Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 60
TIL DAGIIGRA NOTA
Vetrardagskrá hefst 9. september.
FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR.
Sjóflutningar Varnarliðsins:
Stjórnvöld vestra
fengu ekki frest
— Krafa Rainbow um lögbann á útboð
væntanlega tekin fyrir 13. september
BANDARÍSKUM stjórnvöldum var á þriðjudaginn synjað um frest til að
leggja fram málskjöl í dómsmáli þeirra við skipafélagið Rainbow Navigation
Inc. Verður málið því líklega tekið fyrir, eins og til stóð, þann 13. september
næstkomandi. Ennfremur úrskurðaði rétturinn að engin breyting yrði á
sjóflutningum fyrir varnarliðið fram til 14. október.
Rainbow hefur sem kunnugt er
farið í mál við bandaríska flota-
málaráðherrann John Lehman
vegna útboðstilskipunar hans á
sjóflutningum fyrir varnarliðið á
Keflavíkurflugvelli, og krafist
þess að lögbann verði sett á útboð-
ið. Rainbow lagði fram málskjöl
sín sl. föstudag, en bandaríkj-
astjórn vildi fá frest til 20. sept-
ember til að leggja fram sín gögn.
Því hafnaði undirréttur og efri
réttur skömmu síðar eftir að úr-
skurðinum hafði verið áfrýjað.
„Það hefur engin efnislegur
dómur fallið í málinu," sagði Hans
G. Andersen sendiherra, eftir að
hafa haft samband við bandarísk
stjórnvöld í gær. „Bandaríska
utanrikis- og dómsmálaráðuneytið
fór aðeins fram á að fá lengri frest
til að leggja fram sín skjöl, því
þeir vildu gefa sér tíma til að bera
verð Rainbow saman við þau til-
boð sem borist hafa undanfarið.
Því hafnaði rétturinn á þeim for-
sendum að þeir hefðu þegar haft
nægan tíma,“ sagði Hans.
Frank Costello, lögmaður Rain-
Mývatnsöræfí:
Tvær bíl-
veltur
FIMM umferóaróhöpp uróu á tæpum
tveim tímum í umdæmi lögreglunnar
á Húsavík um bádegisbilió í gær.
Er það óvenjulegt þar í sveit aó sögn
lögreglumanns á Húsavík.
Tvær bílveltur urðu með stuttu
millibili á vegarkafla sem verið er
að vinna við á Mývatnsöræfum,
3kammt vestan við Jökulsá á Fjöll-
um. í öðrum bílnum voru Japanir
en ítalir í hinum og sluppu þeir
allir ómeiddir. Á Húsavík urðu
tveir minniháttar árekstrar á
þessum sömu tveimur klukku-
stundum auk þess sem ekið var á
konu á gangbraut. Konan skarst
nokkuð og meiddist á öxl.
bow, sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær, að líklega væri frest-
unarbeiðin til komin vegna þess að
bandarísk stjórnvöld væru óviss
um ágæti málstaðar síns og vildu
leita nýrra leiða. Hann sagöist
hins vegar ekki sjá að þau ættu
um fleiri en tvo kosti að ræða:
draga útboðstilskipunina til baka,
eða leggja málið í hendur dóm-
stóla og tapa.
„Útboðið er fullkomlega ólög-
mætt,“ sagði Costello, „og ég tel
langlíklegast að dómarinn komist
að þeiri , niðurstöðu og Rainbow
komi því til með að halda sjóflutn-
ingum áfram."
Tilrauna-
framleiðsla
á steinull
á lokastigi
Tilraunaframleiósla hjá Steinull-
arverksmiójunni á Sauöárkróki er
nú komin á lokastig. Hefur hún
gengið eftir atvikum vel aö sögn
Einars Einarssonar framleiöslu-
stjóra.
Sagði Einar að enn væri við
talsverða byrjunarörðugleika að
etja og væri verksmiðjan því í
gangi hálfan daginn, og tíminn
síðan notaður til viðgerða og lag-
færinga. Framleiðslan er nú um
20 tonn af steinull á dag en er
áætluð 60 tonn þegar verksmiðjan
verður komin í fulla framleiðslu
sem áætlað er að verði um miðjan
mánuðinn. Steinullarverksmiðjan
verður vígð með sérstakri athöfn
þann 15. þessa mánaðar.
Þorsteinn Þorsteinsson fram-
kvæmdastjóri Steinullarverk-
smiðjunnar sagði að verið væri að
undirbúa markaðssetningu fram-
leiðslunnar. Hann sagði að mark-
aðurinn tæki vel við sér, mikið
væri um fyrirspurnir og talsvert
um pantanir.
I haustsól
Morgunblaðið/FriAþjófur
Ólíkt hefst þaö að unga fólkið og þau sem eldri eru. Galsafenginn strákurinn fetar einstigið á girðingunni, en
konan hvflir lúin bein á bekk. Bæói njóta þau sjálfsagt góóa veöursins á sinn hátt og næstu daga er ekki útlit
fyrir að mikil breyting verði á veðri. Norðanátt áfram, þurrt og bjart syðra, en skúrir og jafnvel slydda nyrðra.
