Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985 47 Gömlu góðu tímarnir rifjaðir upp Hreggviður, Kristján og Benedikt meðal keppenda. Upphaflega áttu tíu efstu að fara í úrslit en var breytt að beiðni íslendinga þannig að allir þeir sem næðu 20 stigum eða meira færu í úrslit þar sem keppt var í frjálsum hlýðniæfing- um (KUR). Þetta breytti því að Benedikt komst í úrslitin en hann varð 11. Kristján náði einnig í úr- slitin en tók ekki þátt í þeim þar sem hann hafði ekki búið sig undir þátttöku í frjálsum æfingum sem eru nokkuð frábrugðnar B-hlýðni- keppninni. Benedikt varð í 10. sæti, Kristján því í 11. sæti, Hreggviður í 30. sæti og Sigurbjörn dæmdur úr leik þar sem hestur hans Neisti stökk út af vellinum. Á föstudag byrjaði keppnin fyrir alvöru og byrjað á fimmgangi sem verið hefur sérgrein íslendinga. Miklar tröllasögur höfðu borist af getu nokkurra hesta erlendis frá og þar á meðal voru Prati frá Hlöðutúni, sem Walter Feldmann sat, og Fjölnir frá Kvíabekk, sem Johannes Hoyos var með. Þessir hestar höfðu náð mjög góðum tímum í skeiði fyrr um sumarið auk þess sem vitað var að þetta væru geysisterkir hestar í fimm- gangi. Einnig var vitað um fleiri góða hesta sem gætu sett strik í reikninginn svo að ekki var búist við miklu af okkar mönnum og hestum. Eftir forkeppnina voru þeir Sigurbjörn á Neista í 6. sæti, Aðalsteinn og Rúbín i 20. sæti, Eiríkur og Hildingur í 22. sæti en þess má geta að stökksýningin mistókst og fengu þeir enga ein- kunn fyrir stökkið. Að öðru leyti tókst sýningin hjá þeim vel. En það sem gladdi landann mest var frammistaða Benedikts og Styrmis en þeir voru í fyrsta sæti ásamt Johannes Hoyos á Fjölni. Var út- færsla Benedikts á sýningunni hreint frábær og greinilegt var að Styrmir hafði bætt sig stórlega frá því í úrtökunni hér heima. Stóðu íslendingarnir með öndina í hálsinum meðan Benedikt var í hringnum og þegar einkunnir voru lesnar upp brutust út mikil fagn- aðarlæti. Islendingar höfðu fengið sjálfstraustið á nýjan leik. Aðal- steinn og Sigurbjörn fóru í úrslit um 6.-10. sætið og héldu þeir sínum sætum þar, en þegar að úrslitum um 1.-5. sætið kom myndaðist sama spenna og jafnvel enn magn- aðri en þegar Benedikt var í dóm forkeppninnar. Þegar öll atriði höfðu verið dæmd í úrslitunum voru tveir keppendur kallaðir inn á völlinn þeir Hoyos á Fjölni og Leif Arne Ellingseter, Noregi, á hestinum Andvara sem sagður er frá Nautheu á íslandi hver sem það er nú. Rifjuðust þá upp úrslitin í fimmgangi í Roderath '83 þegar Tómas Ragnarsson og Aðalsteinn Aðalsteinsson voru látnir keppa aukalega um 1. sætið og hvarflaði fyrst að manni að þeir Hoyos og Leif væru að gera hið sama og Benedikt þar með búinn að missa af titlinum. Þegar svo röðin var lesin upp var fyrst nefndur Peter Schröder á Ástu frá Austurríki, síðan kom í fjórða sæti Hoyos á Fjölni og þá var ljóst að Benedikt var ennþá inni í myndinni varð- andi EM-titilinn. Síðan kom svo sá norski í þriðja sæti og þá voru eftir Benedikt og Austurríkismað- urinn Piet Hoyos, bróðir Johannes, á Sóta frá Kirkjubæ sem varð annar og EM-titill Benedikts þar með kominn í höfn. Þótt Austurríkismönnum tækist ekki að vinna fimmganginn var frammistaða þeirra mjög góð, þrir í A-úrslitum og sá fjórði, Klaus Zwins á Hrannari frá Sauðárkróki, í 11. sæti. Walter Feldmann sem áður var