Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985
Grafík gerði það
gott í Danmörku
í búningsherbergi rétt áður en gengið var inn á sviðið. Rafn t.v. og Rúnar t.h.
Kaupmannahörn. 28. ágúat.
Síðustu helgina í ágúst spilaði
hljómsveitin Grafik á tvennum tón-
leikum í Danmörku. Hljómleikar
þessir voru í Árósum á fostudags-
kvöldið og hérna í Kaupmannahöfn
á laugardagskvöld. Það var „Dansk
Rock Samrád“, sem stóð fyrir þess-
um uppákomum, og nefndust hljóm-
leikarnir „Nordrock". Alls voru sex
hljómsveitir, sem tóku þátt, tvær frá
Danmörku og ein frá hverju hinna
Norðurlandanna. Spiluðu þrjár
hljómsveitir saman á hverjum tón-
leikum.
Undirritaður brá sér í „Saltlag-
eret“ á laugardagskvöldið, en þar
spiluðu Grafík ásamt „Parkering
forbudt" frá Danmörku og „Lilly
and the gigolos" frá Noregi. Held-
ur var nú fámennt á hljómleikun-
um, en ágætis stemmning meðal
þeirra, sem á staðnum voru. Aug-
lýsa hefði mátt tónleikana miklu
betur.
Fyrst kom fram á sviðið
hljómsveitin „Parkering forbudt".
Þessi hljómsveit vakti feikimikla
athygli hér í Danmörku, þegar
hún kom fyrst fram fyrir um 5
árum, enda voru meðlimir hljóm-
sveitarinnar þá mjög ungir að ár-
um, ca. 12—13 ára. Hljómsveitin
var á margan hátt mjög áheyri-
leg, en samt fannst mér eins og að
vantaði herzlumuninn til að hægt
væri að segja, að þeir væru í góðri
samæfingu, en strákarnir eru enn
ungir og eiga örugglega framtíð
fyrir sér.
Norska grúppan var næst á
dagskrá. Mesta athygli vöktu hin
miklu tilþrif söngkonunnar, en
hún minnti í mörgu á stöllu sína
Ninu Hagen. Spilaði hljómsveitin
nokkuð lengi, og þótt leitt sé frá
að segja, hafði maður það hálf-
partinn á tilfinningunni, að hún
hefði alltaf verið að spila sama
lagið. Fjölbreytninni var sem sagt
ekki fyrir að fara hjá sveitinni
þeirri.
Hafi það verið ætlunin hjá að-
standendum hljómleikanna að
geyma það besta þar til síðast, þá
NÝTT NÝTT
\ vetur höfum við fengið til liðs
við okkur erlendan danskennara,
sem kennir:
ASSBALLET
ITlJ MODERN DANS
STEPP
SPÁNSKA DANSA
(FLAMENCO)
AEROBIC
DANSLEIKFIMI
FRÁBÆRT OG
KRAFTMIKIÐ
Að sjálfsögðu eru líka allir samkvæmisdansarnir og nýjustu
discodansarnir á dagskránni eins og venjulega
INNRITUN HEFST MÁNUDAGINN 9. SEPTEMBER
Athugið verðskrána — það borgar sig
Mér fannst rigningin góð söng Helgi fullum hálsi vid góðar undirtektir.
heppnaðist það mjög vel í þetta
skiptið. Það var Grafík, sem end-
aði hljómleikana. Þeir höfðu æft
upp gott prógram og raðað því
þannig upp, að það myndaði nokk-
urs konar sinfóníu með hröðum
fyrsta kafla — hægum millikafla
og hröðum lokaþætti. Þetta sam-
anstóð af 9 lögum, bæði nýjum og
einnig af síðustu plötu hljóm-
sveitarinnar „Get ég tekið sjens“,
sem kom út fyrir síðustu jól.
Hljómsveitin var í mjög góðri
samæfingu og voru strákarnir
áberandi öruggastir í hljóðfæra-
leik sínum. Það vakti sérstaka at-
hygli mína, hversu mörg laganna
voru miklu betri í flutningi þeirra
nú heldur en á plötunni. Sviðs-
framkoman var líka mjög lífleg
hjá þeim félögum og kunnu
áheyrendur greinilega vel að meta
þátt þeirra Grafíkmanna í hljóm-
leikunum.
