Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985 15 Mickey Ruorke og John Lone í hlutverkum sínum. Teigahverfí: 450 íbúar skrifa undir mót- mæli gegn fangasambýlinu „þETTA er mikið hitamál þarna í hverfinu og þessi undirskriftalisti er staöfesting á þeim mótmælum sem uppi hafa verið,“ sagði Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar, í samtali við Morgunblaðið eftir að undir- skriftir 450 íbúa í Teigahverfi gegn því að fangahjálpin Vemd reki sambýli fyrir fleiri en 8 vistmenn í húseigninni Laugateigi 19 höfðu verið lagðar fyrir borgarráð á þriðjudag. Rökstuðningur fyrir andstöðu íbúanna 450 við áætianir Verndar mun vera á þá leið að læknar og sálfræðingar, sem ekki eru nafngreindir í skjalinu, hafi stað- fest þá skoðun íbúanna, er undir skjalið rita, að óráðlegt sé að vista fleiri en 8 fyrrverandi fanga undir sama þaki. Ætlun Verndar sé hins vegar að reka sambýli fyrir um 20 manns við Laugateiginn og lýsa íbúarnir ábyrgð á hendur félags- samtökunum ef af verður. „Ég held að flestir séu sammála um að þetta sé of stór eining, að það sé ekki heppilegt að hafa þennan fjölda á sama stað og að með því sé ekki verið að gera þeim mönnum, sem á að vera að styðja við bakið á, neinn greiða," sagði Magnús L. Sveinsson við Morgun- blaðið. „Borgarráð hefur lýst sig fúst til viðræðna um kaup Reykja- víkurborgar á húsinu og formaður Verndar, Jóna Gróa Sigurðardótt- ir, hefur lýst því yfir að það sé sjálfsagt að taka þátt í slíkum við- ræðum." Ár drekans: Evrópu- frumsýning í Bíóhöllinni ÁR drekans, ný bandarísk bíó- mynd verður sýnd í Bíóhöllinni frá og með deginum í dag. 20 dagar eru síðan hún var frumsýnd vest- anhafs, en Bíóhöllin frumsýnir myndina í Evrópu. Michael Cimino Ieikstýrir mynd- inni en hann er frægur fyrir myndir eins og Deer Hunter og Heaven3 Gate. Myndin fjallar um átök lögregl- unnar við kínversku mafíuna í New York. Stanley White er lögreglu- maður pólskur að ætterni, en fæddur og uppalinn í Ameríku og afar stoltur af því. Hann gengur vasklega fram í baráttunni við mafíu þessa, sem Joey nokkur Tai er einhverskonar forsprakki fyrir. Hann kemst fljotlega að því að ýmis afbrot og vandræði í Kína- hverfinu í New York eiga rætur að rekja til harðsvíraðra glæpa- hringa sem náð hafa unglingum á sitt vald. Með aðalhlutverk fara Mickey Rourke og John Lone. 727 lestir af slitnum humri á vertíðinni HUMARAFLI síðustu vertíðar nam alls um 722 lestum af slitnum humri. Var það aðeins um 4 lestum minna en leyfilegt var að veiða. 84 bátar höfðu leyfi til veið- anna, en 7 þeirra nýttu sér það ekki og ráðstöfuðu kvóta sínum til annarra báta. Millifærsla á kvóta milli báta, sem stunduðu veiðarn- ar, var nánast engin og mun nán- ast ekkert hafa verið um það að menn veiddu umfram kvóta. Leyfilegt var að auka kvótann um 5%, kæmi aukningin aðeins í þriðja gæðaflokk. Var það meðal annars gert til þess að lakasta humrinum yrði síður hent. Háskólafyrirlestur: Aristóteles og Snorri HALVARD Mageröy, prófessor í íslensku við háskólann í Ósló, flyt- ur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands, fimmtudaginn 12. september 1985, klukkan 17.15 í stofu 423 í Árna- garði. Fyrirlesturinn nefnist „Arist- oteles og Snorri" og verður fluttur á íslensku. Öllum er heimill aðgangur. (Frélt frá Háskóla fslands) THEMALLENS á myndbandaleigum í dag Dreifing iloioorhf S. 45800 Útgefandi stfg Stórkostleg ættarsaga eftir Catherine Cookson, vinsæl- asta skáldsagnahöfund Bretlands. Samnefnd bók hefur selst í rúmlega 3 milljónum eintaka og veriö söluhæsta skáldsagan í Bretlandi síöustu árin. Sagan lýsir á ógleymanlegan hátt lífi óðalsbóndans Thomas Mallen og samskiptum hans viö óbreytta bænd- ur á síðustu öld. Hér blandast saman stórgóöur leikur og raunsönn kvikmynd sem fjallar um atburöi, sem gætu allt eins veriö byggöir á sannsögulegum heimildum. Þessi myndaflokkur lætur engan ósnortinn sem á hann horfir. íslenskur texti. Þetta segja gagnrýnendur: „Ég á ekki nógu sterk orö til aö mæla meö hinum stór- fenglega myndaflokki um Mallenættina...“ The Guardian „Raunsönn lýsing á tíöarandanum, sýnir hve vel hefur veriö aö þessu verki staðiö...“ Daily Mail „Sjaldan hefur tekist jafn vel aö lýsa ringulreiöinni sem fylgdi sukksömu líferni aöalsins á 19. öld. Höfundurinn blandar listavel saman hneykslismálum, ástríöum, róm- antík og vonbrigöum ... The Observer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.