Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985 Könnun á hraða póstsendinga: 1,59% sendinga berast viötakanda samdægurs PÓST- OG símamálastofnunin lætur reglulega gera könnun á því hve póst- sendingar berast fljótt frá sendanda til viðtakanda. 1 frétt frá stofnuninni segir að niðurstöður slíkra kannana séu skoðaðar með það markmið í huga sem stofnunin hefur sett um skil póstsendinga. Eftirfarandi niðurstöður feng- ust í könnun á hraða póstsendinga á höfuðborgarsvæðinu sem gerð var í ágúst sl. Samdægurs var 1,59% sendinga komið til viðtakenda, 70,37% á 1. degi, 95,77% á 2. degi og 100,00% á 3. degi. Aftur á móti voru niðurstöður könnunar sem gerð var fyrir ári síðan þær að sæmdægurs var engin sending komin til viðtak- anda, 25.40% á 1. degi, 74.07% á 2. degi, 95.77% á 3. degi og 100.00% á 4. degi. í fréttinni kemur einnig fram að markmið stofnunarinnar sé að allar póstsendingar innan höfuð- borgarsvæðisins, sem póstlagðar eru fyrir kl. 17.00, berist viðtak- endum næsta virka dag og að þessar kannanir sýni að varla ætti að líða á löngu þar til því mark- miði er náð. Gott verð fyrir „gámafiskinn“ VERÐ á ferskum fiski fluttum héð- an í gámum hefur verið gott að und- anfornu á mörkuðunum í Hull og Grimsby, en mun lakara fyrir fisk upp úr skipum. Verð á ferskum fiski í Þýzkalandi er einnig lágt um þess- ar mundir. Á þriðjudag fengust að meðal- tali 51,13 krónur á hvert kíló af ámafiskinum, samtals 55,2 lestir. gær var selt úr einum gámi og fengust fyrir fiskinn 547.500 krón- ur alls eða 48,94 fyrir hvert kíló. í gær seldi Sigurjón GK 49,2 lestir í Grimsby. Heildarverð var 1.825.800 krónur, meðalverð 37,11. Sveinborg, sem er í eigu Siglfirð- inga, seldi 106 lestir í Bremerhav- en. Heildarverð var 3.027.00 krón- ur, meðalverð 28,53. Sólberg ÓF seldi 117 lestir í Cuxhaven. Heild- arverð var 4.936.500 krónur, með- alverð 27,89. Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra: Engar ákveðnar tölur ræddar „HVERGI nokkurs staðar hef ég svo mikið sem ýjað að neinni ákveðinni tölu hvað varðar sölu á raforkunni, hvað þá að ég hafi nefnt slíka tölu. Það geri ég ekki fyrr en frá samningum hef- ur verið gengið, við hverja svo seih við semjum,“ sagði Sverrir svo auðvitað starfa íslenskir verkamenn alfarið, eins og við álbræðsluna í Straumsvík nú.“ Stjórnarandstaðan um hugsanlegt samstarf við Kínverja í áliðnaði: Norræn ljóðlistarhá- tíð haldin í næstu viku NORRÆN IJODUSTARHÁTÍD verður haldin í Norræna húsinu dagana 8. til 13. september næstkomandi þar sem tuttugu og tvö erlend Ijóðskáld og sex íslensk munu koma fram og lesa úr verkum sínum. Frá Svíþjóð, Dan- mörku, Noregi og Finnlandi eru þrír þátttakendur væntanlegir til landsins, en einn frá Færeyjum, Grænlandi og Sömum, auk sjö annarra þekktra Ijóðskálda, sem koma víðsvegar að. „Eftir að ég tók við starfi for- arsal Háskóla Islands hefst mál- stjóra Norræna hússins ákvað ég þing í Norræna húsinu sem stend- að hrinda í framkvæmd gamalli ur í fimm daga. Þar verða flutt hugmynd um að halda norræna erindi um ljóðlist á tækniöld, ljóð- ljóðlistarhátíð," sagði