minnst á var dæmdur úr leik er hann missti Prata út úr hringnum eftir fyrri sprettinn í skeiði og voru menn sammála um ef þetta hefði ekki komið fyrir hefði hann verið í einu af þrem efstu sætunum eftir forkeppnina. Er þetta ekki í fysta skiptið sem slíkt hendir þennan mikla keppnis- mann en Prati hefur reynst mjög erfiður keppnishestur. Um árang- ur okkar manna má mjög vel við una því enginn átti von á sigri. Hljómplötur Sigurður Sverrisson Jeff Beck & Co Bestof 1967—1969 Fame/Fálkinn Mikiö rosalega hef ég gaman af þessari plötu. Jafnvel þótt upptökurnar séu 16—18 ára gamlar og sumar hverjar nánast hreinasta hörmung. Hvað er þá svona gaman? Tónlistin ein og sér er stórskemmtileg, ekki síst vegna þess að hún endurspeglar einkar vel þær hræringar sem voru að gerast i þungu rokki á síðari hluta sjöunda áratugarins. Hér er grunntónninn að þvi þungarokki, sem við þekkjum í dag. Á þessum árum, þ.e. 1967—69, var Jeff Beck ýmist búinn að skapa sér nafn sem gítar-„virtú- ós“ eða þá um þaö bil að gera það. Á þessari safnplötu má reyndar heyra strax þau ein- kenni hans sem gítarleikara, sem áttu eftir að fylgja honum langt fram á áttunda áratuginn, allt þar til hann sneri sér að bræð- ingspælingum. Þar með varð hann að þróa upp nýjan stíl. Á þessu safni Beck og félaga er að finna 14 lög og það merki- lega við þetta allt saman er aö Beck er aðeins skráður fyrir einu lagi sjálfur og það er Rice Pudd- ing, ísl. hrísgrjónavellingur, þar sem sveinarnir í sveitinni „djamma“ saman í nokkrar mínútur, meira eða minna stefnulaust. Beck á ekki einu sinni lagið Beck’s Bolero, það er skráð á Jimmy nokkurn Page. Hér er að finna lög á borð við Presley-standardana All Shook Up og Jailhouse Rock, það síðar- nefnda þó fremur kraftlitið, hið fallega Love Is Blue eftir þá Popp og Ck)ur, lag, sem kom mér feiki- lega á óvart að finna í þessu safni, Shapes of Things, sem Gary Moore hefur endurvakið svo rækilega á síðari árum, You Shook Me, gamlan blússtandard eftir Willie Dixon sem og Ain’t Superstitious eftir þann sama. Áuk Beck leikur Rod Stewart lykilhlutverk á plötunni, hann syngur svo til allt, en einnig eru þarna Ron Wood (nú i Rolling Stones) auk Nicky Hopkins, sem lengi lék á píanó á plötum Stones og svo trommaranna tveggja, sem skipta hlutverki sinu á milii sín, Mick Waller og Tony New- man. Þetta safn með Jeff Beck og félögum er virkilega skemmtileg upprifjun á liðnum timum. Þungarokkarar nútímans ættu að huga að henni þessari, hérna er kveikjan að þessu öllu saman. VW VIUUM. MINNA MC A... aö viö höfum skóiavörur T úrvali Merktu við þennan lista svo þú gleymir engu □ Skólatöskur □ Skjalatöskur □ Leikskólatöskur □ Pennaveski □ Skrifundirlegg □ Stílabœkur □ Reikningsbœkur □ Glósubœkur □ Hringbœkur □ Laus blöö □ Fönablöö □ Skýrslublokkir □ Millimetrablokkir □ Vélritunarpappír □ Skrifblokkir □ Minnisblokkir □ Klemmuspjöld □ Plastmöppur □ Plastumslög □ Blekpennar □ Kúlupennar □ Kúlutússpennar □ Filttússpennar □ Glœrupennar □ Áherslupennar □ Reglustikur '□ Horn □ Skœri □ Bókaplast □ Trélitir □ Tússlitir □ Vatnslitir □ Vaxlitir □ Blýantar □ Teikniblýantar □ Fallblýantar □ Yddarar □ Strokleöur Með nýjungarnar og nœg bílastœði Síöumúla 35 — Síml 36811 Fyrir menntafólk frá fimm ára aldri Geröu aóð kauo hjá Griffli f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.