Það kom einnig fram hjá Graf-
íkmönnum, er ég spjallaði við þá,
að þeir voru mjög ánægðir með
móttökurnar. Eins kváðu þeir það
hafa verið þeim mikils virði að fá
tækifæri til að koma hingað og
sjá, hvað kollegar þeirra á hinum
Norðurlöndunum væru að fást við
og hvernig hljómlist þeirra stæði
í samanburði við hljómlist hinna.
Það kom upp sú hugmynd með
Grafík og „Lilly and the gigolos"
(norska hljómsveitin), að fara
saman í hljómleikaferð um
Skandinavíu á næsta ári. Það er
vonandi, að sú hugmynd verði að
veruleika. Þeir Grafíkmenn sögð-
ust ætla að spila eitthvað, þegar
þeir kæmu heim aftur og hvet ég
hér með alla rokkáhugamenn á
íslandi til að fara og hlusta á þá
spila; það er vel þess virði. Siðan
munu taka við upptökur á nýrri
plötu, sem væntanlega mun koma
út fyrir næstu jól og hún verður
örugglega góð; alla vega voru nýju
lögin, sem þeir fluttu á tónleikun-
um mjög góð. Verður því örugg-
lega á ferðinni hin áheyrilegasta
skífa, þegar hún lítur dagsins ljós.
Jón Valdimarsson
Höíundur er kennari og er rió nám
i tölruskóla í Kaupmannahöfn.
Svar til Bríetar
Héðinsdóttur
Frá Markúsi Erni Antonssyni
I Morgunblaðinu 31. ágúst sl.
beindir þú til mín þeirri fyrir-
spurn hvort ég láti stjórnmála-
skoðanir manna ráða úrslitum
er ég ræð menn til starfa við
Ríkisútvarpið. Þessi fyrirspurn
kemur fram vegna ummæla
Ingva Hrafns Jónssonar, nýráð-
ins fréttastjóra sjónvarps, sem
sagði m.a. í viðtali við Morgun-
blaðið 25. ágúst sl.:
„Ég hugsa, að Markús örn
hefði ekki ráðið mig ef ég hefði
verið kommúnisti“. Þú gefur mér
kost á að staðfesta þetta eða
bera það af mér. Ingva Hrafni
er frjálst að hugsa það sem
honum sýnist og tjá sig í blaða-
viðtölum án þess að ég eða aðrir
staðfesti það eða láti slíkt ógert.
Ekki ætla ég heldur að leiða
getum að því hvað Ingvi Hrafn
á nákvæmlega við með orðinu
kommúnisti.
En sem svar við fyrirspurninni
vil ég aðeins upplýsa að við
mannaráðningar hjá Ríkisút-
varpinu verða gerðar kröfur um
að starfsmenn virði útvarpslög
og aðrar starfsreglur. Frétta-
stjórum, fréttamönnum og dag-
skrárgerðarfólki ber sérstaklega
að haga störfum sínum í sam-
ræmi við eftirfarandi ákvæði
útvarpslaga: „Ríkisútvarpið skal
í öllu starfi sínu halda í heiðri lýð-
ræðislegar grundvallarreglur. Það
skal virða tjáningarfrelsi og gæta
fyllstu óhlutdrægni gagnvart öll-
um flokkum og stefnum i opin-
berum málum, stofnunum, félög-
um og einstaklingum." (Letur-
breyting mín). Stríði þessar
meginreglur gegn sannfæringu
manna og treysti þeir sér þar af
leiðandi ekki til að hlíta þeim
eiga þeir ekkert erindi í störf
hjá Ríkisútvarpinu.
Ég hef engan aðgang að upp-
lýsingum um pólitískar skoðanir
umsækjenda eða starfsmanna
nema þeir hafi kynnt þær opin-
berlega. Svo virðist sem um-
ræddan fróðleik sé helst að fá
hjá þeim dagblöðum sem að
undanförnu hafa birt ítarlegast-
ar upplýsingar um pólitísk við-
horf umsækjenda um stöður hjá
Ríkisútvarpinu.
Virðingarfyllst,
Markús Örn Antonsson,
útvarpsstjóri.