Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985 \ ) j) I / fclk í fréttum ÁSGEIR JÓN EMILSSON Býr til ruggustóla úr bjórdósum „Betra að nýta dósirnar en henda þeim á haugana" StóUinn sem Ásgeir gaf blaða- manni að skilnaði. Hann er gerðui úr bjórdós og það tók listamann- Það andaði svölu þó sumar væri þegar blaðamaður lagði þangað leið sína fyrir skömmu. En þó að veðrið væri býsna drungalegt, reyndist ýmis- legt í mannlífinu á bjartari veg- inn. Eitt af því sem bregður bjarma á umhverfið er lítið hús sem kúrir í allri sinni skrautlegu gerð skammt frá kirkju staðarins. Húsið er eitt málverk að utan, ofan frá risi og allt að þröskuldi og þar býr Ásgeir Jón Emilsson, listamaður og þúsund þjala smið- ur í frístundum, en fiskvinnslu- maður að brauðstriti. Hann fæddist úti á Eyrinni, var löngum á sjó, langaði að Ásgeir Jón Emilsson á vélhjólinu sínu sem að hans sögn er hið eina sinnar tegundar á land- inu. Morgunblaðið/Kjartan /Seyð- iafirði nema listir i skólum, en örlögin ætluðu honum annan veg. Nú smiðar hann stássstóla og fleira úr bjórdósum sem hann sker til á fagurlegasta hátt, jafn- vel forsetinn þáði einn slíkan er hún heimsótti Seyðisfjörð ekki alls fyrir löngu. Ásgeir segist vera sex klukku- stundir með hvern stól og segir betra að nýta dósirnar á þennan hátt en kasta þeim á haugana. Inntur eftir því hvort hann selji mikið af munum segist hann af og til selja útlendingum og inn- lendum ferðamönnum. En það er fleira sem Ásgeir kann fyrir sér þegar listin er annars vegar og hann fer með liti af kúnst og konur og skip eru honum eftirlætisyrkisefni með penslinum. Undir húsvegg hjá honum er lítil kirkja sem hann smíðaði sem minnisvott um kisu sína en þar er hún jörðuð. En hvað sem hann virðist f ramleiða í höndunum er það til vitnis um hagleik og listfengi. Og sem við kveðjum þennan völund er farið að birta og kyrr- ast. Og við höldum á heiðina með ruggustól úr bjórdós og hugann fullan af Geira i húsinu hans litla. GRG Ásgeir málaði húsiA sitt sem stendur ekki langt frá kirkjunni á Seyðisfirði. Morgunblaíið/Kjartan/Seyiisfirði Eftir lendingu kom bátur til móts við flugvélina og fluttu komumenn í land. Á bátnum var breskur yfirmaður og tveir Þjóðverjar. Jóhannes Snorrason tók þessa mynd af þeim Magnúsi Guðmundssyni og Jóhanni Gíslasyni ásamt Þjóðverjum á leiðinni í land. f tilefni fjörutíu ára afmælisins var fyrstu fiugáhöfninní boðið til Kaup- mannahafnar. Hér afhendir Vilhjálmur Guðmundsson umdæmisstjóri Flug- leiða í Danmörku áhöfn KaUlínuflugbátsins „Gamla Péturs" blóm við komuna til Kaupmannahafnar. Agnes, barn Guðs, brátt í bíóhús borgarinnar? Margir muna eflaust leikritið „Agnes, barn Guðs“, sem sýnt var í Iðnó við góða aðsókn og dóma. Nú í september stendur til að frumsýna í Bandaríkjun- um kvikmynd eftir leikritinu, þr sem Meg Tilly mun leika Agnesi, Jane Fonda sálfræðinginn og gamalkunn „stjarna", Ann Bancroft, fer með hlut- verk abbadísarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.