ásamt fjórum íslendingum Sigurbjörn Bárðarson varð 6. í fímmgangi og töldu margir að hann hafí átt fullt erindi í A-úrslitin. skeiði. Auk þess eru veitt ýmiskon- ar aukaverðlaun og fyrir þá sem ekki eru þess betur að sér í erlend- um tungumálum virka verðlauna- afhendingar í mótslok alltaf rugl- ingslegar. Hörkukeppni utan sem innan vallar Eitt gleggsta dæmið um harðn- andi keppni voru margvíslegar kærur sem komu fram meðan á keppninni stóð og urðu íslendingar iililega fyrir barðinu á þeim. Er það alltaf neikvætt þegar menn færa keppnina út fyrir völlinn og hinn eiginlega dóm en getur einnig reynst nauðsynlegt til að keppnis- reglum sé fylgt eftir. í hita leiksins koma oft í ljós gallar á reglunum og annað sem er alvarlegra að stundum ber á milli um hvernig reglur skuli túlkaðar. Á fimmtudag hófst keppnin með B-hlýðniæfingum og voru fjórir íslendingar, þeir Sigurbjörn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.