Knut Öde- list á Norðurlöndum og íslenska gárd forstjóri Norræna hússins, á ljóðlist. Að framsöguerindunum kynningarfundi vegna hátíðarinn- loknum verða almennar umræður. ar. Verndari hátíðarinnar er for- seti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, og Snorri Hjartarson er heiðursskáld hátíðarinnar. Að lokinni setningarathöfn í hátíð- Á ljóðakvöldum sem hefjast kl. 8.30 í Norræna húsinu öll kvöldin þá daga, sem hátíðin stendur, munu skáldin, sem taka þátt í há- tíðinni lesa upp úr verkum sínum og íslenskir tónlistarmenn koma fram og flytja nokkur verk. öllum er heimill aðgangur að ljóðakvöld- unum. Það er Norræni menningarsjóð- urinn, Norræna höfundamiðstöð- in, íslenska ríkið, Reykjavíkur- borg, SÍS og nokkur erlend sendi- ráð sem styrkja hátíðina og hafa gert hana möguleika. Fram- kvæmdanefnd hátíðarinnar skipa ljóðskáldin Knut Ödegárd, Einar Bragi, Thor Vilhjálmsson og Ein- ar Kárason auk bókmennta- fræðinganna Örnólfs Thorssonar og Árna Sigurjónssonar. Umsjón með framkvæmdum hefur verið í höndum Ingibjargar Björnsdóttur. Norræna húsið: Morgunblaðið/Árni Sæberg Framkvæmdanefnd Norrænu Ijóólistarhátíðarinnar frá vinstri Örnólfur Thorsson, Einar Kárason, Einar Bragi, fyrir framan hann Thor Vilhjálmsson, Ingibjörg Bjarnadóttir, Knut Ödegárd og Árni Sigurjónsson. Hermannsson iðnaðarráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var spurður hvort til greina kæmi að selja kflówattst- undina af raforku á 10 mills, til fyrirhugaðrar stækkunar álvers- ins í Straumsvík. Sverrir var spurður hvort mikill fjöldi Kínverja kæmi til með að starfa hér á landi, ef af samningum Kínverja, Alusu- isse og íslenskra stjórnvalda yrði: „Því fer víðsfjarri," sagði Sverrir, „þeir munu vafalaust senda einhverja tæknimenn til íslands til þess að læra á þetta og kynna sér tæknina, en Al- usuisse myndi leggja fram alla tækniþekkinguna og selja hana — það er frumskilyrði af hálfu Alusuisse. Þarna myndu Afstaða Alþýðubandalagsins til erlends fjármagns óbreytt MÖGULEIKINN á samvinnu við Kínverja um álframleiðslu í Straumsvík hefur vakið óskipta at- hygli, enda ekki á hverjum degi sem Kínverjar hugleiða fjárfestingu í stóriðjufyrirtækjum á Vesturlönd- um. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í gær eru þeir Geir Hall- S’rímsson utanríkisráðherra, Birgir sleifur Gunnarsson, formaður stór- iðjunefndar, og dr. Jóhannes Nor- dal, formaður samninganefndar um stóriðju allir jákvæðir fyrir slíkri samvinnu. Morgunblaðið sneri sér í gær til forsvarsmanna stjórnarand- stöðuflokkanna og leitaði álits þeirra á samstarfi við Kínverja, ef af verður. „Lönd Konfúsíusar bera mikla virðingu fyrir lögmálum viðskipta“ „Ég hef ekki nema gott eitt um það að segja að við förum að starfa að stóriðjumálum í sam- vinnu við Kínverja," sagði Stefán Benediktsson, þingmaður Banda- lags jafnaðarmanna. „Við eigum ef til vill auðveldara með bein Stækkun álversins tæki 3 ár og veitti um 230 manns vinnu ÁÆTLAÐ er að það taki 3 ár að stækka álverið í Straumsvík, eftir að ákvörðun þar að lútandi hefur verið tekin. Er þá verið að