Hjúkrunarfólk á Kristnesspítala:
Uppsagnir vegna
launamismunar
ALLIR starfandi hjúkrunarfræðing-
ar og sjúkraliðar á Kristnesspítala í
Eyjafirði hafa sagt upp störfum með
þriggja mánaða uppsagnarfresti.
Astæða uppsagnar sjúkraliðanna er
launamunur þeirra og sjúkraliða við
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og
ástæða uppsagnar hjúkrunarfræðing-
anna er 15 þúsund kr. launauppbót
sem hjúkrunarfræðingar við FSA
Fiskvinnslan á Austfjörðum:
Styrkir Einar fram að
næstu Ólympíuleikum
HELZTU fiskvinnslufyrirtæki á Austfjörðum hafa nú ákveðið að veita
Einari Vilhjálmssyni, spjótkastara, fjárhagslegan stuðning fram að næstu
Ölympíuleikum árið 1988. Er þá miðað við að tryggja fjárhagslega af-
komu Einars og fjölskyldu hans svo hann geti helgað sig íþrótt sinni.
Vilhjálmur Einarsson, faðir uði. Á þann hátt yrði greiðsla
Einars, sagði i samtali við Morg-
unblaðið, að stofnaður hefði ver-
ið styrktarsjóður í ákveðnum
banka og væru að minnsta kosti
tvö fyrirtæki búin að greiða inn
á hann. Hugmyndin væri að
tryggja Einari lágmarksafkomu
með um 30.000 krónum á mán-
viðkomandi fyrirtækja og ann-
arra hugsanlegra stuðnings-
manna lítil hverju sinni, en skil-
aði Einari engu að síður mjög
miklu. Mikilvægt væri að stuðn-
ingur sem þessi, kæmi fram
nægilega löngu fyrir lokatak-
markið til þess að viðkomandi
íþróttamenn gætu skipulagt æf-
ingar og keppni án þess að hafa
áhyggur af fjármálum og stæðu
jafnfætis helztu keppinautum
sínum. Þetta framlag fyrirtækj-
anna til íþróttamála væri stór-
kostlega eftirbreytnivert og von-
andi veittist fleiru ungu fólki
möguleiki sem þessi i framtíð-
inni svo það þyrfti ekki að hætta
íþróttaiðkun vegna brauðstrits-
ins. Um það væri þegar allt of
mikið.
fengu frá 1. september en þær ekki.
Á Kristnesspítala eru 58 langlegu-
sjúklingar og telur framkvæmda-
stjóri spítalans að hvergi verði hægt
að koma þeim fyrir komi uppsagnir
hjúkrunarfólksins til framkvæmda.
Ellefu sjúkraliðar eru starfandi
á Kristnesspitala og undirrituðu
þeir allir uppsagnarbréf í gær og
afhentu framkvæmdastjóra spít-
alans. Þær segja upp verði ekki
leiðréttur sá launamunur sem
verið hefur á launum sjúkraliða á
Kristnesspítala og FSA frá 1. júní.
Komið hefur fram að 14-17%
munur er á launum sjúkraliðanna
á þessum tveimur vinnustöðum.
„Við erum að ýta eftir að fá þennan
mismun leiðréttan, enda teljum
við ekki hægt að una við hann,“
sagði Lif Stefánsdóttir sjúkraliði
á Kristnesspítala í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Allir sex starfandi hjúkrunar-
fræðingar spítalans sögðu upp
störfum í fyrradag frá og með 15.
september fái þær ekki þá 15 þús-
und króna launauppbót á mánuði
frá 1. september sem hjúkrunar-
fræðingar á FSA hafa fengið
miðað við fullt starf. Björg Guð-
mundsdóttir hjúkrunarfræðingur
á Kristnesspítala sagði að þær
hefðu sagt upp vegna þess að þær
hefðu ekki fengið þessa launaupp-
bót. Hún sagði að þær hlytu að
ganga út að loknum uppsagnar-
fresti ef þær fengju ekki leiðrétt-
ingu mála sinna.
Að sögn Bjarna Arhurssonar
framkvæmdastjóra Kristnesspít-
ala eru 58 langlegusjúklingar á
spítalanum, að stærstum hluta
aldrað fólk. „Ég get ekki hugsað
þá hugsun til enda,“ sagði Bjarni
þegar hann var spurður um rekst-
ur spítalans ef uppsagnirnar
kæmu til framkvæmda. Hann
sagði að á spitalanum væru ein-
göngu langlegusjúklingar og
hvergi væru laus pláss til að koma
fólkinu fyrir á ef uppsagnirnar
kæmu til framkvæmda en ekki
væri hægt að reka stofnunina
eingöngu með ófaglærðu starfs-
fólki. „Ég sé ekki að hægt sé að
leysa þetta mál öðruvísi en með
samkomulagi við starfsfólkið,
enda eru kröfur þess sanngjarnar,"
sagði Bjarni.
Fyrstu réttir
um helgina
FYRSTU réttirnar verða um helg-
ina. Á laugardag verður réttað í
Hraunsrétt í Aðaldal í Suður Þing-
eyjarsýslu og verða það fyrstu
réttirnar á þessu hausti. Á sunnu-
dag verða síðan Hrútatunguréttir
í Hrútafirði og Miðfjarðarréttir i
Miðfirði.