Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985
29
AP/Sfmamynd
Karlin karlinn slapp
Kúrekinn Kevin Karlin fri Shackleston í Bandaríkjunum átti fullt I fangi meA að halda Iffl og limum er hann
féll ad baki bola miklum sem hann átti aö sitja stundarkorn á á kúrekaati þar fyrir stuttu. Bola, sem gengur
undir nafninu „78“, tókst að þeyta kúrekanum af baki eftir örfáar sekúndur og féll Karlin strax úr keppni, en
mátti teljast heppinn að sleppa ómeiddur.
Norrænar útvarpsstöðvar:
„Svartur listi“ um-
ræðuefnið í
Óak>, 4. aepL Fri Jan Erik Laure,
frittarítara MorgunblaAains.
EFTIR nokkra daga munu fulltrúar
útvarpsstöðva á Norðurlöndum
koma saman til fundar í Reykjavík
og verður þar rætt um, hvort banna
skuli þeim listamönnum, sem eru á
svörtum lista SÞ fyrir að hafa komið
fram í Suður-Afríku, að koma fram
í norrænu útvarpi.
Norska ríkisútvarpið hefur enn
Reykjavík
ekki tekið afstöðu til þessa máls
og verður það látið bíða fundarins
í Reykjavík en flestar grenndar-
stöðvarnar, sem svo eru kallaðar,
frjálsu smástöðvarnar, hafa út-
hýst þeim listamönnum, sem eru
á svarta listanum. Á honum eru
t.d. Rod Stewart, Cliff Richard,
Shirley Bassey, Barry Manilow og
Ray Charles.
Finnland:
Þrír flýðu frá Rússlandi
llebnnKfors, 4. september. Kitzau.
FINNSKA strandgæzlan fann þrjá
Rússa á ey einni fyrir utan bæinn
Lovisa í austurhluta Kirjálabotns í
grennd við sovézku landamærin.
Höfðu mennirnir ætlað sér að flýja
til Svíþjóðar en gúmmíbátur þeirra
sokkið. Tókst þeim síðan að komast
upp í eyna við illan leik.
Ekki er vitað, hve lengi menn-
irnir þrír höfðu dvalizt á eyjunni,
er finnska strandgæzlan fann þá.
Þeim var síðan veitt þriggja mán-
aða dvalarleyfi i Finnlandi, en eft-
ir að það var fengið, tóku þeir
strax þann kostinn að halda með
ferjunni til Svíþjóðar, þar sem
þeir eru nú.
Noregur:
Mikið um
þorskseiði
í N-íshafi
Ósló, 4. sept. Frá Jan Erilt Laure,
fréttaritara Morgunblaósina.
HRYGNING þorsksins í Norður-
íshafí hefur tekist mjög vel í ár og
er árgangurinn talinn jafn góður og
sterku árgangarnir frá 1983 og 1984.
Þorskseiði hafa fundist allt frá
Tromsö til Novaja Semlja í austri
og til Svalbarða f norðri.
Þessar eru niðurstöðurnar úr
ferð rannsóknaskipsins „G.O.
Sars“, sem nú er að ljúka rann-
sóknum í Barentshafi. Alls tóku
þrjú norsk skip og tvð sovésk þátt
í rannsóknunum. Þótt niðurstöð-
urnar hafi verið góðar mun
þorskkvótinn ekki verða aukinn á
næstunni því að árgangurinn frá
1982 var mjög slakur og veiðar úr
honum munu ekki hefjast fyrr en
1988 þegar þorskurinn verður
kynþroska.
Rainbow Warrior-
málið:
Rannsókn hafin
í Bandaríkjunum
San Francisco, 4. sept. AP.
BANDARÍSKA alríkislögreglan er
nú einnig farin að rannsaka Rainbow
Warrior-málið og er það gert að
beiðni yfírvalda á Nýja Sjálandi.
„Okkur hefur borist beiðni um
þessa rannsókn frá yfirvöldum á
Nýja Sjálandi og ætlum að verða
við henni," sagði talsmaður alrík-
islögreglunnar í Bandaríkjunum,
en ekki vildi hann segja að hverju
rannsóknin beindist. Fréttir eru
þó um, að einhverjir menn í Kali-
forníu hafi átt einhvern þátt í, að
Rainbow Warrior var sökkt. Á
Nýja Sjálandi hafa tveir starfs-
menn frönsku leyniþjónustunnar
verið handteknir vegna málsins,
en einnig hafa þrír aðrir verið
nefndir til sem aðilar að því. Þeir
eru nú í París.
I samvlnnu
við sunnlenska bændur
hefur Sláturfélagi Suðurlands tekist
að efla framleiðslu landbúnaðarvara
A Suðurlandi eru einhver bestu landbúnaðar-
héruð á íslandi.
Bændur á þessum slóðum hctfa lengi getið sér
gott orð fyrir búmennsku og ræktun góðs
bústofns.
í tæp 80 ár hefur Sláturfélag Suðurlands átt
ágætt samstarf við sunnlenska bændur. Fyrir-
tækið hefur nýtt afurðir þeirra til hagsbóta bæði
íyrir bændur og neytendur.
Sláturfélagið leitar stöðugt nýrra leiða við
fullvinnslu landbúnaðarafurða. Rannsóknir eru
í hávegum hcifðar og gæðakröfur eru strangar.
Með ötulli vinnu hefur tekist að ryðja sífellt
nýjar brautir við framleiðslu landbúnaðarvara,
stækka markaðinn og auka eftirspum.
Við hjá Sláturfélaginu leggjum á það höfuðá-
herslu að góð samvinna haldist við sunnlenska
bændur, og neytendur geri sér ljósa grein fýrir
þætti bændanna sjálfra í framleiðsluvörum SS.
Samstarf bænda innan Sláturfélags Suður-
lands og starfsfólks fýrirtækisins byggist á
þrotlausri vinnu, stöðugum rannsóknum og
ströngu gæðaeftirliti.
Þetta er samstarf sem skilar góðum árangri.
Slátnrfélag Suðurlands Skúlagötu 20 101 Reyfcjavík