ræða 50%stækkun, úr 88 þúsund tonna ársframleiðslu í 132 þúsund tonna ársframleiðslu. Þetta kom fram í viðtali Morgunblaðsins við Ragnar Halldórsson, forstjóra ÍSAL, sem birtist fyrr á árinu í Morgunblaðinu. Ragnar sagði jafnframt að gert er áætlaður um 120 milljónir doll- væri ráð fyrir tveimur stuttum kerskálum, sem myndu rísa sam- hliða þeim sem fyrir eru, á milli Reykjanesbrautar og gömlu skál- anna. Kostnaður við stækkunina ara, eða nærri 5 milljörðum króna. Sama vinnsluaðferð álsins yrði í nýju skálunum og gert er ráð fyrir að stækkunin þyrfti um 6 til 700 gígawattstundir (GWH jafngildir einni milljón KWH, kílówatt- stundum). Ársstörf í Straumsvík eru nú 650, en yrðu eftir stækkun um 880, þannig að ráða þyrfti 230 menn til viðbótar. Frá því að framleiðslan í Straumsvík hófst, 1%9 hefur lið- lega þriðjungur af sölutekjum ÍSAL runnið til íslensku þjóðar- innar, eða um 16 milljarðar króna. mannleg samskipti við vestrænar þjóðir, þar sem um svipaða menn- ingu er að ræða,“ sagði Stefán, „en á móti kemur það, að Vestur- landaþjóðirnar eru ef til vill enn harðari í viðskiptum en Kínverjar. Það er alþekkt staðreynd að þessi lönd Konfúsíusar bera mjög mikla virðingu fyrir lögmálum viðskipta og setja gagnkvæman hagnað ofar öllu.“ „Afstaöa Alþýöu- bandalagsins breytist ekki þó að um Kínverja sé aö ræöa“ „Okkar afstaða til erlends fjár- magns í atvinnurekstur hér á landi hefur ekki breyst. Við teljum að fslendingar eigi að eiga meiri- hluta í viðkomandi fyrirtækjum og við teljum að það verði að tryggja að fyrirtæki falli eðlilega inn í íslenskt atvinnulíf og að það greiði fullt orkuverð," sagði Svav- ar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins. „Eg sé ekki að það breyti neinu um eðli álversins í Straumsvik þó að Kínverjar verði þar einhver minnihlutaaðili, enda liggur ekki á neinn hátt fyrir hversu hátt raforkuverð þeir munu greiða," sagði Svavar. Svavar sagði jafnframt: „Ég hef heyrt að iðnaðarráðherra sé á þessum stöðugu útsölum sínum um allan heim, að bjóða rafmagn á 10 mill KWH (mill er einn þús- undasti úr Bandaríkjadollar, og KWH er skammstöfun fyrir kíló- wattstund, innskot blm. Mbl.). Það er auðvitað gjörsamlega fráleitt, eins og allir sjá, þar sem fram- leiðsluverð er 18 til 20 mill. Ég sé því ekki að það geti á nokkurn hátt haft áhrif á okkar afstöðu, hvaðan það fjármagn kemur sem þarna er um að ræða. Ég held að það sé engin lausn til á þessum vanda sem álverið í Straumsvík hefur skapað, önnur en sú að það verði þjóðnýtt og íslenska þjóðin eigi þessa sjoppu og reki.“ „Ekkert um þetta að segja“ „Það er ekkert um þetta að segja á þessu stigi,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. „Það er allt gott um það að segja, að þeir talist við, en það er það eina sem hefur verið ákveðið. Hugmyndin um að fjöl- mennasta þjóð heims og sú fá- mennasta starfi saman, er auðvit- að mjög skemmtileg, jafnvel þótt slíkt yrði fyrir milligöngu dr. Muller,“ sagði Jón Baldvin jafn- framt. Ekki náðist samband við neinn þingmann Kvennalistans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.