Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985 27 AP/Símamynd. Hamfarir fellibylsins Elínar FlóAbylgjur og snarpar vindhviður skella á einkaheimili við Tampaflóa á laugardag, þegar fellibyl- urinn Elín fór hamförum í átt að strönd Flórída. Sovétríkin: Dómur yfír and- ófsmanni lengdur Moskvu, 4. sepL AP. SOVÉSK yfirvöld hafa lengt fangelsisdóm yfir grúsískum baráttumanni fyrir mannréttindum, Merab Kostava, um tvö ir. Eru þcssar upplýsingar haföar eftir heimildum meðal sovéskra andófsmanna. Heimildamaðurinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði, að Kostava hefði átt að losna úr vinnubúðunum í nóvember á næsta ári eftir að hafa setið af sér fimm ára dóm en nú hefur vinnu- búðavistin verið lengd um tvö ár. Var það gert með tilvísun til laga frá árinu 1983, sem segja, að dóm- ur yfir fanga skuli hertur ef hann brýtur gegn „lögum og reglu" í fangelsinu, t.d. ef hann óhlýðnast fangavörðunum. Árið 1974 stofnaði Merab Kostava mannréttindanefnd i Grúsíu og þremur árum síðar, árið 1977, varð hann félagi í Amnesty International. Hafði hann sam- starf við aðra andófsmenn í Sov- étríkjunum, sem vildu fylgjast með því hvernig framfylgt væri mannréttindaákvæðum Helsinki- sáttmálans. Kostava var handtekinn árið 1977 og dæmdur til þriggja ára fangelsis fyrir andsovéskan áróð- ur og tveggja ára útlegðar innan- lands. Árið 1981, þegar hann var í útlegðinni, var hann handtekinn aftur og dæmdur til fimm ára vinnubúðavistar fyrir að hafa áreitt lögregluforingja. Bólivía: Allsherjarverkfall lamar allt atvinnuiíf La Paz, Bólivíu, 4. sept. AP. NÆR ALLT atvinnulíf í Bólivíu er lamað vegna tveggja sólarhringa verkfalls sem samtök verkalýðsfé- laga þar í landi standa fyrir til að mótmæla efnahagsráðstöfunum rík- isstjórnarinnar gegn verðbólgu í landinu. Verkfallið hófst á miðviku- dagsmorgun. Ríkisstjórnin hefur gert her og lögreglu viðvart og gefið út aðvörun gegn ólöglegum mót- mælaaðgerðum og uppsetningu vega- tálma. Samtök verkalýðsfélaga hafa hvatt félaga sína til að efna til kröfuganga og hóta að hefja ót- ímabundið allsherjarverkfall end- urskoði ríkisstjórnin ekki efna- hagsráðstafanir sínar. Verkfall þetta er fyrsti alvarlegi árekstur- inn milli nýskipaðrar ríkisstjórnar landsins og verkalýðs, og stafar af verstu efnahagskreppu sem orðið hefur í landinu um áratugi. í síðustu viku felldi ríkisstjórnin bólevíska pesetann um 95 prósent að raungildi, fyrirskipaði verð- stöðvun launa þar til í desember, tífaldaði verð á olíu, stóð fyrir uppsögnum starfsfólks hjá ríkis- og einkafyrirtækjum og felldi nið- ur niðurgreiðslur á matvælum. Ríkisstjórnin hefur farið fram á frest til að láta árangur efnahags- ráðstafananna koma í ljós. Hún hafði áður tilkynnt að öll verkföll yrðu lýst ólögleg og her og lögreglu yrði beitt til að koma í veg fyrir ofbeldisaðgerðir. Þá hafa ráðherr- ar í ríkisstjórninni fullyrt að for- seti landsins, Victor Paz Estenss- oro, muni fremur segja af sér en endurskoða efnahagsráðstafanirn- ar. Bólivía á heimsmetið í verð- bólgu, verðbólguhraðinn þar er nú Gengi gjaldmiöla London, 4. sepiember. AP. DOLLARINN lækkaði í dag gagn- vart gjaldmiðlum Vestur-Evrópu- landa og verð á gulli féll. í Tókýó fengust síðdegis í dag 239,90 jen fyrir dollarann (238,85). f London kostaði sterlingspund- ið 1,3702 dollara I kvöld (1,3695). Gengi helstu gjaldmiðla var annars þannig að fyrir dollarann fengust: 2,8455 vestur-þýsk mörk (2,8540), 2,3438 svissneskir frank- ar (2,3507), 8,6825 franskir frank- ar (8,7075), 3,2005 hollensk gyllini (3,2120), 1.899,12 ítalskar lírur (1.905,00) og 1,3675 kanadískir dollarar (1,3708). 14 þúsund prósent, og forseti landsins hefur sagt að án efna- hagsráðstafananna gæti verðbólg- an orðið 44 þúsund prósent í lok ársins. Áður en efnahagsráðstaf- anirnar tóku gildi 29. ágúst sl. hækkaði vöruverð í búðum oft á klukkutíma fresti og menn urðu að bera á sér mikla seðlabunka. Fyrir fjórum árum var hægt að kaupa lítinn bíl í Bóliviu fyrir 100 þúsund peseta en nú dugar sú upphæð varla fyrir brauðhleif. LAUFIÐ LAUFIÐ Haustvörurnar komnar Fjölbreytt úrval Idnaðarmannahúsinu, Hallveigarstig 1, simi 11845. T öl vunámskeiö á næstunni m-pc Helgarnámskeið í notkun IBM-PC, At- lantis, Corona, Wang, Advance o.fl. einkatölva. Tilvaliö námskeiö fyrir alla PC-notendur, ekki síst þá sem búa úti á landi. Dagskrá: — Grundvallaratriði í notkun PC-tölva. — Stækkunar- og tengimöguleikar PC-tölva. — Stýrikerfið MS-DOS. — Ritvinnsla, æfingar. — Töflureiknirinn Multiplan, æfingar. — Gagnasafnskerfiö D-base II, æfingar. — Bókhald á PC-tölvur. — Fyrirspurnir og umræður. . 7. og 8. september I imi: kl. 10— 12og 13—16. Leiöbeinendur: Dr. Krittján Ingvaruon verkfræöingur Tölvunámskeið fyrir fuUorðna Fjölbreytt og vandaö byrjendanámskeiö sem kynnir vel öll grundvallaratriöi viö notkun tölva. Dagskrá: — Saga og þróun tölva. — Tölvur og jaöartæki. — Grundvallaratriði í tölvufraaði. — Forritunarmál. — Æfingar í forritunarmálinu Basic. — Ritvinnsla, æfingar. — Töflureiknir, æfingar. — Gagnasafnskerfi, æfing. — Tölvur og tölvumál (tölvuval). Tími- 16., 18., 23. og 25. sept. * liTII. kl. 19.30—22.30. Athugið! Það borgar sig að læra á tölvu hjá Tölvufræöslunni Innifaldir í námskeiösgjaldinu eru marg- ir ókeypis æfingatímar á tölvurnar. Sá sem hefur sótt 1 námskeiö fær 20% afslátt á öðrum námskeiöum. Kennt er á úrvalstölvurnar MACIN- TOSH-APPLE II E oy IBM-PC. Veriö velkomin á tölvunámskeiöl Innritun í símum kJli TÖLVUFRÆÐSLAN 687590 og 686790. - ------------- Armúla36, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.